Morgunblaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 22
22 Daglegt lífVIÐTAL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2009 Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is B jarni Harðarson, fyrrum þingmaður og bóksali á Selfossi, sendir frá sér fyrstu skáldsögu sína um þessi jól. Hún nefn- ist Svo skal dansa og er að sögn höf- undar saga um kvenréttindi og hetjudáðir hinna fátæku. Undirtitill bókarinnar er samt „Skáldsaga úr veruleikanum“ því söguþráðinn tek- ur höfundur til láns úr brokkgengri ævi langömmu sinnar, Sesselju Helgadóttur, og kvenna sem henni tengjast. „Þessar konur áttu það sammerkt að lifa við harðneskjuleg kjör sveit- arómagans í landlausum hrakningi,“ segir Bjarni. „Sagan berst þess vegna um allt land, úr Hafnarfirði, Mosfellssveit, Stokkseyri og austur á firði en endar í Reykjavík ástands- áranna og Houston í Texas á sjö- unda áratug 20. aldar. Það litar líf þessara kvenna sterk- um litum að þær urðu allar að gefa börn sín frá sér til vandalausra og stóðu þar frammi fyrir valkostum sem allir voru slæmir. Á bókum finnum við ótal frásagnir af fátæk- um alþýðukonum sem börðust við að halda börnum sínum og höfðu sigur þrátt fyrir andstreymi. Það hefur minna verið skrifað um hinar sem lifðu við þá skömm að tapa í þessari orrustu. Þær eru óhreinu börnin og ég er hér að segja sögu þeirra. En þó svo að efnið sé harmrænt er ég um leið að skrifa sögur af lífs- glöðum, ástföngnum og breyskum konum sem voru öðrum þræði ótrú- legir töffarar, kannski af því að þær gátu ekki annað. Og þær voru kven- réttindakonur sem fóru sínu fram í allri örbirgðinni.“ Engin englabörn Hvaða konur eru þetta? „Ég byrja söguna á Sigríði Veld- ing sem var fædd í Hafnarfirði 1856 og dó á Norðfirði 1922. Hún eign- aðist tvær dætur sem hún skildi eft- ir á hreppsframfæri í Hafnarfirði. Önnur þessara dætra hennar var Sesselja Helgadóttir sem lengst af bjó á Búðum við Fáskrúðsfjörð og eignaðist á ævinni fimm börn með fjórum mönnum. Þegar Sesselja hefur misst þrjú af fjórum börnum sínum í hendur vandalausra og berst tæplega fertug ekkja í vinnu- mennsku milli bæja í Fáskrúðsfirði hendir það hana samt að lenda í ást- arævintýri með tvítugum strák og bætir þar með fimmta barninu við. Sagan er sögð í fyrstu persónu þessara tveggja kvenna og inn í hana blandast ótal persónur, þar á meðal Kristín dóttir Sesselju sem bjó í Reykjavík og Kolla dóttir henn- ar sem var allt í senn þingmanns- dóttir, ástandskona og mikill bóhem. Hún var föðursystir mín og dó úti í Houston í Texas árið 1971. Og þær voru engin englabörn þessar konur, engin þeirra. Ég skyggnist inn í þann heim sem þarna er að baki, þau gildi sem réðu og þá baráttu sem konurnar hlutu að standa frammi fyrir. Þess vegna er þetta hetjusaga þó að þetta séu ekki mjög karlmannlegar hetjudáðir. Um leið er þetta saga af fátæku fólki í litlu sjávarplássi og ég reyni að fanga þann anda sem er á Fáskrúðs- firði fyrir fimmtíu til hundrað árum, Norðfirði og Seyðisfirði og síðast líf- inu í Sundunum í Reykjavík um miðja 20. öldina. Þar blandast inn í söguna íslensku ástandskonurnar sem áttu sér griðastað á heimili ömmu minnar í Efstasundi.