Morgunblaðið - 02.07.2009, Qupperneq 22
22 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2009
✝ Eyþór Arnórssonfæddist í Reykja-
vík 15. júlí 1955.
Hann lést á sjúkra-
húsi Akraness 23.
júní síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
hjónin Arnór Karls-
son, f. 7. maí 1931,
d. 10. október 2000,
og Sigurbjörg Guð-
mundsdóttir, f. 4.
apríl 1925. Bróðir
Eyþórs var Unnar, f.
14. maí 1959, d. 11.
desember 1996.
Sonur Eyþórs og Margrétar
Guðmundsdóttur er 1) Arnór, f.
18. nóvember 1976, kvæntur Haf-
dísi Björk Albertsdóttur, synir
þeirra Bjarki, f. 18. júlí 2003, og
Ægir, f. 3. nóvember 2007.
Dóttir Eyþórs og Sigrúnar
Pálmadóttur er 2) Eva Lind, f.
15. desember 1980, dóttir hennar
er Snædís Birta, f. 2. ágúst 2001.
Eiginkona Eyþórs er Hugrún
Fanney Vilhjálmsdóttir, f. 16.
september 1962. Börn þeirra
eru: 3) Fannar Þór, f. 24. októ-
ber 1982, sambýliskona Elín
Guðrún Tómasdóttir. 4) Sig-
urbjörg, f. 10. september 1990.
Fóstursonur Eyþórs og sonur
Hugrúnar er 5)
Heiðar Logi Sig-
tryggsson, f. 11.
maí 1980, sambýlis-
kona Guðbjörg Ösp
Einarsdóttir, sonur
þeirra er Davíð
Logi, f. 19. desem-
ber 2007, fyrir á
Heiðar Sædísi Ósk,
f. 7. september
1998.
Eyþór fæddist í
Reykjavík en flutti
svo árið 1956 í
Breiðdalsvík með
foreldrum sínum og bjó þar til
ársins 1964 þegar fjölskyldan
flutti á Sauðárkrók. Árið 1983
fluttust þau Eyþór og Hugrún í
Hlíðarbæ í Hvalfjarðarsveit þar
sem hann bjó þar til yfir lauk.
Eyþór vann ýmis störf en aðal-
starf hans var vélavinna sem átti
hug hans allan. Eyþór var mikið
náttúrubarn og unni sér hvergi
betur en í guðsgrænni náttúrunni
með sem minnst af þægindum nú-
tímans og má þar nefna bílferðir
um fáfarna vegi hálendisins og
veiði í góðra vina hópi.
Útför Eyþórs fer fram frá Hall-
grímskirkju í Saurbæ í Hvalfjarð-
arsveit í dag, 2. júlí, kl. 14.
Elsku pabbi minn, ég trúi þessu
varla að þú sért farinn frá okkur þó
svo að það hafi verið aðdragandi að
því. Nú þegar ég sest hérna niður og
hugsa um þig koma mér í hug allar
góðu stundirnar sem við áttum sam-
an. Við gátum rætt mikið um vélar
og allt sem tengist þeim. Við unnum
mikið saman og þú kenndir mér svo
margt í kringum vinnuna og varst
þú besti maðurinn í það og vonandi
hef ég lært mikið af þér. Við vorum
ekki alltaf sammála og en oftast
komumst við þó að niðurstöðu um
málin. Það var frábært að fá að
kynnast þér svona vel. Ég kveð þig
með miklum söknuði og ég mun allt-
af minnast þín, elsku pabbi.
Fannar Þór.
