Morgunblaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 13
Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2009 Morgunblaðið/Ómar Góð stemning Nemendurnir í Seljaskóla voru að vonum ánægðir með velgengnina í mælsku- og rökræðukeppninni í Ráðhúsinu í fyrrakvöld. Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is ,,ÞETTA er tímafrekt og getur stundum verið svolítið erfitt, aðallega vegna þess að maður þarf að muna ræðurnar sínar. Það tekur oft langan tíma en þetta var mjög gaman.“ Álfur Birkir Bjarnason, nemandi í 10. bekk í Seljaskóla, er að vonum ánægður með sigur skólans síns í Morgron, það er mælsku- og rök- ræðukeppni grunnskóla Reykjavíkur og nágrennis, í úrslitaviðureigninni við Hagaskóla í fyrrakvöld. „Ég hvet alla til þess að taka þátt í svona keppni. Þetta er með því skemmtilegra sem ég hef upplifað,“ segir Álfur sem var í sex manna sig- urliði síns skóla. Seljaskóli, sem hlaut um 1.530 stig og vann með um 150 stiga mun, átti að mæla gegn umræðuefninu, Ef við finnum geimverur – ættum við að boða þeim kristna trú? og það þótti Álfi ekki erfitt. „Sjálfur er ég ekki kristinn. Ég sé enga ástæðu til þess að boða kristna trú yfirhöfuð.“ Spurður hvort það hefði ef til vill verið erfiðara að mæla gegn um- ræðuefninu væri hann kristinn svar- ar hann: „Það er mögulegt að það gangi betur ef maður er hlynntur umræðuefninu.“ Ræðukeppni grunnskólanna í ár var einkaframtak nemendanna sjálfra en Reykjavíkurborg styrkti keppnina, að sögn Kjartans Magnús- sonar, formanns íþrótta- og tóm- stundaráðs. „Það var ákveðið að borgin kæmi ekki að skipulagningu keppninnar í ár. Við vissum samt að það var áhugi fyrir henni. Við lögðum til sal í Ráð- húsinu og bókaverðlaun auk þess sem hver skóli studdi sína nemendur með einhverjum hætti,“ segir Kjart- an. Í fyrra var mælskukeppnin haldin undir nafninu Málið. Var þá í fyrsta sinn í sjö ár keppt í mælsku meðal grunnskólanemenda. Byggt á gömlum grunni Keppnin í fyrra byggði á gömlum grunni Morgron sem haldin var allt til ársins 2001 og nú ákváðu nemend- urnir sjálfir að endurvekja keppnina undir því heiti. „Nemendafélög Seljaskóla og Hagaskóla tóku sig saman og keyptu bikar og réðu dómara,“ greinir Álfur frá. Seljaskóli og Hagaskóli mættust einnig í úrslitum í ræðukeppninni í fyrra og hafði Seljaskóli betur eins og í ár. Ekki var efnt til sérstakrar gleði að lokinni keppninni í fyrrakvöld, að sögn Álfs þar sem vorprófin byrja í dag. „Það var aðallega farið að sofa,“ segir hann. Framundan er lestur skólabóka en þegar honum er lokið gefst væntan- legan tími til að glugga í verðlauna- bókina, Síðustu dagar Sókratesar eftir Platón. Einkaframtak nemenda  Nemendafélög skipulögðu sjálf mælsku- og rökræðukeppni grunnskóla Reykja- víkur og nágrennis  Seljaskóli hafði betur í úrslitaviðureign við Hagaskóla Fylgjandi trúboði Birna Ketilsdóttir Schram keppti fyrir hönd Hagaskóla. Með geimverugrímu Álfur Birkir Bjarnason var í sigurliði Seljaskóla. FORRÁÐAMENN Reykjavík- urborgar eiga nú í samninga- viðræðum við lífeyrissjóðina um að þeir láni borginni 5 til 6 milljarða króna til fram- kvæmda á þessu ári, samkvæmt heimildum mbl.is. Vonast er til þess að samningar um lán muni nást í næstu viku og verði kynntir á fundi borgarráðs. Reykjavíkurborg á enn eftir að fjármagna framkvæmdir upp á tæp- lega sjö milljarða króna sem áætl- aðar eru á þessu ári. Borgin hefur þegar fengið einn milljarð að láni frá Lánasjóði íslenskra sveitarfé- laga en lán frá lífeyrissjóðunum myndi duga fyrir því sem upp á vantar. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins hefur helst verið deilt um lánakjörin í viðræðum á milli borgarinnar og sjóðanna. Flestir stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa samþykkt að lána borginni en nið- urstaða varðandi lánakjörin liggur þó ekki enn fyrir. Framkvæmdir á vegum borg- arinnar hafa ekki enn verið boðnar út en venjulega er það gert á vor- mánuðum. Útboðin eru þó háð því að fjármögnun til framkvæmda sé tryggð. Meðal framkvæmda sem háðar eru auknu lánsfé eru áframhaldandi bygging Norðlingaskóla og Sæ- mundarskóla, auk leikskólabygg- inga. Kjartan Magnússon, formaður menntaráðs borgarinnar, sagðist vonast til þess að samningar um lán lægju fyrir á næstunni. „Áframhald- andi framkvæmdir eru háðar lánsfé og ég er vongóður um að þau mál skýrist innan tíðar,“ sagði Kjartan í samtali við fréttavefinn mbl.is í gær. magnush@mbl.is Borgin ræðir við lífeyrissjóði 5-6 milljarða lán Kjartan Magnússon Ágúst stjúpfaðir Kristjáns Þess leiða misskilnings gætti í myndatexta í blaðinu á miðvikudag að stjúpfaðir Kristjáns Kjart- anssonar, kartöflubónda í Tobbakoti í Þykkvabæ, væri Kristjón Pálm- arsson, nágranni hans í Tobbakoti II. Ágúst Gíslason í Suður-Nýjabæ, er lést árið 2005, var stjúpfaðir Kristjáns og er beðist velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.