Morgunblaðið - 17.10.2009, Síða 10

Morgunblaðið - 17.10.2009, Síða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2009 Eftir bankahrunið síðastliðiðhaust hafa mótmæli orðið tíð- ari og meira áberandi en áður var. Þetta hófst með mótmælum fyrir utan Alþingishúsið, sem urðu æ öfgakenndari og jafnvel ofbeld- isfyllri eftir því sem leið á síðasta vetur.     Fámenn lögreglan átti fullt ífangi með að hemja þá sem lengst gengu og sinntu í engu ósk- um um hvar mörk- in lægju á milli eðli- legra mót- mæla og ofbeldisaðgerða. Nokkrir gengur jafnvel svo langt að ráðast á lögregluna og slasa lög- reglumenn.     Mótmælaaðgerðir geta átt réttá sér og sjálfsagt er að fólk geti mótmælt. Mótmæli verða hins vegar ævinlega að vera friðsamleg og án þess að fólk telji sér geta stafað ógn af þeim.     Nú í vikunni gerðist það að hóp-ur mótmælenda gekk allt of langt. Þessi hópur fór undir mið- nætti að heimili dómsmálaráð- herra og stóð þar með mikinn há- vaða drjúga stund.     Þessi hópur skaðaði engan, fyrirutan að hafa nætursvefn af fólki, en hann var ógnandi meðan á mótmælunum stóð. Fjölskylda og nágrannar dómsmálaráðherra gátu ekki vitað hvort mótmælin myndu þróast út í eitthvað meira en þau gerðu.     Mótmæli af þessu tagi eiga allsekki rétt á sér. Fólk á að fá að vera í friði á heimilum sínum. Það eru sjálfsögð mannréttindi sem þeir sem mótmæla meintum mannréttindabrotum ættu að virða. Mótmæli eða ofbeldi? Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 11 rigning Lúxemborg 8 léttskýjað Algarve 24 heiðskírt Bolungarvík 12 rigning Brussel 12 léttskýjað Madríd 18 heiðskírt Akureyri 11 alskýjað Dublin 13 léttskýjað Barcelona 20 heiðskírt Egilsstaðir 11 skýjað Glasgow 14 heiðskírt Mallorca 18 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 7 rigning London 14 skýjað Róm 18 léttskýjað Nuuk 1 snjókoma París 14 léttskýjað Aþena 21 léttskýjað Þórshöfn 9 heiðskírt Amsterdam 10 skúrir Winnipeg 4 skúrir Ósló 8 heiðskírt Hamborg 6 skýjað Montreal 4 skýjað Kaupmannahöfn 5 skýjað Berlín 4 skýjað New York 6 alskýjað Stokkhólmur 4 skúrir Vín 4 skúrir Chicago 5 skúrir Helsinki 3 skýjað Moskva 10 alskýjað Orlando 28 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 17. október Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5.26 4,1 11.38 0,3 17.40 4,1 23.54 0,2 8:25 18:02 ÍSAFJÖRÐUR 1.23 0,1 7.28 2,2 13.43 0,1 19.34 2,3 8:37 17:59 SIGLUFJÖRÐUR 3.27 0,1 9.38 1,3 15.37 0,1 21.58 1,3 8:21 17:42 DJÚPIVOGUR 2.36 2,3 8.49 0,3 14.55 2,1 20.59 0,3 7:57 17:30 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á sunnudag Norðlæg átt, 5-10 m/s og él á N-verðu landinu, en annars vestlæg átt, 3-8 slydda eða rigning með köflum. Úrkomulít- ið suðaustanlands. Hiti 0 til 7 stig. Á mánudag Austlæg átt, 5-8 m/s. Stöku él S-lands og hiti 0 til 5 stig, en annars hægviðri og bjart. Frost 1 til 6 stig. Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag Útlit fyrir austlæga átt með slyddu eða rigningu, einkum S- og A-lands. Fremur svalt veður. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg vestlæg átt og víða tals- verð rigning, en sunnan 8-13 m/s og úrkomuminna á Aust- urlandi fram eftir degi. Hvessir heldur í kvöld. Hiti 8 til 13 stig, en kólnar vestan til. BEINT frá býli hlaut Fjöregg Mat- væla- og næringarfræðafélags Ís- lands, en eggið var veitt í 17. skipti í ár. Verðlaunin eru veitt fyrir lofs- vert framtak á matvæla og næring- arsviði. Fjöreggið er íslenskt gler- listaverk, sem veitt er með stuðningi frá Samtökum iðnaðar- ins. Samtök iðnaðarins gefa verð- launagripinn, sem er hannaður og framleiddur hjá Gleri í Bergvík- Fjöreggsnefndin valdi fimm til- nefningar til Fjöreggsins sem þóttu skara fram úr og voru þær lagðar fyrir dómnefnd sem í sátu fimm val- inkunnir einstaklingar og fræði- menn. Í ár eru þær: Beint frá býli – Félag heimavinnsluaðila, Mjólk- ursamsalan, Ólafur Eggertsson kornbóndi á Þorvaldseyri, Sölu- félag garðyrkjumanna og Síldar- vinnslan Neskaupstað. Hlédís Sveinsdóttir, formaður Beint frá býli tók við verðlaununum en í umsögn dómnefndar segir: „Vinnsla og sala á matvælum beint frá býli til neytenda miðar að því að auka sóknarfæri til fjölbreyttari og vaxandi heimavinnslu þar sem ör- yggi og gæði framleiðslunnar eru höfð að leiðarljósi. Heimavinnsla tengist mjög ferðaþjónustu og kröf- um neytenda um fjölbreyttara vöruúrval og nýja þjónustu.“ Kynning á vörum Beint frá býli var með kynningu á nokkrum af þeim vörum sem eru í boði frá félagsmönnum á mat- væladeginum. Boðið var uppá nautakjöt frá Hálsi í Kjós, sultur frá Örnólfsdal í Borgarfirði, rjómaís frá Holtseli í Eyjafjarðarsveit, tvíreykt sauða- hangikjöt frá Hellu í Mývatnssveit og lífrænt ræktað bankabygg og grænmeti frá Vallanesi. Beint frá býli hlaut Fjöregg MNÍ 2009 Fjöregg Guðmundur Jón Guðmundsson í Holtseli, Hlédís Sveinsdóttir, for- maður samtakanna, og Árni Snæbjörnsson veittu verðlaununum viðtöku. Fimm voru tilnefndir í ár

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.