Morgunblaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 20
20 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is STJÓRNVÖLD í Pakistan virðast standa ráðþrota frammi fyrir hrinu mannskæðra sprengjuárása ísl- amskra öfgamanna í borgum lands- ins síðustu vikurnar. Talið er að árásirnar séu ekki aðeins verk talib- ana og bandamanna þeirra í hryðju- verkasamtökunum al-Qaeda, heldur hafi þær verið gerðar í samstarfi við íslamskar hreyfingar, sem voru eitt sinn undir verndarvæng hersins og pakistanskra ráðamanna. Þessar hreyfingar njóta enn mikils stuðn- ings meðal almennings í Pakistan og erfitt getur því reynst fyrir stjórn landsins að segja þeim stríð á hend- ur. Sérfræðingar í stjórnmálum Pak- istans telja að markmið hreyfing- anna með bandalaginu sé að steypa stjórninni og stofna íslamskt ríki. Mikið er í húfi vegna þess að púð- urtunnan Pakistan er kjarnorku- veldi og hætta er á því að kjarnavopn komist í hendur íslamskra öfga- manna. Það gæti haft mjög alvarleg- ar afleiðingar í þessum ótrygga heimshluta, m.a. vegna deilnanna við Indverja, erkifjendur Pakistana. Bæði ríkin ráða yfir kjarnorkuvopn- um og hafa þrisvar sinnum háð styrj- aldir sín í milli eftir að þau fengu sjálfstæði frá Bretum, skömmu eftir síðar heimsstyrjöldina. Enginn staður öruggur Tugir óbreyttra borgara hafa beð- ið bana í sprengjuárásunum síðustu daga þótt þær hafi einkum beinst að pakistönskum her- og lögreglu- mönnum. Uppreisnarmennirnir gerðu t.a.m. mjög dirfskufulla árás á höfuðstöðvar hersins í Rawalpindi og hún sýndi að hreyfingarnar geta valdið miklum blóðsúthellingum nánast hvar sem er í landinu. Uppreisnarmennirnir virðast vel tækjum búnir, árásirnar eru þaul- skipulagðar og hreyfingarnar virð- ast hafa sífellt meiri aðgang að upp- lýsingum um öryggissveitir landsins, m.a. um ferðir her- og lögreglu- manna. Uppreisnarmennirnir hafa hvað eftir annað komið öryggissveit- unum í opna skjöldu. „Stríðið komið til Punjab“ Hreyfing pakistanskra talibana lýsti síðustu tilræðunum á hendur sér. Sérfræðingar segja hins vegar að aðferðirnar, sem tilræðismenn- irnir beittu, sýni að talibanar og bandamenn þeirra í al-Qaeda starfi nú í nánara samstarfi við íslamskar hreyfingar sem eru með bækistöðv- ar í Punjab, stærsta héraði landsins. Stjórn Pervez Musharrafs, fyrr- verandi forseta, bannaði hreyfing- arnar eftir hryðjuverkin í Bandaríkj- unum 11. september 2001 þegar Pakistanar gengu til liðs við Banda- ríkjamenn í baráttunni gegn hryðju- verkasamtökum. Margir liðsmanna hreyfinganna voru drepnir eða tekn- ir til fanga fyrstu ár bannsins og leið- togar þeirra voru handteknir. Yfirvöldin hafa þó af einhverjum ástæðum ekki framfylgt banninu frá árinu 2007 og síðan þá hafa hreyfing- arnar safnað liði og eflst til muna, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Hreyfingunum hefur verið leyft að starfa í Punjab og margir Pakistanar líta á þær sem bandamenn í barátt- unni gegn Indverjum og Bandaríkja- mönnum. The New York Times hef- ur eftir pakistönskum embættis- mönnum og fréttaskýrendum að íslömsku hreyfingarnar hafi á síð- ustu árum lagt sífellt meiri áherslu á baráttu gegn pakistanska ríkinu, í samstarfi við talibana og al-Qaeda. Liðsmenn íslömsku hreyfinganna hafa einnig starfað í héraðinu Suður- Waziristan og notið þar mikils stuðn- ings meðal íbúanna. Her Pakistans hefur undirbúið stórsókn inn í hér- aðið í von um að geta gengið milli bols og höfuðs á talibönum og banda- mönnum þeirra. Uppreisnarmennirnir hafa m.a. gert mannskæðar sprengjuárásir á borgina Lahore, höfuðstað Punjab- héraðs. „Þetta sýnir að stríðið er komið til Punjab,“ segir Zaffar Ab- bas, blaðamaður pakistanska dag- blaðsins Dawn, sem er gefið út á ensku. Hann segir að stjórnin geti ekki lengur reynt að leyna bandalagi talibana í Suður-Waziristan og ísl- ömsku hreyfinganna í Punjab-hér- aði. Stjórnvöld geti aldrei fengið þjóðina á sitt band „í þessu blóðuga stríði“ nema þau leiði hana í allan sannleika um bandalag hreyfing- anna í Punjab og talibana. „Stjórnin í afneitun“ Ayesha Siddiqua, pakistanskur sérfræðingur í öryggismálum, tekur í sama streng. „Ríkisstjórnin er í af- neitun. Áhrif al-Qaeda og talibana hafa aukist í Punjab og það er orðið löngu tímabært að stjórnin átti sig á hættunni,“ hefur fréttastofan AFP eftir henni. Her Pakistans hóf mikla sókn í Swat-dal í sumar í baráttunni gegn talibönum en blóðsúthellingarnar síðustu daga sýna að hernaðurinn hafði lítil áhrif. Talibanar voru taldir