Morgunblaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 44
44 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2009  SkjárEinn tilkynnti í gær að sjónvarpsstöðin yrði gerð að áskriftarstöð og send út í læstri dagskrá frá miðjum nóvember n.k. Mánaðaráskrift mun kosta 2.200 kr. Þetta eru slæmar fréttir fyrir aðdá- endur Kalla Berndsen og Sölva Tryggva. Þeir munu kosta 550-kall á viku. Er missir í einhverju öðru? Kalli og Sölvi kosta 550 krónur á viku Fólk LEIKARINN Stefán Hallur Stef- ánsson dvelur nú í Frakklandi þar sem hann leikur í uppfærslu á Júl- íusi Sesari eftir Shakespeare. „Leikstjóri verksins er Arthur Nauzyciel sem leikstýrði Sædýra- safninu í Þjóðleikhúsinu. Í kjölfarið á þeirri uppsetningu bauð hann mér að vera með í þessari,“ segir Stefán Hallur. „Þetta er amerísk-frönsk upp- færsla, sem er upprunnin hjá bandaríska leikhópnum American Repertory Theater í samstarfi við CDN í Frakklandi. Verkið var frumsýnt 2008 og túraði þá um sem ekki er frá Bandaríkjunum og leikið er á ensku, mjög bandarískri ensku eins og hann kemst að orði. Stefán Hallur er fastráðinn hjá Þjóðleikhúsinu og snýr aftur þang- að eftir áramót. Þeir Íslendingar sem sakna þess að sjá hann geta farið í bíó og séð gamanmyndina Jóhannes þar sem hann er í stóru hlutverki. „Ég hef ekki séð mynd- ina en hlakka til að sjá hana og því miður missi ég líka af frumsýningu á annarri mynd sem ég leik í, Des- ember eftir Hilmar Oddsson,“ segir Stefán Hallur að lokum. ingveldur@mbl.is Bandaríkin og fer nú um Frakkland í tvo mánuði,“ segir Stefán Hallur. Verkið var frumsýnt á miðvikudag- inn var í Orléans og segir Stefán Hallur viðtökur hafa verið mjög góðar, uppselt sé t.d. á allar sýn- ingar í Orléans og París. Stefán Hallur fer með hlutverk illmennisins Caius Ligarius sem er náinn samstarfsmaður Brútusar. „Þetta er ekki hefðbundin Shake- speare-uppsetning. Hún vísar í og er stílfærð á Kennedy-tímabilið, Bandaríkin 1960-́65, en er að öðru leyti tímalaus,“ segir Stefán Hallur. Hann er eini leikarinn í sýningunni Leikur illmenni með bandarískum hreim  Stórsöngvarinn Björgvin Hall- dórsson, einnig nefndur Bo Hall, heldur jólatónleika í Laugardags- höll 5. desember næstkomandi með góðum gestum og hefst miðasala 30. október kl. 10. Jólatónleikar Bo, Jólagestir Björgvins, eru orðnir mörgum jafnómissandi hluti jóla og hangikjöt og heimagerður ís. Í það minnsta fögnuðu margir með Bo á Facebook þegar hann lét vita af miðasölunni en kappinn á nokkra vini þar, 3.751(!). Þann 30. okt kemur einnig út pakki með mynd- og hljóðupptökum frá Jóla- tónleikum Bo í fyrra. Það eru ekki jól fyrr en Bo segir jól! Miðasala hefst og jóla- plata kemur út 30. okt.  Airwavesútsendari blaðsins rakst á mann og annan að vanda á rölti sínu um hátíðina í fyrradag. Elín Ey tjáði honum t.d. að hún hefði fengið tvö spilapláss á hátíð- inni en eftirlátið vinkonu sinni úr Trúbbatrix annað þeirra. Ást, frið- ur og hamingja ríkir greinilega á Airwaves, líkt og á Wooodstock forðum daga! Elín Ey lét gott af sér leiða á Airwaves NÝTT kvikmyndafyrirtæki hefur litið dagsins ljós. Vala-kvikmyndir sérhæf- ir sig í gerð heimildamynda og hand- rita. Fyrirtækið er í eigu leikstjórans Veru Roth og aðrir starfsmenn eru Guðný R. Hannesdóttir og Lína Thor- oddsen framkvæmdastjórar. „Þetta er kvikmyndafyrirtæki sem gengur út frá tíbetskum búddisma. Það leitast við að gera góða hluti og leggja gott út í samfélagið,“ segir Lína um Völu. „Fyrirtækið mun alltaf reyna að vera í samvinnu við góðgerðarfyr- irtæki og við miðum út frá því að okk- ar vinna hafi tilgang og opni augu fólks fyrir nýjum lífsgildum,“ segir Lína. Á heimasíðunni www.vala.is má lesa að velferð manneskjunnar og þrá hennar eftir hamingju og þjáning- arlausu lífi sé innblástur og hvati allra verka sem unnin eru undir merkju Völu. Lína segir að fyrirtækið verði að- allega rekið með styrkjum og mark- miðið sé að fá myndirnar sýndar í kvikmyndahúsum og sjónvarpi hér- lendis sem erlendis. „Við munum auðvitað herja á er- lendan markað enda ætlum við að hafa þetta fjölmenningarlegt,“ segir Lína sem situr nú við handritaskrif. „Það er margt í hugmyndabankanum hjá okkur og er ég núna að skrifa handrit fyrir heimildarmynd um geð- hvörf.