Morgunblaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2009 Sungið í guðs húsi Hljómsveitin Hjaltalín hélt tónleika í Fríkirkjunni á Iceland Airwaves og sagt er að þeir hafi verið hvorki meira né minna en guðdómlegir. Áheyrendur fylgdust uppnumdir með. Kristinn RÁÐNING nýrra ritstjóra á Morgunblaðið réð ekki ákvörðun minni að segja starfi mínu lausu á Morgunblaðinu. Í tíufréttum Sjónvarpsins í fyrrakvöld kom fram að þeir starfsmenn sem hefðu sagt upp störfum vildu ekki tjá sig hvort ráðning Davíðs Oddssonar hefði verið kornið sem fyllti mælinn, eins og það var orð- að. Það er ekki rétt því í samtali við fréttamann RÚV sagði ég að það mætti hafa eftir mér að koma Davíðs á Morgunblaðið hefði ekki ráðið þessari ákvörðun minni. Þegar breytingar verða á rekstri fyrirtækja er eðlilegt að starfsmenn íhugi stöðu sína og kosti. Áður en nýir ritstjórar komu að Morgunblaðinu var slík staða komin upp. Í framhaldinu atvikuðust mál þannig að svigrúm skapaðist á ritstjórn Við- skiptablaðsins til að taka á móti nýju fólki. Það tækifæri réð því fyrst og fremst að þrír blaðamenn á ritstjórn Morgunblaðsins tóku þá ákvörðun að skipta um vett- vang. Björgvin Guðmundsson Að grípa tækifærið Höfundur er fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu. um allra flokka á fundi borgarráðs í vikunni. Niðurstaða árshlutauppgjörsins er þó einnig tilefni til varfærni, þar sem væntingar, í sam- ræmi við spár Seðla- banka og fjár- málaráðuneytis, um styrkingu gengis og hagstæðari ytri skil- yrði í efnahags- umhverfi okkar, hafa því miður ekki gengið eftir. Þessi staðreynd birtist glögglega þegar skoðaður er halli á umræddu 6 mánaða uppgjöri B-hluta, sem nær yfir fyrirtæki og félög í meirihlutaeigu borgarinnar, og neikvæð áhrif hans á niðurstöður heildarsamstæðunnar. Meðal þess- ara fyrirtækja eru þjónustufyr- irtæki eins og Orkuveita Reykja- víkur, Strætó bs. og Faxaflóa- hafnir. Rétt eins og önnur stór fyrirtæki fjárfestu mörg þessara fyrirtækja umtalsvert á síðustu árum og tóku m.a. til þess erlend lán. Þessi lán hafa hækkað veru- lega undanfarið eitt og hálft ár eins og fyrirtæki og fjölskyldur þessa lands þekkja. Fyrirtæki borgarinnar eru undir öllum venjulegum kringumstæðum stöndug og við treystum því að þau muni standa af sér þessa tímabundnu erfiðleika. Þessi tví- skipting uppgjörs borgarinnar veldur því að niðurstaðan kann að vekja upp spurningar. Þannig hef ég verið spurð að því, hvernig hægt sé að fagna niðurstöðu í rekstri borgarinnar þegar heildar- niðurstaða uppgjörsins sé nei- kvæð. Svarið er einfalt. Allur al- mennur rekstur Reykjavíkurborgar gengur mjög vel, er í samræmi við áætlanir og reyndar gott betur. Hins vegar hækka lánin, ytri skilyrði eru erfið sem veldur því að heildarnið- urstaða samstæðunnar verður nei- kvæð. Okkur gengur þannig vel að standa vörð um þá þætti sem við getum haft áhrif á en erfiðar gengur með þær aðstæður sem ut- an þess standa. Við gerð fjárhags- áætlunar fyrir árið 2010 munum við, kjörnir fulltrúar, stjórnendur og starfsmenn Reykjavíkurborgar, halda áfram að gera allt sem í okkar valdi stendur til að verja og treysta undirstöðurnar í rekstri borgarinnar. Við munum áfram verja grunnþjónustuna, gjald- skrárnar og störfin og fylgja því fast eftir að fyrirtæki í eigu borg- arinnar geri hið sama. Ég vona það jafnframt að ríkisstjórn Ís- lands, sem er í aðstöðu til að hafa áhrif á þætti sem ekki eru á valdi borgarstjórnar Reykjavíkur, s.s. þróun gengis, vaxta og verðbólgu, taki á sínum verkefnum af sömu ábyrgð, festu og skynsemi og gert hefur verið á vettvangi borg- arstjórnar Reykjavíkur. Eftir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur »Rekstur Reykja- víkurborgar gengur vel, er í samræmi við áætlanir og gott betur. Ytri skilyrði eru hins vegar erfið sem hefur áhrif á heildarniður- stöðuna. Höfundur er borgarstjóri. Hagræðing sem skilar árangri Rekstrarniðurstaða