Morgunblaðið - 22.05.2009, Page 6

Morgunblaðið - 22.05.2009, Page 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2009 Omeprazol Actavis - öflugt lyf við brjóstsviða og súru bakflæði Notkunarsvið: Omeprazol Actavis inniheldur ómeprazól sem hemur seytingu á magasýru. Omeprazol Actavis er notað við tilfallandi brjóstsviða og súru bakflæði. Frábendingar: Ofnæmi fyrir innihaldsefnum, samtímis notkun lyfja sem innihalda claritrómýcín hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi, samtímis notkun lyfja sem innihalda atazanavír. Varúð: Gæta skal sérstakrar varúðar: Ef verulegt og óvænt þyngdartap verður, við endurtekin uppköst, ef erfiðleikar eru við að kyngja, við blóðuppköst eða blóð í hægðum, ef lifrar- eða nýrnastarfsemi er skert. Börn og unglingar undir 18 ára aldri eiga ekki að nota lyfið nema að ráði læknis. Omeprazol Actavis inniheldur súkrósa. Meðganga/brjóstagjöf: Leitið ráða hjá lækni áður en lyfið er notað. Akstur og notkun véla: Aukaverkanir, svo sem þreyta, svimi og sjón- og heyrnartruflanir, geta komið fram og geta haft áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla. Aukaverkanir: Algengar aukaverkanir eru niðurgangur, hægðatregða, vindgangur, ógleði, uppköst, svefntruflanir, sundl, höfuðverkur eða þreyta. Þessar aukaverkanir verða yfirleitt vægari við áframhaldandi meðferð. Skammtastærðir: Fullorðnir: 1 sýruþolið hylki eftir þörfum. Ekki má nota meira en 20 mg á sólarhring. Ef einkennin hverfa ekki eftir að Omeprazol Actavis hefur verið notað í 14 daga skal hafa samband við lækninn vegna þess að einkennin gætu verið af öðrum orsökum. Gleypa á sýruþolnu hylkin með glasi af vökva. Sýruþolnu hylkin ætti að taka fyrir máltíð (t.d. morgunmat eða kvöldmat) eða á fastandi maga. Hvorki má tyggja né mylja sýruþolnu hylkin. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Janúar 2009. H V ÍT A H Ú S I / S ÍA / A C TA V IS 9 0 3 0 3 0 Af litlum neista… 20 mg, 28 stk. – fáanlegt án lyfseðils í næsta apóteki Nýttmagalyf án lyfseðils Eftir Sigrúnu Ernu Geirsdóttur sigrunerna@mbl.is SKEMMTIFERÐASKIPIÐ Voyager er í raun fimm stjörnu fljótandi hótel, með öllum þeim þægindum sem því fylgir. Þarna má finna spila- víti, safn kvikmynda og tölvuleikja, íþróttasali, sundlaug, læknastofu og heilsulind. Allt að sjálf- sögðu fyrsta flokks. Reglulega kemur fyrir að stórfyrirtæki taki skipið á leigu og má nefna að framleiðendur Porsche leigðu það nýverið til að kynna nýjustu bifreiðina fyrir umboðsmönnum sínum. Voru þá tveir Porche-bílar til sýnis í skipinu. Efnaðir Bandaríkjamenn Forstjóri skipafélagsins, Mark Conroy, ferðast með skipinu í þessari ferð en alls rekur Regent félagið fjögur skemmtiferðaskip. Ferðast hann nokkrum sinnum á ári með skip- um félagsins. ,,Skipið tekur 700 farþega og 450 eru í áhöfn á skipi af þessari stærð, 42.000 tonn, en það telst frekar lítið. Ástæðan er sú að öll herbergin eru stór og með eigin svalir. Skipið er hugsað sem lúxusskip,“ segir Conroy. Farþeg- arnir eru flestir frá Bandaríkjunum en Bretar og Ástralir eru líka fjölmennir. Meðalaldur far- þega er nokkuð lægri en gengur og gerist al- mennt á skemmtiferðaskipum, eða rúmlega fimmtíu ár í stað sjötíu. Þá er nokkuð um fjöl- skyldufólk með börn í eldri kantinum. ,,Meiri- hluti okkar farþega hefur ferðast með okkur áð- ur og margir fara í nokkrar ferðir í röð, það er ekki óalgengt að fólk sé kannski hundrað nætur í einu. Einn farþeginn hefur verið hér í þúsund nætur.