Morgunblaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 34
34 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2009
✝ Þóranna Hansenfæddist á Dalvík
18. apríl 1936. Hún
lést á gjörgæsludeild
FSA 7. okt. sl.
Foreldrar hennar
voru Hans Herluf
Hansen, f. 18.7. 1901,
d. 4.5. 1936, og kona
hans Þuríður Jóna
Magnúsdóttir, f. 2.9.
1906, d. 5.7. 1995,
fósturfaðir Þórönnu
frá 1947 var Har-
aldur Zophoníasson
hagyrðingur, f. 5.9.
1906, d. 22.12. 1996. Systur Þór-
önnu eru 1) Matthildur Hansen, f.
24.6. 1932, d. 25.3. 1933. 2) Hildur
Hansen, f. 7.10. 1933, maki Þórir
Stefánsson, f. 23.5. 1924. Barn
þeirra er Þórhildur Arna Þór-
isdóttir verslunarmaður, f. 21.2.
1962, sambýlismaður Ingvar Páll
Jóhannsson, f. 1.12. 1960, gjald-
keri hjá Dalvíkurbyggð, börn
þeirra eru 1) Katrín Sif uppeldis-
Andri Þór Ólafsson tónlist-
armaður, f. 26.11. 1987. Fyrir átti
Aðalsteinn soninn Guðmund
Ágúst, f. 30.9. 1945.
Þóranna bjó alla tíð á Dalvík.
Eftir hefðbundna skólagöngu
byrjaði hún snemma að vinna fyr-
ir sér við þau störf sem í boði
voru hverju sinni, s.s. fiskvinnu og
síldarsöltun. Mörg ár vann hún
við hin ýmsu verslunarstörf,
lengst af hjá KEA og í Dalvík-
urapóteki, starfsævi sína endaði
hún hjá Sparisjóði Svarfdæla.
Þóranna vann lengi að málum
Slysavarnafélags Íslands sem voru
henni sérstaklega hugeikin. Hún
sat í landsstjórn SVFÍ um árabil,
einnig var hún í stjórn og formað-
ur slysavarnadeildar kvenna á
Dalvík í yfir tuttugu ár. Hún vann
einnig að málum aldraðra og var
formaður félags eldri borgara á
Dalvík um tíma. Þóranna var mik-
il hannyrða-og prjónakona og var
hún vel þekkt fyrir sína rósavett-
linga.
Útför Þórönnu fer fram frá
Dalvíkurkirkju í dag, laugardag-
inn 17. október, og hefst athöfnin
kl. 13.30.
fræðingur, f. 14.6.
1985. 2) Þórir nemi í
VMA, f. 25.6. 1989.
Hinn 25.12. 1958
giftist Þóranna Að-
alsteini Grímssyni, f.
í Reykjavík. 20.2.
1926, foreldrar Gróa
Ágústa Guðmunds-
dóttir, f. 26.8. 1896,
látin, og Grímur
Guðmundsson, f. 1.4.
1898, látinn, fóst-
urfaðir Guðlaugur
Davíðsson, f. 23.12.
1909, látinn. Þór-
anna og Aðalsteinn eignuðust eina
dóttur, Hildi, sem starfar við bók-
hald, f. 4.9. 1955, gift Ólafi Ágúst
Baldurssyni pípulagningameist-
ara, f. 18.8. 1954. Hildur og Ólaf-
ur eiga tvo syni 1) Aðalsteinn
hagþróunarfræðingur, f. 2.5.
1981, í sambúð með Andreu Pál-
ínu Helgadóttur, f. 12.12. 1978,
viðskiptafræðingi og eiga þau eitt
barn, Hildi Helgu, f. 9.4. 2009. 2)
Elsku mamma mín, hetjulegri og
snarpri baráttu þinni við illvígan
sjúkdóm er lokið, það tók innan við
einn mánuð. Ég gerði mér grein fyr-
ir því strax í upphafi að líkurnar
voru ekki miklar á sigri við þennan
vágest, en þar sem þú varst þekkt
fyrir allt annað en að gefast upp hélt
ég samt í vonina, enda alin upp við
það að þú bjargaðir þér út úr hlut-
unum.
Það var nú gert grín að okkur fyr-
ir öll símtölin og samveruna, en það
er samt eitt sem við höfðum alveg
gleymt að ræða, það var hvað við
myndum gera þegar aðeins önnur
okkur stæði eftir! Nú er ég í þeim
sporum og er áttavillt án þín.
Þú ein veist hvað ég sakna þín
mikið og þó ég sé orðinn „gömul“
eins og drengirnir mínir segja nú
stundum á ég bágt með að takast á
við fráfall þitt og trúa því að þú
hringir ekki oftar í mig og við ræð-
um hin og þessi mál.
