Morgunblaðið - 24.09.2009, Síða 26

Morgunblaðið - 24.09.2009, Síða 26
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2009 Á UNDANFÖRN- UM vikum hafa lands- menn orðið varir við söfnunarátak Eddu Heiðrúnar Backman undir heitinu „Á rás fyrir Grensás“ sem hún á frumkvæði að með góðum stuðningi Holl- vina Grensásdeildar. Markmið átaksins er að safna 500 milljónum króna til að byggja þjálfunarhúsnæði við Grensásdeild- ina og bæta aðstöðu sjúklinga og fjölskyldna þeirra á deildinni. Starfsemi Grensásdeildin hefur verið starf- rækt frá 1973. Frá upphafi hefur endurhæfing verið rauði þráðurinn í starfseminni, í fyrstu sem hluti af Borgarspítalanum en frá árinu 2000 sem hluti af Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi og gegnir deildin nú þjónustu við allar bráðadeildir sam- einaðs sjúkrahúss. Flestir þekkja hlutverk deildarinnar gagnvart slös- uðum enda þjónar hún mörgum sem hlotið hafa fötlun vegna slysa. Fjöl- áverkar, mænuskaðar og heilaskað- ar eru þar á meðal. Deildin hefur einnig stórt hlutverk gagnvart þeim sem verða fyrir alvarlegum afleið- ingum sjúkdóma, s.s. heilablóðfalla, krabbameina, sýkinga og útlima- missis. Fleiri lifa af alvarleg veikindi en áður var og margir búa við var- anlegar afleiðingar þeirra, m.a. fötl- un. Framfarir hafa orðið miklar í endurhæfingu, hjálpartækjum og lækningum, m.a. með ígræddum lækningabúnaði sem gefur fleirum kost á meiri lífsgæðum en áður þekktist. Grensásdeild þjónar árlega á milli 5-600 manns á legudeild. Daglega eru um 60 manns í endurhæfingu á legudeild og dagdeild. Auk þessa er starfrækt fjölbreytt göngudeild og heilsurækt. Í þjálf- unarlaug koma 70-100 manns dag hvern. Húsnæði Húsnæði deild- arinnar er barn síns tíma. Eðli starfseminnar hefur breyst og kröfur samfélagsins einn- ig. Flestir sjúklingar þurfa einhvers konar hjálpartæki, s.s. göngugrind- ur eða hjólastóla, sumir fá næringu um slöngu eða þurfa á súrefnisgjöf að halda. Hjálpartæki taka eðlilega talsvert pláss. Þjálfunarhúsnæðið er löngu orðið allt of þröngt, bæði vegna framangreinds en einnig vegna þess að þjálfunarbúnaður þarf mikið rými. Hluti þjálfunarhúsnæð- isins er í kjallara með lágri lofthæð en slík starfsemi var aldrei hugsuð þar. Of fá sjúkraherbergi eru eins manns herbergi. Þrír til fjórir sjúk- lingar eru um hvert salerni. Nýir tímar krefjast betri aðstöðu til sótt- varna. Aðstaða fjölskyldna er ekki góð og krafa um bætta aðstöðu ást- vina er bæði eðlileg og sanngjörn. Aðstandendur eru oft mikilvægir að- ilar í endurhæfingarferlinu og leggja margir þeirra mikið á sig í nærveru og stuðningi og taka virkan þátt í því sem fram fer. Stundum nær dvöl á legudeild yfir marga mánuði. Fjölg- un eins manns herbergja þar sem gert er ráð fyrir aðstandendum og plássfrekum búnaði er því brýnt úr- lausnarefni. Viðbygging Með nýrri byggingu fyrir sjúkra- þjálfun og iðjuþjálfun skapast bætt aðstaða til að sinna þjálfun og jafn- vel taka við fleiri verkefnum. Við flutning þessarar starfsemi úr gamla húsnæðinu losnar pláss sem gefur olnbogarými til annarra nauð- synlegra breytinga, má þar nefna matsal fyrir starfsfólk og dag- sjúklinga, þjálfunaríbúð, dagdeild, aðra lyftu o.fl. Samhliða þessu gefst tækifæri til að lagfæra aðgengi og umhverfi með nýju anddyri, lagfær- ingu bílastæða og stíga, gerð end- urhæfingargarðs og margs fleira. Sem hluti af þjónustu Landspítala sem landssjúkrahúss gegnir Grens- ásdeildin lykilhlutverki í endurhæf- ingu á Íslandi. Verkefni deild- arinnar eru umfangsmikil og krefjandi og varða okkur öll. Kom- inn er tími til að bæta aðstöðu sjúk- linga, aðstandenda og starfsfólks í takt við breytta tíma. Söfnunarátak Eddu Heiðrúnar er sprottið úr gras- rót þeirra sem sjálf hafa reynslu af þessum vettvangi og vilja bæta úr með fjársöfnun til viðbyggingar og endurbóta. 500 milljóna takmarkið endurspeglar þann kraft og fram- sýni sem einkennir átakið. Fyrir fáa er það há fjárhæð en saman náum við settu marki, aðeins þarf um 1.600 krónur á hvert mannsbarn á Íslandi til að ná því. Á rás fyrir Grensás Eftir Stefán Yngvason » Grensásdeild þjónar árlega á milli 5-600 manns á legudeild. Dag- lega eru um 60 manns í endurhæfingu á legu- deild og dagdeild. Stefán Yngvason Höfundur er yfirlæknir endurhæfing- ardeildar Landspítala á Grensási. Svakalega er skrýt- ið að verða löggilt gamalmenni á Íslandi í dag. Sá sem er ör- yrki, þegar hann verður 67 ára, er ekki lengur öryrki. Hann er allt í einu orðinn sprellfjörugur ellilíf- eyrisþegi (ath. „þegi“). Hvað þýðir það? Það þýðir að hann er greinilega ekki lengur ófær um að vinna, get- ur loksins stokkið alheill, hress og kampakátur út á blómlegan vinnu- markaðinn, ef hann bara nennir. Hann þarf ekki lengur að borða eins mikið og áður, ekki að kaupa sér fatnað, ekki að fara eitt eða neitt eða gera eitthvað sem kostar. Hann þarf hvorki að greiða af- borganir af lánum sínum né standa við aðrar, áður gerðar skuldbind- ingar. Dæmi frá TRST, þegi á 67 ára afmæli í september: Kr. 60.000 útborgaðar ör- orkubætur jan.