Morgunblaðið - 02.07.2009, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2009
Óskar Magnússon.
Ólafur Þ. Stephensen.
Útgefandi:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Grein tíu vís-indamanna,sem birtist
hér í blaðinu síð-
astliðinn mánudag,
vakti talsverða at-
hygli. Þar sökuðu þeir rík-
isstjórnina um metnaðar- og
áhugaleysi varðandi vísinda-
rannsóknir og tækniþróun í
landinu. Ennfremur gagnrýndu
þeir harðlega skipan nýs vís-
inda- og tækniráðs: „Því skyldi
ætla að ríkisstjórnin myndi
skipa í ráðið þungavigtarfólk úr
íslensku vísinda- og tækni-
starfi, fólk með alþjóðlega
reynslu af vísindastörfum eða
farsælan feril í stjórnun vís-
indamála. Þótt sumir af þeim
sem nú hafa verið skipaðir í
ráðið hafi góða vísinda- eða ný-
sköpunarreynslu er hins vegar
ljóst að þekking margra ráðs-
liða er lítil og jafnvel engin,“
sagði í grein tíumenninganna.
Að sjálfsögðu hlýtur að þurfa
að skipa þungavigtarfólk í jafn-
mikilvægt ráð, sem ætlað er
stórt hlutverk. Þar eiga fjórir
ráðherrar jafnframt fast sæti
og heimilt er að kveðja til fjóra
ráðherra í viðbót.
Enn er hins vegar ekki nægi-
lega ljóst í hverju gagnrýni tíu-
menninganna felst, vegna þess
að þeir vilja ekki tilgreina
hvaða ráðsmenn uppfylli að
þeirra mati kröfur og hverjir
ekki, þrátt fyrir að hafa verið
þráspurðir.
Kannski er þessi tregða til
marks um návígið í litlu vísinda-
samfélagi á Íslandi, þar sem
menn eru tregir til að gagnrýna
kollega sína opinberlega. En
fyrst gagnrýnin hefur á annað
borð verið sett
fram, verða gagn-
rýnendurnir að
skýra betur hvað í
henni felst.
Í Morgunblaðinu
í gær var haft eftir Einari
Steingrímssyni, einum tíu-
menninganna, að nokkrir
þeirra sem sátu í vísinda- og
tækniráði síðastliðin þrjú ár
hefðu tekið þátt í að semja regl-
ur og velja áherzlusvið fyrir
svokallaða markáætlun. Sumir
þeirra hefðu síðan sótt sjálfir
um styrki og hlotið brautar-
gengi í fyrsta úrtaki hjá ráðinu,
sem sjálft ákvarðaði um út-
hlutun.
Þetta kallar Einar hneyksli,
og það er það ef reyndin er sú
að menn hafa tekið þátt í af-
greiðslu umsókna, þar sem þeir
áttu sjálfir hlut að máli. Það
sýnir hins vegar aftur fram á
návígið í vísindasamfélaginu.
Ef gagnrýnendur skipunar vís-
inda- og tækniráðs vilja fá
þangað fólk, sem hefur mikla
reynslu af stjórnun vísinda-
mála, er ekki ósennilegt að í
þeim hópi sé fólk, sem tekur
þátt í að sækja um styrki til
rannsókna.
Hugsanlega er leiðin út úr
þessari klemmu sú, sem gagn-
rýnendurnir benda á: að leita til
Íslendinga, sem starfa að vís-
indamálum erlendis, eða jafn-
vel til útlendinga.
Sömuleiðis er algjör grund-
vallarkrafa að hæfisreglur gildi
hjá vísinda- og tækniráði eins
og annars staðar í stjórnsýsl-
unni, þannig að menn taki ekki
sjálfir þátt í að afgreiða um-
sóknir sem þeir eiga hlut að.
Návígið í vísinda-
samfélaginu skapar
ýmsan vanda}
Návígi í vísindaráði
Aukin þörf ein-staklinga og
fjölskyldna fyrir
hvers konar aðstoð,
svo sem með mat,
fatnað, læknis- og
lyfjakostnað, er dapurlegur
fylgifiskur aukins atvinnuleysis.
Hér í Morgunblaðinu í gær kom
fram í samtölum við talsmenn
hjálparsamtaka að beiðnum til
hjálparsamtaka um hvers konar
aðstoð hefur fjölgað gífurlega.
Fram kom í máli Vilborgar
Oddsdóttur, félagsráðgjafa hjá
Hjálparstarfi kirkjunnar, að í
stað 160 fjölskyldna áður sinni
Hjálparstarfið nú allt að 900
fjölskyldum mánaðarlega. Þessi
gífurlega aukning er vitanlega
grafalvarlegt mál.
„Það er langmest sótt í mat-
inn, en við erum einnig með fé-
lagsráðgjafa sem veita ráðgjöf
og eins veitum við aðstoð vegna
lyfjakaupa, lækniskostnaðar og
vegna barna, t.d. við skólabyrj-
un,“ sagði Vilborg.
