Morgunblaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 35
Minningar 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2009 hugsun og væntumþykja, Hildur hennar og Óli, ömmudrengirnir sem hún var svo stolt af, Andrea og litla langömmustelpan sem hún átti svo stutta samleið með. Þetta voru gim- steinar hennar og Alla sem nú sér á eftir eiginkonu sem hann mat svo mikils, Hildur systir hennar og fjöl- skylda, missir ykkar er mikill, Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur styrk. Kæra vinkona það er komið að kveðjustund hjá okkur í bili, ég efast ekki um að við eigum eftir að hittast aftur og þá heilsar þú mér með flottu kerlingapartíi. Fjölskyldan á Ásvegi 4 þakkar þér samfylgdina, vertu ætíð góðum Guði falin. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Kolbrún Páls. Hugurinn hvarflar norður á Dal- vík í dag þegar Þóranna Hansen er kvödd þar hinstu kveðju. Minning- arnar kalla fram mynd af myndar- legri og rösklegri konu, sem ber með sér hressan andblæ, flytur mál sitt einarðlega og af hreinskilni þannig að eftir er tekið og dregur ekki af sér í hverju því sem hún tek- ur sér fyrir hendur. Dugnaði hennar var við brugðið og hef ég fyrir satt að á yngri árum hennar, á síldarár- unum góðu, hafi fáir staðist henni snúning í söltun. Leiðir okkar Þórönnu lágu saman á vettvangi Slysavarnafélags Ís- lands, einkum á þremur síðustu ára- tugum aldarinnar sem leið. Fyrst á landsþingum félagsins þar sem hún mætti sem fulltrúi kvennadeildar- innar á Dalvík en þar var hún í stjórn í áratugi, þar af sem formað- ur í mörg ár. Myndaðist þá með okkur vináttu sem hélst æ síðan. Síðar, eftir að mér hafði verið falið forsæti í stjórn félagsins, var hún kjörin í stjórnina sem fulltrúi Norð- urlands og sat þar í um það bil einn áratug. Öll hennar störf á vettvangi fé- lagsins mótuðust af lifandi áhuga á þeim málefnum, sem það bar fyrir brjósti. Hún lagði mikla áherslu á tvíþætt hlutverk félagsins, annars vegar forvarnir gegn slysum og hins vegar björgunarþáttinn. Ég held að óhætt sé að fullyrða að kvennadeild félagsins á Dalvík hafi á þessum ár- um verið með sterkari deildum fé- lagsins og lagði margt gott til hvað varðaði bæði þessi svið. Mér er sérstaklega minnisstæður áhugi Þórönnu er við vorum að stofna Slysavarnaskóla sjómanna og sá stuðningur sem hún og deild hennar veitti í þeim efnum. Fyrsta sigling Sæbjargar til Dalvíkur til námskeiðahalds er minnisstæð fyrir þær móttökur sem kvennadeildin stóð þar fyrir. Konurnar í slysa- varnadeildunum skildu vel hversu þýðingarmikið það starf var sem slysavarnaskólanum var ætlað að vinna, bæði til að varna slysum sem og til að stuðla að skjótri og farsælli björgun ef óhapp bæri að höndum. Fullyrði ég óhikað að skólinn hafi margsannað gildi sitt á þessum svið- um. Þóranna bar og mjög fyrir brjósti starf björgunarsveitarinnar á Dalvík og lagði á sig ómælda vinnu til að efla aðstöðu hennar og tækja- búnað. Eftir að Þóranna lét af þess- um félagsstörfum var það henni ánægjuefni að þær konur sem tóku við keflinu héldu áfram öflugu starfi og hefur svo verið að ég hygg fram á þennan dag. Eftir að leiðir skildi á hinum fé- lagslega vettvangi hittumst við Þór- anna sjaldnar en áttum hins vegar oft tal saman í síma. Þau samtöl voru jafnan lífleg og uppörvandi enda hafði Þóranna áhuga á margs konar málefnum og hafði ákveðnar skoðanir. Hún sagði og frá ferðum sínum víðs vegar hin seinni ár, svo og frá fjölskyldu sinni og högum hennar. Ég og fjölskylda mín sökn- um hennar nú sárt og erum þakklát fyrir vináttu hennar um árabil. Eig- inmanni, dóttur og fjölskyldu henn- ar sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Haraldur Henrysson. ✝ Soffía Felixdóttirfæddist í Reykja- vík 15. nóvember 1935. Hún lést á gjör- gæsludeild Landspít- alans við Hringbraut fimmtudaginn 1. október sl. Foreldrar hennar voru Sigríður Jóns- dóttir, f. 8.6. 