Morgunblaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is VÆNDI færist í vöxt í Reykjavík, ekki aðeins í bakherbergjum heldur einnig á götum úti, að mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra. Ekki hafa áður fengist staðfestar upplýsingar fyrir því að götuvændi sé iðkað á Íslandi. Þessi þróun helst í hendur við vaxandi skipulagða glæpastarfsemi hér á landi og óttast lögreglan að slík starfsemi tengist erlendum glæpahópum. Ein birtingarmynd þessarar þróunar er mál ungu konunnar sem kom hingað til lands frá Lithá- en í síðustu viku, að því er talið er fyrir tilstilli manna sem hugðust selja hana í vændi. Þótt lengi hafi leikið grunur á að mansal teygi anga sína til Íslands hefur það ekki komið upp á yf- irborðið með þessum hætti á Íslandi áður. „Þetta er auðvitað fyrsta málið þar sem þetta ber að með þessum hætti, ef hún hefði ekki tryllst í flugvélinni hefðum við kannski aldrei heyrt neitt og við getum ímyndað okkur hvað það hefur gerst oft hérna,“ segir Þórunn Þórarinsdóttir, starfs- kona Stígamóta. Mansalsmál eru flókin meðferðar en Þórunn fagnar því að lögreglan hafi augljóslega tekið mál litháísku stúlkunnar alvarlega enda var ekki farið í grafgötur með þær áhyggjur að henni væri hætta búin.„Ég held að lögreglan hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að koma henni í skjól og nú getum við lært af reynslunni. Það er gott að þessi umræða er komin af stað, við þurfum að vera opin og vakandi og ef ekki væri fyrir undangengna vinnu við Aðgerðaráætlun gegn mansali þá er ég ekki viss um að lögreglan hefði brugðist svona hratt við.“ Aðgerðaráætluninni, sem ríkisstjórnin sam- þykkti í mars síðasliðnum, hefur hinsvegar ekki að fullu verið hrint í framkvæmd og er ljóst að margt má betur fara í meðferð mansalsmála, m.a. til að tryggja fórnarlömbum mansals vernd. Greiningardeild ríkislögreglustjóra, varar nú við því að svipað ástand kunni að skapast í Reykja- vík og orðið er í höfuðborgum nágrannalanda okk- ar þar sem erlendir glæpaflokkar halda uppi skipulagðri glæpastarfsemi þar sem vændi spilar stórt hlutverk. Ásgeir Karlsson, yfirmaður grein- ingardeildarinnar segir sterkar vísbendingar um að það sé þegar að færast í vöxt. Margir hafa því spurt hvers vegna þessir menn, s.s. þeir sem tengjast máli litháísku konunnar og allir eru þekktir ofbeldismenn, séu ekki sendir af landi brott. Ásgeir segir það hinsvegar ekki eins einfalt mál og það hljómi, ákveðnar lagalegar for- sendur verði að vera til staðar til að það sé hægt. Götuvændi og mansal komið upp á yfirborðið Greiningardeild ríkislögreglustjóra segir skipulagða glæpastarfsemi vaxandi Þrír Litháar biðu konunnar sem kom hingað til lands fyrir viku og varð lögreglan þess vör að þeir leituðu hennar í Reykjanesbæ, en konan vildi sjálf heldur dvelja hjá lögreglu en fara til fundar við mennina. Eftir að hún hvarf úr félagslegu húsnæði voru mennirnir handteknir og var gæslu- varðhald yfir þeim framlengt í gær til 21. október á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Sérfræðingar reyna nú að vinna traust stúlk- unnar og átta sig á stöðu hennar en hún kom hingað með fölsuð skilríki. Gæsluvarðhald framlengt Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is FJALLABYGGÐ, sameinað sveitar- félag Siglufjarðar og Ólafsfjarðar, hefur stöðvað frekari vegafram- kvæmdir í Héðinsfirði á meðan land- eigendur hafa ekki aflað tilskilinna framkvæmdaleyfa. Landeigendur telja sig á hinn bóginn ekki hafa þurft að fá þessi leyfi, samkvæmt upplýsingum blaðsins. Alls eru land- eigendur í Héðinsfirði yfir 20. Um er að ræða vegalagningu frá nýja þjóðveginum, sem lagður var á milli gangamunna Héðinsfjarðar- ganga, og niður að Héðinsfjarðar- vatni. Að auki var gert stæði fyrir um 30 bíla við vatnið fyrir eigendur bústaða á svæðinu, ásamt girðingar- vinnu og greftri úr ósnum. Vega- gerðin var verktakinn við vegalagn- inguna. Birgir Guðmundsson, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Ak- ureyri, segir þá hafa farið í verkið í góðri trú um að öll tilskilin leyfi væru fyrir hendi. Framkvæmdirnar voru langt á veg komnar þegar Fjalla- byggð lét stöðva þær nýverið. Birgir segir Vegagerðina hafa tal- ið sig vera að vinna í samræmi við samning við landeigendur frá árinu 2005. Landeigendur hafi átt að sjá um að afla þeirra leyfa sem til þurfti en lagning vegslóðanna var hluti af samkomulagi þar sem landeigendur