Morgunblaðið - 22.08.2009, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 22.08.2009, Qupperneq 34
34 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 2009 ✝ Oddgeir Guð-jónsson fæddist í Tungu í Fljótshlíð 4. júlí 1910. Hann lést föstudaginn 14. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðjón Jónsson, f. 20.3. 1872, d. 5.4. 1952 og Ingilaug Teitsdóttir, f. 4.8. 1884, d. 26.7. 1989. Systur Oddgeirs eru Guðrún, f. 17.3. 1908, d. 14.6. 2001, Sig- urlaug, f. 8.6. 1909 og Þórunn, f. 11.8. 1911. Oddgeir kvæntist 2.5. 1942 Guð- finnu Ólafsdóttur ljósmóður, f. 19.7. 1922, d. 28.8. 2008. Hún var dóttir Ólafs Sveinssonar og Mar- grétar Steinsdóttur, bænda á Syðra-Velli í Flóa. Börn þeirra eru: 1) Guðlaug læknaritari á Hvols- velli, f. 1945, gift Sigurði Sigurðs- syni húsasmíðameistara, f. 1942. Börn þeirra: a) Elín Rósa, f. 1967, búsett í Reykjavík. b) Sigurður Oddgeir í Reykjavík, f. 1972, kvæntur Hallveigu Sigurðardóttur, f. 1963, sonur þeirra Sigurður Oddgeir, f. 2004. Dætur Hallveigar frá fyrra hjónabandi Þórhalla Mjöll og Rakel Sif Magnúsdætur, f. Rangæinga 1956-1980, formaður ungmennafélagsins Þórsmerkur, í skólanefnd frá 1954 og formaður 1958-1962, sat í sóknarnefnd, í stjórn Kirkjukórs Fljótshlíðar, var formaður Gróðurverndarnefndar Rangárvallasýslu, sat í sveit- arstjórn Fljótshlíðarhrepps 1974- 1982, í sýslunefnd 1977-1987, í sáttanefnd, sat í varastjórn MBF, formaður ritverksins Sunnlenskar byggðir og sat í útgáfustjórn Goðasteins. Þau Guðfinna fluttu á Hvolsvöll 1991. Oddgeiri var veitt- ur riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir fræðastörf og efl- ingu íslensks handverks árið 2003. Oddgeir stundaði fræði- og rit- störf, skrifaði greinar í Goðastein, á ljóð í Rangæskum ljóðum og samdi nokkur sönglög. Síðustu ár- in söng hann með kór eldri borg- ara á Hvolsvelli. Hann stundaði ættfræðirannsóknir, safnaði ör- nefnum og þjóðlegum fróðleik, sér- staklega um Fljótshlíðina. Hann hafði dálæti á Njálssögu og var fróður um Njáluslóðir. Oddgeir var hagleiksmaður og í seinni tíð vann hann smámuni úr tré og sótti námskeið í útskurði. Meðal starfa hans á seinni árum var að taka þátt í endurbyggingu á Breiðaból- staðarkirkju. Útför Oddgeirs verður gerð frá Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð í dag, 22. ágúst, og hefst athöfnin klukkan 14. 1994. 2) Ólafur Sveinn dýralæknir í Ayton í Skotlandi, f. 1951, kvæntur Fionu MacTavish hjúkr- unarfræðingi, f. 1956. Synir þeirra Geir f. 1988, og Brynjar f. 1989. Ólafur var áður kvæntur Elínu Mar- gréti Jóhannsdóttur, f. 1952. Dætur þeirra eru a) Hulda f. 1970, gift Árna Jóni Egg- ertssyni, f. 1970. Syn- ir þeirra Ólafur Þorri, f. 1996, Kjartan Bjarmi, f. 1998 og Elvar Breki, f. 2002. b) Berglind f. 1976, sambýlismaður Alexander Biesinger f. 1972. Synir þeirra Róbert, f. 2002 og Daníel, f. 2005. c) Arndís Finna f. 1978, sam- býlismaður Niklas Johansson f. 1974. Sonur þeirra er Rasmus Bjarki, f. 2008. Oddgeir ólst upp í Tungu í Fljótshlíð. Hann var til sjós 1928- 1941, vann sem smiður í Reykjavík 1941-1942 og tók síðan við búi af föður sínum vorið 1942. Oddgeir var hreppstjóri Fljótshlíðarhrepps 1959-1984, sat í stjórn Bún- aðarfélags Fljótshlíðarhrepps 1946-1976, í stjórn Kaupfélags Nú er afi minn horfinn á