1906, d. 29.9. 1982 og Felix Ottó Sigurbjarnason, f. 1.10. 1908, d. 1.2. 1969. Systkini Soffíu eru Jón Guðmunds- son, f. 27.5. 1925, Ingibjörg Guð- mundsdóttir, f. 19.12. 1926, d. 30.9. 2006 og Hörður Matthías Felixson, f. 17.11. 1933, d. 10.7. 1985. Soffía giftist 3.4. 1964 Sigurði Eggert Sigurðssyni, f. 21.4. 1936, þau skildu. Foreldrar hans voru Guðrún Sigurlín Eggertsdóttir, f. 16.12. 1914, d. 19.12. 2001 og Sig- urður Guðmundsson, f. 18.4. 1901, d. 29.9. 1982. Synir Soffíu og Sig- urðar eru: 1) Felix Gunnar, f. 13.12. 1963, kvæntur Svanhildi Hauks- dóttur, f. 23.3. 1961, dætur þeirra eru Soffía, f. 5.8. 1989 og María Ósk, f. 3.4. 1992. 2) Sigurður Freyr, f. 12.4. 1965, kvæntur Sóleyju Helgu Björgvinsdóttur, f. 16.7. 1966, börn þeirra eru Tinna Huld, f. 26.1. 2003 og Gunnar Þór, f. 28.11. 2008. 3) Jón Þór, f. 1.8. 1967, kvæntur Jórunni Dóru Sigurjóns- dóttur, f. 10.4. 1972, dætur þeirra eru Erla Dögg, f. 5.5. 1992, Hildur Karen, f. 20.12. 1997 og Eyja Sigrún, f. 1.10. 2001. Soffía giftist 29.8. 1981 Jóhannesi Pét- urssyni, f. 3.2. 1933, þau skildu. Soffía ólst upp á Laugaveginum í Reykjavík og gekk í Laugarnes- skólann. Hún fór ung út á vinnu- markaðinn og starfaði við ýmis verkakonustörf. Soffía fylgdist töluvert með íþróttum í gegnum syni sína og sat um tíma í stjórn fimleikadeildar Fylkis. Soffía hafði gaman af því að standa að alls kon- ar mannfögnuðum og reyndi að gera það sem oftast bæði með ætt- ingjum og vinum og hélt því áfram fram á síðustu daga í félagsstarfinu í Þórðarsveig þar sem hún bjó síð- ustu árin. Útför Soffíu hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Meira: mbl.is/minningar Soffía Felixdóttir hefur nú kvatt þennan mannlega heim. Við kveðjum elskulega frænku okkar með sárum söknuði. Við hugsum með djúpri samúð til frænda okkar, sona Soffíu, og fjölskyldna þeirra. Við erum þakklát fyrir að hafa átt Soffíu að, þótt við hefðum viljað hafa hana lengur. Hún sýndi Herði bróður sín- um og fjölskyldu hans mikla hlýju, tryggð og vinsemd. Soffía hafði líka sérstakt lag á því að lífga upp á til- veruna hvar og hvenær sem var. Þeir sem hana þekktu muna eftir þegar hún talaði og hló á sama tíma með sínum einstaka stríðnishreim. Þessi lífsgleði og kraftur er það sem lýsir upp minningu hennar og mun halda áfram að kasta ljóma til okkar svo lengi sem við lifum. Björt er og verður minning hennar. Fjölskylda Harðar Felixsonar. Við fráfall Soffíu Felixdóttur rifj- ast upp minningar um konu sem gaf mikið af sér og var okkar litla sam- félagi hér í Þórðarsveigi 1-5 afar mikilvæg. Þegar þetta hús, sem eru íbúðir fyrir 60 ára og eldri, var tekið í notk- un á miðju sumri árið 2003 var hafist handa við að skipuleggja félagsstarf. Var skipað frístundaráð sem átti að hafa umsjón með ýmsum uppákom- um eins og jólahlaðborðum, þorra- blótum, grillveislum á vorin og öðr- um hlutum hér í salnum okkar. Soffía var ein af þeim sem voru í frístundaráði. Þar var nú ekki í kot vísað. Það kom fljótt í ljós að þarna fór kona sem kunni til verka bæði hvað matseld og veisluhöld