Morgunblaðið - 17.10.2009, Side 47

Morgunblaðið - 17.10.2009, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2009 Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is MÖRGUM er eflaust sorg í huga enda sér nú fyrir endann á Airwaves; fjölbreytt fjör í kvöld og svo heljarinnar partí á morgun. Líkt og oft vill verða er mest um að vera í kvöld, laug- ardagskvöld, og því ríður á að skipuleggja tíma sinn vel ef allt á að ganga upp. Það er talsvert af fínni útlendri músík í boði í kvöld, en íslenskt hefur samt vinninginn Við byrjum kvöldið á raftónlistarmanninum Moses Hightower sem fer á svið í Iðnó kl. 19:30, en svo þarf að gera upp við sig hvort menn vilja ljúfa raftónlist kl. 20:00 í boði Ljós- vaka í Batteríinu eða sjá Jónas Sigurðsson og malbikssveit hans í Nasa á sama tíma. Kanadíski kvartettinn Brasstronaut leikur skemmtilega blöndu af indípoppi og blásarast- uði. hann fer á svið í Listasafninu kl. 20:50. Í kjölfar tregahljóma frá Kanada kemur svo fær- eyski orkuboltinn Eivör Pálsdóttir, kl. 21:40, og gefur nasasjón af nýrri plötu sem kemur út í næsta mánuði. Það er líka sitthvað annað skemmtilegt í boði kl. 21:40: Feldberg verður í Nasa, We Made God í Sódómu Reykjavík og Ghostigital í Batt- eríinu – gerólík músík en allt gott. Það er síðan sjálfsagt að kíkja aðeins á XXX- Rottweiler í Batteríinu kl. 22:30, en síðan mæli ég með því að menn haski sér í Iðnó að sjá Egil Sæbjörnsson, sem sendi frá sér eina af bestu plötum ársins fyrir stuttu. Það gefst ekki oft tími til að sjá hann og heyra hér á landi, en tónleikar hans byrja kl. 22:50. Sælir og sáttir eftir Egil sækja menn í meira stuð með Agent Fresco í Sódómu Reykjavík, stuðið byrjar kl. 23:20, nú eða þá þeir fara í Nasa að sjá og heyra Jessica 6, sem er gríð- arlega flott músík. Jessica 6 fer á svið kl 23:20. það er meira fjör á Nasa og kannski vilja menn bara eyða því sem eftir er af kvöldinu þar: Á eftir Jessica 6 kemur Retro Stefson kl. 0:20, FM Belfast birtist kl. 1:10 og svo danskt diskóstuð með Trente- møller frá kl. 2:00. Ekki komast þó allir inn á Nasa og langar kannski ekki til þess – þá verður Bloodgoup í Batteríinu kl. 0:10, ekki mun ekki vanta fjörið í Listasafninu þar sem Páll Óskar og Hjaltal- ín leggja saman í púkk kl. 0:20, Shogun verður í Sódómu Reykjavík kl. 1:10 og Who Knew slær botninn í Grand Rokk kl 1:20. Ekki missa af Eitt allsherjar partí! Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is BROOKLYNSVEITIN Jessica 6 er „heit“ og umtöluð og á barmi frægðarinnar eins og oft er með sveitir sem sækja Airwaves heim. Fyrsta smáskífa hennar, „Fun Girl“ er nýkomin út og hefur vakið mikla athygli, hvort heldur á dansgólfum eða í spila- stokkum hippsterana, og breiðskífa er væntanleg á því næsta. Það er söng- konan íðilfagra Nomi Ruiz sem leiðir tríóið, en um hljóma og útsetningu þeirra sjá þeir Andrew Raposo og Morgan Wiley, kunnir upptökustjórar á New York svæðinu. Þegar blaðamaður heyrir í Ruiz er hann búinn að vinna sleitu- laust í fimmtán tíma og því nett grillaður í hausnum. Ruiz aumkar sig yfir hann, segist þekkja þetta ástand vel, enda allt á fleygiferð hjá tríóinu. „Það er allt að gerast, og miklar annir síðustu mánuðina. Við vinnum eins og skepnur og leiðin liggur lóðbeint upp á við!“ Enn sem komið er starfar sveitin þó niðri á „gólfi“ ef svo mætti segja og ætla meðlimir að selja áðurnefnda smáskífu beint upp úr box- unum eftir tónleikana. Þríeykið kynntist er þau voru lóðsuð inn í tón- leikaútgáfuna af hinu vel kynnta nýdiskóbandi Hercules & Love Affair. „Ég hef verið að syngja með hinum og þess- um í gegnum tíðina en þegar við þrjú hittumst þarna var það töfrum slegin stund.