“ Kreppan hittir því ekki alla jafnt fyrir og er fullbókað í nánast allar ferðir skipsins í ár. Reykjavík er fyrsti áfangastaðurinn í tíu daga ferð skipsins en næst liggur leiðin til Vest- mannaeyja, þá Færeyja og svo Bretlandseyja. Að jafnaði liggur skipið við festar í 24 klukku- stundir á hverjum stað. Um fjögur hundruð far- þegar komu um borð í skipið í gær en hingað höfðu þeir flogið í þeim tilgangi. Hljóðbylgjubyssur Fyrir skemmtiferðaskip gilda afar strangar reglur um hver má koma um borð. Ef farþegi óskar eftir að koma með gesti verður að láta vita með góðum fyrirvara. Farið er í gegnum málmleitartæki og fá gestir sérstaka passa svo hægt sé að fylgjast með nákvæmlega hver er um borð á hvaða tíma. Conroy segir að örygg- iskerfi skipsins sé afar fullkomið og nefnir að um borð séu til dæmis nokkurs konar byssur sem skjóta hljóðbylgjum. Eru þær hafðar um borð sem vörn gegn sjóræningjum en skipið hef- ur þó aldrei lent í neinum vandræðum af því tagi. Voyager er rúmlega 200 metrar á lengd, rís 54 metra frá sjávarmáli og er á ellefu hæðum. Þótt skipið hafi verið smíðað árið 2003 var það nánast algerlega endurnýjað að innan í desem- ber sl. ,,Við fögnum ákaflega þessari hreyfingu gegn reykingum,“ segir Conroy og brosir. ,,Nú má bara reykja á tveimur stöðum í skipinu og það kemur til með að spara okkur mikinn kostn- að.“ Skipið kostaði 250 milljón evrur, sem þykir vænn skildingur fyrir skemmtiferðaskip af þess- ari stærð. Það er þó ekki aðeins íburður skips- ins sem gerir það sérstakt því í stað hefðbund- inna skrúfna sem knýja skipið áfram toga skrúfur Voyagers það áfram og má snúa skrúf- unum á alla vegu. Skipið getur því siglt til hliðar og getur lagt sjálft að bryggjunni. ,,Nýjasta tækni er alls staðar nýtt til hins ýtrasta,“ segir Conroy. Undir það tekur annar skipstjóri skips- ins, Gianmario Sanguineti, sem verið hefur skip- stjóri á Voyager í rúmt ár. Hann hefur þó mun lengri skipstjórnarreynslu og hefur verið á sjón- um í rúm tuttugu ár. ,,Voyager er ótrúlega með- færilegt skip sem unun er að stjórna.“ Um Atlantshafið á fljót- andi fimm stjörnu hóteli  Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins komið  Fullbókað í flestallar ferðir Morgunblaðið/Ómar Miðdepill Glæsilegur hringstigi nær í gegnum allt skipið. Fyrir miðri mynd má sjá norskt listaverk. Forstjórinn Mark Conroy Stjórnar skipafélaginu og ferðast reglulega með skipum félagsins. LÖGREGLAN á Selfossi hefur fengið ábendingar um akstur fjór- hjóla og torfæruhjóla utan vega og slóða á Hengilssvæðinu og víð- ar um Árnessýslu. Akstur utan vega er bannaður og ætlar lög- reglan að auka eftirlit með ut- anvegaakstri. Í tilkynningu frá lögreglunni á Selfossi segir að það ætti ekki að dyljast nokkrum manni að akstur af þessu tagi valdi gróðurspjöllum og það sem verra sé að hver sá sem sjái hjólför eftir annan