Morgunblaðið - 24.09.2009, Síða 18

Morgunblaðið - 24.09.2009, Síða 18
18 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2009 BARACK Obama, forseti Banda- ríkjanna, skoraði á þjóðir heims að taka höndum saman til að leysa al- varlegustu vandamál heimsins þegar hann ávarpaði allsherjarþing Sam- einuðu þjóðanna í fyrsta skipti í gær. Í ræðunni lagði forsetinn áherslu á nauðsyn þess að þjóðir heims ynnu saman í þágu friðar og í baráttunni gegn útbreiðslu kjarnavopna, lofts- lagsbreytingum og efnahagskreppu. „Þeir sem skömmuðu Bandaríkin fyrir að grípa til aðgerða ein síns liðs geta nú ekki staðið aðgerðalausir og beðið eftir því að Bandaríkin leysi vandamál heimsins ein síns liðs,“ sagði Obama þegar hann ávarpaði leiðtoga um 120 ríkja í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna. „Vegna þess að nú er kominn tími til að heimurinn færist í aðra átt,“ hélt forsetinn áfram. „Við þurfum að hefja með glöðu geði nýtt tímabil baráttu sem byggist á gagnkvæmum hagsmun- um og gagnkvæmri virðingu og starf okkar þarf að hefjast núna.“ Forveri hans í forsetaembættinu, George W. Bush, var sakaður um að sniðganga og lítilsvirða Sameinuðu þjóðirnar en Obama hét nánu sam- starfi við samtökin. Hann kvaðst harma að Sameinuðu þjóðirnar hefðu oft verið notaðar sem „vett- vangur til að sá fræjum deilna í stað samstöðu“. „Þegar öllu er á botninn hvolft er auðvelt að fara á þennan pall, benda fullur vandlætingar á aðra og ala á óeiningu. Ekkert er auðveldara en að kenna öðrum um vandamál okkar og firra sig ábyrgð á gerðum okkar.“ Mikið í húfi Obama varaði við því að ef leiðtog- ar ríkja heims gæfu eftir í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum gæti það haft mjög alvarlegar afleiðingar. Forsetinn skoraði á Sameinuðu þjóð- irnar að taka hart á kjarnorkuáform- um Írans og Norður-Kóreu og varaði við vaxandi hættu á útbreiðslu ger- eyðingarvopna. „Ef við látum hjá líða að grípa til aðgerða leiðir það til vígbúnaðarkapphlaups í öllum heimshlutum, hættu á stríðum og hryðjuverkum af stærðargráðu sem við getum varla ímyndað okkur.“ bogi@mbl.is „Bandaríkin leysa ekki vandamálin ein síns liðs“ Obama hvetur til alþjóðlegs samstarfs í fyrstu ræðu sinni á allsherjarþingi SÞ Reuters Jómfrúræðan Barack Obama flytur fyrstu ræðu sína á allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna í höfuðstöðvum samtakanna í New York. STARFSMENN sumra verksmiðja í Indónesíu og Víetnam, sem fram- leiða íþróttaskó fyrir erlend fyr- irtæki, þræla oft á sultarlaunum, að sögn norsku Neytenda- samtakanna. „Í sumum verksmiðjum komumst við að því að dregið var af laununum fyrir útgjöldum vegna rafmagns, vatns og matar, einnig fyrir hreingern- ingum á salargólfinu,“ segir Inger Johanne Birkeland, fulltrúi Neyt- endasamtakanna, við Aftenposten. Fólkið sé einnig óvarið fyrir hættu- legum efnum og vélum. Stærstu skófyrirtækin, Adidas, Reebok og Puma, eru sögð hafa sýnt mikinn samstarfsvilja, þau geri einn- ig miklar kröfur til undirverktaka sem framleiða íhluti í skóna. Asics, Brooks og Saucony vildu ekki veita neinn aðgang eða upplýsingar. Stærsta skófyrirtækið, Nike, hafn- aði að vísu samvinnu en virtist samt tryggja að lágmarkskröfur væru virtar. kjon@mbl.is Illa þefjandi íþróttaskór rannsakaðir Brooks- íþróttaskór Framleiddir í þræla- kistum þróunarríkja RÁÐAMENN heilsuverndar í Washington hafa nú lagt bann við sölu á sígarettum með súkkulaði-, jarðarberja- og vanillubragði, að sögn The New York Times. Talið er að umræddar rettur lokki marga unglinga til að byrja að reykja. Könnun árið 2004 leiddi í ljós að 17 ára reykingamenn voru þrisvar sinnum líklegri til að nota sígarettur með slíku bragði en þeir sem komnir voru yfir 25. Bandarískir framleið- endur hafa þegar hætt að mestu að framleiða rettur af þessu tagi þar sem þeir gerðu ráð fyrir banninu. Banna súkku- laðisígarettur Muammar Gaddafi Líbíuleiðtogi fór mikinn í ræðu sinni á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í gær, þeirri fyrstu sem hann heldur á þeim vettvangi í rúmlega 40 ára valdatíð sinni. Gaddafi steig í pontu að lokinni ræðu Obama og var þá af stakri hógværð kynntur fyrir samkund- inni sem „konungur konunganna“. Líbíuleiðtoga lá mikið á hjarta og hundsaði hann ítrekaða beiðni um að stytta mál sitt – honum var úthlutað stundarfjórðungi til ræð- unnar – og hélt áfram eins og ekk- ert lægi á í rétt rúma klukkustund. Ræðan þótti samhengislaus en í henni hlóð hann lofi á Obama, sem hann vonaði að yrði forseti til ei- lífðar, ásamt því að krefjast 7,7 billjóna dala í bætur til Afríku vegna nýlendustefnunnar. Þá fór hann fram á að fá að vita hver hefði ráðið John F. Kennedy Bandaríkjaforseta af