Morgunblaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2009 Mmmm … Airwaves.Tónlistarveisla ársins eneiginlega meira eins og himnaríki fyrir menn í minni stöðu. Ég hef í gegnum tíðina náð að breyta Airwavesrölti í Airwaves- hlaup, hef þann háttinn á að fara tíðum á milli staða, tvö lög á kjaft og málið er dautt. Mér finnst for- vitnilegt að nema ólíka stemningu á hverjum og einum stað og reyni einfaldlega að ná sem flestum sveitum – af nógu er nú að taka.    Sá Láru Rúnars í Iðnó ásamtsveit sinni. Rokkuð og flott og lög af bráðgóðri plötu hennar sem er nýkomin út fengu að hljóma. Þvínæst var skutlast út í Nasa þar sem Sigríður Thorlacius og Heiðurspiltar léku. Sigríður er dásamleg söngkona og Piltarnir eru alveg með þetta. Hljóð- ritagengið (Hjálmar, Memfísmafí- an, Senuþjófar o.s.frv.) stendur í dag að ótrúlegum fjölda af skemmtilegum tónlistargerningum og Sigríður og félagar settu einkar svala, og sumpart nýstárlega, djassaða áferð á þekkt íslensk dægurlög. „Fröken Reykjvík“ hljómaði eins og Can léki það! Áfram veginn. Gordon Riots kynntu nýtt efni með bravúr á Grand Rokk, hinn sænski Moto Boy (hinn sænski Rufus Wainwright?) heillaði stappað Batterí með engil- blíðum söng. Króna, ný sveit Bigga í Maus, var á Sódómu og er orðin gríðarlega öflug og þétt. Dikta hélt þá gestum Hafnarhússins við efnið, og merkilegt hversu víða skír- skotun hún hefur. Það er einhver Coldplay-bragur yfir sveitinni, en án smeðjunnar í Martin. Leaves hefðu eiginlega frekar átt að vera þar, en færri komust að en vildu er þeir hófu leik í Sódómu. Frábær hljómsveit. Röltið endaði svo í Iðnó þar sem Færeyingurinn Högni Lisberg fyllti salinn með ástríðufullu rokki sínu. Elísa Newman lokaði svo dag- skránni þar og gaf sett hennar fög- ur fyrirheit um bráðkomandi breiðskífu.    Ég geymdi mér svo vísvitandihápunktana tvo, tek þá fyrir hér að endingu. Danska sveitin Choir of Young Believers á eftir að verða áberandi í tónlistarblöðum næstu misseri – ef eitthvert rétt- læti er eftir í heiminum. Þvílíkt band! Það er hreinsandi að fylgjast með söngvara og gítarleikara sem svo augljóslega gefur allt sitt í tón- listina og reglulega tók sveitin undir sig Sigur Rósar-flug. Tón- leikar Hjaltalín í Fríkirkjunni ásamt kammersveit voru þá ekkert minna en guðdómlegir – og eiga ábyggilega eftir að reynast sögu- legir þegar frá líður. Högni Eg- ilsson, Daníel Bjarnason og aðrir stóðu sína plikt með miklum glæsi- brag. Spútniksveit, eins og sagt er. arnart@mbl.is Þegar andaktin hefst … FRÁ AIRWAVES Arnar Eggert Thoroddsen »Ég hef í gegnum tíð-ina náð að breyta Airwavesrölti í Airwav- eshlaup, hef þann hátt- inn á að fara tíðum á milli staða, tvö lög á kjaft og málið er dautt. Morgunblaðið/Kristinn Nasa Sigríður Thorlacius og Heiðurspiltar léku þar. Sigríður er dásamleg söngkona og Piltarnir eru með þetta. SÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK BYGGÐ Á SANNSÖGULEGUM ATBURÐUM FRÁ LEIKSTJÓRA 40 YEAR OLD VIRGIN OG KNOCKED UP. STÓRKOSLEG GRÍNMYND MEÐ ÞEIM ADAM SANDLER, SETH ROGEN OG ERIC BANA HHHH - S.V. MBL SÝND Í KRINGLUNNI BRUCE WILLIS ER MÆTTUR Í HÖRKU- SPENNANDI MYND SEM ENGIN MÁ MISSA AF MANNLEG FULLKOMNUN – HVAÐ GETUR FARIÐ ÚRSKEIÐIS? SURROGATES H HHHH - K.U. - TIME OUT NEW YORK "ENTERTAINING AND INGENIOUS! - ROGER EBERT MÖG 88/100 CHICAGO ROGER EBERT “MORE SHOCKIN – PAUL CHRISTEN “NOT SINCE ‘FAT DELIVERED SUCH – MARK S. ALLEN THE HAUNTING IN CONNECTICUT ATH. ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABSÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG SELFOSSI SÝND MEÐÍSLENSKU TALI FRÁ LEIKSTJÓRA CRANK HÖRKU HASARMYND ÞÚ SPILAR TIL AÐ LIFA SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI ÆVINTÝRI, GRÍN OG GAMAN! STÓRSKEMMTILEG MYND FRÁ DISNEY FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA / KRINGLUNNI GAMER kl.8:15D -10:20D 16 DIGITAL DISTRICT9 kl. 10:20 16 SKELLIBJALLA m. ísl. tali kl.12:15D-2:15D-4:15D L DIGITAL ALGJÖRSVEPPI kl.12:15D -2:15D -4:15D -6:15D L FAME kl. 8:10D L DIGITAL UPP (UP) ísl. tali kl.6:103D L ORPHAN kl.10:30 16 UPP (UP) ísl. tali kl. 12:15 - 2:15 - 4:15 - 6:15 L SURROGATES kl. 8:20 12 / ÁLFABAKKA GAMER kl. 5:50-8D -10:10D 16 DIGITAL SURROGATES kl. 6 - 8 - 10:20 12 GAMER kl. 2 - 4 - 8 - 10:10 LÚXUS VIP ALGJÖR SVEPPI.. kl.12D-2D-4D-6D L SKELLIBJALLA OG... m. ísl. tali kl. 12-2-4-6 L FUNNY PEOPLE kl. 8 12 FAME kl.1:30-3:40-5:50-8-10:20 L HAUNTING IN..... kl. 10:40 16 ORPHAN kl.8 -10:40 16 UPP (UP) m. ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 L SURROGATES kl. 6 LÚXUS VIP G-FORCE m. ísl. tali kl. 12 - 2 - 4 L á allar 3D sýningar merktar með grænu850 krrSPARBÍÓ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.