Elsku pabbi minn. Nú hefurðu
loksins fengið friðinn eftir þessi erf-
iðu veikindi sem þú barðist við. Ég
trúi því ekki að þú sért farinn, ég
sakna þín svo mikið og vildi óska að
þú værir ennþá hérna heill heilsu
með okkur. Þú varst alltaf svo sterk-
ur og sagðist alltaf hafa það svo
„fínt“, þrátt fyrir öll veikindin. Ég
var alltaf litla stelpan þín og þú pass-
aðir alltaf svo vel upp á mig. Það
sem stendur mér efst í minni eru all-
ar ferðirnar sem við fjölskyldan fór-
um í saman, t.d. útlandaferðin til Te-
nerife, veiðiferðin á Arnarvatnsheiði
og allar heimsóknirnar á krókinn til
ömmu. Ég gæti endalaust talið því
þær voru svo margar ferðirnar sem
við fórum í. Þú hafðir rosalega gam-
an af útiverunni og af veiði, þér
fannst líka gaman að hlusta á tónlist
og gerðir mikið af því, sérstaklega
síðustu ár. Þú unnir líka vinnunni
þinni og gast talað mikið um gröfur
og bíla.
Það er svo margt sem mig langar
að segja en læt þetta duga í bili og
þakka þér fyrir allar góðu stundirn-
ar og fyrir að vera svona góður og
elskulegur pabbi.
Ég geymi allar góðu minningarn-
ar í hjarta mínu og bið guð að geyma
þig.
Sigurbjörg.
Elsku Eyþór, mig langar að minn-
ast þín í nokkrum orðum. Mér
fannst þú mikill maður sem ég leit
upp til. Þú varst maður fjölskyld-
unnar og passaðir vel upp á þína,
varst góður vinur og mikið náttúru-
barn. Oft kom fyrir að maður hristi
bara hausinn yfir þér þegar þú varst
stundum á leiðinni upp á hálendið að
skoða, en þetta varst bara þú, enda
sló það mig mikið þegar þú varðst
veikur því alltaf fannst mér þú einn
af þeim sterkari sem og þú varst.
Mig langar að þakka fyrir að hafa
kynnst eins miklum manni og þú
varst og ég mun minnast þín um
ókomna tíð. Guð geymi þig.
Þinn
Heiðar Logi.
Elsku „kúturinn“ minn þá er kom-
ið að kveðjustundinni. Þegar ég
hugsa um síðustu tíu árin átta ég
mig á því hversu heppin ég er að
hafa fengið að kynnast þér og
hversu vel þú og fjölskyldan þín tók-
uð á móti mér. Mér fannst alltaf gott
að koma yfir á fjórtán, eins og við
köllum húsið þitt og Hugrúnar, því
þú tókst alltaf svo vel á móti mér og
svo varstu alltaf til í að spjalla, já,
eða þræta um hvernig landið liggur,
ég held að þú hafir notið þess jafn
vel og ég að fá að þræta aðeins um
staðarhætti og annað. Í mínum aug-
um varstu ekta íslenskur víkingur
þar sem náttúran og allt sem landið
gefur var þitt.
Alltaf varstu til í að aðstoða ef það
var eitthvað sem mig vantaði hjálp
við og hversu oft var það sem þú
skutlaðir mér í vinnuna eða sóttir
mig þegar það var mikill snjór og ég
þorði ekki á mínum bíl þá kom vík-
ingurinn upp í þér og þá var gaman
að spjalla við þig í rólegheitunum
þar sem þú varst sennilega að róa
mitt litla hjarta í „óveðrunum“. Ég
gæti haldið svona lengi áfram en nú
ætla ég að kveðja þig.
Þú varst gull að manni og ég
þakka þér fyrir allt sem þú gafst af
þér.
Megi Guð styrkja fjölskylduna og
Guð geymi þig.
Þín tengdadóttir
Elín Guðrún.
Vinur okkar og mágur, Eyþór, er
látinn. Barátta hans við illvígan
sjúkdóm er á enda.
Góður drengur er fallinn frá í
blóma lífsins eftir hetjulega baráttu
við skæðan sjúkdóm, sem hann tókst
á við af miklu æðruleysi. Þar var Ey-
þóri best lýst, rólegur og dulur en
samt ákveðinn og tók því sem að
höndum bar hverju sinni.Það er
stórt skarð sem hann skilur eftir sig
í fjölskyldunni. Hann var mikill fjöl-
skyldumaður og traustur vinur. Ey-
þór var frábær verkmaður til allra
verka og eru mörg verk hans sem
bera þess merki að þarna var lista-
maður á ferð og var hann eftirsóttur
eftir því. Síðasta áratuginn vann
hann við sitt eigið vinnuvélafyrir-
tæki, sem hann byggði upp með fjöl-
skyldu sinni og vann þar með Fann-
ari syni sínum.