braut. Hann ætlaði aldrei að verða 100 ára og hann stóð við það. Hann var einn af föstu punktunum í minni tilveru og þótt hann hafi verið tilbúinn að yfir- gefa þetta jarðlíf, þá er sárt að missa þann sem manni þykir vænt um. Það eru margar minningarnar sem koma upp í hugann þegar hugsað er til baka. Ljúfustu minningarnar mínar um afa eru sennilegar stundirnar eftir mat í Tungu þegar afi sagði sögu. Helst var það sagan um Búkollu sem hann sagði mér og það er sú saga sem ég hef síðan sagt börnunum mínum þegar beðið er um sögu. Eitt sumar vann ég á Tumastöðum og bjó þá í Tungu hjá afa og ömmu. Á þeim tíma var amma oft að vinna á Selfossi, þannig að við afi vorum ein í kotinu. Við áttum notalegt sumar saman það árið og ég kynntist afa betur en áður. Það var mikið lesið og stundum spilaði afi á orgelið. Þetta orgel skipar reynd- ar stóran sess í huga mér þegar hugs- að er til baka til heimsókna í Tungu. Við fengum alltaf að glamra á orgelið og afi reyndi stundum að kenna okkur einföld lög. Efst í huga mér á þessari stundu er þakklæti fyrir allar góðu stundirnar í Tungu og á Hvolsvelli sem ég átti með afa mínum. Hvíldu í friði, elsku afi. Hulda. Oddgeir í Tungu var sómamaður. Hann unni Hlíðinni sinni fögru og kenndi okkur að meta sveitina, náttúr- una, að þekkja jurtir og fugla, þjóð- legan fróðleik og örnefni. Hann las fyrir okkur sögur, og kenndi okkur sönglög og sálma. Okkur eru kær sumrin í Tungu þar sem við tókum þátt í bústörfunum og lærðum um- gengni við dýr og vélar. Iðjusemina lærðum við í Tungu því okkur var kennt að láta ekki verkin bíða. Afi lét helst ekki verk úr hendi falla og hélt vinnusemin honum gang- andi allt fram í andlátið. Hann sagði stundum að hann væri eins og gömul maskína sem mætti ekki stoppa, þá færi hún ekki í gang aftur. Sem dæmi má nefna að á þriðja degi af viku ferða- lagi í Skotlandi í tilefni níræðisafmæl- isins lét hann þau orð falla að „heima biðu hans ótal verkefni“, og hvort ekki væri ráð að halda heim. Að sitja auð- um höndum átti ekki við hann. Hann hvatti okkur til náms og var stoltur af afrekum okkar þó að hann skildi ekki almennilega hvers vegna við þurftum að þvælast til útlanda til að ganga í skóla eða vinna. Hann var glaðastur þegar við komum heim aft- ur. Að fæðast í torfbæ í sunnlenskri sveit og lifa í næstum heila öld og upp- lifa tæknibyltingar eins og tunglgöng- una og fjarskiptabyltinguna eru um- breytingar sem okkar kynslóð getur ekki gert sér í hugarlund. Afi nýtti sér tæknina en gleymdi aldrei upprunan- um og því sem forfeðurnir höfðu kennt honum. Hann hafði sérstaka unun af smíðum og vann stóra og smáa smíða- gripi fram í háa elli. Afi var það sem í dag myndi vera kallað „mjúkur maður“ og framsýnn. Hann var jafnréttissinni, kannski vegna þess að hann ólst upp með þremur systrum sem gengu í öll verk. Um miðja síðustu öld var ekki sjálf- gefið að giftar konur í sveit sæktu sér menntun, en afi sá ekkert því til fyr- irstöðu að amma lærði til ljósmóður og stundaði vinnu utan heimilis meðfram bústörfum. Afi eldaði og bakaði og við vöndumst því að engin störf væru sér- stök karla- eða kvennastörf. Voru vöfflurnar hans rómaðar í Hlíðinni. Hann var sjálfstæður maður sem vildi ógjarnan vera upp á aðra kominn. Missir hans var mikill þegar amma féll