Morgunblaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 32
32 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2009 ✝ Hjalti Gestssonfæddist á Hæli í Gnúpverjahreppi í Árnessýslu 10. júní 1916. Hann andaðist á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Selfossi 6. október 2009. Foreldrar hans voru Margrét Gísla- dóttir húsfreyja og organisti, f. 30.9. 1885, d. 7.6. 1969, og Gestur Einarsson, bóndi og oddviti, f. 2.6. 1880, d. 23.11. 1918. Börn þeirra voru auk Hjalta: a. Gísli, f. 6.5. 1907, d .4.10. 1984, safnvörður á Þjóðminjasafninu. b. Einar, f. 15.10. 1908, d. 14.10. 1984, bóndi á Hæli. c. Ragnheiður, f. 23.5. 1910, d. 19.8. 1912, d. Steinþór, f. 31.5. 1913, d. 4.9. 2005, bóndi á Hæli, alþingismaður. e. Þorgeir, f. 3.11. 1914, d. 19.6. 2005, læknir. f. Ragnheiður, f. 4.2. 1918, d. 26.6. 1997, húsfreyja á Ásólfsstöðum. Hjalti kvæntist Karen Marie Ole- sen, íþróttakennara 12. júní 1943, í Kaupmannahöfn, Hún var fædd. 9.2. 1921, dóttir Dorthe og Ole Rot- haus Olesen bónda, Randers á Jót- landi. Karen lést 21.3. 1990. Börn þeirra fjögur eru: 1) Margrét, íþrótta- og handavinnukennari, f. 1.9. 1944, maki Kristján H. Guð- mundsson framkvæmdastjóri, f. 10.9. 1943. Þeirra börn eru; a. Halla Karen íþróttakennari, f. 7.2. 1970, maki Elías Níelsson, íþrótta- og líf- eðlisfræðingur, f. 21.12. 1967, b. Svava viðskiptafræðingur, f. 13.3. 1974, maki Gunnlaugur Árnason, fjölmiðlafræðingur, f. 1.3. 1974. c. Hjalti, þjálfunar- og lífeðlisfræð- ingur, f. 1.3. 1978, maki Silja Ósk Leifsdóttir innanhúsarkitekt, f. 16.3. 1979. Barnabörnin eru fjögur. brúðkaupsdegi þeirra 12. júní 1937. Hjalti lauk stúdentsprófi 1938 frá MR og hélt þá til Kaupmannahafnar og lauk prófi frá Landbúnaðarhá- skólanum ásamt sérnámi 1943 en kom heim að lokinni heimstyrjöld- inni 1945. Hjalti hóf störf hjá Bún- aðarsambandi Suðurlands á Selfossi 1946 og starfaði þar sem ráðunaut- ur í 40 ár og jafnframt sem fram- kvæmdastjóri þess 1959-1986. Sam- hliða vann hann að ýmsum fræðslustörfum í þágu landbúnaðar, t.d. með bændanámskeiðum í Stóru- Sandvík 1951-55, framkvæmda- stjórn Bændaskólanefndar í Skál- holti og stundakennslu við Bænda- skólann á Hvanneyri 1949-57. Hjalti var fulltrúi Sunnlendinga á Bún- aðarþingi 1967-83, sat þar í ýmsum nefndum, m.a var hann formaður stjórnar Bændahallarinnar. Hjallti var frumkvöðull að mikl- um framförum í landbúnaði hér- lendis. Hann var í forystu um stofn- un Hrossaræktarsambands Suðurlands, Landssambands hesta- manna, sauðfjársæðingarstöðvar í Þorleifskoti, tilraunabúsins í Laug- ardælum. Hann innleiddi nýjan dómstiga í kúadómum, súgþurrkun á heyi, og var framkvæmdastjóri Landbúnaðarsýninganna á Selfossi 1958 og 1978. Hjalti var sýslunefnd- armaður Selfyssinga 1958-1970. Hann var virkur í Rótaryklúbbnum á Selfossi um áratugaskeið og var m.a. tvisvar sinnum forseti klúbbs- ins og hlaut æðstu viðurkenningu samtakanna, Paul Harris-orðuna. Honum var veitt hin íslenska fálka- orða 1988 fyrir störf sín í þágu bænda. Síðasta áratuginn áttu bekkjarsystkinin frá MR, Hjalti og Ástríður H. Andersen, fyrrum sendiherrafrú, náið vináttu- samband sem var þeim innihalds- ríkt og færði þeim mikla gleði. Útför Hjalta Gestssonar verður gerð frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. Meira: mbl.is/minningar 2) Ólafur, fulltrúi, f. 1.4. 1948, maki Stein- unn Ingvarsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 8.6. 1952. Barn þeirra: Snæfríður há- skólanemi, f. 28.12. 1987. Fyrir átti Stein- unn soninn Atla Sig- urðsson raf- eindavirkja, f. 2.5. 