Morgunblaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2009 NÁNAST er fullbókað út veturinn í skólabúðirnar í Reykjaskóla í Hrútafirði þar sem grunnskóla- nemendum gefst kostur á að dvelja í viku í senn við óhefðbundið skólastarf. Nokkuð dró úr umsóknum í fyrravetur, fyrstu mánuðina eftir að kreppan skall á, en að sögn Karls B. Örvarssonar, sem rekur Reykjaskóla ásamt Halldóru Árnadóttur konu sinni, hefur að- sóknin glæðst að nýju og nú er svo komið að nán- ast öll pláss vetrarins eru fullbókuð. Karl segir gleðiefni að þrátt fyrir niðurskurð í skólakerfinu reyni skólar allt hvað þeir geti að halda ferðum sem þessum inni í skólastarfinu. „Ég hef enda alltaf sagt að því í ósköpunum ætti þetta ástand að bitna á þeim þegnum þjóðfélags- ins sem ekkert hafa til þess unnið? Hafi einhvern tíma verið þörf fyrir svona starfsemi þá er það núna því dvölin hér þjappar krökkunum saman. Hér er ekki sjónvarp, ekki farsímar, net eða blöð. Hér eru krakkarnir á sínum eigin forsendum og fá að hvíla sig á þessu áreiti í samfélaginu og efla með sér vináttu og væntumþykju.“ Til að bregðast við þrengri kjörum hefur í mörgum skólum verið gripið til þess ráðs að hefja söfnunarstarf til að kosta ferðina í skólabúðirnar, til dæmis með tombólum, skemmtikvöldum og sölu klósettpappírs. Þetta hefur víða gefist mjög vel og verið hvatning fyrir skólabörnin. „Ég hef heyrt af því að í sumum skólum taka krakkarnir ekki annað í mál en að fara í þessa ferð enda hafa þau vitað af henni árum saman og hlakkað til,“ segir Karl. „Foreldrafélögin hafa í mörgum skól- um tekið virkan þátt í söfnunum og ég veit af stórum skóla sem fór í svona söfnunarátak og það tók þau ekki nema viku að safna nægum pening. Þetta er skemmtilegt fyrir krakkana líka því það hleypur kapp í þau að ná því markmiði að komast í ferðalagið og þegar það tekst þá hafa þau líka unnið sér inn fyrir því.“ una@mbl.is Skólabúðir vel sóttar eftir stutta lægð Örlítið dró úr aðsókn í Reykjaskóla síðasta vetur en grunnskólanemar láta kreppuna ekki svipta sig tækifærinu og safna margir sjálfir fyrir ferðinni Ljósmynd/Karl B. Örvarsson Reykjaskóli Vinsæll að vanda. TUGIR tóku þátt í aðgerðum á Lækjartorgi í gær, þar sem mótmælt var að fjórum flótta- mönnum sem hafa dvalist hér á landi var vísað til Grikklands. Þrír þeirra eru þegar farnir utan. Safnað var undirskriftum þar sem brottvísun var mótmælt. „Brottvísunin er ómannúðleg. Þessir menn hafa myndað tengsl við íslenskt samfélag,“ segir Linda Mangúsdóttir sem ásakar yfirvöld um að hafa haft rangt við í málinu. Morgunblaðið/Ómar MÓTMÆLA BROTTVÍSUN FLÓTTAMANNA FRÉTTASKÝRING Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is ÚTGJÖLD Reykjavíkurborgar vegna fjárhagsaðstoðar við borg- arbúa voru tæpir 1,2 milljarðar á fyrstu níu mánuðum þessa árs. Þetta er mikil aukning, en allt síðasta ár voru þau útgjöld 1.055 milljónir, og sléttur milljarður árið 2007. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær fjölgar þeim mikið sem þiggja nú fjárhagsaðstoð frá borg- inni vegna framfærslu og samkvæmt heimildarákvæðum, um tæp 45% að jafnaði á milli sambærilegs árstíma nú og í fyrra. Fjöldi þeirra sem þiggja aðstoð helst mjög náið í hend- ur við atvinnuleysi, að sögn Ellýjar Þorsteinsdóttur, skrifstofustjóra á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Þeim fer því fjölgandi sem þiggja fjárhagsaðstoð marga mánuði sam- fleytt. Nú eru þeir 309 talsins sem hafa þegið hana tólf mánuði í röð eða lengur, en í júní síðastliðnum voru þeir 229 talsins. Þetta er áhyggju- efni, enda þarf fólk að öllu jöfnu meiri aðstoð við að komast út úr að- stoðinni og afla sér sjálft tekna eftir því sem það þiggur aðstoðina lengur. Langflestir sem þiggja aðstoð hafa hins vegar þegið hana í þrjá mánuði eða skemur. „Það er mjög mikilvægt að geta boðið aðstoð við fólk meðan það þiggur fjárhagsaðstoð, svo það kom- ist aftur út á vinnumarkaðinn þegar hann glæðist á ný,“ segir Ellý. Hún segir fjölmargt reynt að gera til