Morgunblaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2009 Eftir Jón H. Sigurmundsson Þorlákshöfn | Hátt í hundrað ung- menni frá Danmörku og Noregi eru nú á ferð um Ísland og halda hér fjölda tónleika. Hópurinn hélt tón- leika í Íþróttahúsinu í Þorlákshöfn á miðvikudag og sóttu þá nemendur úr Grunnskólanum í Þorlákshöfn og Leikskólanum Bergheimum. Bæjarstjóri Ölfuss, Ólafur Áki Ragnarsson, bauð gestina velkomna og færði þeim þakklætisgjafir. Ekki var annað að heyra en tónleikarnir færu vel í viðstadda, enda ekki hægt annað en hrífast með, fjölbreytnin var mikil, ljúfir tónar og dúndrandi kraftur og allt þar á milli. Verkin voru öll eftir norræna höfunda og var Íslenski dansinn eftir Jón Leifs ís- lenska verkið. Fjölbreytnin var mikil enda sveiflast frá ABBA og í Sibelius. Hugmyndina að þessari ferð má rekja til þess að um árabil hafði Midt- jysk Börne- og Ungdoms Symfonior- kester (Mibus) haft samstarf við norska strengjasveit ungmenna. Hljómsveitirnar höfðu haft mikið gagn og gaman af samstarfinu og því kviknaði sú hugmynd að færa út kví- arnar, finna fleiri samstarfsaðila og sækja um styrki. Þetta bar árangur og nú er hljómsveitin á Íslandi ásamt Vestfold Ungdomsstrykeorkester í Noregi. Í samstarfi með hópnum er strengjasveit frá Allegro Suzuki- tónlistarskólanum á Íslandi. Mark- mið ferðarinnar er að efla tengsl milli ungs upprennandi tónlistarfólks á Norðurlöndum og einnig að kynna þeim og öðrum norræna tónlist og menningu. Auk þess að halda tón- leika í skólum hér á landi heldur sveitin opinbera tónleika í Langholts- kirkju. Verkefnið er styrkt af Norrænu barna- og unglinganefndinni og Nor- ræna menningarsjóðnum. Róbert Darling skólastjóri Tónlist- arskóla Árnessýslu hafði milligöngu um tónleikahaldið á Suðurlandi. Tengiliður á Íslandi er Lilja Hjaltadóttir. Stjórnendur eru David Foster-Pilkinton og Bjarke Gund- ersen. Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Vel tekið Ekki var annað að heyra en tónleikarnir færu vel í viðstadda. Norræn stórhljómsveit með tónleika Ungdómurinn sameinast í tónlist Ljóð misritaðist Í minningargrein um Sigrúnu Helgadóttur í blaðinu í gær eftir Ingunni Guðmundsdóttur misrit- aðist ljóð eftir Jakobínu Johnson sem kom út í ljóðabókinni Kertaljós 1939. Svona er ljóðið í bókinni: Hvar sem önd þín unir ei mun vetur þjaka. – Vor og sí-blítt sumar sífellt hjá þér vaka. – Ótal þúsund þakkir þigg – frá vina heimi! – Andvakan er enduð. – Árroðinn þig geymi! (Jakobína Johnson) Beðist er velvirðingar á mistök- unum. Ekki fasteignasali Áréttað skal vegna fréttar í Morg- unblaðinu í gær að Magnús Ólafs- son, sem starfar hjá Domus á Blönduósi er ekki fasteignasali, heldur vinnur við sölu fasteigna í umboði og ásamt Stefáni Ólafssyni, hrl,. sem er löggiltur fasteignasali. LEIÐRÉTT Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 sparilínan er komin • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Bæjarlind 6, sími 554 7030 • Eddufelli 2, sími 557 1730 Opið í dag kl. 10-16 í báðum búðum • www.rita.is Nýtt kortatímabil Af því tilefni gefum við 20% afslátt af öllum vörum Ríta Bæjarlind á10 ára afmæli Lin Design • Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið • sími 533 2220 • www.lindesign.is Fögnum 5 ára afmæli 10-40% afsláttur fimmtudag til laugardags Mörkinni 6, sími 588 5518 Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-16 Nýjar vörur Glæsilegar yfirhafnir, húfur og hattar Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími 568 2870 – www.friendtex.is OPIÐ LAUGARD. KL. 11.00-16.00, ALLA FIMMTUD. KL. 15.00-18.00 Vörur úr haustlista 2009 eru einungis seldar hjá sölufulltrúum Dúnúlpa á mynd kr. 11.900 ÚTSALA Laugavegi 63 • S: 551 4422 Allra veðra kápur 20% afsláttur Stórfréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.