Morgunblaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 19
Fréttir 19VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2009 Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is „ÞAÐ eru tvær meginástæður fyrir því að við teljum að endurheimtuhlut- fall á skuldabréfum Kaupþings verði hærra en lesa má út úr reikningum skilanefndar bankans. Í fyrsta lagi reiknum við með að Kaupþing fái meira greitt til baka af lánum sem veitt voru. Einnig gerum við ráð fyrir að dulin eign felist í danska bank- anum FIH, sem Kaupþing á. Við verðmetum FIH töluvert hærra en skilanefndin,“ segir Ómar Sigtryggs- son, framkvæmdastjóri markaðs- viðskipta hjá Saga Capital. Samkvæmt nýrri greiningu Saga Capital, sem unnin var í samstarfi við IFS ráðgjöf, kemur fram að þeir sem eiga skuldabréf Kaupþings megi reikna með að fá tæplega 35% af verðmæti þeirra greidd til baka. Nú um stundir fara fram viðskipti með skuldabréf Kaupþings sem mið- ast við 24% endurheimtuhlutfall. Það er í samræmi við útreikninga sem byggjast á reikningum Kaupþings og skilanefndin hefur lagt fram. Tími til að vinna úr eignum Í greiningu frá Saga Capital kemur fram að skilanefndin hefur svigrúm til að halda eignum í stað þess að selja þær strax. Það geri það að verkum að hægt sé að viðhalda verðmætum eða endurskipuleggja eignir á þann hátt að þær skili tekjum. Einnig er tekið tillit til þess í grein- ingunni að ástandið á erlendum mörkuðum hefur skánað mikið frá því í byrjun árs. Hlutabréfavísitölur hafi hækkað frá sínu lægsta gildi í mars síðastliðnum. Það auki líkur á að verð- mæti bréfa í eigu Kaupþings eða bréf sem voru lögð fram sem trygging fyr- ir lánum sé meira en skilanefndin ger- ir ráð fyrir. Þeir sem miðla skuldabréfum gömlu bankanna segja verð þeirra ekki hafa breyst mikið undanfarna daga. Landsbankinn tilkynnti efni samkomulags um uppgjör milli gamla og nýja bankans. Þá tilkynnti skila- nefnd Glitnis að kröfuhafar myndu eignast 95% í þeim banka. Nú er gert ráð fyrir að endur- heimtuhlutfall af skuldabréfum Landsbankans sé um 5,5% og um 24% af bréfum Glitnis. Morgunblaðið/Kristinn Kröfuhafar Nú er veðjað um end- urheimtur á kröfum á Kaupþing. Reikna með betri endurheimtum Skuldabréf Kaupþings talin verðmætari FRÉTTASKÝRING Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is ALLT hlutafé í Atorku Group verður fært niður og kröfuhafar félagsins munu eignast það að fullu, samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins. Stjórn Atorku hefur boðað til hluthafafund- ar næsta miðvikudag, 21. október, þar sem drög að nauðasamningi verða kynnt hluthöf- um. Þar verður einnig tilkynnt hver afstaða kröfuhafa félagsins til samninganna er. Á meðal stærstu kröfuhafa Atorku eru Nýi Landsbankinn (NBI) og skilanefnd Glitnis. Verið að fara yfir drögin Heimildir Morgunblaðsins herma að stærstu kröfuhafar Atorku séu að fara yfir drög að nauðasamningunum um þessar mund- ir og hafi enn ekki tekið afstöðu til þess hvort þeir samþykki þá. Ef það samþykki fæst ekki mun Atorka að öllum líkindum óska eftir að verða tekin til gjaldþrotaskipta en áframhald- andi heimild félagsins til greiðslustöðvunar rennur út 30. október næstkomandi. Drögin að nauðasamningum Atorku fela í sér töluverðar afskriftir á skuldum félagsins. Sú vinnuregla hefur verið viðhöfð hjá skila- nefndunum í þeirri endurskipulagningu sem átt hefur sér stað eftir bankahrun að áður en skuldir