Morgunblaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 29
Umræðan 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2009 TVEIR trygg- ingastærðfræðingar, Benedikt Jóhannesson og Bjarni Guðmunds- son, rita í Morgunblaðið þann 30. september sl. um þá tillögu sjálfstæð- ismanna að skattleggja iðgjöld til lífeyrissjóða í stað þess að skattleggja útgreiðslur. Því er hald- ið fram að þessi skatt- lagning bæti hag rík- issjóðs og sé jafnframt „sársaukalaus“ fyrir almenning. Hver getur verið andvígur svo snjallri tillögu? Þeir félagar kvarta yfir því að umræðan um tillöguna hafi lent á villigötum sem þeir hyggjast bæta úr. Þeir kjósa þó að horfa algerlega fram hjá þeirri gagnrýni sem komið hefur fram á tillöguna. Hin einfalda formúla Hugmyndin byggist á því að skattlagning á iðgjöld og skattlagn- ing útgreiðslna breyti engu fyrir ráðstöfunartekjur launamannsins, hvort heldur nú eða þegar hann kemst á lífeyri. Þetta er rétt haldist skatthlutföll og greiðslur óbreyttar. Eins og þeir félagar segja þá gildir víxlreglan í stærðfræðinni að skatt- hlutfall x heild = heild x skatthlut- fall. „Snilld“ tillögunnar byggist á þessari einföldu forsendu. Vandinn er bara sá að hún gildir í báðar áttir! Í stað núverandi fyrirkomulags þar sem iðgjöld og vaxtatekjur eru skattfrjáls, en lífeyrir skattlagður er lagt til að iðgjöld verði skattlögð en vextir og lífeyrir undanþegnir. Not- um einfalt dæmi. Segjum að greidd- ar séu 100 kr. í iðgjald, vextir séu 10% og skatthlutfallið 40% og eitt ár líði þar til iðgjaldið kemur til út- greiðslu. Sé iðgjaldið skattfrjálst safnar það á sig 10% vöxtum og verður 110 kr. Með 40% skatti verða tekjur ríkissjóðs 44 kr. Sé iðgjaldið skattað þá fær ríkið strax 40 krónur í skatt og sparar sér 4 kr. í vaxta- kostnað vegna minni lántöku, þ.e. hagur upp á 44 kr. Nákvæmlega sá sami og í fyrra dæminu. Víxlreglan gildir og ríkið er jafnsett. Dæmið breytist ekki þótt vextir breytist eða skoðuð séu lengri tímabil. Bæði dæmin eru jafn „sárs- aukalaus“ fyrir al- menning og hafa hvorki áhrif á hag né neyslu. Að þetta bæti hag ríkisins án þess að valda almenningi „sársauka“ er því í besta falli meinloka. Dæmið er ekki svona einfalt Hugmyndin er einföld en veru- leikinn flóknari. Eigi tillagan ekki að skerða útgreidd laun þarf iðgjaldið áfram að vera skattfrjálst hjá launa- manni, en fullur skattur er síðan tek- inn hjá lífeyrissjóðunum. Þetta þýðir að virkt skatthlutfall á iðgjaldið verður 24,8% m.v. núverandi skatt- kerfi, sem aftur þýðir að skattar hækka á þeim sem hafa lægri tekjur en 387.000 kr. á mánuði, en lækka á þá sem hafa hærri tekjur. Tillagan hækkar því skatta á tekjulága en lækkar þá á tekjuháa! Hagkvæmni skattfrestunar felst ekki í ávöxtun skattahluta iðgjalds- ins, heldur í jöfnunaráhrifum skatt- kerfisins. Lífeyristekjur eru yfirleitt lægri en launatekjur og skatthlut- fallið því lægra. Meðallaunamaður á Íslandi í dag hefur um 350.000 á mánuði. Ef við gefum okkar að líf- eyristekjur hans verði 2/3 af launum verður skatthlutfallið á lífeyrinn 17,7% í stað 24,8% m.v. tillöguna. Þetta er umtalsverð skattahækkun! Lífeyrissjóðakerfið er tryggingakerfi Íslenska lífeyrissjóðakerfið er að mestu tryggingakerfi, sem þýðir að nokkur munur getur verið á því sem menn greiða inn til kerfisins og því sem þeir fá út, m.a. vegna þess að sumir verða öryrkjar og ævilengd manna er misjöfn. Tekjur úr kerfinu eru því misjafnar og skatthlutföll einnig. Því er ósanngjarnt að skatt- leggja þann sem greiðir iðgjaldið fremur en þann sem fær tekjurnar. Samskiptin við almannatryggingakerfið Flókið samspil er á milli tekna frá lífeyrissjóðum og almannatrygg- ingakerfi. Nái þessi tillaga fram að ganga munu lífeyrisþegar framtíð- arinnar fá bæði óskattlagðan og skattlagðan lífeyri. Hlutfallið mun verða einstaklingsbundið. Til að gæta jafnræðis þarf að hafa sér- reglur gagnvart skattlögðum og óskattlögðum lífeyri. Flækjustigið mun stóraukast bæði hjá almanna- tryggingum og