Morgunblaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2009 SKJÁR 1 fagnar um þessar mund- ir 10 ára afmæli sínu og hefur í dagskránni að undanförnu litið yfir farinn veg í fylgd Dóru Take- fusa. Ekki eru á döfinni miklar breytingar á dagskránni sem slíkri, við breytingu í áskriftarstöð. Skjár 1 einn hefur orðið að draga saman seglin hvað mannskap varð- ar. Þegar mest lét störfuðu um 55 manns á stöðinni en fastir starfs- menn í dag eru ríflega 30. Til við- bótar eru verktakar en Skjár 1 framleiðir ekki eigið sjónvarpsefni lengur heldur kaupir það af fram- leiðendum, stórum sem smáum. Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is SKJÁR 1 verður frá miðjum nóv- ember nk. áskriftarstöð og sent verður út í læstri dagskrá. Und- antekningin er tíminn frá kl 18.30 til 20 á kvöldin, þar á meðal fréttatími Skjás 1 og Morgunblaðsins, sem verður áfram í opinni dagskrá. End- urtekinn fréttatími um tíuleytið gæti orðið læstur en endanlegar ákvarð- anir hafa ekki verið teknar um það. Áskrift mun kosta 2.200 kr. á mánuði en ekki verður byrjað að innheimta áskriftargjöld fyrr en 1. desember. Allir sem skrá sig fyrir áskrift munu hafa aðgang að stöð- inni án endurgjalds frá miðjum nóv- ember til 1. desember, samkvæmt tilkynningu frá sjónvarpsstöðinni. Hægt verður að kaupa áskrift bæði í gegnum Sjónvarp Símans og Digital Ísland hjá Vodafone þannig að ekki verður þörf á að skipta út þeim myndlyklum sem fyrir eru á heimilinu. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Skjásins, segir við Morgunblaðið að það hafi alltaf verið fyrsti kostur stöðvarinnar að vera með ókeypis dagskrá. En vegna efnahagskreppunnar og útlitsins næstu árin hafi orðið að grípa til ein- hverra aðgerða. Neyðarráðstöfun Hún segir efniskostnað hafa hækkað verulega, á sama tíma og auglýsingamarkaðurinn hafi dregist saman, eina tekjulind stöðvarinnar. „Tekjurnar hafa ekki aukist og við erum að keppa í mjög ójöfnu sam- keppnisumhverfi. Þetta er neyð- arráðstöfun af okkar hálfu. Íslenskt viðskiptalíf er að ganga í gegnum mikla uppstokkun og endurnýjun, þar sem taka þarf alla rekstrarliði til endurskoðunar. Við höfum farið í gegnum allt hjá okkur og þetta er niðurstaðan. Áskriftarverðinu er stillt í hóf og við treystum á að geta náð til nægjanlegra margra. Við höf- um trú á dagskránni okkar og telj- um okkur hafa dygga áhorfendur sem vilja standa með okkur,“ segir Sigríður Margrét. Skjár 1 ekki lengur ókeypis Fréttatími í samstarfi Skjás 1 og Morgunblaðsins áfram í opinni dagskrá Morgunblaðið/Kristinn Áskrift Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Skjás 1, segir það neyðarráðstöfun að taka upp áskrift. Stöðin varð að grípa til aðgerða. MEÐ gengishruni krónunnar breyttust skuldir sjávarútvegsfyr- irtækja í hrein og klár skrímsli og ekki er eðlilegt að ríkisstjórnin fari svonefnda fyrningarleið aflaheim- ilda í kvótakerfinu nema taka skuld- ir fyrirtækja og einstaklinga einnig inn í breytuna. Þetta kom fram í máli Arthúrs Bogasonar, formanns Landssambands smábátaeigenda, á aðalfundi samtakanna í vikunni. Arthúr fjallaði um svonefnda fyrningarleið í sjávarútvegi sem nú- verandi stjórnarflokkar hafa á stefnuskrá sinni og ætla að innkalla veiðiheimildir um 5% á ári frá og með 1. september 2010. „Þessi aðferð á að fullnægja rétt- lætinu. Réttlæti hverra hefur hins vegar ekki verið tíundað. Ég ætla ekki að gera lítið úr gremju þeirra sem hafa fylgst með oflátungshætti þeirra sem hafa farið langt fram úr sjálfum sér innan sjávarútvegsins og hroka þeirra sem tala fyrir þeirra hönd,“ sagði Arthúr sem tók dæmi af fyrirtæki í smábátaútgerð sem er með 100 tonna kvóta og skuldar 100 milljónir, eftir gengis- hrun krónunnar. Í septemberbyrjun á næsta ári mun fyrirtækið skv. óbreyttum aflaheimildum hafa, að sögn Arthúrs, 95 tonna kvóta en skulda um 105-110 milljónir. Þetta er, segir formaðurinn, ekki til þess fallið að efla smábátaútgerðina og strandveiðar sem þó sé vilji sitjandi ríkisstjórnar samkvæmt stefnu- yfirlýsingu hennar. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Skapti Bryggjustemning Óvissa markar útgerðina og starfsskilyrði hennar. Skuldirnar breyttust í skrímsli Smábátamenn segja fyrningarleið hæpna FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, heimsótti Rauðakrosshúsið við Borgartún í Reykjavík í gær og tók meðal annars þátt í hláturjóga. Á hverjum föstudegi síðan í maí hefur dagskrá vikunnar í Rauðakrosshúsinu lokið með hlátur- jóga undir stjórn nokkurra hláturjógakennara. Iðkendum er komið til að hlæja með ýmsum leik- rænum og skemmtilegum aðferðum. Tíminn er öllum opinn og ókeypis og hefur þátttakendum fjölgað ört en um 20 til 30 manns mæta vikulega, að sögn Sölva Péturssonar hláturjógakennara. Í gær hló forsetinn með Sölva, Jóhönnu Kristjáns- dóttur og Þórdísi Sigurðardóttur og skemmtu þau sér konunglega. Frítt hláturjóga fyrir alla í Rauðakrosshúsinu á föstudögum Morgunblaðið/Ómar Hlegið með forsetanum HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær þá Jóhannes Kr. Kristjánsson, Kristinn Hrafnsson, 365 miðla og Ara Edwald af skaðabótakröfu Benja- mín Þórs Þorgrímssonar vegna þáttarins Kompás á Stöð 2. Er Benjamín gert að greiða þeim sem hann stefndi 170.000 kr. hverjum í málskostnað en hann krafðist 10 milljóna króna bóta fyrir „að vera tekinn af lífi án dóms og laga í fjölmiðlum stefndu,“ eins og það var orðað í stefnu. Málið snérist um lögmæti þess, að aðstanendur Kompáss tóku á laun upp hljóð og mynd af fundi Benjamíns og Ragnars Ólafs Magnússonar í júlí á síðasta ári og var það liður í efnisöflun um vinnu- brögð handrukkara. Myndir frá fundinum voru sýndar í Kompási í september. Þar sást Benjamín krefja Ragnar um peningagreiðslu. Héraðsdómur segir, að ekki fari á milli mála að Benjamín hafði í frammi hótanir við Ragnar. Lauk samtalinu með því að Benjamín gekk í skrokk á Ragnari og hætti ekki fyrr en þeir Kristinn og Jóhannes Kr. óku á vettvang. Staðinn að alvarlegu lögbroti Héraðsdómur segir í niðurstöðu sinni, að við upptökuna hafi Benjamín verið staðinn að alvar- legu lögbroti. Við slíkar aðstæður geti dómurinn ekki fallist á að sú vernd, sem 71. gr. stjórnarskrár- innar um friðhelgi einkalífsins tryggi honum skjól fyrir umfjöllun fjölmiðla. „Mestu skiptir hins vegar að upptakan, og síðar birting hennar, var raunsönn lýsing á samfélagsmeini, þar sem leikreglur sam- félagsins eru þverbrotnar og uppgjör mála knúin fram með líkamlegu ofbeldi eða hótunum um slíkt eða aðrar ófarir,“ segir í niðurstöðu dómsins. Og einnig: „Þótt aðalefni myndskeiðsins og umfjöllunar stefndu hafi verið hinar ólögmætu starfsaðferðir stefnanda, verður að telja að birting myndar af hon- um hafi, eins og hér háttaði til, ekki falið í sér brot gegn rétti stefnanda til eigin myndar. Að áliti dóms- ins hafði almenningur augljósa hagsmuni af því að þekkja stefnanda og starfsaðferðir hans, og mun meiri en stefnandi af því að upptakan yrði ekki birt. Jafnframt er það álit dómsins að umfjöllun stefndu um stefnanda hafi í umrætt sinn bæði verið mál- efnaleg og byggð á staðreyndum.“ Augljósir hagsmunir almenn- ings að þekkja Benjamín Þór Kompás sýknaður af skaðabótakröfu Benjamíns Þórs Þorgrímssonar Skjár 1 tíu ára og starfsmenn urðu 55 þegar mest lét S1 Stöðin fór í loft- ið fyrir tíu árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.