Morgunblaðið - 17.10.2009, Side 36

Morgunblaðið - 17.10.2009, Side 36
36 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2009 ✝ Arnfríður Þor-steinsdóttir fædd- ist á Syðri-Brekkum á Langanesi 7. nóv- ember 1917. Hún lést á dvalarheimilinu Uppsölum á Fá- skrúðsfirði 11. októ- ber 2009. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Gutt- ormur Einarsson, f. 9.1. 1865 í Krossavík í Vopnafirði, d. 10.4. 1941, og Halldóra Halldórsdóttir, f. 8.7. í 1879 í Leirhöfn á Sléttu, d. 18.10. 1948. Systkini Arnfríðar voru Dýr- leif, f. 28.2. 1903, d. 21.1. 1960, hennar maður var Þórhallur Jón- asson; Halldór, f. 6.6. 1904, d. 17.5. 1990, hans kona var Helga Gunn- laugsdóttir; Katrín Stefanía, f. 21.6. 1907, d. 19.2. 2001, hennar maður var Halldór Halldórsson; Jörgína Þórunn, f. 29.4. 1910, d. 2.8. 1936, hennar maður var Garðar Hólm eru Inga Valdís og Íris Arna. 2) Pét- ur Brunsted, f. 10.4. 1946, d. 18.9. 1953. 3) Þórhallur verkamaður, f. 9.6. 1947. 4) Benedikta Guðlaug starfsmaður í félagsþjónustu Fjarðabyggðar, f. 7.4. 1955. Maki hennar var Gestur Júlíusson. Þau skildu. Sonur þeirra er Eðvald, starfsmaður Launafls, f. 20.1. 1986. 5) Halldór, leiðtogi hjá Alcoa Fjarðaáli, f. 11.2. 1959. Maki hans er Jóhanna Hallgrímsdóttir, innkaupa- fulltrúi hjá Alcoa Fjarðaáli. Dóttir þeirra er Sylvía Dögg myndlist- armaður, f. 8.4. 1980. Sambýlis- maður hennar er Ingi Örn Gíslason flugvirki og tónlistarmaður, f. 16.11. 1979. Sonur þeirra er Andr- eas Halldór, f. 7.1. 2009. Arnfríður stundaði ung ýmis störf til sjávar og sveita. En eftir að hafa kynnst Jónasi flutti hún með honum að Eyri í Reyðarfirði og helgaði líf sitt heimili og fjölskyldu. Hún tók virkan þátt í ýmsum fé- lagsstörfum í byggðarlaginu, svo sem Kvenfélagi Reyðarfjarðar, Bridsfélagi Eskifjarðar og Reyð- arfjarðar og Kirkjukór Reyð- arfjarðarkirkju Útför Arnfríðar fer fram frá Reyðarfjarðarkirkju í dag, 17. októ- ber 2009, og hefst athöfnin kl. 14. Meira: mbl.is/minningar Stefánsson; Jóhanna Margrét, f. 7.9. 1912, d. 5.10. 2005; Snælaug Fanndal Þorsteins- dóttir, f. 11.12. 1915, d. 24.4. 1998, og Krist- ján, f. 29.5. 1921, d. 4.7. 1991, hans kona er Amanda Joensen. Arnfríður giftist eiginmanni sínum til 64 ára, Jónasi Pétri Jónssyni, 24. maí 1942. Foreldrar hans voru Jón Brunsted Bóasson, bóndi, f. 27.7. 1889, d. 17.3. 1978, og Bene- dikta Guðlaug Jónasdóttir hús- móðir, f. 24.5. 1893, d. 16.11. 1976. Börn Arnfríðar og Jónasar: 1) Eð- vald, f. 13.6. 1943, d. 24.5. 1969. Maki hans var Ásdís Birna Jóns- dóttir, f. 27.2. 1948. Dóttir Eðvalds og Kristínar I. Hreggviðsdóttur er Sigurbjörg Eðvaldsdóttir nemi. Maki hennar er Tómas Dagur Helgason flugstjóri. Dætur þeirra Nú þegar þú ert farin í þína síð- ustu ferð, elsku Fríða mín, langar mig með örfáum orðum að kveðja ykkur tengdaforeldra mína sem bæði hafa kvatt þessa jarðvist nú. Það er eins og það hafi gerst í gær, svo stutt finnst mér síðan ég var ung og ástfangin stúlka af syni ykkar. Ég kom á heimili ykkar á Heiðarveginum í fyrsta sinn og þar átti ég alltof fáar en yndislegar stundir með ykkur fjölskyldunni. Opnum örmum var tekið á móti mér og æ síðan hafið þið átt ykkar stað í huga mínum og hjarta þó samverustundirnar hafi orðið alltof fáar, en margs er að minnast og margs er að sakna. Lítið kvæði að lokum. Þeir segja þig látna, þú lifir samt og í ljósinu færð þú að dafna. Því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum bar þar að hafna. Frá litlu