telji sig mega nýta sér þau og þar með myndist á skömmum tíma slóði sem verði varanlegur. Kvartanir hafa borist lögreglu alls staðar að úr Árnessýslu um akstur fjórhjóla um holt og hæðir. Um hverja helgi megi sjá ökutæki með kerru sem á eru tvö eða fleiri torfærutæki streyma austur eftir Suðurlandsvegi svo ljóst megi vera að talsverð aukning sé á notkun þessar tækja. „Lögreglan skorar á ökumenn torfærutækja og jeppabifreiða að halda sig á vegum og við- urkenndum slóðum og hlífa nátt- úrunni. Aðrir eru beðnir að standa vaktina með lögreglunni og gera viðvart verði þeir varir við akstur utan vega og eftir atvikum að taka ljósmyndir af ökutækjunum sem lögreglan gæti nýtt sér við rann- sókn mála,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Lögreglan á Selfossi mun auka eftirlit með akstri utan vega Morgunblaðið/Einar Falur VERÐ á dísilolíu og bensíni er nú nánast hið sama en olían kostaði í gær 163,8 kr. og bensínið 164,9 kr. hjá N1. Magnús Ásgeirsson, hjá N1, segir ástæðuna þá að í fyrsta sinn í mörg misseri hafi eðlileg eftirspurn áhrif á verðið. ,,Á veturna er mikil eftirspurn erlendis eftir olíu til húskyndingar en nú hefur hún minnkað. Á móti kemur vaxandi eftirspurn eftir bensíni og þetta veldur hækkun bensínverðs og lækkun olíuverðs,“ segir Magnús. sigrunerna@mbl.is Jafnvægi á elds- neytismarkaði FRAMSÓKNARMENN þráast við að yfirgefa flokksherbergi sitt í Al- þingishúsinu, eða „græna her- bergið“ svokallaða, þrátt fyrir þá ákvörðun forseta Alþingis að þeir eftirláti Vinstri grænum herbergið með þeim rökum að þingflokkur þeirra sé nú orðinn stærri eftir gott gengi í kosningunum. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, vildi ekki staðfesta að málið væri í þessum farvegi þegar eftir því var leitað. Sagði Ásta að reynt yrði að leysa málið, sem tekið yrði upp eftir helgina, í bróðerni. Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, lýsir afstöðu Framsóknar svo: „Ég veit að þeir hafa ekki viljað fara út úr þessu herbergi af því að þeir hafa svo mikil tilfinningatengsl við það. Það er okkur algjörlega óviðkomandi. Þetta er ekki deila á milli okkar og Framsóknar. Það er mikill misskilningur. Við höfum ekki gert kröfu um að fá þetta framsóknarherbergi. Við höfum aðeins gert kröfu um að fá þingflokksherbergi sem er nægj- anlega stórt fyrir VG. Herbergið sem við erum í rúmar ekki allan þingflokk VG svo að það er yf- irstjórnar þingsins að finna út úr því. Það er ekki þannig að þing- flokkar eigi herbergi. Við þurfum að fá þingflokksherbergi í þinghúsinu. Það segir sig sjálft. Herbergi sem hefur 11 sæti rúmar ekki 14 manna þingflokk VG.“ Árni Þór telur málið tímasóun. „Þetta er algjörlega fáránlegt mál í sjálfu sér, að menn geti eytt miklu púðri í að tala um eigin þingflokks- herbergi á sama tíma og þeir kvarta yfir því í þinginu að ríkisstjórnin sé ekki að koma með nein mál sem varða fjölskyldur og atvinnulíf í landinu. Okkur finnst þetta algjört aukaatriði.“ baldur@mbl.is Þeir sitja sem fastast  Framsóknarmenn vilja ekki gefa eftir græna herbergið  „Fáránlegt mál,“ segir þingmaður Vinstri grænna Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.