Morgunblaðið - 17.10.2009, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 17.10.2009, Qupperneq 24
Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is H ún er lömuð í vinstri handlegg eftir mis- heppnaða skurð- aðgerð sem gerð var árið 1998. Olga Guð- mundsdóttir barmar sér þó ekki, segir marga hafa það verra en hún. Listaverk eftir hana hanga um allt húsið hennar í Silfurtúni á Flúðum, þó ekki endilega hefðbundin lista- verk því hún saumar út myndir – sumar gefur hún en aðrar á hún sjálf. „Þessi mynd er hvatinn að því að ég fór að sauma út,“ segir Olga og bendir á mynd sem maðurinn henn- ar gaf henni og sýnir Ísland. „Ég hef svo sem ekkert verið að sauma í sumar en á veturna reyni ég að vera dugleg,“ segir hún og bætir við að tíminn milli hálfátta og hálfníu á morgnana reynist henni drjúgastur við saumaskapinn. Aðspurð hvar hún geymi það sem ekki hangir uppi svarar Olga hlæj- andi að á tímabili hafi hún gert mikið af borðdúkum „… af því að það þarf ekki að hengja þá upp“. Á rúminu í svefnherberginu liggur líka sauma- skapur eftir hana, rúmteppi í óhefð- bundnari kantinum. „Þetta fékk ég frá konu ósaumað. Stungan er öll saumuð eftir munstri sem fylgdi. Svo bætti ég við saumaskapnum að neðan,“ segir hún og strýk- ur teppið. Olga játar því að sauma- skapurinn geti reynst henni tafsamur, þar sem annar handlegg- urinn er henni ónýtur og hlær þegar hún er spurð hvort hún sé kannski orðin ótrú- lega flink við þetta. „Ja, sumir segja það,“ segir hún hógvær, „en þetta snýst bara um þolinmæði og mér finnst þetta oft ganga ótrúlega hægt hjá mér.“ Ein myndin sem hangir uppi á vegg í borðstofu Olgu vekur meiri athygli en aðrar. Síðasta kvöld- máltíðin saumuð svo smáum sporum að við fyrstu sýn virðist um málverk að ræða. Þegar nær er komið sést þó að þetta er útsaumur. „Ætli ég hafi ekki verið tvo vetur með hana,“ seg- ir hún og reynir að gera lítið úr því hversu mikið verk fólst í að gera myndina. Hún virðist ekki vera litrík en í hana eru þó notaðir 12 lit- ir. „Krakkarnir mínir gáfu mér hana í afmælisgjöf. Mér finnst gaman að því að fjölskyldan fylgist svo vel með hvað ég er að gera,“ segir Olga. Myndin er öll talin út og „… litirnir eru all- ir svo líkir að ég þurfti oft að leggja þráðinn yfir búntið til að finna út hvort ég væri með rétt- an lit,“ segir hún og hlær. Olga hefur líka haft gaman af því að finna upp á einhverju nýju sjálf og sýnir blaðamanni jólakúl- ur í kassa. „Fyrir ein jólin ákvað ég gera kúlur á jólatréð, það er algjörlega mín hug- mynd. Þá fann ég myndir úr bókum með borðdúkum og slíku og tók upp úr þeim og saumaði,“ segir hún. „Ég þarf reyndar að fá aðstoð hjá karlmönnunum á heimilinu við að festa þetta á kúlurnar.“ Olga segir að hún hafi alla tíð haft gaman af handavinnu. „Ég þótti nú dálítið sérstakur unglingur því ég sat og saumaði á meðan aðrir unglingar gerðu … ja, það sem flestir unglingar gera,“ segir hún og skellihlær. Silfurtún er garðyrkjustöð og þar eru aðallega ræktuð jarðarber. Á sumrin vinnur Olga við að pakka þeim í tvo, þrjá tíma á dag. Yfir sum- artímann eru jafnframt ræktaðir þar tómatar og rauðkál og þá starfa í stöðinni um 8 manns. „Þannig að það er alltaf nóg að gera,“ segir Olga. Síðasta kvöldmáltíðin tók tvö ár Útsaumur er líf og yndi Olgu Guðmundsdóttur í Silfurtúni á Flúðum. Hún er lömuð í vinstri handlegg en það kemur ekki í veg fyrir að úr höndum hennar spretti listaverkin hvert af öðru. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hjálpin Olga notast við grind til að geta saumað þar sem vinstri handlegg- urinn er henni ónýtur. Efnið er strengt yfir og smám saman fært til. Handverk Síðasta kvöldmáltíðin er öll talin út og þó að litirnir virðist fáir eru þeir samt sem áður 12. Svo líkir eru þeir margir að hún þurfti oft að leggja þráð yfir búntið til að sjá rétta litinn. Verk Rúmteppið góða er listaverk. 24 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2009 Magnaðar ljósmyndir stækkaðar á striga í bestu fáanlegum gæðum. Til sýnis og sölu í Myndmáli, stærsta ljósmyndagalleríi landsins. Skreyttu heimilið með íslenskum landslagsljósmyndum. Jón Páll Vilhelmsson ljósmyndari Opið frá 11-18 laugardag og sunnudag Næstsíðasta sýningarhelgi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.