hjarta berst lítil rós, því lífið þú þurftir að kveðja. Í sorg og í gleði þú senda munt ljós, sem að mun okkur gleðja. (Guðmundur Ingi Guðmundsson.) Elsku Halli, Benna Gulla, Hall- dór, makar og barnabörn, innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra. Og Sigurbjörg og fjölskylda, Guð veri með ykkur á þessum erfiðu tíma- mótum í lífi ykkar. Elsku Fríða, ég veit að vel hefur verið tekið á móti þér af ástvinum sem þegar eru farnir á undan þér og þú hefur sárt saknað. Ástarkveðja. Ykkar tengdadóttir, Birna Jónsdóttir frá Dilksnesi. Mig langar í örfáum orðum að minnast elskulegrar tengdamóður minnar Arnfríðar Þorsteinsdóttur eða Fríðu eins og hún jafnan var kölluð. Ung helgaði hún sig Jónasi eig- inmanni sínum, heimili og fjöl- skyldu og alla tíð síðan. Það hefur ekki alltaf verið létt þar sem Jónas var burtu langtímum saman á ver- tíðum og hún ein á meðan með börn og bú. Enda var ekki mikla samúð að fá frá henni þegar við yngri kon- urnar í fjölskyldunni kvörtuðum yf- ir fjarveru okkar manna á meðan þeir stunduðu sjómennsku. Tvisvar mátti hún ganga í gegn- um þá mestu sorg sem nokkurt for- eldri upplifir er hún missti tvo syni langt fyrir aldur fram. En því sem og öðru mótlæti á lífsleiðinni tók hún af sama fádæma æðruleysi og auðmýkt sem birtist einnig í fölskvalausu þakklæti hennar í garð allra þeirra sem á einhvern hátt sýndu henni velvild. Minning Fríðu er sveipuð birtu og yl þótt vissulega hafi mín kona látið til sín taka ef svo bar undir. Hún lá ekki á skoðunum sínum og hafði sterka réttlætiskennd. Aldrei heyrði ég hana þó segja styggð- aryrði um nokkurn mann og hún bar virðingu fyrir því að við erum jafn misjöfn og við erum mörg. Hún var sannkölluð dama sem fram til síðasta dags vildi vera fín og vel til höfð. Ekki fóru þó alltaf saman skoðanir okkar á tísku og oft fékk ég að heyra að hún væri nú ekki hrifin af svörtu, það væri bara enginn litur. Langri og farsælli ævi er nú lok- ið og hún löngu ferðbúin. Það er stórt skarðið sem hún skilur eftir sig í litlu fjölskyldunni okkar og það skarð verður ekki fyllt. Ég kveð þig í bili, Fríða mín, og þakka alla þína elsku í okkar garð. Ég sé þig síðar „ef guð lofar“ eins og þú gjarnan sagðir sjálf. Nú er fölnuð fögur rós, fellur tár á kinn nú er slokknað lífsins ljós sem lýsti veginn minn. En minning ljúf sem merlar hlý og mildar alla sorg leiðir þig til lífs á ný í ljóssins fögru borg. (H.A.) Hvíldu í friði. Þín, Jóhanna. Amma mín á Reyðarfirði er dáin. Það er alveg sama hve gamall mað- ur er, það er alltaf mjög notalegt að eiga ömmu. En enginn er eilífur og er amma mín engin undantekning á því en hún varð tæplega 92 ára. Ég á mér mjög skýra útlitsmynd í huganum af ömmu. Hún var alltaf svo fín. Hún var frekar lítil og grönn, alltaf í kjól eða pilsi og alltaf í hælaskóm. Inniskórnir hennar voru líka hælaskór! Eitt sinn þegar amma var á ferð í höfuðborginni bað hún mig að hjálpa sér að kaupa nýja inniskó. Það var þá sem ég áttaði mig á því að amma gengi aldrei í öðru en hælaskóm því inni- skórnir skyldu sko vera með hæl, annað var bara hallærislegt. Amma átti líka falleg höfuðföt og kápur og þegar hún var búin að „búa sig“ þá var hún mjög glæsileg, nett og fal- leg kona. Þegar ég var lítil fannst mér mjög spennandi að gista hjá ömmu og afa því þau áttu heima í svo stóru húsi. Mér fannst það eigin- lega dularfullt og hafði ég gaman af því að fara ferðir um húsið. Stund- um leyfði amma mér að taka