Morgunblaðið - 22.08.2009, Page 20
20 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 2009
Eftir Ágúst Inga Jónsson
aij@mbl.is
VÍSBENDINGAR úr talningu í sum-
ar á hrefnu á landgrunninu benda
eindregið til að hrefnum hafi aftur
fjölgað verulega. Í talningu 2007 kom
í ljós að hrefnu hafði fækkað stórlega
á landgrunninu frá árinu 2001.
Talningu á hrefnu er nýlokið og
liggja niðurstöður ekki fyrir. Gísli
Víkingsson, hvalasérfræðingur á
Hafrannsóknastofnun, segir að
greinilega sé talsvert meira af hrefnu
á landgrunninu en var árið 2007. Hins
vegar sé það ekki jafnmikið og kom
út úr mælingum árið 2001.
Samkvæmt talningunni 2001 voru
hrefnur við landið taldar 43.600, en
aðeins 10-15 þúsund árið 2007. Ör-
yggisfrávik eru veruleg hvað þessar
tölur varðar. Við könnun í Faxaflóa
síðasta sumar, sem er eitt þéttsetn-
asta hrefnusvæðið, þótti ljóst að
hrefnu var farið að fjölga aftur á land-
grunninu.
„Samfara vísindaveiðum á hrefnu
árin 2003 til 2007 voru gerðar miklar
rannsóknir á stofninum,“ segir Gísli.
„Fækkun hrefnu var mikil á land-
grunnssvæðinu árið 2007 og hugs-
anlega árin á undan. Við vildum
tengja þessa fækkun erfiðum fæðu-
skilyrðum á landgrunnninu, en á
þessum tíma bárust fréttir um af-
komubrest hjá sjófuglum. Sandsíli
hafði brugðist árin á undan og á þess-
um tíma vorum við einmitt að fá nið-
urstöður úr fæðurannsóknum hrefnu,
sem sýna hversu mikilvægt sandsílið
er hrefnunni á þéttasta svæðinu
sunnan- og vestanlands,“ segir Gísli.
Hann segir að fæðuvalið sé mismun-
andi eftir landsvæðum og geti verið
allt frá litlum sílum upp í boldungs-
þorsk.
Ekki liggi fyrir upplýsingar um
hvar hrefnan hélt sig meðan fæðu-
skilyrðin voru erfið hér við land. Skil-
yrði hafi verið erfið til talningar úr
skipum á sumum veigamiklum svæð-
um árið 2007, en reynt hafi verið að
telja hrefnu allt að ströndum Græn-
lands og norður til Jan Mayen. Ýms-
ar breytingar hafi orið á lífríki sjávar
á síðustu árum og ekki sé ólíklegt að
hrefnan hafi fært sig norðar til að afla
fæðu. Ekki sé talið líklegt að hrun
hafi orðið í hrefnustofninum.
Hjá Hafrannsóknastofnun er verið
að vinna úr rannsóknum sem gerðar
voru á hrefnu 2003-2007. Niðurstöð-
urnar verða kynntar fyrir Alþjóða-
hvalveiðiráðinu innan tveggja ára.
Hrefnustofninn að bragg-
ast eftir nokkur mögur ár
Ekki ólíklegt að hrefnan hafi haldið í
fæðuöflun á norðurslóð þegar sílið brást
Ljósmynd/Maria Iversen.
Tveir mánuðir Merkið komið í steypireyðina á Skjálfandaflóa 23. júní, en síð-
an hefur hún synt yfir átta þúsund kílómetra og sent reglulega frá sér merki.
STARFSMAÐUR Hafrannsókna-
stofnunar hefur í sumar gert mæl-
ingar og tekið sýni úr þeim 85 hvöl-
um sem komið
hefur verið með
að landi í Hval-
firði. Úrvinnsla
úr gögnum hefst
strax í haust að
vertíð lokinni.