fengu ekki bætur fyrir þann veg sem lagður var á milli gangamunnanna. Finna ekki samþykki Þórir Kr. Þórisson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, segir tæknideildina vera að skoða málið og kanna hvort og þá hvaða leyfa hafi verið aflað. „Við finnum ekki þau samþykki sem landeigendur hafa verið vísa til,“ segir Þórir og bætir við að leyfi verði að fást fyrir öllum svona fram- kvæmdum, óháð því hvort landeig- endur og Vegagerðin hafi gert sam- komulag sín á milli. Vegagerð í Héðinsfirði án leyfis Héðinsfjörður Vegaframkvæmdum í Héðinsfirði var svo gott sem lokið þegar sveitarfélagið lét stöðva þær á meðan athugun tæknideildar fer fram.  Vegaframkvæmdir í Héðinsfirði komnar á lokastig þegar sveitarfélagið Fjallabyggð lét stöðva þær  Vegagerðin telur sig hafa verið að vinna eftir samkomulagi við landeigendur frá árinu 2005 Í HNOTSKURN »Vegagerðin sem var stöðv-uð tengist ekki gerð Héð- insfjarðarganga eða verktök- um sem þar vinna. »Framkvæmdirnar voruhluti af samkomulagi á milli landeigenda og Vega- gerðarinnar. »Þann samning sá Fjalla-byggð ekki þar til á dög- unum. BJARKI Freyr Sigurgeirsson játaði við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjaness í gær að hafa orðið Braga Friðþjófssyni að bana í her- bergi sínu að Dalshrauni í Hafn- arfirði. 17. ágúst sl. Bjarki játaði að hafa slegið Braga með tréborði minnst fimm þungum höggum í höfuðið. Sam- kvæmt ákæru notaðist hann einnig við vöfflujárn en því neitaði Bjarki og sagði vöfflujárnið líklega hafa legið undir borðinu. Samkvæmt ákæru í málinu hlaut Bragi högg- áverka á höfði, mörg brot á höfuð- kúpu og alvarlega áverka á heila sem leiddu hann til dauða. Foreldrar Braga fara fram á sex milljónir króna í miskabætur. Bjarki hafnaði ekki skaðabóta- ábyrgð fyrir dómi í gær en fékk frest til að taka afstöðu til upphæð- arinnar. Aðalmeðferð hefði farið fyrr fram ef ekki væri beðið niðurstaða úr geðrannsókn. Niðurstöðurnar verða þó ekki til þess fallnar að skera úr um sakhæfi en hugsanlega getur sitthvað komið fram sem varpar ljósi á atvikin. Aðalmeðferð í málinu fer fram 9. nóvember nk. Játaði á sig manndráp í Hafnarfirði STARFSMENN Vegagerðarinnar hafa lokið fyrstu yfirferð í Ólafs- fjarðargöngum, eftir að steypu- klæðning hrundi þar á dögunum á einum stað. Ekki hafa fundist frek- ari skemmdir en verið er að taka saman skýrslu um málið innan Vegagerðarinnar. „Við fórum þarna metra fyrir metra og leituðum eftir sprungum. Við fundum ekki neitt meira en ætl- um að fara aðra ferð og huga þá bet- ur að klæðningunni í lofti gang- anna,“ segir Birgir Guðmundsson, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Ak- ureyri. Hann segir mun minni líkur vera á einhverjum skemmdum í klæðningum í loftinu þar sem það var allt boltað á sínum tíma. Um 20 ár eru liðin síðan Ólafs- fjarðargöngin voru tekin í gagnið. Hefði einhver galli verið í sjálfri steypuklæðningunni segir Birgir það hafa átt að vera komið fram fyr- ir löngu. Hrunið í klæðningunni megi í fyrstu rekja til spennu í berg- inu en ekkert vatn fannst bakvið klæðninguna.. Líklegast hafi mynd- ast litlar sprungur í setlaginu og við því megi alltaf búast í jarðgöngum sem þessum. Klæðningin verður sprautusteypt á ný. bjb@mbl.is Frekari sprungur í Ólafsfjarðargöngum hafa ekki fundist Litháíska konan sem flutt var hingað til lands á fölsuðum skilríkjum er sennilega fórnar- lamb mansals á vegum erlendra glæpa- gengja. Þetta er aðeins ein hlið undirheima- starfsemi sem sækir í sig veðrið á Íslandi. TRÉBÁTURINN Hólmsteinn GK sökk á augabragði í Sandgerðishöfn eftir að Ásdís GK sigldi á hann við bryggju í Sandgerðishöfn síðdegis í gær. Ásdís var að koma úr róðri og var ætlunin að leggja bátnum við bryggju framan við Hólmstein. Grétar Sigurbjörnsson hafnar- vörður segir að kúpling Ásdísar hafi bilað með þeim afleiðingum að bátn- um hafi verið siglt á Hólmstein. „Þegar hann ætlaði að fara að snúa svaraði kúplingin ekki og stefnið lenti í miðjum bátnum,“ segir hann. Fimm voru í áhöfn Ásdísar og slas- aðist enginn í óhappinu. Hólmsteinn hefur legið við bryggju í Sandgerði sl. tvö ár. Hann er í eigu bæjarfélagsins í Garðinum, en ætlunin var að breyta bátnum í safngrip. Nú er framhaldið undir eiganda bátsins og tryggingafélagi hans komið. steinthor@mbl.is Ljósmynd/Reynir Sveinsson Bátur sökk á augabragði í Sandgerði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.