Morgunblaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 18
18 Fréttir VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2009 FRAMSÝN – stéttarfélag lýsir yfir megnri óánægju með afstöðu rík- isstjórnarinnar til uppbyggingar ál- vers á Bakka við Húsavík. Ljóst sé að ákvörðun stjórnvalda um að skrifa ekki undir viljayfirlýsingu með heimamönnum og Alcoa varð- andi álver á Bakka sé reiðarslag fyrir Þingeyinga. Ekki síst á sama tíma og atvinnulausum fari fjölg- andi og hundruð milljóna flæði úr ríkissjóði í atvinnuleysisbætur. Bent er á að heimamenn og sam- starfsaðilar hafi unnið heiðarlega að verkefninu og sett verulega fjár- muni í það í samráði við stjórnvöld á hverjum tíma. Með ákvörðun stjórnvalda nú hafi þau brugðist öllu trausti og þar með samstarfs- aðilum. Slíkt sé með öllu óþolandi og komi sveitarfélaginu Norð- urþingi, Orkuveitu Húsaíkur og íbúum svæðisins í mjög slæma stöðu. Því þurfi engan að undra að stéttarfélag með yfir 2.000 fé- lagsmenn hafi áhyggjur af stöðunni og framtíðarhorfum. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um álver á Bakka reiðarslag fyrir Þingeyinga Morgunblaðið/ÞÖK Álver Úr álverinu á Reyðarfirði. SEX af hverjum tíu aðildarfyrirtækjum SA hyggjast ekki gera breytingar á starfsmannafjölda á næstu sex mánuðum. 14% áforma fjölgun starfs- manna en 26% hyggjast fækka þeim. Af þeim sem hyggjast fjölga starfs- mönnum ætla tveir þriðju að fjölga um innan við fimm starfsmenn. Þó finn- ast dæmi um áformaða fjölgun um yfir 50 starfsmenn. Í þeim hópi sem hyggst fækka starfsmönnum ætla 70% að fækka um innan við fimm starfs- menn en fimmtungur þeirra hyggst fækka um meira en 10 starfsmenn. Þetta kemur fram í nýrri könnun SA á atvinnuhorfum meðal fyrirtækja. Fyrirtækin í könnuninni endurspegla sjávarútveg, iðnað, bygging- arstarfsemi, veitur, verslun og samgöngur, hótel og veitingarhús, fjár- mála- og tryggingafyrirtæki. Áætlað er að í þessum atvinnugreinum starfi um 87.000 manns um þessar mundir. Áformuð fjölgun starfsmanna hjá þeim fyrirtækjum sem í könnuninni hyggjast fjölga starfsmönnum á næstu sex mánuðum er 1,2% af heildarstarfsmannafjölda en áformuð fækkun nemur 3,5%. Nettófækkun starfsmanna nemur því 2,3 % af starfs- mannafjölda, eða sem samsvarar um 2.000 manns. Fjórðungur fyrirtækja hyggst fækka starfsmönnum en 14% ætla að fjölga SAMTÖK atvinnulífsins telja það bæði nauðsynlegt og skynsamlegt að fjölga konum í forystusveit ís- lensks atvinnulífs og hvetja því fyr- irtæki til að nýta betur kraft kvenna. Nýleg íslensk rannsókn sýnir að fyrirtæki eru síður líkleg til að lenda í vanskilum ef þau eru rekin af konum og arðsemi eig- infjár er meiri í fyrirtækjum þar sem konur eru framkvæmdastjór- ar. Fyrirtæki sem stofnuð eru af báðum kynjum eru ennfremur lík- legust til að lifa og blandaðar stjórnir kvenna og karla hafa reynst best. Á vef SA má finna lista yfir fjölmargar öflugar rekstr- arkonur sem eru til í að láta frekar til sín taka í íslensku viðskiptalífi. Morgunblaðið/Jim Smart Samtök atvinnulífsins Vilja hvetja konur til forystu í atvinnulífinu. SA vilja fjölga konum í forystu atvinnulífsins Í ÁR eru 100 ár frá því vatnsveita tók