1976, maki Vaka Sig- marsdóttir, viðskipta- fræðingur. Fyrri kona Ólafs var Sigurlína Margrét Ásbergs- dóttir, fréttamaður, f. 29.6. 1948, d. 13.1. 1983. Börn þeirra eru: a. Sól- veig, BA, f. 1.10. 1971, d. 13.2. 2007. Ekkill hennar, Hermann Þór Karls- son bóndi á Efri-Brúnavöllum, f. 15.4. 1966, b. Hjalti, tæknifræð- ingur, f. 25.9. 1972. c. María Karen, viðskiptafræðingur, f. 25.2. 1976, maki Valdimar Bjarnason bygging- armeistari og viðskiptafræðingur, f. 19.5. 1972. Barnabörnin eru níu. 3) Unnur, kennari, f. 14.12.1951, maki Friðrik Páll Jónsson, fréttamaður, f. 28.5. 1945. Börn þeirra eru: a. Páll, lögfræðingur, f. 10.1. 1981, b. Magnús háskólanemi, f. 6.12. 1986. c. Hjalti nemi, f. 26.2.1989. 4) Gestur framkvæmdastjóri, f. 22.10. 1956, maki Sólveig Ragnheiður Krist- insdóttir, námsráðgjafi, f. 20.1. 1957. Börn þeirra eru: a. Elísabet, f. 27.1. 1979, d. 13. nóv. 1980. b. Hild- ur, félagsráðgjafi, f. 6.3. 1981, maki Adolf Ingvi Bragason, viðskipta- fræðingur, f. 29.6. 1978. c. Kristín, háskólanemi, f. 8.12. 1988. d. Karen María, f. 24.3. 1996. Þau hjónin eiga eitt barnabarn. Hjalti ólst upp á Hæli, missti föð- ur sinn kornungur en móðir hans sat áfram jörðina þar til Einar og Steinþór tóku við búsforráðum á Faðir minn Hjalti Gestsson er lát- inn, síðastur af systkinahópnum frá Hæli. Hann var yngstur af bræðr- unum, elstur var Gísli, þá Einar, Steinþór og Þorgeir, en Ragnheiður systir þeirra var yngst. Systkinin voru söngvin og glaðvær hópur. Minning mín af þeim öllum er þegar þau stóðu hringinn í kringum ömmu við orgelið á Hæli og sungu. Síðan, er amma var orðin öldruð, þá tóku við orgelinu Gísli eða Ragnheiður. Þetta voru tónleikar okkar krakk- anna og annarra tilheyrenda í þá daga og þeir bestu sem ég hef heyrt hingað til. Faðir minn vann að leiðbeining- arþjónustu við bændur. Ég fékk oft að fara með honum í dagsferðir um sveitir Suðurlands þegar ég var lítill, óþægur pjakkur, líklega til að hvíla móður mína. Þar átti ég mínar bestu stundir með pabba, sitjandi á kassa fyrir aftan bílstjórasætið í gamla Willýs-jeppanum. Hann söng fyrir mig og sagði mér sögur af föður sín- um, Gesti frá Hæli, og félögum hans, Einari Benediktssyni og Eyjólfi í Hvammi, er þeir ætluðu að virkja Þjórsá eftir aldamótin 1900 en urðu að hætta við þau áform vegna fyrri heimstyrjaldarinnar. Það gladdi föður minn mjög þegar draumur félaganna varð að veru- leika með virkjun Búrfells 60 árum seinna. Margar voru sögurnar af Gunnari á Hlíðarenda, Skarphéðni Njálssyni frá Bergþórshvoli og öðrum stór- mennum, en pabbi virtist aldrei þreytast á masinu í mér. Oft var erfitt að sofna á dimmum kvöldum, þá birtist pabbi með gít- arinn sinn og söng okkur í svefn. Pabbi átti að mörgu leyti góða ævi, hann kom frá sterku menning- arheimili sem hann bar alla tíð fyrir brjósti. Hann lauk háskólanámi í landbúnaðarfræðum og vann allan sinn starfsaldur við sín hugðarefni og gott betur. Hann var í framvarð- arsveit landbúnaðarvísindamanna sem sáu mörg verk sín verða að veruleika með því að nú stendur ís- lenskur landbúnaður á mörgum sviðum jafnfætis því besta sem ger- ist í heiminum í dag. Gæfumaður var hann í sínu einka- lífi. Fann sína konu, Karen, í Dan- mörku er hann var þar í námi. Þau áttu saman mörg góð ár. Það var pabba mjög erfitt að missa hana. Hin seinni ár kynntist hann gam- alli vinkonu sinni og bekkjarfélaga úr MR, Ástríði Andersen, sem hafði misst manninn sinn fyrir nokkrum árum. Varð það honum til mikillar gæfu og mat hann hana mikils. Það var alltaf mikill hugur í hon- um