Morgunblaðið - 02.07.2009, Page 25

Morgunblaðið - 02.07.2009, Page 25
voru hætturnar fyrir börn sem alin voru upp svona nærri sjónum, fjar- an, bryggjurnar og Strandgatan rétt sunnan við húsið en allt bless- aðist þetta. Bróðir minn var lyst- arlítill fyrstu árin og var það mikið áhyggjuefni fyrir mömmu. Sóla vinkona okkar var ráðagóð í þess- um efnum eins og fleiru, hún sagð- ist gefa honum lýsi á morgnana þegar hann kæmi að hitta Draupni vin sinn. Margar eru minningarnar frá þessum árum og ég sé bróður minn fyrir mér með hjólbörurnar sínar eða hundinn Pollý sér við hlið. Gísli var rólyndur sem barn og það fór lítið fyrir honum. Það hefur trúlega verið meiri fyrir- gangur í okkur systrunum, en hann var fastur fyrir og lét okkur ekki ráðskast með sig. Okkur fannst gaman að hafa hann með okkur og að fara með hann í bíó. Þá vildum við að hann færi í sparifötin en það gekk nú ekki alltaf eftir. Hann var á fermingaraldri þegar ég flutti að heiman. Ekki fór hjá því að ég saknaði þess að búa ekki nærri systkinum mínum og foreldrum en við hittumst þó reglulega. Gísli var músíkalskur og eignaðist snemma harmónikku en faðir okkar spilaði á harmonikku þegar hann var ung- ur. Gísli spilaði í fyrstu lúðrasveit Norðfjarðar og seinni árin í Harm- ónikkufélagi Neskaupstaðar. Gísli fór ungur á sjóinn á báti föður okk- ar og var þar með farsælum skip- stjórum sem hann mat mikils. Hann aflaði sér skipstjórnarrétt- inda og tók við skipstjórn á báti föður okkar, Björgu NK, var far- sæll í starfi sem skipstjóri sem og annarsstaðar eftir að hann hætti á sjónum. Hann var hafnarstjóri í Neskaupstað til æviloka. Guðrún eiginkona Gísla er líka innfæddur Norðfirðingur og hafa þau búið þar allan sinn búskap. Gísli og Guðrún ferðuðust töluvert síðari ár og höfðu mikla ánægju af en ég hef heyrt Gísla segja að ánægðastur væri hann þegar heim væri komið. Eins var það í meðferðum hér í Reykjavík, hann lagði áherslu á að komast sem fyrst heim og fór oft- ast í vinnu eftir heimkomuna. Þetta hefur verið mikið álag fyrir hann og Guðrúnu sem hefur staðið eins og hetja við hlið hans. Hafi hún ævarandi þökk fyrir. Mikið hefur verið beðið og vonað að bróðir minn næði bata. En það er guð einn sem ræður. Vegir skiptast. – Allt fer ýmsar leiðir inn á fyrirheitsins lönd. Einum lífið arma breiðir, öðrum dauðinn réttir hönd. Einum flutt er árdagskveðja, öðrum sungið dánarlag, allt þó saman knýtt sem keðja, krossför ein með sama brag. Veikt og sterkt í streng er undið, stórt og smátt er saman bundið. (Einar Ben.) Elsku Guðrún og fjölskylda, missir ykkar er mikill og þungbær. Við biðjum þess að Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Megi Gísli Beggi hvíla í friði. Jóna Guðbjörg Gísladóttir. Gísli bróðir! Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þín elskandi systir, Bergsveina. Minningar 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2009  Fleiri minningargreinar um Gísla SIgurberg Gíslason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. og sást þig í speglinum og svona gæti ég haldið áfram endalaust. Þú varst alltaf öruggi punkturinn í mínu lífi, amma á Hlíðarenda, allt- af glöð og alltaf góð. Þú varst ekki bara amma mín heldur varstu líka rosalega góð vinkona mín sem ég gat talað um allt við. Þú og Bjössi mynduðuð fljótt vinabönd ykkar á milli og fannst honum orðið jafn gott og mér að koma í heimsókn til þín, og montaði hann sig aðeins af því að þú hefðir verið að segja honum smá leynd- armál sem einungis voru ykkar á milli. Ég vil þakka þér fyrir alla athygl- ina og góðmennskuna sem þú hefur gefið mér í þau bráðum 26 ár sem ég hef lifað, ég veit ekki hvar ég væri ef ég hefði ekki haft þig í mínu lífi og ég þakka góðum guði að hafa verið svo heppin að fá þig sem ömmu. Ég man aldrei eftir að þú hafir skammað mig, heldur útskýrð- irðu bara fyrir mér hvað ég hefði verið að gera vitlaust og lést mig sjá að mér og ég virði þig svo mikið fyr- ir það. Minningarnar eru óendanlegar og munu þær lifa í hjarta mínu að ei- lífu, ég mun aldrei hætta að hugsa um þig. Ég vildi óska að ég gæti spólað aðeins aftur í tímann og labbað inn á Hlíðarenda og fundið yndislegan matarilm, því að enginn kemst með tærnar þar sem þú varst með hæl- ana þegar það kemur að matargerð, og fá að faðma þig og segja þér frá deginum mínum og borða síðan á mig gat því þú vildir alltaf að maður fengi sér aðeins meira og aðeins meira. Þú varst yndisleg kona og ég vona að ég fái að líkjast þér, því að betri manneskju er vart hægt að finna. Ég vona að þú hafir líka vitað hversu ofur heitt ég elska þig og mun gera alla mína ævi. Ég ætla ekkert að hafa þetta lengra þó að ég gæti skrifað enda- laust bæði um minningarnar og hversu kær þú varst mér, en eins og þú sagðir sjálf rétt áður en þú fórst af þessari jörð, þá eigum við okkar sérstaka band sem enginn getur slitið og ég hlakka til að fá að hitta þig næst og veit að þú verður alltaf hjá mér í anda. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson). Hvíldu í friði, elsku besta amma mín. Guð gæti þín. Þín nafna, Jóhanna Steinunn Árnadóttir. Elsku Hanna frænka hefur kvatt þennan heim. Það hefur verið svo stór hluti af lífi okkar að eiga Hönnu frænku og Baldur manninn hennar að. Kveðju- stundin er sár, en huggunin felst í öllum góðu minningunum. Þau eiga yndislegt heimili að Hlíðarenda við Akureyri. Heimili sem alltaf hefur verið okkur opið. Alltaf var tekið á móti okkur með faðmlögum, góðmennsku og hlýju. Í minningunni stendur Hanna frænka brosandi í eldhúsinu á Hlíð- arenda. Með svuntuna sína, að hella upp á kaffi, smyrja brauð og taka til kökur. Enginn fékk að fara svangur úr eldhúsinu hennar. Það er ómetanlegt að hafa fengið að njóta góðmennsku elsku móður- systur okkar. Þau hjónin hafa reynst okkur svo vel. Við erum sér- staklega þakklát fyrir ómetanlegan styrk sem þau hafa sýnt mömmu okkar í gegnum lífið. Alltaf hafa þau verið hennar stoð og stytta. Ef erf- iðleikar knúðu dyra þá voru þau mætt með opinn faðminn. Fyrir það erum við óendanlega þakklát. Guð styrki elsku Baldur, börn þeirra og fjölskyldur. Guð geymi elsku Hönnu frænku. Hilmar og Jenný. ✝ Halla Inga Ein-arsdóttir fæddist í Óspaksstaðaseli í Hrútafirði þann 11. febrúar 1920. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Eir þann 26. maí 2009. Foreldrar hennar voru hjónin Einar Elíesersson f. á Valdasteinsstöðum í Strandasýslu 4. ágúst 1893, d. 18. ágúst 1979, og Pálína Björnsdóttir, f. á Óspaksstöðum í Hrútafirði 12. september 1895, látin 25. febrúar 1933. Systkini Höllu voru Þuríður, f. 1917, d. 1932, Björn, f. 1918, d. 1994, Jónas, f. 1924, d. 1995, Ingi- mar, f. 1925, Ingibjörg, f. 1928, látin sama ár, og Ingvar, f. 1931, Örn, f. 1978, Eyrún Björk, f. 1984, og Katla Rut, f. 1987. 4) Ingimar, f. 1958, kvæntur Guðlaugu Hall- dórsdóttur, f. 1960. Þeirra börn eru Margrét Ýr, f. 1985, og Hall- dór Ingi, f. 1989. Langömmubörn Höllu eru 14. Halla ólst upp í Óspaksstaðaseli. Nokkru eftir lát móður hennar leystist heimilið upp. Þá fór Halla 15 ára gömul að Grænumýr- artungu í Hrútafirði. Um tvítugt var hún tæpa tvo vetur í Kvenna- skólanum á Blönduósi. Síðan flutt- ist hún til Reykjavíkur og fór þar í vist. Í Reykjavík kynntist Halla eiginmanni sínum. Þau bjuggu lengst af í Eikjuvogi 24 í Reykja- vík. Halla var húsmóðir og sinnti búi og börnum. Hún vann einnig jafnan hin ýmsu störf utan heim- ilis. Má þar nefna að hún vann á Kleppsspítala, í Lystadún og í Vogaskóla. Eftir lát eiginmanns síns gerði hún út leigubíl til fjölda ára. Halla Inga verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag 2. júlí 2009 og hefst athöfnin klukkan 15. Meira: mbl.is/minningar d. 1932. Halla giftist Ólafi Ingimarssyni leigubílstjóra, f. á Skarðshóli í Miðfirði 26. september 1921, d. 27. mars 1971. Þau bjuggu í Reykja- vík. Börn þeirra eru fjögur. 1) Pálína Erna, f. 1947, var gift Þorsteini Ing- ólfssyni, f. 1950. Þeirra börn eru Halla Dröfn, f. 1974, Ásta Ingibjörg, f. 1977, og Sigurður Óli, f. 1979. 2) Marsibil, f. 1949, gift Stefáni Árnasyni, f. 1944. Þeirra börn eru Hrafnkell Tjörvi, f.1975, Vésteinn, f. 1981, og Bryn- dís, f.1983. 3) Sigrún, f. 1953, gift Pétri Jónssyni, f. 1953. Þeirra börn eru Elfa Hlín, f. 1974, Ólafur Halla tengdamóðir mín og amma okkar er nú látin eftir langa ævi. Framan af var hún klettur í lífi fjöl- skyldunnar og eru minningarnar ófáar um samverustundir stórfjöl- skyldunnar í Eikjuvoginum þar sem hún hélt lengstum heimili. Hún var af þeirri kynslóð Íslendinga sem ólst upp við mjög erfiðar aðstæður sem mótuðu hana alla tíð. Æskuárin í Óspaksstaðaseli einkenndust af harðri lífsbaráttu. Við sem fædd er- um seinna eigum erfitt með að setja okkur í þau spor. Á sextánda ári missti hún eldri systur sína úr berklum og móður sína nokkrum mánuðum seinna. Var heimilið þá leyst upp og systkinin fjögur sem eftir lifðu fóru hvert í sína áttina. Hún sá því ekki búskap í torfbæjum í rómantískum ljóma nútímans þó að vissulega hafi hún upplifað góðar stundir þar inn á milli. Skólaganga hennar var að mestu lífsins skóli, en hún stundaði þó nám við Kvennaskólann á Blönduósi vet- urlangt. Þá lá leiðin til Reykjavíkur þar sem hún stofnaði heimili með Ólafi Ingimarssyni leigubílstjóra og eignuðust börn, Sigrún eiginkona mín og móðir okkar er þar næst- yngst. Ólafur féll frá langt fyrir ald- ur fram og hún