Morgunblaðið - 22.08.2009, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.08.2009, Blaðsíða 15
Fréttir 15INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 2009 SENN lýkur starfi í sumarbúðunum KFUM og KFUK í Kaldárseli og verður því opið hús með vöfflukaffi sunnudaginn 23. ágúst frá 14. Öll- um velkomið að njóta staðarins, skoða húsakynnin, taka þátt í leikj- um og útivist og og njóta hoppkast- alans. Foreldrar og forráðamenn barnanna sem dvöldu í Kaldárseli í sumar eru sérstaklega boðnir vel- komnir. Hafnfirðingar sem hafa taugar til staðarins og allir hinir sem vilja bregða sér í bíltúr um fag- urt umhverfi, segir í tilkynningu. Vöfflur og skoðunarferð BREYTT fyrir- komulag er á Latabæjarhlaup- inu sem fram fer í dag í tengslum við Reykjavíkur- maraþon. Hlaup- ið verður frá Hljómskála- garðinum. Elstu börnin (8 og 9 ára) hlaupa 2 km leið frá Sóleyjargötu í kringum Tjörnina og til baka aftur. Börn á aldrinum 6-7 ára hlaupa 1,5 km leið frá Bjarkargötu í kringum Tjörn- ina og enda aftur í Bjarkargötu. Yngstu börnin (5 ára og yngri) hlaupa 700 metra hring í Hljóm- skálagarðinum. Fyrir hlaup verður upphitun á sviði í suðurenda Hljóm- skálagarðsins. Upphitun hefst kl. 12.40 en hlauparar verða ræstir af stað á bilinu kl. 13-13.15. Breytt hlaupaleið Íþróttaálfurinn hitar upp. KOMIÐ er að lokahnykk átaksins Á allra vörum með söfnunarþætti á Skjá einum föstudagskvöldið 28. ágúst nk. Í ár hefur átakið beint sjónum sínum að hvíldarheimili til handa krabbameinssjúkum börnum og fjölskyldum þeirra, en það hófst í lok maí með sölu á varaglossum frá Dior í samvinnu við Heildverslun Halldórs Jónssonar og Iceland Ex- press. Glossin voru seld í verslunum víðsvegar um landið og um borð í vélum Iceland Express. Á allra vörum DR. EYJÓLFUR Kjalar Emilsson hefur verið ráð- inn prófessor við félagsvísinda- deild Háskólans á Bifröst. Eyjólf- ur hefur verið prófessor í heim- speki við Háskól- ann í Osló und- anfarin 14 ár og mun gegna því starfi áfram. Hann er heimspek- ingur að mennt með doktorsgráðu frá Princeton-háskóla í Bandaríkj- unum. Hann mun auk kennslu taka þátt í að móta áfram námsbraut í heimspeki, hagfræði og stjórn- málafræði. Dr. Eyjólfur Kjalar Dr. Eyjólfur Kjalar ráðinn prófessor STUTT NÝ og glæsileg viðbygging við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti var af- hent og formlega tekin í notkun á fimmtudag. Í byggingunni eru sex kennslustofur fyrir myndlistar- kjörsvið listnámsbrautar skólans og sex almennar kennslustofur, auk mötuneytis á 1. hæð. Viðstaddir at- höfnina voru margir gestir en með- al þeirra sem ávörp fluttu voru Katrín Jakobsdóttir mennta- málaráðherra, Hanna Birna Krist- jánsdóttir borgarstjóri, Kristín Arnalds, fv. skólameistari, og Ingv- ar Sverrisson, sem er formaður skólanefndar. Baráttan fyrir stærra skóla- húsnæði hefur staðið í meira en tuttugu ár. Sagði Kristín Arnalds að nú væri í raun langþráður draumur að rætast. Arkitektar byggingarinnar voru Arkís og að- alverktakar SS-verktakar. Á myndinni sjást mennta- málaráðherra og borgarstjóri skoða bygginguna nýju í fylgd Stef- áns Andréssonar áfangastjóra. sbs@mbl.isMorgunblaðið / Heiddi Viðbygging við FB tekin í notkun SAMTÖK hernaðarandstæðinga ætla að grípa til „fyrirbyggjandi aðgerða“ og reisa NATO níðstöng á suðurbílastæði Akureyrarflug- vallar í dag kl. 14.30, „til að fyr- irbyggja að heimsvaldasinnum verði ágengt í ásælni sinni,“ líkt og segir í tilkynningu. Bandarískar herþotur eru nú við aðflugsæfingar á Akureyri. Reisa NATO níð- stöng á Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.