Ástarþakkir fyrir allt sem þú
gerðir fyrir mig og mína fjölskyldu,
þú hugsaðir alltaf meira um okkur
en sjálfa þig, og studdir okkur í
gegnum það sem við tókum okkur
fyrir hendur. Drengirnir þínir, Alli
og Andri Þór, voru þér alltaf efst í
huga, hvernig þeim liði, hvað þeir
væru að gera og hvort þá vantaði
eitthvað, þá voru amma og afi til
taks. Það er sárt að þú skildir ekki
fá meiri tíma með litlu Hildi Helgu
og fyrir hana að geta ekki kynnst
langömmu sinni. Ég mun sýna henni
myndir úr öllum ferðalögunum sem
þið Hildur systir þín fóruð í síðast-
liðin ár og segja henni fullt af sögum
af þér.
Elsku mamma, það er komið að
leiðarlokum að sinni, ég veit að þú
fylgist alltaf með okkur, þú mátt
treysta því að ég, Alli, Andri Þór og
Óli, elsku besti tengdasonur eins og
þú sagðir alltaf, munum fylgjast vel
með pabba og Hildi, systur þinni.
Við kveðjum þig með tregans þunga
tár
sem tryggð og kærleik veittir liðin ár.
Þín fórnarlund var fagurt ævistarf
og frá þér eigum við hinn dýra arf.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Guð geymi þig.
Þín dóttir,
Hildur.
Elsku amma. Eftir rúmlega 28 ár
skiljast leiðir okkar fyrr en mig
grunaði. Fyrir minna en mánuði síð-
an áttum við fjölskyldan frábæra
helgi í bústaðnum, og nú þarf ég
horfast í augu við að það var síðasta
helgin sem við munum eyða saman.
Okkur er kennt að þetta sé gangur
lífsins, og eyðum við stórum hluta
ævi okkar í að búa okkur undir það
eina sem liggur alltaf ljóst fyrir í líf-
inu: Eitt sinn verða allir menn að
deyja. Aldrei er maður þó tilbúinn
til að takast á við það þegar fjöl-
skyldumeðlimur fellur frá, og síst af
öllu þú amma, sem alltaf varst
sterkust allra. Það fór ekki framhjá
neinum nákomnum þér að þú stjórn-
aðir því sem þú kærðir þig um og
enginn komst upp með yfirgang
gagnvart þér eða þínu fólki. Al-
menningsálit var ekki það sem
skipti þig mestu, heldur að fjöl-
skyldu þinni og okkur „drengjunum
þínum“ liði vel. Sögur af gjöfum þín-
um til okkar bræðra voru frægar, og
pakkinn frá ömmu var yfirleitt opn-
aður síðast því víst þótti að hann
táknaði skák og mát fyrir aðrar
gjafir. Óteljandi atburðir milli okkar
tveggja eru mér minnisstæðir, og
flestar æskuminningar mínar eru
bundnar Öldugötunni.
Á öllum tímabilum lífs míns
varstu tilbúin að sýna mér þolin-
mæði, áhuga og hvatningu. Það varð
til þess að ég sótti mikið í þig þegar
ég taldi mig hafa unnið gott verk,
hvort sem var í skóla eða vinnu, og
langaði að monta mig. Að gera þig
stolta var meiriháttar tilfinning, því
þú varst manneskja sem maður leit
upp til.
Þrátt fyrir biturðina sem fylgir
því að þurfa kveðja þig alltof
snemma, þá er eitt haldreipi sem ég
hef lengi treyst á að myndi hjálpa
mér útúr þessum hremmingum.
Fyrir allnokkrum árum vorum við
tvö saman á Öldugötunni og ég taldi
í mig kjark til að segja þér hluti sem
voru mér mikilvægir. Ég tjáði þér
hvað mér þætti vænt um þig og afa,
þið væruð meira en afi minn og
amma, þið væruð vinir mínir. Á
sama tíma og gelgjan og töffaras-
tælarnir voru í hámarki, tókst mér
þó að sitja andspænis fjölskyldu-
meðlim og opna mig upp á gátt. Þú
tókst utan um mig og þakkaðir mér
innilega fyrir.
Ég hef lengi óttast daginn sem ég
hefði þig ekki lengur í kallfæri.
Tvisvar sinnum hafði ég beðið í
hljóði til Guðs að þú og afi yrðuð
ekki tekin frá mér fyrr en ég hefði
náð ákveðnum áföngum í lífinu. Ég
bað um að fá að verða 25 ára áður en
þið yrðuð tekin frá mér, og seinna
að mér tækist að gera þig að lang-
ömmu. Þann 9. apríl síðastliðinn
varð mér ljóst að ég hafði verið
bænheyrður. Ég var orðinn 28 ára
og Hildur Helga var fædd. Grátlegt
er að þið skylduð ekki fá meiri tíma
saman, en til allrar guðs lukku eru
til myndir af ykkur saman, sem mun
auðvelda mér að útskýra fyrir litlu
stelpunni minni hvílíkt hörkukvendi
langamma hennar var.
