Morgunblaðið - 17.10.2009, Síða 43

Morgunblaðið - 17.10.2009, Síða 43
Menning 43FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2009 Morgunblaðið/Ómar Óttastu eigi Verk Marteins H. Friðrikssonar verður frumflutt næstu helgi. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is TÓNLISTARDAGAR Dómkirkj- unnar hefjast í dag í 28. sinn undir kjörorðinu Soli Deo Gloria, setning- unni sem Jóhann Sebastian Bach skrifaði við mörg verka sinna og þýðir Guði einum til dýrðar. Marteinn H. Friðriksson dóm- organisti hefur stýrt Tónlistardög- unum frá upphafi; hann varð sjö- tugur í vor og er þetta í síðasta sinn sem hann sér um þá. Fjöldi tónlist- armanna vildi heiðra Martein sjö- tugan, og ber dagskráin þess vott, með óvenju mörgum tónleikum. Sú hefð hefur skapast að tón- skáld hafi verið beðin um að semja verk sérstaklega fyrir Tónlist- ardagana en í ár er nýja verkið eftir Martein sjálfan og verður frumflutt á tónleikum næstu helgi. Óttastu eigi „Ég ákvað að nú yrði fólk að láta sig hafa það að hlusta á verk eftir mig,“ segir Marteinn og hlær. „Þetta er átta radda kórverk og heitir Óttastu eigi, eftir orðum Jes- aja spámanns. Þau orð hafa fylgt mér lengi í lífi og starfi og mér þyk- ir mjög vænt um þau.“ Marteinn kveðst spenntur að sjá hvernig tónleikagestir taki verkinu. „Í nútímatónlist er engin ein stefna ráðandi. Ég passaði upp á að verkið væri lagrænt, en hljómanotkunin er ekki eins og í gamla daga og ég er ófeiminn við að skrifa eitthvað sem er stundum ómstrítt. Samt er verk- ið aðgengilegt og byggist fyrst og fremst á laglínum sem fylgja text- anum. Tveir kórar syngjast á og verkið er glaðlegt. Ég held að það verði auðvelt að hlusta á það.“ Tónlistardagar Dómkirkjunnar hefjast í dag Ófeiminn við ómstríður BÓKASAFNIÐ í Hveragerði og Listasafn Árnes- inga efna til menningargöngu um Hveragerði á morgun kl. 13 undir yfirskrift- inni Heitir þræðir í Hveragerði. Gangan hefst við Hverasvæðið í gestamóttökunni og lýkur í Listasafninu með spjalli um yfirstandandi sýn- ingar Þræddir þræðir og Einu sinni er. Í göng- unni verður staðnæmst við fjóra staði sem hafa menningarsögulegt gildi fyrir bæinn og þar verður þráður sögunnar rakinn með ýmsum flækjum til dagsins í dag. Menning Menningarganga í Hveragerði Hveragerði HÁTÍÐARMESSA að hætti Grallarans, eða Gra- duale, frá 1594, verður sungin í Langholtskirkju í fyrramálið. Tilefnið er 25 ára vígsluafmæli kirkj- unnar, sem helguð er Guð- brandi biskupi Þorlákssyni. Fylgt verður texta úr Guð- brandsbiblíu frá 1584 og einnig verður sunginn sálmur úr sálmabók Guðbrands frá 1589. Kl. 10 verður opnuð sýning á Guðbrandsbiblíu frá Hólum, Grallara frá Skálholti og hebreskri biblíu áritaðri af Guðbrandi. Messan er sungin bæði á íslensku og latínu. Sagnfræði Messað að Grall- arasið í Langholti Langholtskirkja GUÐMUNDUR Stein- grímsson verður áttræður hinn 19. október. Af því til- efni og vegna útkomu bók- arinnar Papa Jazz verður útgáfuhátíð í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur kl. 15-17 sunnudaginn 18. okt. Þar verða djasstónleikar þar sem fram koma auk Guðmundar Árni Ísleifsson píanóleikari, Bjarni Sveinbjörnsson bassaleik- ari, Björn Thoroddsen gítarleikari, Carl Möll- er píanóleikari, Ólafur Gaukur gítarleikari, Svanhildur Jakobsdóttir söngkona, Vigdís Ás- geirsdóttir söngkona og fleiri. Tónlist Afmælistónleikar „Papa Jazz“ Guðmundur Steingrímsson RITHÖFUNDASETRIN Gljúfrasteinn og Skriðu- klaustur