að komast í réttir og ekki minnk- aði það hin síðustu ár. Nú var farið að líða að hans síðustu dögum. Þá hafði hann það af að komast í Skaft- holtsréttir þó veikur væri og daginn eftir í Reykjaréttir. Veður var rysj- ótt, rigning og rok, er við stóðum undir réttarveggnum og áttum okk- ar síðasta vitræna samtal og supum á gömlu skosku viskíi. Nú er hann kominn í sinn glaða systkinahóp, syngjandi við orgelið hjá ömmu. Blessuð sé minning hans. Ólafur Hjaltason. Hann var margt. Hann var ráðu- nautur og átti þátt í stórstígum framförum í landbúnaði. Hann sagði það ekki, en ég held að hann hljóti að hafa verið stoltur af ævistarfinu. Hann var margheiðraður fyrir það og hvarvetna aufúsugestur í sveit- unum. Hann var vísindalega þenkjandi, gladdist yfir framförum og var stórum hrifnari af túnum en hraun- um. En hann gat líka hlegið að því sem Halldór Pálsson sagði, þegar þeir voru saman á bæ, að það væri ekki svo slæmt að búa á rýrri jörð með litlum slægjum. Þá væru menn fljótir með heyskapinn og gætu tekið í spil! Hann var orðsins maður, kunni kynstrin af ljóðum og kvæðum. Hann hreifst af snjöllum ræðum, var sjálfur góður ræðumaður. Söngur var honum yndi. Hann var tenór, og þótti svo góður að skorað var á hann ungan að nema söng í Kaupmanna- höfn. Sögumaður var hann og sagði að engin saga væri alveg sönn, en hún er örugglega sönn sagan af langafa hans, Gesti gamla, sem sótti messu í Hruna. Séra Jóhann Briem prédik- aði. Eftir messu gengur fólkið út og hrósar presti. „Mikið lifandis ósköp var þetta góð ræða hjá yður, séra Jó- hann minn.“ Fleiri tóku undir, en Gestur stóð álengdar og segir ekk- ert. Prestur þokar sér nær honum og segir svo: „Þú segir ekkert, Gest- ur?“ – „Þú ert svo feitur að ég vildi helst éta þig,“ segir þá Gestur. – „Þar færi góður biti í hundskjaft,“ segir prestur, „en hvernig er þetta með þig, ertu svo mikill dóni að þú þúar prestinn?“ – „Hefur þú ekki kennt okkur Faðir vor, þú sem ert á himnum?“ svarar þá Gestur, „Þykist þú vera meiri en Guð?“ – Þeir voru félagar og höfðu gaman af að kank- ast á. Hann rakti ættir af fimi. „Þetta er frændi okkar,“ sagði hann og rakti svo skyldleikann fram og aftur í efri lögum ættliðanna, kom svo ofan úr hæðum og tengdi við persónur í nú- tíma. Ekki var hann minni ættfræð- ingur sauðfjár. Hann var ætíð með sauðfé sjálfur, þekkti ærnar og talaði um þær og við þær eins og persónur. Hann stóð fyrir dyrum fjárhússins, kallaði „Komm-e-ðe“ og þær hlupu til hans. Hann var enn með kindur þegar hann lést, og þótt hann gæti ekki lengur séð einn um féð var kappið svo mikið að hann hugðist stækka búið. Hæll var miðjan í lífi hans, og hreppurinn kæri. Hann var ekki lengi á hjúkrunarheimili, leiddist þar, vildi ferðast og oftast upp í hrepp. „Hægðu á þér,“ sagði hann og ég stöðvaði bílinn. Hann horfði nokkra stund yfir æskuslóðirnar. Hann hafði dálæti á ljóðum föður- bróður síns, Eiríks Einarssonar. Ástina á átthögunum og tryggðina við æskuheimilið áttu þeir saman, „Ég hvergi hef litið á ævinni indælli reit,“ segir í ljóðlínu eftir Eirík. Það gat fokið í hann ef farið var með fleipur um eitthvað sem stóð honum hjarta nær. „Hver segir það, hvar stendur það?