“ Ruiz sér ekki fram á að syngja meira fyrir Hercules & Love Affair á næstunni, enda sé hún að einbeita sér að eigin sveit núna. En af hverju er þessi spennandi tónlist að koma frá Brooklyn, statt og stöðugt? „Það var mikið stuð þegar ég var að alast þarna upp,“ segir Ruiz. „Endalaus húspartí og það var mikil ástríða og spenna í lofti. Ást, ofbeldi, músík. Suðupottur eiginlega. Þetta var á níunda áratugnum og fólk af minni kynslóð er að byggja á þessu heilnæma nesti. Þetta er bara í loftinu þarna...“ Erlendur gestur Jessica 6 Jessica 6 treður upp með látum á NASA í kvöld kl. 23.20. Brooklyn var það heillin Nomi Ruiz söngkona. Iceland Airwaves SÝND Í SMÁRABÍÓI Fyndnasta rómantíska gamanmynd ársins Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 8Sýnd kl. 3, 6, 9 og 10:10 HHH „...frumleg og fyndin í bland við óhugnaðinn“ – S.V., MBL „Kyntröllið Fox plumar sig vel sem hin djöfulóða Jennifer!“ – S.V., MBL SÝND Í REGNBOGANUM Ekki fyrir viðkvæma HHH „Ef þú sást fyrstu myndina og fílaðir hana, þá máttu alls ekki sleppa þessari!“ T.V. – Kvikmyndir.is Mikil grimmd og logandi frásögn. Lisbeth Salander er orðin klassísk og ein eftirminnilegasta persóna glæpabókmenntana. F.E. Rás 2 HHH „Skylduáhorf fyrir alla aðdáendur Larssons, – sannarlega eldfim spennumynd.” MMJ – kvikmyndir.com HHHH „Öllu því svalasta, magnaðasta og flottasta úr þykkri spennusögu er þjappað saman í alveg hreint frábæra spennumynd.“ – ÞÞ, DV HHHH „Stúlkan sem lék sér að eldinum er ekki síðri en forveri hennar ... afar spennandi, takturinn betri... Michael Nykvist og Noomi Rapace eru frábær í hlutverkum sínum“ – VJV, FBL SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI HHH „Ef þú sást fyrstu myndina og fílaðir hana, þá máttu alls ekki sleppa þessari!“ T.V. – Kvikmyndir.is Mikil grimmd og logandi frásögn. Lisbeth Salander er orðin klassísk og ein eftirminnilegasta persóna glæpabókmenntana. F.E. Rás 2 „Frábær eins og sú fyrsta! Heldur athygli manns allan tímann! Maður getur eiginlega ekki beðið um meiri gæði!“ –H.K., Bylgjan HHH „Skylduáhorf fyrir alla aðdáendur Larssons, – sannarlega eldfim spennumynd.” MMJ – kvikmyndir.com HHHH „Öllu því svalasta, magnaðasta og flottasta úr þykkri spennusögu er þjappað saman í alveg hreint frábæra spennumynd.“ – ÞÞ, DV HHHH „Stúlkan sem lék sér að eldinum er ekki síðri en forveri hennar ... afar spennandi, takturinn betri... Michael Nykvist og Noomi Rapace eru frábær í hlutverkum sínum“ – VJV, FBL HHH „Stúlkan sem lék sér að eldinum er þrælgóð skemmtun og æsispennandi, grimm og harðvítug þegar kemur að uppgjörinu” –S.V., MBL SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI SÝND Í REGNBOGANUM HHH „9 er fyrirtaks samansuða af spennu, ævintýrum og óhugnaði í réttum hlutföllum” B.I. – kvikmyndir.com HHH „9 er með þeim frumlegri – og drungalegri – teiknimyndum sem ég hef séð í langan tíma. Grafíkin er augnakonfekt í orðsins fyllstu merkingu.” T.V. – Kvikmyndir.is Sýnd kl. 2, 4 og 6 SUMIR DAGAR... NÝ ÍSLENSK GAMANMYND 650kr.Íslens kt tal SÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND Í BORGARBÍÓI HHH „Jóhannes er myndin hans Ladda, hún er röð af bráðfyndnum uppákomum sem hann og pottþétt aukaleikaralið koma frábærlega til skila svo úr verður ósvikin skemmtun. ...Sann- kölluð „feelgood”- mynd, ekki veitir af.” – S.V., MBL HHHHH „Þetta er alvöru tær snilld.” A.K., Útvarpi Sögu Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónumwww.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Smárabíó með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á 550 kr í bíó GILDIR Á ALLARSÝNINGAR MERKTARMEÐ RAUÐU -bara lúxus Sími 553 2075 Jóhannes kl. 1 - 3 - 6 - 8 - 10 LEYFÐ Stúlkan sem lék... kl. 2:30 - 5:20 - 8 - 10:40 B.i.16 ára Jóhannes kl. 1 - 3 Lúxus Stúlkan sem lék... kl. 5:20 - 8 - 10:40 Lúxus 9 kl. 1 (550 kr.) - 4 - 6 - 8 - 10 B.i.10 ára The Ugly Truth kl. 10:15 B.i.14 ára Guð blessi Ísland kl. 5:45 - 8 LEYFÐ Ísöld 3 (ísl. tal) kl. 1 (550 kr.) - 3 LEYFÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.