Gísli Víkings-
son hvalasérfræð-
ingur segir að
miklar rann-
sóknir hafi verið gerðar á langreyði
árin 1986-89 þegar vísindaveiðar
voru stundaðar og einnig hafi rann-
sóknir verið gerðar áður. Mikilvægt
hafi verið að taka upp þráðinn þegar
veiðar hófust á langreyði síðastliðið
vor því ýmislegt hafi breyst í sjón-
um á síðustu tveimur áratugum.
Kynþroski sveiflast
„Síðan vísindaveiðunum var hætt
fyrir 20 árum hefur langreyðum
fjölgað talsvert milli Íslands og
Grænlands, en þar er aðalveiði-
svæðið,“ segir Gísli. „Við töldum því
mikilvægt að taka sýni núna til að
rannsaka aldur og kynþroska og
einnig fæðu og orkubúskap. Við vilj-
um vita hvort eitthvað er farið að
sverfa að með auknum fjölda og
hugsanlega aukinni samkeppni um
fæðuna. Við könnum líka hvernig
kynþroska er háttað, en hann hafði
sveiflast talsvert og gat orðið á
bilinu frá 8-12 ára. Við töldum á sín-
um tíma að þetta væri tengt fæðu-
framboði og vexti og viljum halda
þessum rannsóknum áfram,“ segir
Gísli.
Elsta langreyður sem greind hef-
ur verið hér við land var 94 ára.
Fullvaxin langreyður er 18 til 22
metrar á lengd og vegur 40 til 70
tonn. Aðalfæða hér við land eru
svifkrabbadýr, einkum ljósátan
náttlampi, en einnig uppsjáv-
arfiskur, loðna og síli. Langreyður
dvelur á Íslandsmiðum frá maí og
fram í október.
Taka sýni
úr veiddum
langreyðum
Vilja vita hvort sverf-
ur að vegna fjölgunar
Gísli A. Víkingsson
Steypireyðurin sem merkt var í Skjálfandaflóa 23. júní hefur síðustu daga
tekið því rólega suður af Reykjanesi. Á þessum tæplega tveimur mánuðum
hefur dýrið farið víða og vonast vísindamenn til að fá upplýsingar frá send-
inum sem lengst og hugsanlega fram á vetur þegar hvalir halda suður í höf.
Haldið verður áfram með gervihnattamerkingar á hvölum í haust, en þær
eru bæði flóknar og kostnaðarsamar. Nokkrum sinnum hefur slíkum sendi
verið komið í hnúfubaka en merkin hættu að senda eða duttu úr dýrunum
eftir skamman tíma.
Fleiri en Íslendingar hafa átt í erfiðleikum með að fá merki frá hnúfubak,
því hvalasérfræðingar víða um heim hafa átt í svipuðum vanda. Hnúfubakur
er kvikur í yfirborði, stekkur gjarnan upp úr og lætur sig falla með tilheyr-
andi bægslagangi, sem er ekki æskilegt fyrir viðkvæman tölvubúnað.
Haldið áfram með gervihnattamerkingar
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
MEIRIHLUTI Íslendinga virðist
ekki vera reiðubúinn að draga úr eig-
in losun koldíoxíðs með notkun sam-
göngutækja. Þetta kemur fram í
könnun Andreu Eiðsdóttur og Höllu
Bjarkar Jósefsdóttur sem þær unnu
fyrir B.Sc lokaritgerð þeirra í við-
skiptafræði úr Háskólanum í Reykja-
vík á fyrri hluta þessa árs. Niðurstöð-
urnar benda þó til þess að
Íslendingar hafi engu að síður
áhyggjur af loftslagsbreytingum og
þegar þátttakendur voru spurðir
hvort þeir væru sammála því að al-
menningur, fyrirtæki og stóriðjufyr-
irtæki ættu að greiða fyrir eigin losun
gróðurhúsalofttegunda, sögðust
flestir vera sammála því.
Í rannsókn þeirra var leitast við að
athuga hvort Íslendingar séu tilbúnir
að draga úr eigin losun koldíoxíðs
þegar kemur að samgöngum.