lífeyrissjóðum. Pólitíska áhættan Pólitísk áhætta er fólgin í því að stjórnvöld breyti leikreglum eftir á. Tillagan er til vitnis um að þessi áhætta er raunveruleg. Íslenska þjóðin er að eldast og aukinn kostn- aður vegna þessa mun leggjast á hið opinbera á komandi árum þannig að næg tilefni eru til skattlagningar. Hvernig eiga iðgjaldagreiðendur nú að geta treyst því að þegar taka hins óskattlagða lífeyris hefst, þá verði reglum ekki breytt á nýjan leik? Meinloka eða lýðskrum? Undanfarin ár hefur íslenska hag- kerfið þjáðst af skuldafjármagnaðri ofneyslu. Við höfum lifað á sparnaði útlendinga. Það stendur ekki lengur til boða. Nú verðum við sjálf að spara og sparnaðinum þarf að verja í fjárfestingar og hagvaxtarhvetjandi verkefni. Aðeins með auknum hag- vexti verður skuldabyrði Íslendinga viðráðanleg. Tillaga sem dregur úr sparnaði er ekki til bóta og er alls ekki „einföld lausn á erfiðum vanda“. Hún hefur margháttuð vandamál í för með sér sem ekki eru „auðleyst með nútíma upplýs- ingatækni“. Í ljósi þessa veit ég ekki hvort tillagan er meinloka eða áróð- ursbragð á tímum þar sem mikil eft- irspurn er eftir töfralausnum. Eins og flestar töfralausnir er hún aðeins sjónhverfing, sem hefur fáa kosti en marga galla. Meinloka eða lýðskrum? Eftir Kára Arnór Kárason » Að þetta bæti hag ríkisins án þess að valda almenningi „sárs- auka“ er því í besta falli meinloka. Kári Arnór Kárason Höfundur er hagfræðingur. www.gisting.dk/gisting.html sími: 499 20 40 (Íslenskt símanúmer) Ódýr gisting í Kaupmannahöfn Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 1200 RÉTT eins og rón- arnir koma óorði á brennivínið er það græðgin sem kemur óorði á einstaklings- frelsið og grimmdin sem kemur óorði á sósíalismann. En svo lengi sem maðurinn hefur samkennd og skynjar fegurð verður sósíalisminn til og hið sama á við um einstaklingsfrelsið, svo lengi sem maðurinn skynjar kraft og áræði mun einstaklings- frelsið lifa. Við spyrjum okkur þeirrar áleitnu spurningar nú hvort við munum draga einhvern lærdóm af hruninu? Sjálfur efast ég að svo verði, þarf ekki annað en að glugga í Sölku Völku til þess að sjá að allt virðist fara í hringi, sagan endurtaki sig því þeir virðast ganga aftur Bogesen og félagar, sama hvert litið er. Sem ungur maður átti ég mér þá hugsjón að koma á atvinnulýðræði, að launþegar þessa lands yrðu virk- ir við stefnumótun fyrirtækja, bæru ábyrgð og uppskæru jafnt, allir sem einn. Síðan eru rúm 30 ár og ekkert hefur breyst nema hvað mörg stór- fyrirtæki eru nú orðin eign þjóð- arinnar. Í blaðinu mínu, Morgunblaðinu, gat að lesa á bls. 16 fimmtudaginn 8. október hve illa mörg helstu fyr- irtæki landsins höfðu verið leikin af græðgisvæðingunni. Í nafni skuld- settrar yfirtöku hafði nær allur kraftur verið mergsoginn úr þeim, þau eru í gjörgæslu bankanna, eftir standi þó mannauðurinn sem muni nú sem hingað til bjarga þeim. Trú mín á atvinnulýðræði hefur í engu veikst, miklu fremur styrkst eftir því sem ég læri meira og reyni. Ég er ekki að boða alræði öreig- anna. Ég vil hins vegar láta á það reyna hvort við getum ekki lært eitthvað af reynslunni og verið svo djörf að reyna nýjar leiðir í rekstri fyrirtækja. Hugmynd mín byggist á því að Alþingi setji lög sem heimili starfs- mönnum fyrirtækis að eiga það allir sem einn en með ákveðnum nýjum hætti. Rétt eins og til eru lög um hlutafélög, einka- hlutafélög, sjálfseign- arfélög og samvinnu- félög legg ég til að sett verði lög um starfs- félög. Þau lög kveði á um að starfsmenn eigi og reki fyrirtækið. Þar verði einnig kveðið á um margskonar rétt starfsmanna og skyld- ur umfram það sem gildir um önnur félög. Í starfsfélagi verði starfs- öryggi manna tryggara en er í dag. Hlutur hvers og eins verði ætíð einn og jafn fyrir alla, starfsframlag við- komandi. Starfsmenn kjósi sér stjórn og stjórnin velji fram- kvæmdastjóra, launabil innan fyr- irtækisins verði aldrei meira en 1 á móti 3, það er að sá sem hæst hefur launin verði með þreföld