til starfa í Reykjavík og olli hún bylt- ingu í lífsskilyrðum borgarbúa. Þessa hefur verið minnst með margvís- legum allt þetta ár. Í gær var loka- hnykkur hátíðarhaldanna þegar haldið var málþing um vatns- og veitumál. Að málþinginu loknu fékk borgarstjórinn í Reykjavík afhent fyrsta eintak sögu Vatnsveitu, Raf- magnsveitu og Hitaveitu Reykjavíkur. Höfundar þeirra eru sagnfræðing- arnir Hilmar Garðarsson, Lýður Björnsson og Sumarliði R. Ísleifsson. Í gær var einnig opnuð sögusýningin „Vatnaskil, dropar úr sögu Vatns- veitunnar í 100 ár.“ Sýningin er í Galleríi 100° í höfuðstöðvum OR. Á sýn- ingunni gefur m.a. að líta kamarhurð skreytta af Jóhannesi Kjarval. Saga veitustofnana komin út í bókum FYIRTÆKIÐ Léttitækni á Blöndu- ósi fékk nýlega hvatningarverðlaun frá stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, en þau verð- laun hafa verið veitt árlega frá árinu 1999. Fyrirtækið er í eigu Jakobs Jónssonar og Katrínar Lín- dal og er stofnað árið 1995. Létti- tækni sérhæfir sig í framleiðslu og innflutningi á tækjum til að létta dagleg störf og auka afköst, allt frá léttum vögnum og trillum upp í stóra og sérhæfða lyftara. Þá er fyrirtækið umsvifamikið í fram- leiðslu og uppsetningu hillukerfa. Hvatningarverðlaun GREIÐSLUVERKFALLI Hags- munasamtaka heimilanna lauk í fyrradag eftir að hafa staðið í tvær vikur. Í tilefni af því hafa hags- munasamtökin sent beiðni til for- sætisráðherra og félagsmálaráð- herra þar sem óskað er eftir að efnt verði til formlegs viðræðufundar með fulltrúum Hagsmunasamtaka heimilanna og forsætisráðherra og fjármálaráðherra. Greiðsluverkfall STUTT FRÉTTASKÝRING Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is FME hefur sent mál er varðar alls- herjar markaðsmisnotkun Kaup- þings banka til embættis sérstaks saksóknara, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Grunur leikur á að bankinn hafi kerfisbundið reynt að hafa áhrif á eigin hlutabréfaverð og skapað stöðuga eftirspurn eftir bréfunum og þannig sent röng og villandi skilaboð til markaðarins um eft- irspurnina og raunvirði hlutabréf- anna. Brot gegn markaðsmisnotkun samkvæmt 117. gr. laga um verð- bréfaviðskipti geta varðað allt að sex ára fangelsi. Keypti og seldi áfram Þetta var gert með þeim hætti að bankinn, sem á hverjum tímapunkti mátti lögum samkvæmt að hámarki eiga 5% í sjálfum sér, keypti bréfin inn á veltubók og seldi þau síðan áfram til valinna viðskiptavina. Oft var þetta gert með lánum gegn veð- um í bréfunum sjálfum og áhættu- leysi viðskiptavinanna því algert vegna hlutabréfakaupanna. Með þessum hætti var bankinn virkur á markaði með eigin hlutabréf. Smærri mál mynda eina heild Mörg smærri mál, sem rannsökuð hafa verið af FME og sum hver áð- ur verið send til embættis sérstaks saksóknara, tengjast allsherjar markaðsmisnotkuninni. Mörg dæmi eru um lánveitingar hjá Kaupþingi til eignarhaldsfélaga þar sem lán voru nýtt til að kaupa hlutabréf og einu veðtryggingarnar voru bréfin sjálf. Dæmi um slíkt er t.d. lán til Holt Investments Ltd., félags Skúla Þorvaldssonar, þar sem eini tilgang- urinn virðist hafa verið hlutabréfa- kaup í Kaupþingi, og jafnframt lán til Kevins Stanfords, sem var fjórði stærsti hluthafi bankans fyrir hrun. Heildarlán Kaupþings banka til Stanfords námu 374,8 milljónum evra (um 68,8 milljörðum króna). 