Fram kom í máli Sólveigar
Ólafsdóttur, upplýsingafulltrúa
hjá Rauða krossinum, að fataút-
hlutun hefur haldist stöðug á
vegum Rauða kross-
ins, sala á notuðum
fatnaði í verslunum
Rauða krossins hef-
ur aukist um 20% en
á sama tíma hafa
fatagjafir almennings dregist
saman um 30-40%.
Þessar upplýsingar segja
einnig sína sögu. Fólk almennt
hefur minna á milli handanna
og líklega er því reynt að nýta
alla hluti betur en var gert í
uppsveiflunni.
En það breytir engu um það,
að flest erum við aflögufær á
einhvern hátt og getum að-
stoðað þá sem verst standa.
Það getum við t.d. gert með
því að gefa notuð, en vel útlít-
andi og hrein föt til Rauða
krossins, föt sem við erum hætt
að nota, vitandi að þar koma
þau að beinum notum.
Við verðum einfaldlega að
vera vel á verði og vakandi
gagnvart neyð meðborgaranna.
Vissan um að hafa orðið að liði
og gleðin sem því fylgir er
ávöxtur slíkrar aðstoðar. Upp-
skera slíkrar árvekni verður
ekki metin til fjár.
Uppskera slíkrar
árvekni verður ekki
metin til fjár}
Flest erum við aflögufær
E
infaldasta skilgreining á hugtak-
inu „borg“ er staður þar sem til-
teknir grunnþættir svo sem
vatnsveita, holræsa- og gatna-
kerfi, skapa kjörumhverfi fyrir
nábýli fólks og viðskipta. Borgin er frelsandi
fyrir mannsandann. Það sem hún hefur upp á
að bjóða sem suðupunktur ólíkrar athafna-
semi skapar manninum frelsi til gjörða ann-
arra en þeirra að framleiða ofan í sig mat og
koma yfir sig skjóli. Margar þeirra borga sem
enn þann dag í dag þykja hvað eftirsóknar-
verðastar til búsetu eiga sér gríðarlega langa
sögu. Kjarni þeirra hefur lítið breyst í aldanna
rás. Grunnstoðunum í daglegu lífi fólks hefur
verið haldið við með markvissum hætti; litlum
torgum, mörkuðum, útivistarsvæðum, hvers-
konar skjóli fyrir umferðarþunga, hávaða og
streitu.
Mikil endurskoðun á sér nú stað á Íslandi. Það er sama
hvert er litið, allstaðar er verið að endurmeta gildi vegna
uppgjörsins á „góðæri“ síðasta áratugar. Ekki hefur þó
enn borið á endurskoðun á okkar nánasta umhverfi eftir
hrunið og því hvernig borgarmynd við viljum móta utan
um sjálft samfélag mannanna.
Samt hafa allir áttað sig á því að leið bygging-
arverktakanna – sem fólst í því að hámarka bygging-
armassa sem mest og víðast – var afleit. Sömuleiðis sam-
leikur skipulagsyfirvalda, þar sem áherslan var lögð á
slaufugatnagerð og bílastæði til að þjóna byggingarmass-
anum, fremur en vistgötur, göngu- og hjóla-
leiðir, hvað þá útivistar- og leiksvæði. Hug-
myndir um sögulega hefð tengda staðháttum,
hlutföllum fyrirliggjandi byggðarmynsturs,
mannfjölda og þarfagreiningu í samræmi við
þetta allt saman voru hunsaðar. Frá því hrun-
ið hófst hafa fáir ef nokkrir treyst sér til að
bera í bætifláka fyrir ofvaxnar og umdeildar
byggingar á borð við turnana við Höfðatorg, í
Skuggahverfi, Fossvogsdal, Smáranum og
Hafnarfirði. Þvert á móti hafa þessar bygg-
ingar orðið táknmynd vondra gilda og draum-
óra. Svo ekki sé talað um undanlátssemi kjör-
inna fulltrúa almennings sem áttu að standa
vörð um samfélagslega hagsmuni heildar-
innar.
Grænn grasbali á Lækjartorgi, sem nýverið
var komið þar fyrir, er því ef til vill táknrænn
fyrir upphaf nýrra tíma; þá hugarfarsbreytingu sem
hrunið knúði fram. Sömuleiðis uppbygging á Hljómalind-
arreitnum við Laugaveginn. Á lóð, sem fyrir nokkrum
misserum var svo verðmæt að ekkert minna en hámörk-
un byggingarmassa þótti réttlætanlegt, er nú orðið til lít-
ið og vinalegt torg – pláss fyrir fólk. Hvernig væri að
bæta fyrir áralanga vanrækslu lóða og auðra svæða í mið-
borginni með því að efla til græns átaks í ætt við Hljóma-
lindarátakið? Tyrfa og helluleggja svæði sem í áratugi
hafa einungis ýtt undir subbuskap og vonda umgengni.
