Morgunblaðið - 02.07.2009, Síða 33

Morgunblaðið - 02.07.2009, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2009 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Söngvaseiður (Stóra sviðið) Sannleikurinn (Litla sviðið) Við borgum ekki, frábær skemmtun Við borgum ekki (Nýja sviðið) Uppsetning Nýja Íslands. Söngvaseiður. Sala hafin á sýningar í haust. Munið afslátt fyrir viðskiptavini Vodafone! Fös 3/7 kl. 19:00 Ö Lau 11/7 kl. 19:00 Fös 3/7 kl. 20:00 Ö Fim 9/7 kl. 20:00 Fös 4/9 kl. 19:00 U Lau 5/9 kl. 19:00 Ö Sun 6/9 kl. 19:00 Ö Mið 9/9 kl. 19:00 U Fim 10/9 kl. 19:00 Ö Fös 11/9 kl. 19:00 Fös 18/9 kl. 19:00 Ö Lau 19/9 kl. 19:00 U Sun 20/9 kl. 14:00 Ö Lau 26/9 kl. 14:00 Ö Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÉG skemmti mér kannski aðeins of vel fyrsta kvöldið mitt hér á Íslandi í gær þannig að ég hef verið að drekka mikið kaffi í dag. En sem betur fer er kaffið sem hér er lagað bæði gott og sterkt,“ segir bandaríski tónlistar- maðurinn Joe Pug sem heldur tón- leika á Rósenberg í kvöld. Pug er heldur „ryðgaður“ þegar blaðamaður nær tali af honum, enda hafði kapp- inn málað bæinn rauðan kvöldið áður. „Ég er á leiðinni til Noregs, þar verð ég með tónleika á tónlistarhátíð í Tromsö á laugardaginn. Umboðs- maður minn hefur komið á Iceland Airwaves og honum fannst tilvalið að koma hingað í leiðinni og halda eina tónleika,“ segir Pug þegar hann er spurður hvers vegna hann ákvað að halda tónleika hér á landi. „En svo er þetta líka æðislegt land. Ég hef bara einu sinni komið til Evr- ópu, þá fór ég til Írlands. Ísland minnir mig svolítið á það, að vera svona nálægt hafinu og upplifa þetta skapmikla veðurfar.“ Betri vinnutími Pug er 25 ára gamall, fæddur og uppalinn í Noður Karólínu, en hann býr nú í Chicago. Ferill hans sem tónlistarmaður hófst ekki fyrr en síðla árs 2007. „Mín fyrsta plata kom út fyrir um það bil ári, en ég hef spilað á gítar og samið lög miklu lengur. Ég fór hins vegar ekki að taka tónlistina alvar- lega fyrr en fyrir svona tveimur ár- um. Ég hafði verið að semja leikrit en varð leiður á því og fór þá að spila á gítarinn aftur,“ segir Pug sem hefur haft nóg að gera síðan áðurnefnd plata, Nation of Heat, kom út. „Frá því hún kom út hef ég nánast verið á stöðugu tónleikaferðalagi, og er búinn að spila út um öll Bandarík- in og Kanada. Það hefur verið stór- kostlegt. Á sama tíma í fyrra vann ég sem smiður, en núna er ég tónlist- armaður í fullu starfi. Það er miklu skemmtilegra, vinnutíminn er til dæmis miklu betri,“ segir hann og hlær. En kom þessi velgengi honum á óvart? „Já, á vissan hátt. Ég átti ekki von á því að þetta myndi allt saman ger- ast svona hratt. Ég hef hins vegar mikið sjálfstraust sem hjálpar óneit- anlega mikið.“ Undir áhrifum Á þessum stutta tíma hefur Pug spilað með nokkrum nafntoguðum tónlistarmönnum, til dæmis þeim M. Ward og Steve Earle. „Það var stór- kostlegt, enda ólst ég upp við að hlusta á tónlist Steves. Hann hefur haft mikil áhrif á mig, auk þess sem ég hef mikið hlustað á tónlist M. Ward undanfarin ár. Þannig að það var mikill heiður að fá að spila með þeim,“ útskýrir hann. Tónleikar Joe Pug verða á Rósen- berg í kvöld og hefjast kl. 21, en þeir Bob Justman og Snorri hita upp. Miðaverð er 1.000 krónur og fer miðasala fram á midi.is og í versl- unum Skífunnar. Þá má geta þess að Pug ætlar að leika nokkur lög í verslun Máls og menningar við Laugaveginn kl. 16.30 í dag. Aðgangur að þeim tónleikum er ókeypis. Skemmtilegra en að smíða  Bandaríski tónlistarmaðurinn Joe Pug heldur tónleika á Rósenberg í kvöld  Spilar í Máli og menningu í dag  Vann sem smiður þangað til á síðasta ári Joe Pug Málaði bæinn rauðann á þriðjudagskvöldið og var nokkuð eftir sig þegar myndin var tekin í gær. Verður líklegast í betra formi þegar hann kemur fram á Rósenberg í kvöld ásamt Bob Justman og Snorra. www.myspace.com/thejoepug Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „VIÐ ætlum að fara í gegnum þessa miklu sögu um spásögnina og getn- aðinn,“ segir Benedikt Erlingsson um nýtt verk, Jesú litla, sem hann mun leikstýra í Borgarleikhúsinu á næsta leikári. Verkið verður