Morgunblaðið - 22.08.2009, Side 48

Morgunblaðið - 22.08.2009, Side 48
48 Menning MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 2009 Mikið er ánægjulegtað sjá að Raimi erhorfinn aftur á vithrollvekjunnar, þó ekki sé nema um sinn. Drag Me to Hell er líkt og fyrstu verkin hans (The Evil Dead, Darkman) gerð í anda gömlu góðu hryll- ingsmyndanna þar sem spenna illsku og fordæðuháttar grípur áhorfandann heljartökum. Raimi er hátt yfir það hafinn að hræða bíógesti með þeim ódýru brell- um og subbuskap sem oftar en ekki einkennir þessa ágætu kvikmyndagrein upp á síðkastið. Sagan sjálf er ekki ýkja frum- leg, minnir óneitanlega á Thin- ner, eftir Stephen King, en Raimi bætir og kætir ófögn- uðinn með sínum görótta gálga- húmor svo skelfingin fær aukna útrás í móðursýkislegum hlátra- sköllum. Myndin ætti að vera skyldu- áhorf bankastarfsmönnum, ég mæli með að ríkisstjórnin sendi nokkra rútufarma í bíó til að sýna þjónustufulltrúum og þeim sem æðri þeim eru í gogg- unarröðinni að hæg er leið til Helvítis ef þeir neita bág- stöddum um umbun. Því kynnist bankamærin Christine Brown (Lohman), hún er á höttunum eftir stöðuhækkun en húsbóndi hennar efast um harðfylgni hennar og ákveðni. Þegar Frú Ganush (Raver), níðfátæk sí- gaunakona, biður um vesæla framlengingu svo hún haldi hús- kofa sínum notar Christine tækifærið og neitar, aðallega til að viðra hörðu hliðina. Hún veit ekki blessunin hvað hún er að kalla yfir sig því Ga- nush reynist rammgöldrótt og leggur bölvun á Christine eftir að bankamærin hefur auðmýkt hana á ögurstund. Nornin legg- ur á og mælir um að hún verði komin í greipar djöfulsins La- miu innan þriggja sólarhringa. Það sem tekur við er mein- fyndinn ófögnuður þar sem hin pena og prúða Christine breytist í flagð undir fögru skinni til að flýja eldinn og brennisteininn. Hún er óbangin við að grípa til örþrifaráða, enda siðferðinu voð- inn vís ef við blasir hraðferð til Heljar. Lohman er einkar trú- verðug og afgreiðir umskipti bankameyjarinnar mjög svo trú- verðuglega. Brellurnar eru fyrsta flokks, ekkert blóð sem heitið getur, frekar sér maður skuggum bregða fyrir af horn- um og hala. Sjálf er frú Ganush eftirminnilega óféleg með sínar forljótu klær og fölsku tennur og er einkar sannfærandi í með- förum Raver. Myndin er hval- reki fyrir unnendur hryllings- mynda af gamla skólanum, ofbeldið og hrollurinn með kóm- ísku ívafi og blessunarlega laus við kvalalosta. Fagmannleg í alla staði og ástæða til að geta sér- staklega ónotalegrar tónlistar Christophers Youngs. Bölvun lögð á bankamey Í grískri goðafræði er getið um kvendjöfullinn Lamiu, sem áður var íðilfögur drottning yfir Afríkuríkinu Líbíu. Lagði ófögnuður þessi sér gjarnan kornabörn til munns. Breska ljóðskáldið John Keats orti frægt kvæði um fyrirbrigðið á öndverðri 19. öld, og lýsir því sem fag- urri konu með snáksvöxt frá mittisstað. Í seinni tíð hefur nafnið gjarnan verið tengt vampírum í hrollvekjum. Líbíski kven- skrattinn Lamia Hrollvekja Ganush, rammgöldrótt og níðfátæk sígaunakona biður um framlengingu á láni svo hún haldi húskofa sínum en er neitað. Hún leggur þá bölvun á bankamær sem hefur auðmýkt hana á ögurstund. Sambíóin Dröslaðu mér til vítis – Drag Me to Hell bbbmn Leikstjóri: Sam Raimi. Aðalleikarar: Alison Lohman, Justin Long, Lorna Raver, Dileep Rao, David Paymer. 96 mín. Bandaríkin. 2009. SÆBJÖRN VALDIMARSSON KVIKMYND SÖNGKONAN Norah Jones, sem sló í gegn svo um munaði með plötu sinni Come Away With Me árið 2002, vinnur nú að sinni fjórðu plötu. Platan kemur út á djassmerkinu virta Blue Note, en engu að síður hefur Jones fjarlægst þær rætur sínar að mestu. Með Come Away With Me (yfir tíu milljón eintök seld) sópaði söngkonan að sér Grammy-verðlaun- um og þægilegur, höfgakenndur og rauðvínsleginn hljómurinn skilaði plötunni upp að ornandi arineldum um allan heim. Var það Íslendingurinn S. Husky Hoskulds sem var arkitekt að þeim hljómi. Þegar rennt er yfir listann yfir samstarfs- menn hvað nýju plötuna varðar er sem Jones ætli að kafa heldur meira niður í jörðina. Upp- tökustjóri er Jacquire King (Kings of Leon, Modest Mouse) og Ryan Adams og Will Sheff úr dauðakántríbandinu frábæra Okkervil Ri- ver leggja til lög. Einnig semur Jesse Harris með söngkonunni, en hann samdi með henni lagið vinsæla „Don’t Know Why“ Jones segist hafa ákveðið að vinna með King þar sem hann sá um hljóðvinnsluna á plötu Tom Waits, Mule Variations, plötu sem hún heldur mikið upp á. Hvíslað er um að Jones sé að færast nær jað- arkántríi með plötunni, en hún er meðlimur í slíkri sveit. Kallast hún hinu spaugilega nafni The Little Willies og eftir hana liggur sam- nefnd plata þar sem breitt er yfir lög með Hank Williams, Willie Nelson og Fred Rose Síðasta plata Jones, Not Too Late, kom út 2007. Nýtt frá Noruh Jones í nóvember Hlaðin Norah Jones átti fullt í fangi með verð- launastytturnar sem hún fékk fyrir Come Away With Me.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.