laun þess sem lægst hefur. Hagnaði af rekstr- inum verði jafnt deilt eftir eignarað- ild, allir eiga jú jafnt í fyrirtækinu og fá þess vegna jafnt, útdeilingin miðist því ekki við laun. Skattafram- kvæmd þessa forms verði með öðr- um hætti en annarra lögaðila, á þann veg að hagnaður verði ekki skattlagður hjá fyrirtækinu, starfs- fólkinu verði gert kleift að geyma, ávaxta sinn hluta hagnaðarins. Þannig verði starfsmönnum boðið að hafa hagnaðinn í fyrirtækinu óskattlagðan og verði hann hluti að eigin fé þess. Þegar viðkomandi hættir störfum fær hann hlut sinn greiddan út og þá verði skattur tek- inn af honum. Von mín er sú að Alþingi muni setja slík lög og að bankarnir sem nú eru eigendur margra helstu fyr- irtækja landsins muni kjósa að fara þessa leið, að afhenda fyrirtækin starfsmönnunum og það verði háð lögum um starfsfélög. Undirritaður er hvenær sem er til þess búinn að útfæra þess hugmynd nánar. Starfsfélög Eftir Bjarna Pétur Magnússon Bjarni Pétur Magnússon » Í starfsfélagi verði starfsöryggi manna tryggara en er í dag. Höfundur er rekstrarhagfræðingur. EINS og svo margir landsmenn reyni ég að fylgjast með Silfri Eg- ils á sunnudögum. Ég er svo sem ekki alltaf sammála þáttastjórn- andanum en honum tekst þó oftast að leiða saman fólk með ólíkar skoðanir á mönnum og málefnum og úr verða ágætis umræður. Þátt- urinn á laugardag var um margt merkilegur, ekki síst sá kafli sem fjallaði um einokunarverslun á Ís- landi á okkar dögum. Þar kom margt fram sem fjölmiðlar ættu tví- mælalaust að fylgja betur eftir. Það var þó ekki sá kafli þáttarins sem mig langaði að fjalla um. Það sem vakti mig til umhugsunar var innlegg Dofra nokkurs Her- mannssonar sem hafði ýmislegt til málanna að leggja þeg- ar talið barst að at- vinnuuppbyggingu á Suðurnesjum, og þá sérstaklega stóriðju í Helguvík. Ekki ætla ég að rekja umræðuna alla en staldra við þar sem Dofri var að tjá sig um hverjir ættu hags- muna að gæta í Helgu- víkuruppbyggingunni: „Stjórnmálamenn hafa pólitíska hagsmuni af því að keyra þetta áfram. Og af hverju hafa menn hags- muni af þessu? Jú, það eru heima- menn á hverjum stað sem eru mjög áfram um verkefnið. Heimamenn eru ekkert að setja sig nákvæmlega inn í það hvort það er til næg orka fyrir þessu öllu saman. Þeir eru bara hrifnir af því að það sé að koma verkefni, það skaffar vinnu, skil- urðu, og á endanum verður allt svo blómlegt að fasteignir þeirra hækka í verði og þeir geta flutt í burtu. Það er svolítið þannig.“ Þessu jánkaði svo þáttastjórnandinn. Hver er tilgangurinn með svona málflutningi? Hefur Dofri Her- mannsson eitthvað fyrir sér í því þegar hann fullyrðir að heimamenn í Reykjanesbæ setji sig lítið inn í mál og eigi sér þann draum heitastan að selja sitt og flytja burtu? Eða op- inberar hann bara með þessu gagn- gera fyrirlitningu sína á öllu því sem lifir og hrærist utan höfuðborg- arinnar? Ég hallast að því síð- arnefnda. Sjálf hef ég til þessa ekki endilega talið að Suðurnesin til- heyrðu landsbyggðinni – til þess er nálægðin við höfuðborgarsvæðið fullmikil. En af þessu tilefni og í tengslum við atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum skipa ég mér taf- arlaust í lið með Suðurnesjamönn- um, sem þurfa að glíma við jafn hrokafull viðhorf og einkenna mál- flutning Dofra. Viðhorf sem við, sem búum í dreifðari byggðum Íslands, mætum alltof oft. Sem stjórn- málamaður utan af landi krefst ég þess að menn færi málefnaleg rök fyrir afstöðu sinni til einstakra mála en láti vera, líkt og Dofri gerir, að gera lítið úr þeim sem berjast fyrir hagsmunum sveitarfélaga sinna í þeim tilgangi að efla atvinnu og styrkja byggðir landsins. Af hvaða hvötum tala menn svona? Eftir Birnu Lárusdóttur »…skipa ég mér taf- arlaust í lið með Suðurnesjamönnum, sem þurfa að glíma við jafn hrokafull viðhorf og einkenna málflutning Dofra. Birna Lárusdóttir Höfundur er heimamaður og bæj- arfulltrúi í Ísafjarðarbæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.