“ sagði hann hvasst og þröngvaði mönnum út í horn. Nú eru þau öll látin systkinin, börn Gests Einarssonar og Mar- grétar Gísladóttur, heiðursfólk sem dýrmætt var að kynnast, og nú verð- ur stórum stirðara sambandið við fortíðina. Bót er að Hjalti, eins og bræður hans, skrifaði um gamla tím- ann, en lítið er eftir af lifandi og ein- stæðri frásagnarlist. Hann var hlýr og góður tengdafaðir. Hans verður saknað. Friðrik Páll Jónsson. Blessuð sértu sveitin mín! sumar, vetur, ár og daga. Engið, fjöllin, áin þín – yndislega sveitin mín! – heilla mig og heim til sín huga minn úr fjarlægð draga. Blessuð sértu sveitin mín! sumar, vetur, ár og daga. (Sigurður Jónsson.) Nú er hann elskulegi afi minn lát- inn 93 ára að aldri. Ég er þakklát fyrir það að hann þurfti ekki að liggja lengi veikur því heilsu hans var farið að hraka. Honum hefði ekki líkað það, þessum líka heilsuhrausta manni með sín sterku og góðu gen. En þó eru augun mín full af tárum og minningar hrannast upp í huga mér. Afi Hjalti var nú ekki bara afi heldur var hann vinur minn og allra barnabarnanna sinna. Nærvera hans var notaleg og góð. Hann var svo fróður og hafði með eindæmum góða frásagnargáfu. Það voru ófáar ferðirnar sem ég fór til hans frá Reykjavík að Reynivöllum 10 á Sel- fossi, þá annað hvort með rútu eða akandi með foreldrum mínum og systkinum. Dekurferðirnar voru þegar við Sollý frænka heitin feng- um að fara tvær einar, ekki með yngri systkin í eftirdragi, til þín og ömmu Karenar. Þetta voru ferðir sem fá 10 í einkunn. Já, sem litlar hnátur vorum við mikið að skottast í kringum afa Hjalta og hans kindur. Við hjálpuðum afa oft að stinga út úr fjárhúsinu og þar vildi afi stjórna en við höfum heldur betur erft stjórn- semi afa þannig að stundum var mik- ið fjör. Einnig þótti okkur mikið til koma þegar við fengum að skrifa fjárdóma á afkvæmasýningum. Þá vorum við afar stoltar. Afi, þú varst snillingur að umgangast börn, fræða þau, vera vinur þeirra og kenna þeim til verka. Það er ekki hægt annað en að minnast á kartöfluræktina hans afa. Þar var kartöfluupptakan þvílík viðhöfn. Allir í götunni sem ekki voru eldri en 12 ára fengu að fara með að taka upp kartöflur. Pásurnar milli þess sem við tíndum voru ansi góðar. Þá lékum við okkur oft af mikilli gleði á sandeyrunum við Ölf- usá. Ég minnist líka allra ferðanna sem afi fór akandi með okkur barna- börnin í Gnúpverjahrepp. Í bílnum á leiðinni var brjóstsykurskeppnin að- alatriðið. Afi Hjalti átti nefnilega alltaf „brenndan“ brjóstsykur í bíln- um og um leið og lagt var af stað, fékk hvert barn einn brjóstsykur- mola og keppnin stóð um það hver ætti brjóstsykurinn lengst. Allir vildu vinna og þess vegna voru allir þöglir og góðir. Seinna hef ég séð að þetta keppnisfyrirkomulag var bráð- snjallt. Afi þú varst sannur sveitamaður sem unnir skepnum, þá aðallega kindum. Þær voru þér allt. Þú þreyttist aldrei á að vera nálægt þeim né tala um þær. Engu að síður hafðir þú gaman að vera á manna- mótum og stundaðir menningarvið- burði langtum lengur en margir aðr- ir og þar varst þú í góðum félagsskap með Ástu. Við afi rædd- um oft nú í seinni tíð um sveitina hans og uppvaxtarár. Þetta voru sögur sem ég fékk aldrei nóg af og dýpkuðu skilning minn á samtíð þinni. Já, árin með þér, afi minn, eru mér mjög dýrmæt. Takk fyrir allt, elsku afi Hjalti. Þín Halla Karen Kristjánsdóttir. Nú þegar afi Hjalti er búinn að kveðja þennan heim þá minnist mað- ur allra þeirra góðu stunda sem ég átti með honum. Það var algjört æv- intýri að fara til afa og ömmu á Sel- foss. Það mátti allt og allt var til fyrir okkur krakkana, afi búinn að fara út í kaupfélag og kaupa Cocoa Puffs fyrir okkur. Það var svo gaman að gista á Selfossi því afi var svo mikill sögumaður. Hann sagði okkur sög- ur, þegar við vorum að fara að sofa, sem oftast voru í nokkrum hlutum. Þær voru svo góðar og skemmtileg- ar að þegar afi hætti og sagði að seinni hlutinn kæmi