Morgunblaðið - 22.08.2009, Síða 15

Morgunblaðið - 22.08.2009, Síða 15
Fréttir 15INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 2009 SENN lýkur starfi í sumarbúðunum KFUM og KFUK í Kaldárseli og verður því opið hús með vöfflukaffi sunnudaginn 23. ágúst frá 14. Öll- um velkomið að njóta staðarins, skoða húsakynnin, taka þátt í leikj- um og útivist og og njóta hoppkast- alans. Foreldrar og forráðamenn barnanna sem dvöldu í Kaldárseli í sumar eru sérstaklega boðnir vel- komnir. Hafnfirðingar sem hafa taugar til staðarins og allir hinir sem vilja bregða sér í bíltúr um fag- urt umhverfi, segir í tilkynningu. Vöfflur og skoðunarferð BREYTT fyrir- komulag er á Latabæjarhlaup- inu sem fram fer í dag í tengslum við Reykjavíkur- maraþon. Hlaup- ið verður frá Hljómskála- garðinum. Elstu börnin (8 og 9 ára) hlaupa 2 km leið frá Sóleyjargötu í kringum Tjörnina og til baka aftur. Börn á aldrinum 6-7 ára hlaupa 1,5 km leið frá Bjarkargötu í kringum Tjörn- ina og enda aftur í Bjarkargötu. Yngstu börnin (5 ára og yngri) hlaupa 700 metra hring í Hljóm- skálagarðinum. Fyrir hlaup verður upphitun á sviði í suðurenda Hljóm- skálagarðsins. Upphitun hefst kl. 12.40 en hlauparar verða ræstir af stað á bilinu kl. 13-13.15. Breytt hlaupaleið Íþróttaálfurinn hitar upp. KOMIÐ er að lokahnykk átaksins Á allra vörum með söfnunarþætti á Skjá einum föstudagskvöldið 28. ágúst nk. Í ár hefur átakið beint sjónum sínum að hvíldarheimili til handa krabbameinssjúkum börnum og fjölskyldum þeirra, en það hófst í lok maí með sölu á varaglossum frá Dior í samvinnu við Heildverslun Halldórs Jónssonar og Iceland Ex- press. Glossin voru seld í verslunum víðsvegar um landið og um borð í vélum Iceland Express. Á allra vörum DR. EYJÓLFUR Kjalar Emilsson hefur verið ráð- inn prófessor við félagsvísinda- deild Háskólans á Bifröst. Eyjólf- ur hefur verið prófessor í heim- speki við Háskól- ann í Osló und- anfarin 14 ár og mun gegna því starfi áfram. Hann er heimspek- ingur að mennt með doktorsgráðu frá Princeton-háskóla í Bandaríkj- unum. Hann mun auk kennslu taka þátt í að móta áfram námsbraut í heimspeki, hagfræði og stjórn- málafræði. Dr. Eyjólfur Kjalar Dr. Eyjólfur Kjalar ráðinn prófessor STUTT NÝ og glæsileg viðbygging við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti var af- hent og formlega tekin í notkun á fimmtudag. Í byggingunni eru sex kennslustofur fyrir myndlistar- kjörsvið listnámsbrautar skólans og sex almennar kennslustofur, auk mötuneytis á 1. hæð. Viðstaddir at- höfnina voru margir gestir en með- al þeirra sem ávörp fluttu voru Katrín Jakobsdóttir mennta- málaráðherra, Hanna Birna Krist- jánsdóttir borgarstjóri, Kristín Arnalds, fv. skólameistari, og Ingv- ar Sverrisson, sem er formaður skólanefndar. Baráttan fyrir stærra skóla- húsnæði hefur staðið í meira en tuttugu ár. Sagði Kristín Arnalds að nú væri í raun langþráður draumur að rætast. Arkitektar byggingarinnar voru Arkís og að- alverktakar SS-verktakar. Á myndinni sjást mennta- málaráðherra og borgarstjóri skoða bygginguna nýju í fylgd Stef- áns Andréssonar áfangastjóra. sbs@mbl.isMorgunblaðið / Heiddi Viðbygging við FB tekin í notkun SAMTÖK hernaðarandstæðinga ætla að grípa til „fyrirbyggjandi aðgerða“ og reisa NATO níðstöng á suðurbílastæði Akureyrarflug- vallar í dag kl. 14.30, „til að fyr- irbyggja að heimsvaldasinnum verði ágengt í ásælni sinni,“ líkt og segir í tilkynningu. Bandarískar herþotur eru nú við aðflugsæfingar á Akureyri. Reisa NATO níð- stöng á Akureyri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.