í anda Dauðasyndanna sem sett var upp í leikhúsinu á síðasta ári, og munu þau Bergur Þór Ingólfsson, Halldóra Geirharðsdóttir og Kristjana Stef- ánsdóttir verða í trúðabúningum í hlutverkum sínum í verkinu. „Þetta er svipað og þegar þau settu Dauðasyndirnar upp, þar voru þau með Hinn guðdómlega gleðileik Dan- tes sem grunn, en svo spunnu þau sýninguna út frá honum. Á sama hátt ætla þau að koma jólaguðspjallinu til skila,“ segir Benedikt sem samdi verkið í samvinnu við leikarana þrjá. „Trúðarnir geta eitthvað sem við venjulega fólkið getum ekki. Þeir ná einhverri einlægni og stundum ná þeir guðlegu, heimspekilegu sam- bandi,“ segir Benedikt þegar hann er spurður hvers vegna trúðar verði settir í að túlka jólaguðspjallið. „Halldóra og Bergur settu líka píslarsögu Jesú upp sem svona splatter-sýningu fyrir nokkrum ár- um. Og ég veit að kirkjunnar menn voru mjög óttaslegnir og fjölmenntu. Þeir voru hins vegar yfir sig hrifnir,“ segir Benedikt sem á von á svipuðum viðbrögðum nú. „Það er okkar reynsla að hjá kirkj- unni séu bæði víðsýnir og opnir ein- staklingar. Enda er ekki ætlunin að misbjóða þessu, það er bara verið að fjalla um þetta af óvægnum sannleik. En þetta er þó sýning fyrir fullorðið fólk, ekki börn,“ segir hann að lokum. Trúðar setja fæðingu frels- arans á svið í Jesú litla Morgunblaðið/Golli Trúðar Halldóra og Bergur Þór í hlutverkum sínum í Dauðasyndunum. Nýtt leikverk frumsýnt í Borgarleikhúsinu á næsta leikári „Þetta er svona kántrí-skotin þjóðlagatónlist sem byggist fyrst og fremst upp í kringum textana og ljóðin. Í flestum til- fellum sem ég textann fyrst og lagið svo,“ segir Pug þegar hann er spurður hvernig tónlist hann spili. Hvað helstu áhrifa- valda varðar nefnir hann þá Bob Dylan og John Hiatt og svo yngri menn á borð við Elliot Smith og Beck. „Þessi áhrif fara svo öll í einn stóran graut.“ Beck og Bob Dylan  Þjóðhátíðarlagið 2009 er samið af Bubba Morthens eins og marg- oft hefur komið fram. Lagið var á þriðjudaginn frumflutt á Bylgjunni og þó að litlum sögum fari af við- tökunum er nær öruggt að lagið muni hljóma ótt og títt þegar nær dregur þessari stærstu útihátíð Ís- lands. „Eyjan græna“ kallast lagið og þar fer Bubbi yfir langa og skrautlega sögu Vestmannaeyja. Á meðal þeirra sem koma við sögu má nefna Tyrkina (Alsírbúana) sem gerðu þar strandhögg um árið, Ní- non-bræður, Stjána sterka, Sibba skæða, Magga skrallara og Bjössa í Klöpp. Hvort ungviðið sem í ár flykkist til Eyja kann nokkur deili á þessu sómafólki er ekki víst en ljóst er að vel verður tekið undir í við- laginu og Heimaklettur með. Eyjan græna og allir sem þar bjuggu Fólk ÞEIR eða þær sem hafa átt þann draum að sjá leikarann Magnús Jónsson á sokkaböndum fá ósk sína uppfyllta á næstunni, en hann hefur tekið að sér hlutverk Frank N Furters í rokksöng- leiknum Rocky Horror, sem verður frumsýndur hjá Leikfélagi Akureyrar á næsta leikári, nánar tiltekið í mars. Leikstjóri uppfærslunnar verður Jón Gunnar Þórðarson og mun hljóm-  Þegar Rammstein troðfyllti Laugardalshöll í tvígang sannaðist eftirminnilega að Íslendingar eru þungarokkshausar. Tugum saman hafa þeir síðan farið á Wacken, stærstu hátíð heims af því taginu, undanfarin sumur og stækkar talan sífellt, í fyrra fóru alls 80 kvikindi. Íslensk sveit, Beneath, leikur þar í ár í fyrsta sinn og því um að gera að dratthalast af skerinu, enda engum vært hér lengur hvort eð er. Nánari upplýsingar um ferð þessa árs er að finna á www.taflan.org. Íslendingar flykkjast á þungarokkshátíð Leikarinn Magnús Jónsson verður Frank N Furter í Rocky Horror. Magnús á sokkaböndum sveit undir stjórn Andreu Gylfadóttur sjá um tónlistarflutning á sýningunni. Jafnframt er búið að ráða í önnur hlutverk sýningarinnar. Eyþór Ingi Gunnlaugsson, sigurvegari í Bandinu hans Bubba, fer með hlutverk hins ít- urvaxna Rockys, Bryndís Ásmundsdóttir leikur þjónustustúlkuna Columbiu, Jó- hann G. Jóhannsson verður Riff Raff og Guðmundur Ólafsson Dr. Scott. Þá verða þau Jana María Guðmundsdóttir og Atli Þór Albertsson í hlutverkum hinna sið- prúðu Brads og Janet.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.