“Um síðustu helgi var opn- unarhátíð Völu þar sem tvær stutt- myndir og tvær heimildarmyndir, Rajeev Revisited eftir Birtu Fróða- dóttur og Í safni með Síðumönnum eftir Veru Roth, voru sýndar. ingveldur@mbl.is Rajeev Revisited Heimildarmynd eftir Birtu Fróðadóttur og sjálfstætt framhald Leitin að Rajeev frá 2002. Hún var sýnd á kynningarhófi Völu. Vala er kvikmynda- fyrirtæki með tilgang Velferð manneskjunnar er innblástur og hvati allra verka www.vala.is Leikarinn Stefán Hallur fer víða. Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is TÓNLISTARMAÐURINN Skúli Sverrisson hefur dvalið erlendis undanfarna áratugi og unnið með mörgum heimsþekktum tónlist- armönnum á milli þess sem hann hefur unnið að eigin tónlist. Sökum anna hefur Skúli lítið svigrúm til tónleikahalds hér á landi, en grípur nú tækifærið þegar hann er staddur hér til að taka upp nýja plötu og blæs til tónleika í Þjóðmenning- arhúsinu við Hverfisgötu í kvöld. Skúli er staddur í Sundlauginni í Álfafosskvosinni þegar ég næ tali af honum og skýrir mér frá því að upp- tökur séu rétt að hefjast, en aðrir hljóðfæraleikarar á plötunni verða tónlistarmennirnir Eyvind Kang, sem leikur á lágfiðlu, Amedeo Pace úr Blonde Redhead, sem leikur á gítar, Anthony Burr, sem leikur á klarinett og orgel, Ólöf Arnalds, sem syngur, og Davíð Þór Jónsson, sem leikur á píanó. „Ég ákvað svo að nota tækifærið fyrst það voru allir staddir hér og leyfa fólki að heyra í þessum ein- stöku tónlistarmönnum,“ segir Skúli. Tónleikarnir verða á óvenju- legum stað, í Þjóðmenningarhúsinu, en Skúli segir það ráðast af því að hann hafi langað að færa tónleika í sparilegan búning. „Þetta verða ekki tónleikar starf- andi hljómsveitar eins og er nú á Airwaves, heldur einstakt verkefni og því við hæfi að hafa það í einstöku húsi,“ segir Skúli og lýkur lofsorði á starfsmenn Þjóðmenningarhússinns fyrir liðlegheit. Algert frelsi best Síðasta sólóskífa Skúla var Seria sem kom út fyrir þremur árum og að mestu með sömu listamönnum og eru nú með Skúla í Sundlauginni. Hann segir og að platan nýja verði beint framhald af Seríu og verkin sem tekin verða upp einmitt samin með þetta fólk í huga. Þegar litið er yfir nafnalistann sést að þar eru ýmsir listamenn sem þekktastir eru fyrir frjálsan spuna, eins og til að mynda Eyvind Kang og Anthony Burr, sem hefur lengi starfað með Skúla. Skúli segir þó að væntanleg plata verði ekki spunaplata, allt sem á skífunni verður er útspekúlerað og planað. „Það má segja að það eina sem sé eftir með plötuna sé að spila hana inn, það er allt frágengið og út- sett og meira segja búið að raða nið- ur á plötuna,“ segir Skúli og gerir ráð fyrir að upptökur taki þrjá til fjóra daga. Undanfarin ár hefur hann fengist við ólíkar gerðir tónlistar og er til að mynda mjög hagvanur í spuna- músík. Hann segir líka að tónlistin sem verið er að taka upp sé einstakt verkefni og því við hæfi að hafa það í einstöku húsi tónlistarmanns. „Það er til svo mikið af spunatónlist sem er spunatónlist undir ákveðnum for- merkjum; það er verið að nálgast ákveðinn stíl. Sem dæmi má nefna að þótt djasstónlist sé spunakennd þá er hún ótrúlega mikið prógram- meruð stíllega séð og sama á við í frjálsum djass, það er búið að taka ákvörðun um ákveðin atriði áður en menn fara að spinna. Ég kann hins vegar best við mig í tónlist sem byggist á því að ekkert sé ákveðið fyrirfram heldur séum við að uppgötva hvað gerist í núinu. Þeir sem ég er að spila með eru líka mikl- ir spunamenn og nálgast hljóðfærin í samræmi við það og það sama má segja um mig. Ég hef eiginlega mestan áhuga á tveimur ólíkum fyrirbærum, annars vegar tónlist sem er fullkomlega skipulögð og hins vegar fullkomlega frjáls. Allt sem fellur þar á milli finnst mér ekki eins áhugavert.“ Tónleikar Skúla Sverrissonar í Þjóðmenningarhúsinu hefjast kl. 23:30 í kvöld. Saminn og útsettur spuni Morgunblaðið/Heiddi Einstakt Skúli Sverrisson fór með mannskapinn í sundlaugina. Skúli Sverrisson heldur tónleika í Þjóð- menningarhúsinu við Hverfisgötu Eins og fram kemur hér til hliðar kom Sería, sólóplata Skúla Sverrissonar, út fyrir þremur árum og fékk fína dóma í fjölmiðlum. Gagnrýnandi Morg- unblaðsins sagði að platan væri sú óvenjulegasta sem hafnn hefði heyrt það árið: „Það er ekki vegna þess að hún er svo skrítin eða tormelt, held- ur vegna þess að mér dettur hreinlega ekkert í hug sem líkist þessari músík í fljótu bragði.“ Ekki skrítin eða tormelt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.