snerti. Þar vildi hún helst standa ein að verki og fór mikinn. Hún reiddi fram dýrindisrétti sem allir kunnu að meta. Í salnum á Þórðarsveigi var kirkj- an okkar hér í Grafarholti með starf- semi sína frá 2004-2008. Einnig þar var Soffía mjög virk og sömuleiðis i bænahringnum sem hefur verið hér sl. fimm ár. Það var engin lognmolla í kringum hana. Hún gekk að hverju starfi með mikilli reisn og fórnfýsi og taldi ekki eftir sér að gera þetta í okkar þágu. Fyrir ári greindist hún með illvíg- an sjúkdóm sem hún tókst á við með mikilli hetjulund og lét engan bilbug á sér finna til hinstu stundar. Hún var afar sterkur persónuleiki og hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Ég þakka henni fyrir vegferð hennar og allt það starf sem hún vann fyrir okkur af einstakri fórn- fýsi. Hennar er sárt saknað. Við Að- alheiður vottum ástvinum og að- standendum hennar okkar dýpstu samúð. Veri hún að eilífu Guði falin. Aðalsteinn Dalmann Októsson. Soffía Felixdóttir                          ✝ Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGURBJÖRG SIGVALDADÓTTIR, Sjávargrund 4a, Garðabæ, lést miðvikudaginn 14. október. Jarðsungið verður frá Garðakirkju föstudaginn 23. október kl. 11.00. Hanna Stefánsdóttir, Jón Guðlaugsson, Sigrún Stefánsdóttir, Sigþór Sigurjónsson, Bylgja Eybjörg Stefánsdóttir, Stefán Sigurður Stefánsson, Guðfinna Baldvinsdóttir, Guðný Stefánsdóttir, Agnar Agnarsson, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Móðir mín, ÁSTRÍÐUR MARÍA JÓHANNESDÓTTIR REHDER, ættuð frá Hellissandi, Chantilly, VA, Bandaríkjunum, lést miðvikudaginn 16. september. Fyrir hönd aðstandenda, Nína Sigríður Rehder Duggan. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGURLAUG JÓNSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 20. október kl. 15.00. Pálína Oswald, Edvard Pétur Ólafsson, Kristján Andreas Ágústsson, Bryndís Konráðsdóttir, Jón Frímann Ágústsson, Hallfríður Ólafsdóttir, Þórður Ágústsson, Anne S. Svensson, Guðríður Ágústsdóttir, Gunnlaugur Kr. Gunnlaugsson, ömmu- og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna fráfalls ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, sonar og bróður, GUNNLAUGS S. SIGURÐSSONAR iðnrekanda, Hlégerði 3, Kópavogi, sem lést á Landspítalanum Hringbraut aðfaranótt miðvikudagsins 23. september. Viljum við jafnframt þakka starfsfólki krabbameinsdeildar 11-E og hjúkrunarfræðingum Karitas fyrir stuðninginn og hlýlegt viðmót gagnvart Gunnlaugi og aðstandendum. Gíslunn Arngrímsdóttir, Sigurður, Bergþóra og Hulda Gunnlaugsbörn, Gísli Einarsson, afastrákarnir, Arnþrúður M. Jóhannesdóttir, Sigurður Gunnlaugsson, Aðalbjörg, Hulda, Sigurlaug og Margrét Sigurðardætur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI BREIÐFJÖRÐ SVEINBJÖRNSSON, Skólastíg 16, Stykkishólmi, lést miðvikudaginn 14. október. Útförin fer fram frá Stykkishólmskirkju laugar- daginn 24. október kl. 14.00. Anna Kristjánsdóttir, Jóhanna Bjarnadóttir, Ellert Kristinsson, Birna Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæra eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, HALLA LÁRUSDÓTTIR, Markarflöt 45, Garðabæ, lést á Landspítalanum við Hringbraut að kvöldi fimmtudagsins 15. október. Útförin verður auglýst síðar. Bolli Þór Bollason, Jóhanna Guðmundsdóttir, Mohsen Khajeh, Lilja Guðlaug Bolladóttir, Lárus Bollason, Þórunn Bolladóttir, Sigurgeir Guðlaugsson, Ólöf Bolladóttir, Guðmundur Pálsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.