Eyþór hafði gaman af ferðalögum
og veiðiskap í góðra vina hópi og
mun hans verða sárt saknað úr þeim
ferðum, sem og öðrum samveru-
stundum sem við áttum oft saman.
Margar minningar sækja á hug-
ann á svona stundum en engin orð
geta linað sárasta sársaukann.
Minningin um góðan dreng lifir
áfram.
Elsku Hugrún, Sibba, Fannar, El-
ín, Heiðar og Guðbjörg, við sendum
ykkur okkar dýpstu samúðarkveðj-
ur. Einnig vottum við Sigurbjörgu
móður hans og öðrum börnum hans,
Arnóri og Evu Lind, okkar innileg-
ustu samúð. Megi guð styrkja ykkur
og fjölskylduna í sorginni.
Hallfreður og Kristný.
Sárt þykir mér að þurfa að kveðja
þig, Eyþór.
Fyrstu kynni mín af þér voru þeg-
ar ég byrjaði að vinna í Ferstiklu
fyrir níu árum, mér er minnistæðast
hvað þú varst alltaf almennilegur,
ósjaldan var manni boðið í grill eftir
langan vinnudag og áttir þú það líka
til að koma og hjálpa okkur að ganga
frá ef mikið var búið að vera að gera.
Samband mitt við þig og Hugrúnu
hélst þótt ég væri hætt að vinna í
Ferstiklu og fannst mér alltaf gott
að koma í sveitina til ykkar, enda
alltaf vel tekið á móti mér. Það var
því mjög ánægjulegt þegar ég náði
mér í mann að þá fékk ég bestu
tengdaforeldra sem hægt er að
hugsa sér, þig og Hugrúnu. Húmor
þinn var góður og man ég margar
góðar stundir í sveitinni þar sem
mikið var hlegið og þrátt fyrir öll
veikindi þín þá hélstu húmornum
fram á síðustu stundu. Jóna sagði
við mig að það væri ótrúlegt hvað
yndislegir menn eins og þú þyrftu
oft að kveðja allt of snemma og er ég
henni sammála. Ég á mjög margar
góðar minningar um þig og ég er
ótrúlega heppin að hafa fengið að
kynnast þér.
Guðbjörg Ösp.
Þetta er hann Eyþór, hann er
vélamaður að norðan. Þetta eru orð
systur minnar er hún kynnti okkur
fyrir tæpum 30 árum. Fljótlega hófu
þau búskap á Akranesi og bjuggu
þar um tíma, en byggðu sér framtíð-
arheimili á Hvalfjarðarströndinni.
Nú þegar sól er hæst á lofti og nátt-
úran skartar sínu fegursta er mágur
minn allur eftir hetjulega baráttu við
illvígan sjúkdóm. Stærsta hluta ævi
sinnar vann Eyþór á þungavinnuvél-
um og þá lengst á sínum eigin vél-
um; sonurinn Fannar hefur unnið í
mörg ár við þá útgerð með honum.
Einnig ráku þau, hann og Hugrún,
loðdýrabú um tíma og náðu góðum
tökum á skinnaverkun. Eyþór var
einstaklega laginn vélamaður, og
reyndar var hann laginn og verk-
hagur við hvaðeina sem hann tók sér
fyrir hendur. Eyþór var mikill nátt-
úruunnandi og naut sín vel á
hálendisferðum, einnig hafði hann
gaman af að kasta fyrir fisk, var þol-
inmóður og athugull. Ég fór í nokkr-
ar veiðiferðir með honum, m.a. í
Breiðdalinn þar sem hann sleit
barnsskónum, á Arnarvatnsheiðina
þar sem hann var með hópinn sinn,
Hallá á Skagaströnd er ofarlega í
huga, þar áttum við góða daga með
sonum okkar. Mér þó efst í huga er
við fórum tveir síðla sumars í fyrra í
Fljótin með viðkomu hjá móður hans
á Sauðárkróki, í þeirri ferð var nátt-
úrubarnið í essinu sínu.
