Morgunblaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 25
Daglegt líf 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2009 GESTIR þáttarins Orð skulu standa í dag eru Guðrún Kristinsdóttir pró- fessor og Svanhildur Hólm Valsdóttir frkv.stj. þingflokks Sjálfstæðisflokks- ins. Þær fást m.a. við „þjófaleit“ og „að draga vestanölduna“. Fyrripart- urinn er ekki upplífgandi: Kalt er úti, kólnar geð, svo króknar sálartetur. Um nýliðna helgi var fyrripart- urinn þessi: Neyðarhjálp frá AGS er á næsta leiti. Í þættinum botnaði Hlín Agnars- dóttir: Jóhanna þá hýr og hress heldur svakateiti. Jónína Valsdóttir vitnaði í kunna þingræðu: Þjóðin, hún á skilið þess, þingmenn halda teiti. Davíð Þór Jónsson forðast um- ræðuefni samtímans: Annars bara er ég hress, afslappaður, laus við stress, og brandarana botnlaust af mér reyti. Bergsteinn Sigurðsson: Nema Ömmi, alltaf hress, aðstoðinni neiti. Úr hópi hlustenda botnaði Jónas Frímannsson: Vinir gleðjast vegna þess, verður mikið teiti. Tómas Tómasson: Íslenzk þjóð mun ofurhress ennþá halda teiti. Björg Elín Finnsdóttir: Björt er vonin, búið stress og boðsmiðar í teiti. Ingólfur Ó. Ármannsson: Þá verða Grímur og Hanna hress og halda rosa teiti. Sigurður Einarsson í Reykjavík: Þá landinn verður hýr og hress og heldur mikið teiti. Hlustendur geta sent botna og til- lögur að fyrripörtum í ord@ruv.is eða til Orð skulu standa, Rík- isútvarpinu, Efstaleiti 1, 150 Reykjavík. Orð skulu standa Að draga vestanölduna Nýsköpunarmiðstöð Íslands býður upp á kennslu í Fab Lab-smiðjunni í Eyjum fyrir breiðan hóp fólks. Boðið er upp á sérnámskeið fyrir hópa og fyrirtæki og kennslu fyrir grunn- og framhaldsskólanemendur. Svo verð- ur í boði kennsla í Fab Academy, sem er sambland af námi á há- skólastigi og framhaldsskólastigi. Fab Academy verður kennt sam- hliða áfanga í MIT í Bandaríkjunum sem ber heitið How to make (almost) anything og kennarar verða prófess- orar úr ýmsum virtum háskólum víðs vegar um heiminn. Í Fab Lab- smiðjunni í Eyjum verður verklegi þátturinn kenndur.    Eyjamenn minntust þess að 16. sept- ember voru nákvæmlega 30 ár liðin frá því að knattspyrnulið ÍBV fagn- aði fyrsta Íslandsmeistaratitlinum. Liðið hafði spilað síðasta leik sinn daginn áður en í þá daga fóru síðustu leikirnir ekki endilega fram sam- dægurs. Árið 1979 var ÍBV í topp- baráttu allt sumarið og Eyjamenn tóku við titlinum á Laugardalsvelli og sigldu síðan með bikarinn heim með Herjólfi þar sem þeim var fagn- að sem hetjum.    Framhaldsskólinn í Vestmanna- eyjum hélt upp á 30 ára afmæli sitt í september og var slegið upp veislu með starfsfólki og nemendum skól- ans. Boðið var upp á 4 til 5 metra langa súkkulaðitertu sem menn gerðu sér gott af. Þrír kennarar hafa verið starfandi við skólann frá stofn- un en það eru auk Baldvins, þau Ás- laug Tryggvadóttir og Ólafur H. Sig- urjónsson. Björgvin Eyjólfsson og Ragnar Óskarsson hafa einnig starf- að lengi við skólann og komu að kennslu fljótlega eftir stofnun hans.    Eyjamenn eru ræktarsamir og sú hefð skapast að hver árgangur held- ur sitt mót á fimm ára fresti. Hittast þeir bæði vor og haust og eina helgina í september voru ekki færri en fjögur árgangsmót í einu, hvorki meira né minna. Það voru árgangar 1958, 1970, 1975 og 1980 sem þarna hittust og stóð fjörið frá föstudegi fram á sunnudagsmorgun.    