hafa orðið fyrir miklu áfalli þegar leiðtogi þeirra, Baitullah Mehsud, beið bana í flugskeytaárás Banda- ríkjahers í ágúst. Dauði hans leiddi til valdabaráttu meðal talibana en þeir virðast nú hafa sameinast aftur undir forystu nýs leiðtoga, Hakimul- lah Mehsud. Tugir þúsunda íbúa Suður-Wazir- istans hafa flúið þaðan vegna yfirvof- andi stórsóknar hersins og stjórnin sætir vaxandi gagnrýni fyrir að hafa ekki neina raunhæfa hernaðaráætl- un í baráttunni gegn uppreisnar- mönnunum. „Stjórnin virðist ekki vera tilbúin til að blása til sóknar,“ sagði fréttaskýrandinn Rahimullah Yousafzai. „Stjórnin er í varnar- stöðu. Hún virðist ekki hafa neina hernaðaráætlun sem dugir, hvorki til langs né skamms tíma litið.“ Stjórninni er þó e.t.v. vorkunn því hún er í mjög erfiðri stöðu. Því fer fjarri að öruggt sé að stórsókn inn í Suður-Waziristan beri mikinn ár- angur og það væri óðs manns æði að hefja slíkan hernað í þéttbýlu héraði eins og Punjab. Ráðþrota stjórn og vaxandi ógn í púðurtunnu Pakistans Talibanar taldir hafa myndað nýtt og hættulegt bandalag með hreyfingum sem njóta mikils stuðnings Reuters Eyðilegging Íbúar Peshawar leita að eigum sínum í rústum byggingar sem eyðilagðist í sprengjutilræði í borginni í gær. Tugir óbreyttra borgara hafa beð- ið bana í sprengjuárásum íslamskra öfgamanna síðustu daga þótt tilræðin hafi einkum beinst að her- og lögreglumönnum. 350 km 70 km Íbúar S-Waziristans eru flestir Pastúnar og tala waziri Héraðið er um 6.500 ferkm á stærð og íbúafjöldinn var áætlaður 430.000 árið 1998 Stjórnvöld í Pakistan segja að her landsins sé að undirbúa stórsókn inn í héraðið Suður-Waziristan vegna sprengjuárása talibana og bandamanna þeirra að undanförnu. Héraðið hefur verið höfuðvígi talibana og fleiri íslamskra hreyfinga. STÓRSÓKN UNDIRBÚIN AF GA NI ST AN P A K I S T A N I N D L A N D PUNJAB BALUKISTAN AFGANISTAN PAKISTAN Peshawar Kabúl Jalalabad N-WAZIRISTAN S-W AZ IRIS TA N Íslamabad Ættflokkasvæði undir beinni stjórn alríkisyfirvalda Norðvestur- landamærahéraðið Stjórnvöld á Ítalíu hafa neitað fréttum breska dagblaðsins The Times um að ítalskir hermenn í Afganistan hafi greitt talibönum fyrir að ráðast ekki á þá. Blaðið áréttaði þó ásökunina í gær og sagði að einn leiðtoga tal- ibana og tveir afganskir embætt- ismenn hefðu staðfest að talib- anar hefðu fengið leynilegar greiðslur fyrir að ráðast ekki á ítalska hermenn. Heimildarmenn blaðsins segja að samið hafi verið um greiðslurnar í Salobi-héraði, austan við Kabúl, og á fleiri stöð- um þar sem ítalskir hermenn ann- ast friðargæslu á vegum Atlants- hafsbandalagsins. The Times sagði að greiðslurnar hefðu verið afjúpaðar eftir að tíu franskir hermenn biðu bana í Sal- obi í ágúst á síðasta ári. Frökk- unum hefði ekki verið sagt frá greiðslunum þegar þeir tóku við friðargæslu í héraðinu af ítalska herliðinu og þeir hefðu þess vegna vanmetið stórlega hættuna á árás- um talibana. Varnarmálaráðherra Ítalíu, Igna- zio La Russa, sagði þessar ásak- anir „algert þvaður“. Ítölsku her- mennirnir hefðu yfirleitt mætt velvild í Afganistan, en það væri ekki vegna þess að þeir greiddu mútur, heldur vegna „hegðunar herliðs okkar, sem er mjög ólík hegðun annarra hermanna“. Ítalska forsætisráðuneytið sagði að stjórn Silvios Berlusconis forsætisráðherra hefði aldrei heimilað greiðslur til talibana. Stjórnarandstaðan í Frakklandi krafðist skýringa á fréttunum en stjórn landsins sagði í gær að eng- in ástæða væri til að rengja orð ítalskra stjórnvalda um málið. Neita ásökun um að hafa mútað talibönum Yfir 170 manns hafa beðið bana í hrinu sprengjutilræða ísl- amskra öfgahreyfinga í Pak- istan það sem af er mánuðinum:  16. október | 13 manns féllu og 13 særðust af völdum bíl- sprengju við lögreglustöð í borginni Peshawar.  15. október | 39 manns lágu í valnum eftir sprengjuárásir á fjórar lögreglustöðvar.  12. október | Um 45 manns, flestir þeirra óbreyttir borgarar, létu lífið í sjálfsvígsárás á úti- markaði þegar lest herbíla fór framhjá honum.  10.-11. október | 23 lágu í valnum eftir dirfskufulla árás tíu uppreisnarmanna á höf- uðstöðvar hersins í Rawalpindi. Hermenn frelsuðu 39 gísla.  9. október | 52 óbreyttir borgarar biðu bana í sjálfsvígs- árás á mannmargan útimarkað í Peshawar.  5. október | 10 létu lífið í sjálfsvígsárás á skrifstofu Mat- vælaáætlunar Sameinuðu þjóð- anna. Á meðal hinna látnu voru fimm starfsmenn stofnunar- innar. Linnulaust blóðbað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.