varð ekkja um fimmtugt. Eftir það rak hún leigubíl hans í mörg ár en starfaði jafnframt lengstum sem saumakona hjá Lista- dún. Var þetta líkamlega erfið vinna sem hún þó sinnti af kostgæfni og alúð. Slík vinnubrögð auk ráðdeildar og sparsemi einkenndu öll hennar störf. Lífið hafði kennt henni að lifa af litlu, hlutir voru nýttir og bættir en alltaf af mikilli smekkvísi og vandvirkni. Hún var mjög hrein og bein í samskiptum, hreinskilin og oft orð- heppin. Var talað um að óslípuð Strandagenin væru þar á ferðinni. Þó að skelin virtist stundum hrjúf voru fyrir innan öll heimsins gæði þeirra sem fengu að njóta. Þannig miðlaði hún ávallt af reynslu sinni, ómetanlegum lærdómi til okkur hinna. Heimili hennar stóð okkur sem búsett vorum á Seyðisfirði ávallt op- ið og nær alltaf gistum við hjá henni í borgarferðum. Hún átti líka til að aðstoða á ýmsan hátt án þess að hreykja sér af því. Ferðir hennar til Seyðisfjarðar voru ófáar, með til- heyrandi berjatínslu og pönnuköku- bakstri. Þegar við barnabörnun lít- um til baka minnumst við sérstak- lega kjallarans í Eikjuvogi 24 sem ævintýralands og þá sérstaklega litlu geymslukompunnar þar sem við fengum að leika með mörg gull- in. Holan hennar ömmu er okkur líka ofarlega í huga þar sem alltaf var jafn gott að kúra. Hjá henni var miðstöð stórfjölskyldunnar með stórbrotnum karakterum. Þar hitt- ist fólk í gleði og sorg í kaffiboðum, í sólbaði á svölunum eða við leik í garðinum. Síðustu árin dvaldist hún á Eir sökum veikinda. Okkur sem búum fjarri höfuðborgarsvæðinu fannst erfitt að geta ekki verið meira með henni og sinnt betur þessi síðustu ár. Viljum við þakka börnum hennar þremur og fjölskyldum þeirra sem þar búa kærlega fyrir þá alúð sem þau sýndu henni. Elsku tengdamamma og amma okkar. Við þökkum þér allar okkar samverustundir. Megi englarnir vaka með þér. Pétur Jónsson, Elfa, Ólafur og Eyrún Pétursbörn, Seyðisfirði. Mér stendur ljóslifandi fyrir sjón- um sólardagur í Eikjuvoginum. Grasið þar var sannanlega grænna og limgerðið betur klippt en á nokkrum öðrum stað í Reykjavík. Seljan svo há og tignarleg og blómin litrík í vel snyrtum beðum. Gleði ríkjandi hjá Eikjuvogs-systkinunum og hjá þeim sem þeim fylgja. Að sjálfsögðu búið að skella upp pönns- um með sykri eða rjómapönnsum með heimatilbúinni rabbarabara- sultu eða rifsberjasultu og oft voru pönnsurnar framreiddar beint á diskinn. Út var farið í sólbað og líka að leika bæði fullorðnir og börn, hlátrasköll og hvatningarhróp heyr- ast um hverfið. Jóladagur í Eikjuvoginum var yndislegur hjá Höllu ömmu. Flestir afkomendurnir saman komnir strax um miðjan dag í súkkulaði með rjóma og randalínuna góðu. Deg- inum var varið saman við spila- mennsku og börnin settu á svið leik- rit. Svo var hangikjötið með hinu ómissandi heimatilbúna kleinu- brauði borðað með góðri lyst. Alltaf stóð þessi einstaka tengdamóðir mín vaktina, því eins og hún vissi þá treystir samveran þau bönd sem við bindum ævilangt. Börnin og barna- börnin hennar búa að því alla tíð – hún stóð sína vakt og hélt hópnum saman eins og best var á kosið hverju sinni. Alltaf er það samt