Morgunblaðið - 02.07.2009, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2009
750 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - ALLA DAGA
ÓDÝRT
Í BÍÓ
Í REGNBO
GANUM 750kr.
Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
Sími 551 9000
Stærsta mynd ársins
- 38.000 manns!
ÞETTA ERU FORFEÐUR ÞÍNIR
750kr.
Frábær ævintýra
gamanmynd í anda fyrri myndar!
750kr.
750kr.
750kr.
HHHH
„Lætur engan ósnortinn“
- SV, Mbl
OG NÚNA LÍKA Í 3-D
HEIMSFRUMSÝNING!
MISSIÐ EKKI AF STÆRSTU OG
SKEMMTILEGUSTU TEIKNIMYND ÁRSINS!
750kr.
HEIMSFRUMSÝNING!
MISSIÐ EKKI AF STÆRSTU OG
SKEMMTILEGUSTU TEIKNIMYND ÁRSINS!
750kr.
„mjög skemmtileg og ætti að höfða
til breiðs hóps áhorfenda“
- Dóri DNA, DV
Sími 462 3500
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Þú færð 5%
endurgreitt
í Háskólabíó
SÝND Í SMÁRABÍÓ
SÝND Í SMÁRABÍÓ, HÁSKÓLABÍÓ OG BORGARBÍÓ
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef
SÝND Í SMÁRABÍÓ OG BORGARBÍÓ SÝND Í HÁSKÓLABÍÓ
Ísöld 3 (ísl. tal) kl. 6 - 8 LEYFÐ
Ice Age 3 (enskt tal/ísl.texti) kl. 8 - 10 LEYFÐ
Year One kl. 10 B.i. 7 ára
Ísöld 3 (ísl. tal) kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ Ghosts of girlfriends past kl. 8 - 10:15 LEYFÐ
Tyson kl. 6 - 8 - 10 B.i.12 ára Gullbrá og birnirnir þrír kl. 6 LEYFÐ
Year One kl. 9 B.i. 7 ára Angels and Demons kl. 6 B.i.14 ára
Ice Age (enskt tal/ísl.texti) kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ
Ghosts of girlfriends past kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 7 ára
Lesbian Vampire Killers kl. 8 - 10 B.i. 16 ára
Night at the museum 2 kl. 5:30 LEYFÐ
Year One kl. 5:45 B.i. 7 ára
Terminator: Salvation kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára
Hverjum og einum er frjálstað túlka listaverk með sín-um hætti. Þetta hljóta
flestir að vita. Túlkun á listaverki
er persónubundin, hjá því verður
ekki komist, og listamenn gera sér
grein fyrir því. Listamaðurinn get-
ur ekki stjórnað því hvað öðru fólki
finnst um verkin hans og flóknar
útskýringar listamanns á eigin
verkum geta truflað upplifun fólks
af því og jafnvel skemmt fyrir
henni. Listamenn lenda oft í stök-
ustu vandræðum þegar þeir eru
beðnir um að útskýra verk sín í
stuttu máli og undir pressu. List-
greinarnar eru ólíkar þegar kemur
að slíkum útskýringum, tónlist-
armenn þurfa sjaldnast að skýra
verk sín jafnýtarlega og t.d. mynd-
listarmenn, enda á fólk oft erfiðara
með að átta sig á myndlistinni. Hún
krefst skýringa.
Krafa um skýringar hefur verið
nokkuð áberandi upp á síðkastið
vegna þátttöku Ragnars Kjart-
anssonar myndlistarmanns í Fen-
eyjatvíæringnum. Sumum þykja
skýringar Ragnars á The End ekki
fullnægjandi. Sumir halda því fram
að Ragnar sé að gera grín að öllu
og öllum en sá sem hér skrifar tel-
ur að um allsnakta einlægni sé að
ræða. Annars vegar fremur Ragn-
ar gjörning, málar málverk af karl-
manni í sundskýlu, eitt á dag í hálft
ár í þar til gerðri vinnustofu. Hins
vegar er hann með myndbands- og
tónlistarinnsetningu á fimm sýn-
ingartjöldum, af sér og Davíð Þór
Jónssyni píanóleikara í tilkomu-
mikilli náttúru Klettafjalla að leika
á hljóðfæri og syngja óræða sveita-
tónlist. Undirritaður telur verkið
einfalt og skýrt á yfirborðinu en
jafnframt kalla fram tengingar og
vangaveltur. Þá hefur aldrei verið
framinn jafnlangur gjörningur á
tvíæringnum og Ragnar hlýtur að
fá plús fyrir það. Ragnar segir í
Lesbók Morgunblaðsins 30. maí að
hann hafi langað til að læra að
mála í Listaháskóla Íslands en ekki
fengið að gera það og jafnframt að
hann væri af kynslóð ófrumlegra
listamanna. Verkið í Feneyjum
væri tregafull táknmynd þeirrar
staðreyndar en einnig lofgjörð til
stemningarinnar á vinnustofum
listmálara. Ferlið sjálft er lista-
verkið, það að mála málverk af
manni upp á gamla mátann á
draumastað hvers listmálara, Fen-
eyjum.
Þetta er allt mjög rómantískt, aðsyngja og leika á hljóðfæri í
Klettafjöllunum en jafnframt er á
ferðinni klisjukennd ímynd listmál-
arans með pensilinn sem málar
myrkranna á milli á fornum menn-
ingarslóðum, skrefi nær almættinu
en við hin. Og fátt er dæmigerðara
fyrir almennar hugmyndir manna
um myndlist en tilkomumikil lands-
lagsverk og listamenn innblásnir af
stórkostlegri náttúru, líkt og sjá
má í myndbandsverkunum. Það
sem gerir þessa rómantík svo
tregablandna er hið orðlausa sam-
band tveggja karlmanna, hvernig
þeir reyna að bindast tilfinninga-
böndum með öðrum tækjum en
hinu talaða máli, ólíkt konum sem
eiga auðvelt með að deila tilfinn-
ingum sínum.
Í báðum hlutum The End er
verkefni fyrir höndum, að ná
ákveðnu listrænu marki. Hvort
tveggja gæti verið dauðadæmt frá
upphafi, endinum strax náð. Fjöllin
bera mennina ofurliði líkt og strig-
inn málarann. Er þetta endir
myndlistarinnar? Er búið að gera
allt, er allt endurtekning gamalla
hugmynda? Eða markar það enda-
lokin að þegar menn búa til mynd-
list sem í eðli sínu er sígild og um
leið klisjukennd, æskudraumur
myndlistarmannsins þrunginn for-
tíðarþrá, er samt hrópað að það sé
ekki list? Jafnvel þegar tekist er á
við sjálfa sköpunarþörf mannsins í
sinni skýrustu mynd? Listamað-
urinn reyndi sitt besta en … þetta
er búið. helgisnaer@mbl.is
Þetta er búið
AF LISTUM
Helgi Snær Sigurðsson
» Ferlið sjálft er lista-verkið, það að mála
málverk af manni upp á
gamla mátann á
draumastað hvers list-
málara, Feneyjum.
Ragnar í Klettafjöllum Breytist draumur listamannsins í martröð?