dögum haustið 1963. baldura@mbl.is Konungur konunganna ÞAÐ er vel hugsanlegt að eftir um tvo áratugi verði nanótæknin, tækni hins örsmáa, og tölvutæknin almennt orðin svo háþróuð að hægt verði að sérsmíða líffæri og skipta út gömlum og slitnum. Framtíðarfræðingurinn Ray Kurzweil hefur fulla trú á þessu: „Ég og margir aðrir vísindamenn erum nú þeirrar skoðunar að eftir um 20 ár verðum við í aðstöðu til að endurforrita steinaldarhugbúnað- inn í líkama okkar þannig að okkur takist að hægja á og loks snúa við öldrun. Nanótæknin mun gera okk- ur kleift að lifa að eilífu [...] Vél- menni á nanóskala munu að lokum geta komið í stað blóðkorna og unn- ið verkið með mörg þúsund sinnum meiri skilvirkni.“ Kurzweil hefur í gegnum tíðina þótt glöggskyggn á tækni- framþróun en hann telur að sí- vaxandi skiln- ingur á erfða- fræði og tölvum muni gera það kleift að skapa nýja kynslóð of- urmanna. „Innan 25 ára munum við geta hlaupið spretthlaup viðstöðulaust í stundarfjórðung án þess að draga andann, eða kafað svo klukku- stundum skiptir án súrefnis.“ Og svo eru það vitsmunirnir: „Nanótæknin mun auka andlegt atgervi svo mjög að við munum geta skrifað bækur á nokkrum mín- útum,“ segir Kurzweil sem hlakkar til þess dags er maður og vél renna saman. baldura@mbl.is Í eilífum æskublóma Að eilífu? Sýn Kurzweil gengur út á að hægt verði að snúa við öldrun. FRÉTTASKÝRING Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is ÞEGAR Barack Obama var kjörinn forseti Bandaríkjanna voru miklar vonir bundnar við hann í öðrum löndum og margir væntu mikilla breytinga á stefnu Bandaríkjanna eftir átta ára valdatíð George W. Bush. Nú þegar Obama hefur verið við völd í átta mánuði er farið að gæta vaxandi óþolinmæði í garð hans. Margir hafa orðið fyrir von- brigðum með hversu hægt hefur gengið að koma umbótastefnu hans í framkvæmd. Obama hefur ekki aðeins átt undir högg að sækja heima fyrir vegna vaxandi andstöðu við áform hans um breytingar á heilbrigðiskerfinu held- ur stendur hann frammi fyrir vax- andi óánægju meðal annarra þjóða sem bundu miklar vonir við hann. Eftirgjöf í deilu við Netanyahu Hafa þarf í huga að Obama tók við forsetaembættinu á mjög erfiðum tíma vegna efnahagskreppunnar og mörg af vandamálunum eru torleyst. Til að mynda hefur hvorki gengið né rekið í friðarumleitunum Banda- ríkjastjórnar í Mið-Austurlöndum. Obama hefur lagt fast að Ísraelum síðustu fjóra mánuði að stöðva öll áform um stækkun landtökubyggða gyðinga á Vesturbakkanum og sagt það nauðsynlegt til að fá araba að samningaborðinu. Forsetinn hefur nú í raun lagt þessa kröfu til hliðar vegna mótþróa Benjamins Netanya- hus, forsætisráðherra Ísraels, og sagt að viðræðurnar þurfi að hefjast þótt Ísraelar hafi ekki fallist á kröf- una. Obama sagði þessa eftirgjöf nauð- synlega til að friðarviðræður gætu hafist milli Ísraela og Palest- ínumanna. „Nú er tími til að sýna þann sveigjanleika, þá heilbrigðu skynsemi og málamiðlun sem þarf til að ná markmiðum okkar,“ sagði Obama fyrir fund með Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna, og Netanyahu í New York í fyrradag. Aðstoðarmaður Abbas sagði að þessi eftirgjöf Obama veikti hann í augum Palestínumanna og vekti efasemdir um að hann gæti haft næg áhrif á Ísraela ef friðarviðræður hæfust. Framganga Obama í umhverf- ismálum hefur einnig valdið von- brigðum. Í kosningabaráttunni lof- aði Obama því að gerbreyta stefnu Bandaríkjanna í umhverfismálum, einkum hvað varðar aðgerðir til að stemma stigu við loftslagsbreyt- ingum í heiminum. Framganga Obama í þessum málaflokki hefur einkennst af yf- irlýsingum, sem hafa aðallega tákn- rænt gildi, en minna hefur verið um raunverulegar aðgerðir. Obama get- ur einkum státað sig af reglum sem hann setti um aukna sparneytni nýrra bíla. Með nýju reglunum voru sett markmið, sem eiga að nást fyrir árið 2020, en evrópskir og japanskir bílaframleiðendur náðu sömu mark- miðum fyrir nokkrum árum og Kín- verjar hafa þegar náð þeim, að sögn breska dagblaðsins Guardian. Evrópusambandið hefur lagt til að iðnríkin skuldbindi sig til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 20% fyrir árið 2020 eða um 30% ef öll iðnríkin samþykkja það. Stjórn Obama hefur ekki viljað ganga svo langt og hún segir að iðnríkjunum eigi að vera í sjálfsvald sett hvort þau setji sér slík markmið. Vaxandi óþolinmæði og óánægja í garð Obama Margir hafa orðið fyrir von- brigðum með hversu hægt hefur gengið að koma umbótastefnu Baracks Obama í framkvæmd á þeim átta mánuðum sem liðnir eru frá því að hann varð forseti.  Munum senn geta snúið öldrun við  „Steinaldarlíkamanum“ skipt út Ray Kurzweil

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.