eru afskrifaðar með þessum hætti er allt hlutafé afskrifað. KPMG og PWC unnu verðmat á eignum Atorka hefur verið í fjárhagslegri endur- skipulagningu um margra mánaða skeið í samvinnu við kröfuhafa sína. KPMG í London var fengið til að vinna verðmat á Promens, sem er stærsta einstaka fjárfesting Atorku. Morgunblaðið greindi frá því í maí að eign- arhlutur Atorku í fyrirtækinu væri nánast verðlaus samkvæmt mati KPMG. Í tilkynningu frá Atorku á þeim tíma kom fram að mat KPMG væri „frábrugðið“ mati stjórnar og stjórnenda Atorku á virði Prom- ens. Því leitaði stjórn Atorku til PriceWater- houseCoopers í Danmörku til að gera verðmat á öllum eignum Atorku. Auk Promens er ein helsta fjárfesting Atorku 41% hlutur í Geysi Green Energy (GGE). Kröfuhafar Atorku hafa þegar sest í stjórn GGE í krafti þess eignarhlutar. Magnús Jónsson, sem hefur ver- ið forstjóri Atorku, lét af störfum hjá félaginu í lok september og enginn var ráðinn í stað hans. Hlutafé í Atorku fært niður  Kröfuhafar Atorku munu eignast félagið að fullu ef nauðasamningar verða samþykktir  Verða kynntir á hluthafafundi á miðvikudag  Ef samningunum verður hafnað fer félagið í gjaldþrot Atorka Group Afstaða kröfuhafa til nauða- samninganna mun liggja fyrir í næstu viku. ÞROTABÚ Samsonar ehf. hefur höfðað mál gegn Nýja Kaupþingi vegna innstæðu sem bankinn tók upp í fimm milljarða króna skuld Samsonar við bankann. Fyrirtaka var í málinu í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær. Að sögn Helga Birgissonar, skiptastjóra þrotabúsins, taldi bankinn sig geta haldið eftir inn- stæðunni til skuldajafnaðar vegna kröfu sinnar á hendur Samson. Bankinn notaði innstæðuna á reikn- ingum þrotabúsins til að lækka skuld Samsonar, sem nemur í dag um fimm milljörðum króna. Um er að ræða útistandandi kröfu vegna láns sem Samson fékk hjá Búnaðarbankanum til að fjár- magna þriðjung kaupverðs Lands- bankans vorið 2003, eftir einkavæð- ingu. Lánið hefur ekki verið greitt, en það fluttist til Kaupþings eftir sameiningu bankanna tveggja og loks til Nýja Kaupþings eftir hrun. Eins og Morgunblaðið hefur greint frá var það Halldór J. Krist- jánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, sem óskaði eftir lánveitingu hjá Búnaðarbankanum til Samsonar, sem var þá eignar- haldsfélag Björgólfsfeðga og Magnúsar Þorsteinssonar. thorbjorn@mbl.is Bú Samsonar deilir við Kaupþing um innstæðu Dagskrá 13:00 Orkuforði og endurnýjanleiki jarðhitakerfa Ólafur G. Flóvenz, forstjóri ÍSOR – Íslenskra orkurannsókna 13:25 Sjálfbær nýting jarðhitakerfa Guðni Axelsson, deildarstjóri, ÍSOR 13:50 Sjálfbær nýting á Íslandi: Lághitasvæði Reykjavíkur - sjálfbær vinnsla í 80 ár Gretar Ívarsson, jarðfræðingur, Orkuveitu Reykjavíkur Svartsengi – farsæl orkuframleiðsla í 30 ár Albert Albertsson, aðstoðarforstjóri, HS Orku Krafla – 30 ára barátta við náttúruöflin Bjarni Pálsson, verkefnisstjóri, Landsvirkjun Power 15:00 Umræður 15:30 Fundarlok og kaffiveitingar Fundarstjóri: Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis, en nauðsynlegt er að skrá þátttöku í síma 588 4430 eða með tölvupósti til the@samorka.is Opinn fundur, Hvammi, Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 21. október Sjálfbær nýting jarðhitans Gretar Ívarsson Ólafur G. Flóvenz Guðni Axelsson Albert Albertsson Bjarni Pálsson Guðni A. Jóhannesson JARÐHITAFÉLAG ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.