á morgun þá var alveg ómögulegt að fara að sofa því spenningurinn var svo mikill. Oft var tekið í spil og einnig lagður kapal. Þegar við fengum kæfubrauð hjá ömmu þá vildi ég alltaf skera það niður í litla bita eins og þú gerðir. Feluleikur með frændsystkinum mínum niðri á skrifstofunni þinni og allskyns annað sprell, það mátti allt. Bílferðirnar í fjárhúsið á Selfossi og upp í hrepp eru ógleymanlegar. Þótt þetta sé nú ekki löng vegalengd í dag þá var þetta langt þegar maður var lítill pjakkur. Afi var alltaf búinn að kaupa brjóstsykurspoka og var allt- af farið í keppni hver gat haft mol- ann sem lengst uppi í sér. Þar sem keppnisskapið er mikið og ég mikill nammigrís var erfitt að keppa við frændsystkinin mín og afa, því ekki fékk maður marga á leiðinni. Þetta var hinn besti leikur og mun verða notaður í framtíðinni á aðra einstak- linga. Kindurnar og upplifunin af sveitinni með afa var frábær tími. Heimalningar í garðinum á Selfossi sem þurftu að fá pela, stinga út, smala saman fyrir fjall, réttir, sauð- burður, og heyskapur voru stundir sem gáfu mikið og gleymast aldrei. Oft fannst afa ég ekki bera mig rétt að og var hann ófeiminn að láta mig vita af því. Þú kenndir mér að virða náttúr- una, dýrin og þykja vænt um sveit- ina okkar. Nú í seinni tíð hefur mér þótt mjög gaman að heyra afa segja mér sögur af sér þegar hann var yngri í sveitinni með bræðrum sín- um. Einnig kunni afi að segja skemmtilega frá námsárum sínum í Danmörku og hvernig hann kynntist ömmu Karen þar. Afi var duglegur að minna mig á uppruna minn og fjölskyldu þegar ég var úti í námi, því ekki mátti gleyma henni. Ég held stundum að afi hafi ekki alveg gert sér grein fyr- ir tækninni sem er í dag sem gerir manni kleift að vera í góðu sambandi miðað við þegar hann var í námi, fastur í Danmörku vegna stríðs. Nú síðustu mánuði hans var hann alltaf að spyrja um líðan Benjamíns. Ég náði að sýna afa myndir af Benjamín og segja honum að allt væri í lagi með hann og hann væri kominn heim. Afi var húmoristi, þrjóskur, vel að sér og sérstaklega barngóður. Ég kveð þig með söknuði og mun sýna Benjamín myndir af þér og segja honum frá þér. Ég veit að amma tekur vel á móti þér með sitt svakalega flotta kaffihlaðborð eins og þú varst vanur. Hjalti Kristjánsson. Afi var merkilegur karl, allir í sveitinni þekktu hann og mér fannst ég sjálf merkilegri fyrir að eiga þennan afa. Afi naut sín best í fjár- húsinu með kindunum sínum og það var alltaf skemmtilegt að koma með afa í fjárhúsið, það var líka ótrúlegt að sjá hvernig lag hann hafði á kind- unum sínum, hann gat kallað á þær og þær komu hlaupandi. Það var líka mikið gaman að koma og gista á Reynivöllunum, við krakk- arnir lögðum húsið undir okkur í ýmsum leikjum og afi spilaði við okkur og passaði að við fengjum nú örugglega nóg af kókópöffsi. Skaftholtsréttir voru afaréttir og þar var hann í essinu sínu. Mér eru sérstaklega minnistæðar réttirnar þarsíðustu hvað afi var kátur og hress og skemmti sér vel. Elsku afi, nú ertu kominn á betri stað til ömmu Karenar og Sollýjar systur, takk fyrir allar góðu stund- irnar. Snæfríður Ólafsdóttir. Afi Hjalti var algjör snillingur. Við gerðum marga hluti saman. Frá því að ég man eftir mér hefur mér þótt svakalega vænt um hann afa minn. Alltaf þegar hann kom í heimsókn settist hann niður inni í stofu. Um leið og hann settist niður þá hljóp ég fram og náði í bók sem heitir Sauð- fjárrækt á Suðurlandi og við skoð- uðum hana saman. Ég hafði mikla Hjalti Gestsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.