Reykjavíkurborgar fyrir fyrstu sex mán- uði ársins liggur fyrir. Niðurstaðan er í senn tilefni til fagnaðar og varfærni. Rekstur A- hluta borgarsjóðs, þ.e. rekstur borgarinnar sjálfrar, gekk vonum framar á þessum fyrri hluta ársins. Nið- urstaðan var 227 millj- ónum króna betri en gert var ráð fyrir. Þennan árangur er fyrst og fremst að þakka því að strax um mitt síðasta ár var af festu og ábyrgð tekið á þeirri staðreynd að auka þyrfti aðhald, hagræðingu og sparnað í rekstri. Um leið og um- fang þess verkefnis varð ljóst, við fjárhagsáætlunargerð ársins 2009, lögðust allir á eitt, starfsmenn, stjórnendur og kjörnir fulltrúar úr öllum flokkum. Ýtt var úr vör sparnaðar- og aðhaldsverkefni sem á dögunum hlaut tilnefningu til Eurocities verðlauna fyrir ný- sköpun í borgarrekstri. Sú vinna skilar þeim árangri sem nú er staðreynd og var fagnað af fulltrú- Hanna Birna Kristjánsdóttir 27 BÚSETA Íslend- inga frá landnámi hef- ur að stórum hluta byggst á búfénu, fisk- inum í ám og vötnum, fóðurgrösum og skóg- inum, þótt á engan hátt sé gert lítið úr lífsbjörginni sem dregin var úr sjónum. Þessar erfðaauðlindir hafa fætt og klætt þjóðina og veitt henni skjól, bygg- ingarefni, orku og yndi frá því land byggðist. Þær eru einnig órofa hluti menningarsögu og um- hverfis landsins og eiga sér djúpar rætur í þjóðarvitundinni. Íslend- ingar hafa skuldbundið sig til þess að vernda og viðhalda erfða- auðlindum sínum, bæði í villtum og ræktuðum tegundum, og hefur erfðanefnd landbúnaðarins verið falin ábyrgð á ræktarplöntum og húsdýrum, þ.m.t. fiski í ám og vötnum. Ýmis rök hníga að því að vernda beri erfðaauðlindir í land- búnaði. Í fyrsta lagi geta forsendur bú- skapar breyst hratt vegna breyt- inga sem geta ýmist orðið á náttúrulegum aðstæðum eða af mannavöldum. Yfirvofandi lofts- lagsbreytingar munu án efa hafa mikil áhrif á umhverfi landbún- aðar hér á landi ekki síður en ann- ars staðar. Við breyttar aðstæður getur því orðið þörf fyrir aðra eig- inleika en nú eru taldir verðmæt- astir í ræktuðum tegundum bæði plantna og búfjár. Í öðru lagi þarf að vera hægt að bregðast við framtíðarkröfum markaðar fyrir landbúnaðar- afurðir. Hér má t.d. nefna sér- stakar matvörur sem búa yfir eft- irsóknarverðum eiginleikum. Í þriðja lagi er fræðilegt gildi erfðaauðlinda til rannsókna afar mikilvægt. Erfðafjölbreytni er oft lykillinn að skilningi okkar á líf- fræðilegum eiginleikum nytjateg- unda og viðbrögðum þeirra við umhverf- inu. Loks er mik- ilvægt að minna á menningarsögulegt og umhverfislegt gildi erfðaauðlinda. Búsetulandslag, þ.e. ummerki búsetu og nýtingar náttúrunnar í landslaginu, er af- leiðing ræktunar og beitar og er víða talið æskilegt að viðhalda því jafnvel þótt nýting lands hafi breyst að einhverju leyti. Ræktun nytjaplantna og bú- fjár er hluti af menningarsögu landbúnaðarsvæða og hefur gildi á við aðra þætti sögunnar. Í þessu ljósi er brýnt að hafa í huga að það sem einu sinni hefur glatast verður ekki endurheimt. Tapið er ekki léttvægt, því horfnar erfðaauðlindir hefðu getað skipt sköpum um framþróun landbún- aðar. Erfðafjölbreytni er því höf- uðstóll sem varhugavert er að ganga á. Brýnasta verkefnið á heimsvísu er að varðveita erfða- fjölbreytni eigi landbúnaður að geta lagað sig að breyttu veð- urfari. Einungis með því móti mun okkur takast að sjá vaxandi fjölda jarðarbúa fyrir mat í framtíðinni. Við Íslendingar þurfum að axla okkar ábyrgð engu síður en aðrir og huga vel að okkar eigin erfða- auðlindum. Einungis þannig get- um við tryggt fæðuöryggi þjóð- arinnar. Íslenskar erfða- auðlindir og framtíð landbúnaðar Eftir Áslaugu Helgadóttur Áslaug Helgadóttir » Brýnt er að varð- veita erfðafjöl- breytni eigi landbún- aður að geta lagað sig að breyttu veðurfari og tryggt fæðuöryggi til framtíðar. Höfundur er formaður erfðanefndar landbúnaðarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.