óvænt frá í ágúst í fyrra. Hann saknaði hennar á hverjum degi. Hann bjó einn eftir andlát ömmu og vildi ekki hafa það á annan veg. Þegar við systkinin buðumst til að keyra fyrir hann þáði hann það oftast, en þó með þeim orð- um: „en ég get alveg keyrt sjálfur“, sem var laukrétt. Hann þvertók líka fyrir að fara á elliheimili fyrr en hann væri orðinn gamall. Við kveðjum sómamanninn afa okk- ar Oddgeir í Tungu í dag og þótt sökn- uðurinn sé mikill gleðjumst við líka því nú eru afi og amma saman á ný. Því er ekkert eftir nema að þakka fyrir allar góðu stundirnar, allar gjaf- irnar, og þá er ekki vísað til þeirra ver- aldlegu heldur hinna, minninganna og lærdómsins sem lifir í huga okkar og hjarta. Elín Rósa Sigurðardóttir, Sigurður Oddgeir Sigurðsson. Þegar síminn hringdi eftir miðnætti vissi ég hvers eðlis var. Ósköp fannst mér það nú viðeigandi að nafni þinn og vinur fékk tíðindin fyrstur um andlát þitt, elskulegi afi Oddgeir. Svona haga örlögin sér stundum einkennilega. Mín fyrsta hugsun var: Nú er kátt í Paradís, Oddgeir kominn aftur til Finnu sinnar. Fráfall hennar var þér erfitt og þungt í fyrra og þú aldrei meira en hálfur maður eftir brotthvarf hennar. Söknuður þinn rauf stórt skarð í líf þitt og varð þér tíðrætt um það. Alltaf var jafn gott að leita til þín þegar um smíðaverk var að ræða enda mikill hagleiksmaður þar að verki. Eru mér efst í huga kistusmíðar þínar fyrir kisurnar okkar. Kisturnar urðu þrjár og sú síðasta í fyrra undir 20 ára gömlu Kisu okkar. Ég varð þeirra gæfu aðnjótandi að þú færðir mér útskorinn prjónastokk árið 2005 sem er listasmíði og fagur- lega útskorinn. Þykir mér alveg ein- staklega vænt um þennan grip. Ger- semi sem mun ylja mér um hjartarætur um ókomna tíð og minna mig á þig. Það verðu skrítið fyrir afastrákinn þinn og nafna að fara ekki í heimsókn til þín þegar við förum austur í kom- andi framtíð. Þú varst í miklu uppá- haldi hjá honum og afar kær, enda mikill afastrákur, þessi elska. Elsku Guðlaug mín. Núna myndast mikið tómarúm hjá þér. Umhyggja þín og óendaleg iðni var Oddgeiri mikil blessun. Ekki síst eftir að móðir þín féll svona skyndilega frá. Það var hon- um ómetanlegt að eiga svona góða og umhyggjusama dóttur til að aðstoða sig við það sem til þurfti. Ég kveð þig, elskulegi Oddgeir afi, með þakklæti og virðingu fyrir þá blessun að hafa fengið að kynnast þér. Góða ferð og ég bið að heilsa Finnu ömmu. Guð geymi ykkur sæmdar- hjón. Aðstandendum sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur og bið Guð að geyma ykkur. Hallveig Sigurðardóttir og börn. Oddgeir í Tungu er horfinn á braut og með honum saga heillar aldar. Fjöl- mennt ættar- og vinalið „saknar manns úr ranni.“ Hvar sem hann fór þá setti hann þann svip á umhverfið að eftir var tekið. Andlátsfregnin kom mér á óvart þótt æviárin væru orðin mörg. Fram á þetta ár ók Oddgeir bíl sínum um götur Hvolsvallar, sótti heim vini og söng í kór eldri borgara. Hann var mér lengi einna hugstæð- astur allra vandalausra manna. Við vorum báðir vaxnir úr sama góða jarðvegi íslenskrar alþýðumenn- ingar, áttum sama áhuga á sögu og fræðum sögulands, unnum jafnt ljóð- um og lögum, gátum glaðst með glöð- um og hryggst með hryggum. Um- fram mig hafði Oddgeir mikinn hagleik handa og góðrar ljóðlistar. Margar