Takmarkaður áhugi á almenn-
ingssamgöngum í stað bíls
Alls svaraði 321 þátttakandi spurn-
ingalista sem lagður var fyrir þá.
Þær benda á að hver Íslendingur
losi um 3 tonn af koldíoxíði á ári, er
meginástæðan sé mikil bílaeign
landsmanna.
Flestir svarendur töldu ólíklegt að
bifreiðafjöldi þeirra muni minnka á
næstunni og því bendi fátt til þess að
bifreiðaeign þjóðarinnar muni drag-
ast saman næstu tvö árin. Af þessu
draga þær þá ályktun að landsmenn
séu ekki tilbúnir til að draga úr losun
koldíoxíðs þegar kemur að notkun
fólksbifreiða. Aðeins fimmtungur
þátttakenda sagðist vera tilbúinn að
nota eingöngu almenningssamgöng-
ur í stað þess að eiga bifreið. Segja
þær niðurstöður rannsókna í öðrum
löndum sýna að fólk sé viljugt til að
notast meira við almenningssam-
göngur til að draga úr losun gróð-
urhúsalofttegunda „en hér á landi
virðist vera minni vilji fyrir því“.
Ófúsir að minnka eigin losun
Meirihlutinn ekki tilbúinn að breyta bílanotkun til að draga úr losun koldíoxíðs
Áhyggjur af loftslagsbreytingum Almenningur og fyrirtæki greiði fyrir losun
Morgunblaðið/Ómar
Mikil bílaeign Hver Íslendingur losar um 3 tonn af koldíoxíði á ári.
Aðeins lítill hluti Íslendinga
hefur einhvern hug á að fá
sér umhverfisvænni ökutæki
á næstunni samkvæmt niður-
stöðum rannsóknar Andreu
Eiðsdóttur og og Höllu Bjark-
ar Jósefsdóttur. Í könnun
þeirra kom í ljós að um 9,5%
svarenda sögðu mjög líklegt
eða frekar líklegt að þeir
mundu skipta yfir í umhverf-
isvænna ökutæki á næstu 24
mánuðum.
Flestir eða 44% töldu það
aftur á móti mjög ólíklegt að
þeir mundu skipta en 17%
tóku ekki afstöðu til þess-
arar spurningar. Ef eingöngu
er litið á þá sem sögðu lík-
legt að þeir mundu skipta yf-
ir í umhverfisvænni ökutæki
sögðu 27,6% ástæðuna þá að
þeir vildu fá sér umhverf-
isvænni bifreið. Rúm 51%
sögðust vilja fá sér eyðslu-
minni bíl.
Tæp 10% segja lík-
legt að þeir fái sér
umhverfisvænni bíl
SALA á sýklalyfjum er meiri á Ís-
landi en annars staðar á Norður-
löndunum, að því er kemur fram í
árlegri norrænni samantekt.
Á Íslandi voru seldir 23 skil-
greindir dagskammtar á hverja
1.000 íbúa á dag í fyrra. Í Svíþjóð,
þar sem sala sýklalyfja er minnst,
var salan 15 skammtar á hverja
1.000 íbúa á dag.
„Það er engin nýlunda að Íslend-
ingar noti meira af sýklalyfjum en
aðrar Norðurlandaþjóðir, hvað svo
sem veldur því. Sumir hafa haldið
því fram að þetta sé félagslegt en
aðrir að þetta stafi af rysjóttri veðr-
áttu nema hvort tveggja sé,“ segir
Mímir Arnórsson, lyfjafræðingur
hjá Lyfjastofnun Íslands.
Mímir segir að dregið hafi örlítið
úr notkun sýklalyfja hér. „Það hef-
ur verið stíf herferð gegn óþarfri
notkun þeirra. Hún veldur bæði
lyfjafræðilegum og læknisfræðileg-
um vanda því að smátt og smátt
mynda bakteríur ónæmi gegn þess-
um lyfjum.“
ingibjorg@mbl.is
Morgunblaðið/Sverrir
Sala sýkla-
lyfja mest hér