vin- konu með í gistingu og fannst mér mjög skemmtilegt að sýna þeim húsið. Ekki er hægt að minnast ömmu án þess að spil komi til sög- unnar en henni þótti sérstaklega gaman að spila. Það finnst mér líka, svo við spiluðum ætíð mikið þegar ég kom til hennar í heim- sókn. Golf er önnur afþreying sem amma hafði gaman af og voru þau amma og afi mjög dugleg að fara í golf út á Eskifjörð. Það þótti ótrú- legt að fylgjast með þeim þar sem þau spiluðu þennan erfiða völl allt fram á níræðisaldur. Amma og afi voru dugleg að ferðast bæði innan- lands og utan. Allt þar til afi dó fyr- ir tæpum fjórum árum keyrðu þau um landið þvert og endilangt og létu fátt stoppa sig í því. Við hjónin fórum með þeim í golfferð til Flór- ída árið 1995 sem heppnaðist ein- staklega vel og nutu þau ferðarinn- ar til hins ýtrasta og fannst margt spennandi sem á vegi okkar varð. Það var aðeins eitt sem skyggði á ánægju ömmu í ferðinni en það var hve vel útilátinn maturinn var á veitingastöðunum. Hún skildi nú ekkert í því hve mikið fólki var ætl- að að borða. Hún gat aldrei klárað sinn skammt og var mjög leið yfir því þar sem hún hafði vanist því að maður skyldi klára matinn sinn. Afi var hins vegar hæstánægður með skammtana og naut sín vel. Þessi ferð var okkur öllum mjög eftir- minnileg og var oft rifjuð upp þeg- ar við hittumst. Eftir að ég flutti suður og stofn- aði fjölskyldu þá fórum við fjöl- skyldan reglulega í heimsókn til ömmu og afa á Reyðarfjörð. Þar fengum við ætíð hlýjar og góðar móttökur og eigum við öll góðar minningar frá þeim ferðum. Síð- asta heimsóknin okkar til ömmu var í ágúst sl. og var amma þá ein- staklega hress og við spjölluðum vítt og breitt. Ég sjálf fór svo og heimsótti hana nú fyrir stuttu og áttum við þar notalega samveru- stund. Elsku amma, nú er komið að ferðalokum. Ég veit að þú kveður sátt og ég vona og tel mig vita að afi taki vel á móti þér. Ég mun sakna þín og þess að geta ekki lengur sagt að ég eigi ömmu á Reyðarfirði. Þín ömmustelpa, Jóna Sigurbjörg Eðvaldsdóttir. Mig langar til þess að minnast ömmu minnar, Fríðu, með nokkr- um orðum. Erfitt er að hugsa um hana í þá- tíð enda hefur mér alltaf fundist að hún og afi Jónas hefðu átt að fá að vera eilíf. Sem lítil skotta varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að vera miklum samvistum við ömmu og afa og met ég mikils þann tíma í mínu lífi. Húsið þeirra var einstaklega vel staðsett við hlið grunnskólans á Reyðarfirði og í ein sex ár hljóp ég þangað í hverjum frímínútum og gaf amma Fríða okkur afa gott að borða á meðan við spjölluðum sam- an um daginn og veginn. Hún amma nærði ekki bara mag- ann heldur var hún mér alltaf svo góð og aldrei man ég til þess að hún hafi byrst sig við mig. Við vor- um miklar vinkonur og mér þótti afskaplega vænt um hana. Hún hafði svo margt að gefa enda hafði þessi kjarnakona lifað tímana tvenna. Amma Fríða var sjómannsfrú og fimm barna móðir sem hélt fallegt og gott heimili fyr- ir fjölskyldu sína. Hún lifði tvö börn sín en aldrei lét hún mig finna að hún hefði nokkurn tímann átt um sárt að binda. Hún var ákveðin og hreinskilin og sá innri styrkur sem amma bjó yfir vekur aðdáun mína og yljar mér um hjartarætur. Amma Fríða var valkyrja á háum hælum með hjarta úr gulli. Við ákváðum að hittast aftur á nýjum stað og mikið hlakka ég til að hitta hana á ný. Sylvía Dögg. Elsku langamma. Okkur fannst alltaf svo gaman að koma til þín í heimsókn á Reyðarfjörð. Þú varst alltaf svo góð við okkur og vildir okkur svo vel. Spurðir alltaf hvern- ig okkur gengi í skólanum og hrós- aðir okkur fyrir hvað við vorum duglegar. Núna í sumar þegar við komum til þín þá varstu svo hress og yndisleg og góð og ennþá gang- andi um á hælaskóm. Við eigum góðar og fallegar minningar um þig og munum þig eins og þú stóðst í anddyrinu á Uppsölum í sumar þegar við kvöddum þig. Við viljum að lokum fá að kveðja þig með bæn sem við förum gjarnan með á kvöldin áður en við förum að sofa. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Þínar langömmustelpur, Inga Valdís og Íris Arna. Hún Fríða frænka var góð kona. Barn að aldri var ég í sveit hjá henni á sumrin. Þá bjó Fríða ásamt Jónasi eiginmanni sínum og börn- um að Sólvöllum í landi Eyrar við Reyðarfjörð. Ég var samtals fjög- ur sumur hjá Fríðu og þar átti ég góða daga. Þaðan var gerð út trilla, og Jónas reri út flesta daga og flutti björg í bú. Ég var því vanur að fá nýjan fisk í matinn hjá Fríðu, meðan félagar mínir í sveit á öðr- um bæjum átu saltmeti nánast í hvert mál. Það voru því viss for- réttindi að vera í mötuneyti Fríðu. Í sveitinni upplifði maður ýmsa hluti sem ekki var boðið upp á í Reykjavík. Ég minnist til að mynda ferðalags með Fríðu og Jónasi á héraðsmót Framsóknar- manna í Atlavík. Það flokkaðist undir stórviðburði í þá daga. Þá var stundum skrölt á gamla góða Willys-jeppanum, U-10, um ná- grannasveitirnar, og þá var gaman að njóta leiðsagnar þeirra hjóna um það sem fyrir augun bar. Fríða hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum, og sumum fannst þær skrýtnar, en Fríða sat við sinn keip. Henni þótt til dæmis miður að kirkjugestir á Reyðar- firði tæku almennt ekki undir í messusöng, annar væri hátturinn í Reykjavík. Ekki kannaðist ég við það en það hvarflaði mér ekki að mér að andmæla henni, enda hefði það engu breytt. Fríða var síðust eftirlifandi úr systkinahópi móður minnar, og bjó öll sín búskaparár við Reyðarfjörð, fyrst að Sólvöllum og síðar í kaup- túninu sem kennt er við fjörðinn sjálfan. Hún rak alla tíð heimili sitt af miklum myndarskap. Eftir að sveitavist minni lauk hitti ég Fríðu ekki oft, en af og til komu þau hjónin í kaupstaðarferð til Reykjavíkur og þá gistu þau oft- ar en ekki heima í Drápuhlíðinni. Ég kom allt of sjaldan í heimsókn til Fríðu á síðari árum, sem var miður, því hún var afskaplega gestrisin kona. Mér hefur alla tíð verið hlýtt til Fríðu og mat hana mikils. Við Þórum sendum börnum hennar og fjölskyldu okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Stefán Már Halldórsson. Arnfríður Þorsteinsdóttir ✝ Ástkær sambýliskona mín og móðir, HUGRÚN B. ÞÓRARINSDÓTTIR, Skarðsbraut 4, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju mánudaginn 26. október kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Sjúkrahús Akraness. Birgir S. Elínbergsson, Elísabet Jónatansdóttir. ✝ Þökkum samúð og stuðning við andlát og útför GRÉTARS ÞÓRS BRYNJÓLFSSONAR bónda, Skipalæk í Fellum. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki sjúkradeildar Heilbrigðisstofnunar Austurlands á Egilsstöðum fyrir góða umönnun. Þórunn Sigurðardóttir og fjölskylda. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, VALTÝS JÓNASSONAR frá Siglufirði. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Jónas Valtýsson, Vigdís Sigríður Sverrisdóttir, Guðrún Valtýsdóttir, Baldvin Valtýsson, Laufey Ása Njálsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.