“ Hvernig var að setja sig í þessi spor og skrifa sem kona? „Það var mjög ögrandi en það er langt því frá að vera ómögulegt fyrir karlmann. Ég fékk nokkrar konur til að lesa þetta yfir og ein þeirra, Anna Ólafsdóttir Björnsson, hvatti mig mikið en sagði líka við mig: „Þú ert kannski ekki fullkomin kona, Bjarni, en þú yrðir góð móðir.“ Ég er enn að reyna að átta mig á hvern- ig maður á að taka svona palladóm- um!“ Þekktirðu sögu þessara kvenna í uppvexti þínum? „Eiginlega ekki. Ég kynntist henni fyrst á menntaskólaárum þeg- ar ég var kominn með dellu fyrir ættfræði. Þá heimsótti ég ömmu- bróður minn, Nonna í Tungu í Fá- skrúðsfirði. Hann var eitt af þessum börnum sem Sesselja langamma hafði látið frá sér. Nonni kom í Tungu níu ára hreppsómagi og fór ekki þaðan fyrr en tæplega sextíu árum seinna til að deyja á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Norðfirði. Hann var vinnumaður í sveit alla ævi, drakk mikið brennivín og gat sungið næturlangt. Ég byrjaði fyrir alvöru að safna í sarpinn í þessa sögu á kenndiríi með Nonna frænda og hef verið að í þrjá áratugi.“ Af hverju heitir bókin Svo skal dansa? „Vísun í 17. aldar kvenrétt- indasögu fléttast inn í hugarheim sögupersónanna. Sagan er raunar í Þjóðsögum Jóns Árnasonar og segir af Stokkseyrar-Dísu sem þótti mikill svarkur og fór sínu fram þrátt fyrir boð og bönn hins kirkjulega og karl- læga valdakerfis. Þegar séra Eirík- ur í Vogsósum reynir að tala um fyr- ir henni segir hann við Dísu: „Lukkumaður verðurðu meðan þú lifir Dísa. En til helvítis ferðu þegar þú deyrð.“ En Dísa þessi lætur ekki kúgast og svarar klerki með þessari setningu: „Svo skal dansa.““ Kennslubók í pólitík Þú rekur bókabúð á Selfossi. Hef- urðu alltaf verið bókelskur? „Nei, ég var óþekkur og ofvirkur krakki og mátti ekki vera að því að liggja yfir bókum. Bróðir minn gerði það og ég botnaði ekkert í þeirri iðju hans. Ég segi við foreldra sem koma í búðina til mín og eru eyðilagðir vegna þess að börn þeirra lesa ekki að það sé ekki áhyggjuefni, áhuginn geti komið síðar. Ég varð ekki al- mennilegur bókaormur fyrr en seinni árin í menntaskóla. Síðan hef- ur áhuginn ágerst og vaxið. Ég er ekki almennilega með sjálfum mér nema ég geti eytt einum til tveimur tímum á sólarhring í að lesa bækur. Kannski er ég bara svona sein- þroska.“ Hvað lestu helst? „Ég les allt en mest epískt sagna- efni hverskonar og hvaðan sem er úr heiminum. Í bókmenntasmekk er ég enn að þroskast og les frekar ljóð nú BJARNI HARÐARSON BÓKSALI OG RITHÖFUNDUR Hetjudáðir hinna fátæku Kolla Þingmannsdóttir, ástands- kona og bóhem. Hún var föðursystir Bjarna og dó í Texas árið 1971. » Það litar líf þessara kvenna sterkum litumað þær urðu allar að gefa börn sín frá sér til vandalausra og stóðu þar frammi fyrir valkostum sem allir voru slæmir. Á bókum finnum við ótal frásagnir af fátækum alþýðukonum sem börðust við að halda börnum sínum og höfðu sigur þrátt fyrir andstreymi. Það hefur minna verið skrifað um hinar sem lifðu við þá skömm að tapa í þessari orrustu. Þær eru óhreinu börnin og ég er hér að segja sögu þeirra. Bóksalinn Ég var óþekkur og ofvirkur krakki og mátti ekki vera að því að liggja yfir bókum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.