lausavísur hans á léttum nót- um urðu héraðsfleygar. Sönglög hans munu lengi lifa manninn. Lengi prýddi hann kirkjusöng á Breiðabólstað með fagurri bassarödd. Þykkar skjala- möppur varðveita nú iðju fræðimanns- ins, bændatöl og örnefnaskrár úr Fljótshlíð og merkir sagnaþættir, auk annars efnis. Okkur Rangæingum er það vansi að hafa ekki efnt til Odd- geirsbókar úr þeim fræðasjóði. Löngum var mér það að ráði í fræða- sýsli er rak í strand að slá á þráðinn til Oddgeirs og varð alltaf að góðu bætt- ari. Oddgeir hafði góðar forsagnir á öll- um hlutum bæði hvað varðaði búsýslu og almenn mál. Hann var lengi einn af forystumönnum sveitar sinnar í fé- lagsmálum og sveitarstjórn. Hin seinni árin fannst mér hann vera topp- urinn á mannlífi Rangárþings og réðu því í senn aldur og mannvit. Ekki gat skemmtilegri mann í kynnum. Af fundi hans fór maður að jafnaði fróðari Oddgeir Guðjónsson✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GÍSLI ALBERTSSON húsasmíðameistari, Engihjalla 17, Kópavogi, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð föstu- daginn 14. ágúst. Útför hans fer fram frá Digraneskirkju mánudaginn 24. ágúst kl. 13.00. Vilborg Guðrún Víglundsdóttir, Arndís Gísladóttir, Ingvi Þór Ástþórsson, Viglundur Gíslason, Yuka Yamamoto, Albert Gíslason, Ólöf Erna Ólafsdóttir, Birgir Gíslason, Kristjana Schmidt, Guðrún Ósk Gísladóttir, Jóhann S. Ólafsson, Þórhildur Gísladóttir, Hallur Egilsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir mín, amma okkar og langamma, SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR frá Stardal, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund miðviku- daginn 19. ágúst. Útför hennar fer fram frá Lágafellskirkju Mosfellsbæ miðvikudaginn 26. ágúst kl. 15.00. Sigrún Gunnarsdóttir, Ingimundur Ellert Þorkelsson, Aðalheiður Lind Þorsteinsdóttir, Heiða Mjöll Stefánsdóttir, Hörður Harðarson, Alexandra Eyfjörð, Anna Steina og Aron Andri, Baldur Elfar, Alda Björk, Unnur Mjöll og Hlynur Breki. ✝ Ástkær móðir, tengdamóðir og amma, HEIÐA MAGNÚSDÓTTIR frá Haukadal, lést á dvalarheimilinu Lundi þriðjudaginn 18. ágúst. Útförin fer fram frá Skarðskirkju þriðjudaginn 25. ágúst kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Ólafssjóð og Krabbameinsfélagið. Atli Haukur, Teitur og fjölskyldur. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SIGMUNDUR GUÐMUNDSSON stýrimaður, Hraunbæ 92, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ aðfaranótt miðvikudagsins 19. ágúst. Þórdís Eggertsdóttir, Sigríður Birgisdóttir, Sigurður Hafsteinn Steinarsson, Hafþór Freyr Sigmundsson, Kristín Helga Ólafsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Þórir Björn Sigurðarson, Steinar Orri Hafþórsson, Ólöf Hafþórsdóttir, Þórdís Hafþórsdóttir, Sigmundur Freyr Hafþórsson og langafabörn. ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og lang- amma, HALLDÓRA HALLDÓRSDÓTTIR frá Vörum, Garði, lést á Garðvangi, Garði, fimmtudaginn 20. ágúst. Þórður Kr. Kristjánsson, Ásta Guðmundsdóttir, Guðmundur Þórðarson, Kristín Couch, Dóra Þórðardóttir Ramsey, William Tomas Ramsey, Petra Þórðardóttir, Anna Rós Guðnadóttir, Ásta Bergmann Guðnadóttir, Bríet Guðmundsdóttir, Marín Guðmundsdóttir, Lillian Marin Ramsey.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.