að tryggja virkni þessa fólks. Í fyrsta lagi veiti sérfræðingar ráðgjöf og stuðning hjá sex þjónustu- miðstöðvum í hverfum borgarinnar. „Við horfum sérstaklega á unga fólkið og höfum lengi fylgst sér- staklega með langtímanotendum,“ segir hún. Mörg úrræði í boði Sérstök átján mánaða átaksverk- efni eru í gangi. Til dæmis karla- smiðja og kvennasmiðja, fyrir fólk sem þarf mikinn stuðning, og nokk- uð sem kallast Grettistak, og er sér- sniðið að þörfum þeirra sem stríða við áfengis- og vímuefnavanda. Verkefnin eru unnin í samstarfi við Tryggingastofnun ríkisins, þar sem fólk fær endurhæfingarlífeyri á meðan á þeim stendur. Þá hafa tvær tillögur verið sam- þykktar í velferðarráði í tengslum við þetta. Annars vegar að búa til samráðsteymi fyrir stofnanir, félagasamtök og sjálfboðaliða, til að bjóða stuðning fyrir þá sem þurfa aðstoð í þeirra hverfi. Í öðru lagi er unnið að því að finna leiðir til að þiggjendur fjárhagsaðstoðar geti tekið þátt í verkefnum og vinnu á vegum borgarinnar. 1,2 milljarðar í aðstoðina  Mikil aukning í fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg við einstaklinga  Þeim fer fjölgandi sem hafa þegið fjárhagsaðstoð í tólf mánuði eða lengur Margt er gert á vegum borgar- innar til að koma til móts við þá sem þurfa fjárhagsaðstoð. Því meiri stuðnings er þörf eftir því sem fólk þiggur fjárhagsaðstoð- ina lengur. BÚIÐ er að bera kennsl á manninn sem fannst látinn í flæðarmálinu á Langasandi á Akranesi á fimmtu- dag. Um er að ræða 25 ára gamlan íslenskan karlmann sem búsettur var á höfuðborgarsvæðinu. Engar vísbendingar eru um að andlát hans hafi borið að með saknæmum hætti, að sögn lögreglunnar á Akranesi. Um fjögurleitið á fimmtudag til- kynnti vegfarandi um mann liggj- andi í flæðarmálinu á Langasandi skammt frá dvalarheimilinu Höfða. Maðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi. Rannsókn málsins held- ur áfram. Kennsl borin á manninn Þiggja fjárhagsaðstoð frá borginni 1400 1300 1200 1100 1000 900 800 700 600 Fj öl di ei ns ta kl in ga Jan. Des.Feb. Mars Apr. Maí Jún. Júl. Ág. Sept. Okt. Nóv. 2009 907 1.258 1.193 Fjölgun að jafnaði í hverjum mánuði, jan.-sept., frá fyrra ári: 44,9% 2008 1.217 ERLENDUR karlmaður um sex- tugt lést þegar hann kastaðist af fjórhjóli á veginum upp á Hauka- dalsheiði skömmu fyrir kl. 15 í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Selfossi var maðurinn í hópi um tuttugu erlendra ferða- manna í fjórhjólaferð á svæðinu þegar slysið átti sér stað. Lögreglan segir tildrög slyssins óljós enn sem komið er, en ljóst er að maðurinn var farþegi á fjórhjóli. Bæði hann og ökumaður hjólsins féllu af hjólinu með þeim afleið- ingum að maðurinn lést. Ökumann fjórhjólsins sakaði ekki. Ekki er hægt að gefa upp nafn hins látna eða þjóðerni að svo stöddu. Banaslys varð á Haukadalsheiði www.mbl.is | sjónvarp Gerðu hróp að ráðherra. MÓTMÆLENDUR gerðu hróp að Rögnu Árnadóttur dómsmálaráð- herra í gær þegar hún mætti á ráð- stefnu í Öskju, húsi Háskóla Ís- lands. Þar hugðist ráðherrann flytja ávarp í tilefni af 60 ára af- mæli Evrópuráðsins og 50 ára af- mæli Mannréttindadómstóls Evr- ópu. Tilefni mótmælenda var brott- vísun fjögurra flóttamanna frá Mið- Austurlöndum, sem hér hafa verið síðasta árið, til Grikklands. „Brottvísun er morð“ var meðal þess sem stóð á skiltum mótmæl- enda sem gerðu hávær hróp að ráðherranum. Hún sá sér þann kost vænstan að víkja af velli. Flóttamennirnir fjórir voru boð- aðir til lögreglu vegna brottflutn- ings síðdegis á miðvikudag sem hafði þá í umsjá nokkrar klukku- stundir áður en þeir voru fluttir brott. Stjórnvöld telja aðstæður fyrir flóttamenn viðunandi í Grikklandi en Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og Rauði krossinn eru á öndverðum meiði. Brottvísun mannanna fjögurra hefur víða verið mótmælt í vikunni, meðal annars við lögreglustöðina við Hverfisgötu og heimili dómsmálaráðherra í vesturborg- inni. Hávær hróp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.