Elsku amma mín, ég kveð þig með
tárum og bið Guð að geyma þig. Ég
mun halda áfram að reyna að gera
þig stolta. Ég veit að þú munt vaka
yfir okkur litlu fjölskyldunni. Við
pössum og styðjum afa og Diddu, og
ég mun halda áfram að leita á þínar
náðir þegar mig vantar hjálp, ég veit
að þú munt alltaf heyra í mér.
Aðalsteinn Ólafsson.
Elsku amma mín.
Frá því að mamma hringdi í mig
og tjáði mér að þú værir komin á
gjörgæslu leist mér ekki á blikuna.
Það var einhvern veginn svo óhugs-
andi þar sem helgina áður voru þið
öll að mér undanskildum saman
komin í bústaðnum okkar í Skíðadal.
Ekkert okkar hafði hugmynd um
hversu alvarlegur sjúkdómur þinn
var í raun. Þetta tók allt svo stuttan
tíma.
Það er mér sárt og erfitt að hugsa
til þess að ég eigi ekki eftir að fá
fleiri símhringingar frá þér á kvöld-
in og spjalla um allt milli himins og
jarðar. Þú stóðst alltaf með mér,
hvattir mig áfram og styrktir mig á
allan hátt og varst svo áhugasöm um
hvað væri að gerast hjá mér. Hvort
ég væri að spila mikið, hvernig væri
í vinnunni og hvort það væri nú ekki
allt hreint og snyrtilegt hjá mér. All-
ur sá stuðningur sem þú veittir mér
þegar ég bjó erlendis. Alltaf barstu
hag fjölskyldunnar fyrir brjósti og
ef þér fannst á henni brotið varst þú
fyrsta manneskjan til að standa upp
og láta í þér heyra. Alltaf svo sterk
og traust. Ótrúlegt að þú skulir allt í
einu vera farin, við sem vorum að
vona að þú fengir að sjá Hildi Helgu
vaxa úr grasi og fylgjast með okkur
í nokkur góð ár í viðbót.
Ég þakka fyrir allar þær frábæru
stundir sem ég átti hjá ykkur afa á
Dalvík sem barn og unglingur. Ég
lofa að hafa allt snyrtilegt hjá mér
og passa okkar fólk sem ég best get.
Elsku amma mín, allt sem þú
gerðir, sagðir og kenndir er okkur
öllum ómetanlegt.
Að endingu ég segi við þig sem þetta
lest,
þetta er góður dagur, hafðu það sem
best.
Ég óska þess að hugsanir fallegar þig
finni,
ég faðmlag þér sendi og kveð þig að
sinni.
(Hjálmar Freysteinsson.)
Andri Þór Ólafsson.
Fréttin af veikindum og andláti
Þórönnu frænku var ein af þessum
fréttum sem koma eins og þruma úr
heiðskýru lofti – að þessi hressa og
ákveðna kona sem fátt virtist bíta á
og bar aldurinn svo vel væri farin.
Við sem höfum búið í nágrenni við
Þórönnu alla okkar ævi minnumst
góðra kynna og margra góðra
stunda, heimsókna í kjallarann í
Bárugötu 10 og seinna í Öldugötuna,
kaffitímanna þar sem farið var yfir
það sem efst var á baugi í bæjarlíf-
inu, veisluhalda þegar stórfjölskyld-
an úr Sæbakka kom saman og fagn-
aði afmæli eða fermingu, gjafmildi
og áhuga á velferð okkar barnanna í
Bárugötu 11 og svo mætti lengi
telja. Við eigum margar góðar minn-
ingar um frænku okkar og góða vin-
konu.
Við syrgjum Þórönnu en vitum að
það eru hennar nánustu sem orðið
hafa fyrir mestum missi.
Við sendum fjölskyldunni, Alla,
Hildi, Óla, Aðalsteini yngri og fjöl-
skyldu og Andra, innilegar samúð-
arkveðjur. Við finnum sannarlega
einnig til með Hildi eldri sem nú
hefur misst systur sína og bestu vin-
konu. Missir ykkar er mikill og hug-
ur okkar er hjá ykkur á þessum erf-
iða tíma.
Innilegar samúðarkveðjur frá
okkur sem búum eða bjuggum í
Bárugötu 11.
Sigríður Hermannsdóttir.
Jóhanna Tómasdóttir.
Hermann Jón Tómasson.
Guðrún Hrönn Tómasdóttir.