Frelsa svolítið mannsandann og skapa loksins svigrúm
fyrir mannlíf utan verslunarmiðstöðva? fbi@mbl.is
Fríða Björk
Ingvarsdóttir
Pistill
Loksins pláss fyrir fólk?
FRÉTTASKÝRING
Eftir Magnús Halldórsson
magnush@mbl.is
E
itt af fáum málum sem
allir stjórnmálamenn á
Suðurlandi, þvert á
flokksstarf og pólitísk-
ar hugsjónir, eru sam-
mála um er að forgangssam-
gönguframkvæmd eigi að vera
breikkun Suðurlandsvegar. Áhersla
hefur verið lögð á 10,5 km. langan
kafla vegarins milli Selfoss og
Hveragerðis. Umferð hefur þyngst
mikið á undanförnum árum á þessu
svæði. Tæplega 7.000 bílar hafa farið
um vegarkaflann á degi hverjum að
meðaltali sé horft til áranna 2004 til
og með 2008.
Umferðin hefur verið að þyngjast
mikið samhliða uppbyggingu sum-
arhúsabyggðar á Suðurlandi, og
einnig aukinni umferð íbúa til höf-
uðborgarsvæðisins til að sækja
vinnu. Til að mynda var umferðin
næstum helmingi minni fyrir áratug.
Slysin hreyfa við
Það eru fyrst og fremst slysin á
Suðurlandsvegi sem hafa leitt til
þeirrar miklu samstöðu um brýna
nauðsyn þess að breikka Suður-
landsveg. Á árunum 1972 til 2007
hafa 58 látið lífið í umferðarslysum á
Suðurlandsvegi. Flestir þeirra, eða
42, hafa látist í árekstrum, oftast
nær tveggja bíla úr gagnstæðum
áttum. Þá hafa 14 látist í bílveltum
og 2 gangandi vegfarendur hafa látið
lífið þegar keyrt var á þá. Verstu
slysaárin á veginum eru 1995, 2001
og 2007. Árið 1995 létust 7 á veg-
inum en hin tvö árin fjórir. Slysin ár-
in 2007 urðu með skömmu millibili á
sumarmánuðum og hreyfðu þau við
Sunnlendingum sérstaklega. Minn-
ingarathafnir voru haldnar og sam-
einuðust stjórnmálamenn á Suður-
landi, bæði í sveitarstjórnum og á
Alþingi, um að beita öllum tiltækum
ráðum til þess að þrýsta á um
breikkun vegarins og frekari að-
skilnað akstursbrauta. Sveit-
arstjórnarmenn á Suðurlandi, og
þingmenn kjördæmisins, funduðu
með Kristjáni Möller samgöngu-
ráðherra í gær. Ekki síst vegna þess
að Kristján lét þau orð falla í viðtali
við Morgunblaðið 29. sl. að fram-
kvæmdir við Vaðlaheiðargöng og
Samgöngumiðstöð í Vatnsmýri gætu
hafist á undan breikkun vegarkafla
Suðurlandsvegar, ef leið einka-
framkvæmdar yrði farin. Þá gætu
lífeyrissjóðirnir komið að fjár-
mögnun framkvæmda en forsvars-
menn þeirra hafa sagt að um 100
milljarðar gætu komið frá sjóðunum
á næstu fjórum árum til fram-
kvæmda.
Björgvin G. Sigurðsson, þingmað-
ur Samfylkingarinnar og jafnframt
fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis,
sagði að loknum fundi að ekkert ætti
að vera því til fyrirstöðu að hefja
framkvæmdir ef stjórnvöld kysu að
gera það. „Staða mála er auðvitað
flókin, í ljósi efnahagsaðstæðna, og
óvissan mikil. Stjórnvöld vinna nú að
því að forgangsraða framkvæmdum
og niðurstaðan verður ljós 1. sept-
ember.“
Iðnaðar-, heilbrigðis-, fjármála-,
og samgönguráðherra hafa skipað
starfshóp sem meta á hvaða fram-
kvæmdir eiga að njóta forgangs í
einkaframkvæmd.
Morgunblaðið/Heiddi
Fundað Stjórnmálamenn á Suðurlandi áttu fund með ráðherra í gær.
Sunnlendingar
þrýsta á um úrbætur
Sveitarstjórnar- og þingmenn í
Suðurkjördæmi, þvert á flokka,
þrýsta á um að ráðist verði í
breikkun Suðurlandsvegar.
Fundað var með samgöngu-
ráðherra í gær um málið.
58
létust í umferðarslysum á
Suðurlandsvegi frá 1972
til og með 2007
10,5
km langur vegarkafli milli
Selfoss og Hveragerðis
verður breikkaður í 2+2
og 2+1
7
létust á Suðurlandsvegi í
bílslysum árið 1995 sem
er það mesta á einu ári á
einum og sama veginum