Eyþór mágur minn var stór og
æðrulaus í sínu veikindastríði og
gafst ekki upp fyrr en í fulla hnef-
ana.
Að lokum þakka ég og fjölskylda
mín mági mínum samfylgdina og
sendi systur minni, móður hans,
börnum hans og fjölskyldunni allri
okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Farðu í friði, kæri vinur.
Pétur Óðinsson.
Eyþór Arnórsson
Þóra
Kristjónsdóttir
✝ Þóra Kristjóns-dóttir fæddist á
Djúpavogi 2. júlí
1930. Hún lést laug-
ardaginn 6. desem-
ber síðastliðinn og
var kvödd í Seyð-
isfjarðarkirkju 15.
desember.
Meira: mbl.is/minningar
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, sonur, bróðir,
mágur, afi og langafi,
HALLDÓR GUÐMUNDSSON,
Aðalstræti 28,
Akureyri,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 23. júní.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn
3. júlí kl. 13.30.
Bragi Halldórsson, María Pétursdóttir,
Kristján Halldórsson,
María Magnúsdóttir,
Svala Guðmundsdóttir,
Guðmundur M. Guðmundsson, Jónína Guðríður Davíðsdóttir,
Jósef Kristján Guðmundsson, Kolbrún Þórunn Guðmundsdóttir,
Hrafnkell Guðmundsson, Steinunn Kristinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Móðursystir okkar,
MARGRÉT HALLDÓRSDÓTTIR,
dvalarheimilinu Hlíð,
Akureyri,
lést föstudaginn 26. júní.
Útförin verður gerð frá Höfðakapellu fimmtudaginn
9. júlí kl. 13.30.
Kolbrún Matthíasdóttir,
Guðný Matthíasdóttir,
Jón Matthíasson,
Halldór Matthíasson.
✝
Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og
langamma,
G. HÓLMFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR
fóstra,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
miðvikudaginn 1. júlí.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigurður Jónsson,
synir, tengdadætur,
barnabörn og barnabarnabörn.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir,
KJARTAN JÓNSSON
skrifstofumaður,
Kríuhólum 4,
lést á líknardeild Landspítala Landakoti þriðju-
daginn 30. júní.
Útförin fer fram frá Garðakirkju á Álftanesi
miðvikudaginn 8. júlí kl. 13.00.
Einar Kjartansson, Marcia Maren Vilhjálmsdóttir,
Árni Kjartansson, Margrét Örnólfsdóttir,
Ólafur Kjartansson, Kristín Dúadóttir,
Elín Kjartansdóttir, Agnar Kristjánsson,
Arnfríður Kjartansdóttir,
Jóhann Ragnar Kjartansson, Jónína Guðjónsdóttir,
Óttar Kjartansson, Hanna Kristín Sigurðardóttir,
Bryndís Arngrímsdóttir,
afabörn, langafabörn og systkini hins látna.
✝
Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi,
ÖRN HARÐARSON,
Snorrabraut 61,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum laugar-
daginn 27. júní.
Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn
3. júlí kl. 13.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans
er bent á minningarsjóð Droplaugarstaða eða að láta líknarfélög njóta
þess.
G. Kristín Jónsdóttir,
Arna Hörður Arnardóttir,
Guðrún Ásta Arnardóttir, Jón Sævarsson,
Ásthildur Erla Gunnarsdóttir, Skúli Skúlason,
Inga Kristín Skúladóttir,
Ágústa Rut Skúladóttir,
Magnús Jón E. Gunnarsson, Hanna Rún Eiríksdóttir,
Gunnar Þorri Magnússon,
Ísak Einir Magnússon.