stíga nú fyrstu skrefin í samstarfi sín á milli og efna til tónleika á Gljúfrasteini í dag kl. 16. Þar flytja söngkonan Liv Skrudland og sellóleikarinn Karin Nielsen norsk og ís- lensk lög Listamennirnir eru frá Norður-Noregi og hafa að undanförnu dvalist í gestaíbúðinni Klaustrinu á Skriðuklaustri og er dvölin hluti af samstarfi menningarráðanna í Vesterålen og á Austurlandi. Aðgangseyrir er 500 krónur og allir velkomnir. Tónlist Norskir listamenn á Gljúfrasteini Gljúfrasteinn HEIÐRÍKJA klassíska tímans verður við völd í Kammermúsíkklúbbnum í Bústaðakirkju á sunnudagskvöld kl. 20. Þar verða góðkunningjar klúbbsins í stafni, fiðluleikararnir Sigrún Eðvaldsdóttir og Zbigniew Dubik, Helga Þór- arinsdóttir víóluleikari og Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari. Verkin eru eftir þrjá mestu jöfra klassíkurinnar, Strengjakvartett í G-dúr op.77 nr.1 eft- ir Josef Haydn, Strengjakvartett í d-moll K421 eftir Wolfgang Amadeus Mozart og Strengjakvartett í A-dúr op.18 nr. 5 eftir Ludwig van Beethoven. Klassík í Kammer- músíkklúbbnum DAGSKRÁ helguð Höllu Eyjólfsdóttur skáldi verður í Gerðubergi á morgun frá kl. 14 - 16. Til- efni óðsins til Höllu er opnun sýningarinnar Svan- urinn minn syngur. Líf og ljóð skáldkonunnar Höllu Eyjólfsdóttur. Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, sagnfræðingur, á heiðurinn af sýningunni. Gefin verður innsýn í þau yrkisefni sem voru skáldkonunni hugleiknust – ástina, náttúruna og sorgina. Listrænt samstarf Höllu við tónskáldið Sigvalda Kaldalóns fær sérstakan sess þar sem söngvararnir Nathalía Druzin Halldórsdóttir, mezzósópran og Gissur Páll Gissurarson, tenór, flytja ásamt Nínu Margréti Grímsdóttur, píanó- leikara, úrval þeirra sönglaga Sigvalda sem samin voru við ljóð Höllu s.s. Svanurinn minn syngur, Maríubæn og Ég lít í anda liðna tíð. Svanurinn minn syngur Halla Eyjólfsdóttir Á fyrstu tónleikum Tónlistardaga Dómkirkjunnar, í dag kl. 17, flytja Kór Neskirkju og Steingrímur Þórhallsson stjórnandi hans af- mælisgjöf sína til Marteins, m.a. nýtt verk eftir Steingrím. Stærstu tónleikar Dómkórsins á Tónlistardögum verða í Hall- grímskirkju 15. nóvember kl. 17, þar sem kórinn flytur verk eftir tvo jöfra rómantíkurinnar, Messu í D-dúr eftir Antonin Dvorák fyrir einsöngvara, kór og orgel og einnig mótettuna Fest- und Gedenksprüche eftir Jóhannes Brahms. Flytjendur auk kórsins verða: Þóra Einarsdóttir sópran, Sesselja Kristjánsdóttir alt, Gissur Páll Gissurarson tenór, Ágúst Ólafsson bassi og Guðný Einarsdóttir orgelleikari. Stjórn- andi er að sjálfsögðu Marteinn H. Friðriksson. Það kostar 1500 krónur á þessa tónleika, en ann- ars er aðgangur ókeypis á alla aðra tónleika Tónlistardaganna. Nánari upplýsingar um tón- leika er að finna á vef Dómkirkj- unnar. Dómkórinn syngur Brahms og Dvorák domkirkjan.is Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga 10–18, laugardaga kl. 11–16 og sunnudaga kl. 14–16 Hafmeyjan sýning á verkum Nínu Sæmundsson Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu 17. október – 1. nóvember 17. október – 1. nóvember Á sýningunni er m.a. fyrirmynd hafmeyjunnar sem sprengd var í loft upp á nýársnótt 1960. Hús:Heimili Lilja Kristjánsdóttir & Ingunn Jónsdóttir Ef breytan „fólk“ er tekin út, hvað gerir þá hús að heimili og hvenær hættir hús að vera heimili? Ljósmyndasýning Sýningarnar opna kl. 15 laugardaginn 17. október

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.