45% lánanna voru nýtt til hluta- bréfakaupa í Kaupþingi og stór hluti veðtrygginga var bréfin sjálf. Lánin eru tíunduð í lánayfirliti Kaupþings banka frá 25. september 2008 sem hefur verið gert opinbert á vefnum Wikileaks.org. Áhættulítil viðskipti sjeiksins Annað mál sem fellur undir þessa sömu rannsókn er mál sjeik Mo- hameds Bin Khalifa Al-Thani frá Katar, en sjeikinn keypti 5% hlut í bankanum hinn 25. september 2008, tveimur vikum fyrir hrun, fyrir 26 milljarða króna. Í ljós kom að Kaupþing hlutaðist til um kaupin með því að kaupa eig- in bréf upp að lögbundnu hámarki og selja þau svo sjeiknum. Kaup- þing lánaði tveimur félögum sem skráð eru á Tortola-eyju fjármagn, sem þau lánuðu svo Q Iceland Fin- ance, félagi sjeiksins. Sigurður Ein- arsson og Hreiðar Már Sigurðsson hafa báðir réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn á máli Al-Thanis. Ekki náðist í Hreiðar Má í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Morgunblaðið/Ómar Markaðurinn blekktur Mörg smærri mál, sem rannsökuð hafa verið af Fjármálaeftirlitinu og sum hver áður verið send til embættis sérstaks saksóknara, tengjast allsherjar markaðsmisnotkun hjá Kaupþingi banka. Grunur um falsaða eftirspurn hlutabréfa Virkur á markaði með eigin hlutabréf Kaupþing keypti eigin hlutabréf upp að lögbundnu hámarki og seldi þau síðan til valinna viðskiptavina og starfsmanna bankans. Í mörgum tilvikummeð lánum þar sem einu veðtryggingarnar voru hlutabréfin sjálf. Kaupþing mátti á hverjum tímapunkti eiga að hámarki 5% af eigin bréfum. Sjeik Al-Thani Skúli Þor- valdsson Kevin Stanford Valdir viðskiptavinir, t.d.: Hlutabréfamarkaður Kaupir eigin bréf Lán til valinna viðskiptavina Selur eigin bréf Allsherjar markaðsmisnotkun til sérstaks saksóknara Grunur leikur á að Kaupþing banki hafi sent röng og villandi skilaboð til markaðarins um verð á eigin hlutabréfum. Bankinn hafi kerfisbundið reynt að halda verði og eftirspurn í hámarki. Morgunblaðið hefur áður greint frá því að FME hafi rannsakað alla föllnu bankana þrjá af þessari ástæðu, en að rannsókn vegna Kaupþings hafi verið lengst komin. Ýmis mál tengd Landsbankanum eru nátengd stærri rannsókn á meintri markaðsmisnotkun með hlutabréf í bankanum, samkvæmt heimildum blaðsins. Eitt af þeim er mál Imon ehf., félags Magnúsar Ármann. Imon ehf. keypti hluta- bréf í Landsbankanum fyrir á fimmta milljarð króna af bank- anum sjálfum hinn 3. október 2008, þremur dögum fyrir hrun, og varð fjórði stærsti hluthafi bankans. Einnig má nefna mál Stím ehf. sem hefur verið í rann- sókn hjá FME frá því í fyrrahaust. Félagið, sem er í eigu Jakobs Valgeirs Flosasonar, útgerð- armanns í Bolungarvík, var sér- staklega stofnað til að kaupa bréf í Glitni og FL Group, stærsta eig- anda Glitnis, fyrir tæpa 24,8 millj- arða króna í nóvember 2007. Selj- andi bréfanna var Glitnir sjálfur, sem lánaði Stím einnig 19,6 millj- arða króna til kaupanna. Föllnu bankarnir þrír til rannsóknar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.