Morgunblaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 42
42 Velvakandi MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2009 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÉG ER EKKI LETINGI ÉG ER AUÐNULEYSINGI MIKLU FLOTTARA ORÐ MIG LANGAR AÐ SETJA AUGLÝSINGU Í BLAÐIÐ. VILTU SKRIFA HANA? EITTHVAÐ FLEIRA? „EIGANDI ÓTTASLEGINN“„TÝNT... LJÓSBLÁTT TEPPI SEM ER Í LAGINU EINS OG FLUGDREKI... SKILIÐ ÞVÍ“ SVEINN VILL FÁ AÐ VITA HVENÆR HANN FÆR BORGAÐ FYRIR FERÐINA SEGÐU HONUM AÐ HANN FÁI BORGAÐ SEINNA ÉG LÉT ÞIG FÁ ÞENNAN PENING TIL AÐ FARA ÚT AÐ KAUPA BLAÐIÐ VEISTU HVAÐ, PABBI? ÞEIR ERU MEÐ SMOKKFISK Í BÚÐINNI Á HORNINU. ÞEIR GEYMA HANN Í FÖTU ÞEIR ERU ÓGEÐS- LEGIR ÖRUGGLEGA... KALVIN, HVERT ERTU AÐ FARA? ÉG HELD AÐ ÉG VITI HVERNIG PRENTARA ÉG ÆTLA AÐ KAUPA AF HVERJU PANTAR ÞÚ HANN EKKI Á NETINU? ÉG ER KANNSKI GAMALDAGS EN ÉG ÞARF Á ALVÖRU BÚÐARFERÐ AÐ HALDA LJÓSASKILTIN, KERRURNAR OG UPP- STAFLAÐIR KASSAR. ÞAÐ ER MÁLIÐ ÞÚ ERT STUNDUM SVO SKRÍTINN VONANDI TEKUR ÞETTA EKKI LANGAN TÍMA ÞÚ ERT MEÐ FLENSU, ELSKAN ÞÚ ÆTTIR AÐ LEGGJA ÞIG EN VULTURE VAR AÐ SLEPPA ÚR FANGELSI! ÉG VERÐ AÐ NÁ HONUM... OG... ÞÚ FERÐ EKKI NEITT. ÞÚ GETUR VARLA STAÐIÐ UPPRÉTTUR Hér má sjá hvar fallegt og virðulegt álftapar lendir af mikilli snilld á Tjörn- inni. Þær eru kannski að búa sig undir erfitt flug yfir hafið og æfa lendingu á framandi slóðum. Þó að íslenskar álftir hafi margar hverjar vetursetu hér á landi þá dvelur stór hluti þeirra á meginlandi Evrópu á veturna. Morgunblaðið/Ómar Góð lending Um útvarp að gefnu tilefni SÚ var tíðin að það var mikið hlustað á útvarp á Íslandi. Það starfaði metnaðarfullt fólk við útvarpið og dagskráin var menningarlega þjóðleg og þjóðlega menningarleg. Menn voru ekki að hlýða á neina vitleysu og marg- ir útvarpsmenn urðu sannkallaðir heim- ilisvinir fólks út um allt land. Þetta var þegar menn eins og Helgi Hjörvar, Jón Eyþórs- son, Gunnar Benediktsson, Sigurður í Holti, Þorsteinn Ö. Stephensen og fleiri slíkir voru upp á sitt besta. En síðan eru liðin mörg ár og vits- munaþátturinn í útvarpsdagskránni hefur sennilega ekki verið í mikilli umönnun síðan umræddir heið- ursmenn hættu að sinna honum. Nú er komin „garg“-dagskrá sem kölluð er rás 2 og er sérstaklega vel til þess fallin að þurrka upp skynsemina í fólki. Þar er varla hlustandi á neitt! Gamla gufan á enn ýmislegt gott til, en samt eru afturfararmerkin mikil. Það virðist eins og metnaður- inn fyrir hönd útvarpsins sé ekki til staðar í þeim mæli sem var. Frétta- flutningur er oftar en ekki merktur einhverjum rétttrúnaðarfrösum og virðist oft eins og innihaldslaust ífyllingarefni. Fyrir nokkru var það t.d. í fréttum að „lögreglustjóri væri hlynntur öllum hugmyndum sem miðuðu að auknu öryggi borg- aranna“! Er það frétt? Liggur það ekki í hlutarins eðli, vegna starfs og stöðu mannsins, að hann sé hlynntur slíkum hug- myndum, þarf að taka það fram í út- varpinu í fréttaflutningi? Svo eru viðtölin við hina og þessa fræðinga alveg með ólíkindum heimskuleg. Einn fór vítt og breitt í visku sinni í útvarpinu fyrir skömmu. Eitt gull- kornið sem hraut út úr honum var þetta: „Dvergar eru yfirleitt smá- vaxnir!“ Þar höfum við það, þvílík opinber- un að fá að vita þetta. Við erum greinilega ekki að mennta fólk til einskis hér á Íslandi! Í fyrra var greint frá því í hádeg- isfréttum að könnun hefði verið gerð á því hvernig kýr væru helst á litinn í þessu landi. Sægrár litur er víst mjög á undanhaldi en rauðar kýr mjög al- gengar. Ég þarf nátt- úrulega ekki að taka það fram að maturinn rann miklu ljúfar niður eftir að maður fékk þennan viskumola með! En í alvöru talað – erum við að mennta fólk til að vinna að svona vitleysu, hverju máli skiptir hvort kýr- in er grá eða rauð ef hún mjólkar vel? Og hvert verður svo framhaldið á þessu vita gagnslausa upplýs- ingastreymi? Á maður eftir að heyra eitthvað í líkingu við eftirfarandi: Könnun hef- ur verið gerð sem sýnir ótvírætt að karlar á Norðurlandi fara að með- altali tvisvar sinnum oftar á klóið í hverri viku en karlar á Suðurlandi!!! Rúnar Kristjánsson. Vinir mínir ÉG sakna vina minna úr þættinum Vítt og breitt á rás 1 sem var eftir hádegi á virkum dögum. Nú er búið að flytja þáttinn á dagskrána snemma á morgnana. Það vakna ekki allir svona snemma. Erla. Michael Jackson-sýning MIG langar bara til að benda á hvað Michael Jackson-sýningin á Broad- way er góð. Var ég á frumsýning- unni um síðastliðna helgi, og var þetta alveg meiriháttar skemmtun, söngurinn og ekki síst dansararnir og maturinn einnig. Langaði bara að koma þessu á framfæri. Jóna Hjálmarsdóttir. Hver er læknirinn? MÉR var sagt að birst hafi auglýs- ing fyrir u.þ.b. 2-3 vikum um að kvenlæknir væri tekinn til starfa, en ég missti sjálf af auglýsingunni. Ef einhver getur bent mér á þennan lækni hafið vinsamlega samband í síma 552 0184. Kristín. Ást er... ...að deila sorgum. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.