ein- hvern veginn þannig að þeim sem sinna þessum hlutverkum verður aldrei fullþakkað í dagsins önn. Það er ekki fyrr en síðar, þegar staldrað er við og farið yfir það sem hefur gefið lífinu gildi, að maður sér hversu stór hlutverk einstakar manneskjur hafa spilað í lifi manns. Þetta á svo sannarlega við um Höllu. Það er svo ótrúlega margs að minnast í tæplega 30 ára lífshlaupi með tengdamóður minni. Það var auðsótt mál að biðja hana um að vera svaramaður í brúðkaupi okkar hjónanna. Hún stóð tryggilega við hlið einkasonarins sem bæði móðir og faðir í senn og fól mér hönd hans. Hún var með eindæmum bóngóð, barngóð og blíð í eðli sínu, þó hún ætti það til að vera hvöss og snögg upp á lagið, var hún oft einstaklega hnyttin í tilsvörum. Henni var um- hugað um útlitið, enda ætíð vel til höfð og falleg, hvað svo sem tilefnið var. Heimilið gerði hún að griðastað þar sem notalegt var að dvelja og umgjörðin var öll einstaklega smekkvís. Halla amma hafði nefni- lega „auga fyrir“ því sem fallegt er. Allt lifandi dafnaði í návist hennar, blóm, dýr og menn. Það var svo gott að sitja hjá henni – hvort sem það var til þess að ræða landsins gagn og nauðsynjar eða einfaldlega til þess að njóta nærveru hennar. Barnabörnin skynjuðu þessa fallegu nærveru líka, enda sóttu þau í að fá að vera með ömmu. Þegar Halla amma varð sjötug sungu yngstu barnabörnin til henn- ar Maístjörnuna. Hefur það gjarnan síðan verið sungið henni til heiðurs þar sem vissulega bar Halla tengda- móðir mín fána þessa lands. Halla getur litið stolt yfir farin veg. Hún kom fjórum börnum til manns, hefur verið dásamleg tengdamóðir, einstök amma, sannur vinur vina sinna og ræktað frænd- garðinn alla tíð. Það eru forrétttindi og einstök gæfa að hafa átt samleið með henni og hennar niðjum. Elskuleg tengdamóðir mín, hafðu innilega þökk fyrir allt og allt. Guðlaug. Elsku amma mín, mikið er nú skrýtið að skrifa svona grein um þig. Þú varst yndisleg og góð kona og maður fann hvað þú elskaðir alla í kringum þig. Ég á margar góðar minningar um þig. Ég man í gamla daga þegar ég kom heim úr skól- anum á þriðjudögum þá varst þú alltaf heima tilbúinn með hádegis- mat handa okkur systkinunum, sagðir okkur sögur eða last fyrir okkur. Svo var nú aldrei langt í spilamennskuna. Við tókum ófáa rússana og þar var ekkert gefið eft- ir. Sérstaklega eru mér minnisstæð- ar allar heimsóknirnar í Eikjuvog- inn, þar sem ættin kom saman og átti góðar stundir. Þar var mikið spilað, því bæði spiluðum við fé- lagsvist og kotru. Þú áttir alveg frá- bæran garð sem hægt var að leika sér í, með stóru tré sem ég fékk aldrei nóg af að klifra í. Einnig man ég eftir að þú áttir alltaf ís í frystin- um þegar að við barnabörnin kom- um í heimsókn. Seinustu árin þín á Eir voru þér svolítil erfið, en það var oft gott að heimsækja þig þang- að. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa náð að kveðja þig þar þína seinustu daga. Þín verður sárt sakn- að, elsku amma. Vésteinn Stefánsson. Halla Inga Einarsdóttir  Fleiri minningargreinar um Höllu Ingu Einarsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.