-júní 2009, lækkuðu síðan í júlí-sept. í liðlega 50.000, samkvæmt nýjum lögum og verða kr. 48.000 okt. til áramóta 2009. Samtals kr. 12.000 skerðing eða 20%. Greiðslur úr lífeyrissjóði hafa hins vegar ekki hækkað nema um nokkra vísitöluhundraðkalla í senn, samtals um kr. 4.000 frá áramót- um. Á meðan grasserar verðbólg- an og dýrtíðin og ómögulegt er að ná endum saman. Tekjur hans frá Tryggingastofnun ríkisins skerðast nefnilega um 20% um leið og hann hættir að vera öryrki og verður 67 ára, samkvæmt lögum, sem sér- fróðir menn hafa samið og aðrir pólitískir töframenn á alþingi hafa samþykkt og sett, þrátt fyrir að hafa sagt okkur að aldrei verði hróflað við kjörum þeirra sem verst eru settir í þjóð- félaginu. Það var að minnsta kosti for- senda núverandi vald- hafa, sem við trúðum og við kusum þá, kannski einmitt út frá þessari fullyrðingu. (Sérfræðingar virðast vera menn sem vita mjög mikið um afar lítið. Ekki má því ætlast til að sérfræðingar hafi þar að auki almenna dómgreind. Það er til of mikils mælst eftir allt, sem þeir hafa þurft að læra af bók- unum.) Þeir gleymdu einu, sem hefði komið sér vel fyrir „þegaræfilinn“. Þeir hefðu átt að gefa honum upp- skrift að því hvernig hann getur nú lifað af 20% lægri bótum, þegar allt kostar helmingi meira en í fyrra, þegar þær dugðu ekki. Þeir mega samt eiga það greyin, að honum er boðið í sund, strætó og Húsdýragarðinn. Þótt öryrkinn hafi ekki haft þrek til að notfæra sér þessi hlunnindi hlýtur aft- urbataellismellurinn að leika sér að því. Aldraðir og öryrkjar: Gengur það lengur að láta ljúga svona stanslaust að sér, láta svíkja okkur ár og áratugi eða þurfum við að stofna margrætt stjórnmálaafl (A- Ö-listann), sem ekki náðist sátt um á sínum tíma, til ná rétti okkar frá þessum gjörspilltu siðblindingjum, sem keyptu bankana á lánum, sem þeir gátu svo ekki greitt þegar til kom, óðu inn á reikningana okkar með einbeittum afbrotavilja og tæmdu þá og skildu hvarvetna eft- ir sig ónýta pappíra í staðinn, til þess að svala geðveikri græðgi sinni, til þess að leggja meira og meira að veði í spilavítum í útlönd- um og tapa síðan öllu okkar fé. Og ekki bara okkar heldur komandi kynslóða líka. Gleymum ekki öllum þeim, sem þóttust hafa umboð þjóðarinnar til að ýta undir þessa glæpastarfsemi og þeim sem með grunnhyggnum, heimskum lagasetningum, sam- þykktum og reglugerðum létu þetta viðgangast. Allt eru þetta landráðamenn og bar að fara með þá sem slíka strax. Nú er hins vegar líklega of seint að taka þá úr umferð, enda sýnist mér að áfram skuli haldið á sömu braut með sömu grundvallarhugmyndum og komu okkur í þrot. Þar að auki hafa þessir „snill- ingar“ eytt gögnum og hulið slóð sína eins vel og þeim var unnt þetta ár sem liðið er síðan upp komst. Og svo til að kóróna þessa forheimsku eigum við saklausir þegnar þessa lands að greiða öðr- um þjóðum það sem þetta glæpa- hyski skuldar þeim, sem sagt féð sem þeir stálu upphaflega af reikningunum okkar í bönkunum okkar og skildu eftir verðlausa skuldaviðurkenningarmiða í stað- inn. Af óvinnufærum öryrkjum og eldsprækum ellismellum Eftir Stefán Aðalsteinsson » Sá sem er öryrki, þegar hann verður 67 ára, er ekki lengur öryrki. Hann er allt í einu orðinn sprellfjör- ugur ellilífeyrisþegi … Stefán Aðalsteinsson Höfundur er fv. verslunarmaður. – meira fyrir áskrifendur Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16.00 mánudaginn 28. september. Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105, kata@mbl.is Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um vinnuvélar, atvinnubíla, jeppa, pallbíla, fjölskyldubíla og fl. föstudaginn 2. október 2009. Í þessu blaði verða kynntar margar þær nýjungar sem í boði eru fyrir leika og lærða Meðal efnis verður : Vinnuvélar Námskeið um vinnuvélar. Atvinnubílar. Fjölskyldubílar. Pallbílar. Jeppar. Nýjustu græjur í bíla og vélar. Varahlutir. Dekk. Vinnufatnaður. Hreyfing og slökun atvinnubílstjóra. Ásamt fullt af öðru spennandi efni og fróðleiksmolum. Vinnuvélar og bílar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.