Karl Gauti Hjaltason, sýslumaður og formaður Taflfélags Vestmannaeyja, hefur lyft grettistaki í skáklífi Eyjanna. Fyrir skömmu hélt TV Norðurlandamót grunnskólasveita þar sem Eyjamenn urðu í öðru sæti. Mótið þótti takast vel og sagði norski liðsstjórinn, Johs Kjeken í mótslok: „Þetta hefur verið svo miklu meira en skákmót fyrir okkur frá Noregi. Að fá að kynnast lífi heimamanna, fara í útreiðartúr, upplifa sögu goss- ins og finna lundapysjur gerir þessa upplifun að lífsreynslu sem við mun- um aldrei gleyma. Ég held ég mæli fyrir hönd allra þátttakenda þegar ég þakka af öllu hjarta fyrir móttök- urnar hér í Vestmannaeyjum. Ég þakka Skáksambandi Íslands og ekki síst Taflfélagi Vestmannaeyja fyrir okkur,“ sagði Kjeken klökkur.    Lundaballið Ekki er hægt að fara yf- ir atburði haustsins í Eyjum án þess að minnast á lundaballið sem að þessu sinni var í umsjá Suðureyinga. Sjaldan eða aldrei hafa fleiri mætt á lundaball en böllin hafa orðið mikið aðdráttarafl. Inntakið í skemmti- atriðunum eru létt skot á félagana í hinum eyjunum. Þeir sem ekki eru í innsta hring bjargveiðimanna skilja ekki allt sem fram fer á sviðinu en það gerir ekkert til, leikgleðin og einlægnin er það sem stendur upp úr. Skemmtiatriðin eru alltaf heima- tilbúin sem gefur þeim ákveðinn sjarma og ýtir undir samkeppni milli félaga sem skiptast á um að halda böllin. Suðureyingum tókst frábær- lega vel upp. Sjaldan hafa fleiri verið á lundaballi og stemmningin frábær sem má þakka góðum mat og ein- stökum skemmtiatriðum og svo því að eitt eiga bjargveiðimenn sameig- inlegt, þeir kunna að skemmta sér og öðrum.    Pétur Pan Í síðustu viku var fjöl- skylduleikritið Pétur Pan frumsýnt í Bæjarleikhúsinu í Eyjum. Það er Leikfélag Vestmannaeyja sem stendur að sýningunni en leikstjóri er Laufey Brá Jónsdóttir. Með helstu hlutverk fara þau Ævar Örn Kristinsson, sem leikur Pétur Pan, Sigurhans Guðmundsson, sem leikur Kobba Kló og Silja Elsabet Brynj- arsdóttir, sem leikur Vöndu. Sýn- ingin hefur fengið mjög góða dóma. VESTMANNAEYJAR Ómar Garðarsson fréttaritari Morgunblaðið/Ómar Garðarsson Ævintýri Emma með hrikalegum sjóræningjum í Pétri Pan. AUKAKRÓNUR 14 pizzurá ári fyrirAukakrónur A-kortin Kreditkort sem safna Aukakrónum fyrir þig Í hverjum mánuði geturðu fengið þér stóra og rjúkandi heita Dínamít pizzu hjá Dominos fyrir Aukakrónurnar sem safnast þegar þú notar A-kortið þitt – eða eitthvað annað sem þig langar í hjá samstarfsaðilum Aukakróna. Sæktu um A-kort á www.aukakronur.is * M.v. 150 þúsund kr. innlenda verslun á mánuði, þ.a. 1/3 hjá samstarfsaðilum. Sjá nánar á www.aukakronur.is. * E N N E M M / S ÍA / N M 3 8 4 18 N B I h f. (L a n d s b a n k in n ), k t. 4 7 10 0 8 -2 0 8 0 . Athygli borgarbúa er vakin á reglulegum viðtalstímum sviðsstjóra fagsviða Reykjavíkurborgar auk þjónustustjóra, mannréttindastjóra og framkvæmdastjóra þjónustumiðstöðva Velferðarsviðs. Vinsamlega pantið viðtal í síma 4 11 11 11 eða sendið tölvupóst á netfangið upplysingar@reykjavik.is Viðtalstímar stjórnenda ÍS L E N S K A S IA .I S H B S 44 61 7 10 .0 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.