Eftir erfiða baráttu við sjaldgæf-
an sjúkdóm er Þóranna frænka mín,
eða Lóla eins og við kölluðum hana,
nú fallin frá og um leið hefur stórt
skarð myndast í fjölskylduna. Það
er afar erfitt að hugsa til þess að
okkar síðasti fundur hafi í raun ver-
ið sá síðasti og jafnframt furðulegt
því mig grunaði það ekki þá. Minn-
ingarnar eru samt margar og góðar
og ég er glöð því ég veit að hún vissi
hvað mér þótti afskaplega vænt um
hana.
Lóla hefur í mínum huga ekkert
breyst frá því ég var lítil og við afi
kölluðum hana „fínu frænku,“ þar til
nú. Hún var alltaf á ferðinni, hress
og ör og virtist alltaf hafa í nógu að
snúast. Hún sá reyndar alltaf til
þess að hafa eitthvað fyrir stafni, ef
hún var ekki að baka eða steikja fjöll
af þunna ljúffenga soðna brauðinu
sem allir elska var það ævinlega
eitthvað annað í svipuðum dúr.
Mér fannst alltaf svo ævintýralegt
þegar ég fékk að leika mér í Öldu-
götunni, annað hvort ein, eða með
Andra frænda mínum. Þar var að
finna alls konar hluti sem við mátt-
um leika okkur með eins og hol-
lenska smápeninga í búðarleiki og í
bílskúrnum voru alls konar spenn-
andi og skemmtilegir hlutir. Inn á
milli leikja var síðan boðið upp á
drekkhlaðið borð af veitingum þrátt
fyrir að Lólu hafi kannski ekki alltaf
líkað frágangurinn eftir leiki dags-
ins.
Það er svo ótal margt í fari Lólu
frænku minnar sem ég get, hef og
ætla að taka mér til fyrirmyndar í
framtíðinni. Ég hef heyrt margar
dugnaðarsögur af henni frá því fyrir
mína tíð og þeim er ekki erfitt að
trúa því þær minningar sem fylla
hugann þessa stundina snúast flest-
ar um dugnaðinn og drifkraftinn
sem einkenndu hana í öllu sem hún
tók sér fyrir hendur. Stærsta minn-
ingin sem ég mun geyma er samt
sem áður áhuginn, umhyggjan og
væntumþykjan sem hún sýndi fólk-
inu sínu, og þar á meðal mér.
Vinasambandið milli þeirra
systra, ömmu og Lólu er að mínu
mati einstakt. Þær ferðuðust saman
víðs vegar um heiminn (og komu
ævinlega með ótal glaðninga heim
handa iðandi spenntum krakkaorm-
um… jafnvel eftir að þeir urðu flest-
ir fullorðnir), heimsóttu hvor aðra
daglega, hringdust mikið á og ef
maður var í vafa um hvar önnur
þeirra var stödd gat maður oftast
fengið upplýsingar um það hjá hinni.
Fyrir hönd okkar allra í fjölskyld-
unni vil ég segja að við sjáum sárt á
eftir Lólu frænku en við erum jafn-
framt afar þakklát fyrir allt og allar
frábæru og yndislegu stundirnar
sem við áttum saman. Innilegar
samúðarkveðjur til Alla, Diddu og
fjölskyldu. Takk fyrir okkur.
Þín frænka,
Katrín Sif og fjölskylda.
Það kom á óvart er ég heyrði að
Þóranna hefði verið flutt mikið veik
á sjúkrahús nú fyrir skömmu þar
sem hún lést 7. október sl.
Það var árið 1967, við hjónin ný-
gift og fyrsti sonurinn fæddur. Ég
hafði heyrt um frændfólk eigin-
mannsins á Dalvík en hvorki hitt né
séð þau á þeim tíma. Þá kom til-
kynning um pakka frá pósthúsinu,
sendandi Þóranna Hansen á Dalvík.
Í pakkanum voru falleg handprjón-
uð barnaföt ásamt bréfi.
Þetta var sem sagt fyrsta sending
en ekki sú síðasta því hún hélt áfram
að prjóna á börnin og fylgjast með
okkur fjölskyldunni. Sem sagt,
þarna var Þóranna komin inn í mína
tilveru og sýndi hún mér ætíð ómet-
anlega vináttu og tryggð í gegnum
árin.
Ef hún kom suður gisti hún
stundum hjá okkur og það var sko
engin lognmolla í kringum hana og
ef við komum norður var tekið á
móti okkur með glæsibrag í mat og
heimabökuðu meðlæti. Það lék allt í
höndum hennar og var hún mjög
virk bæði innan og utan heimilis.
Hún tók mikinn þátt í félagsstörfum
og sinnti vel bæði ungum sem og
öldnum í fjölskyldu sinni.
Eiginmaður, einkadóttir, systir og
fjölskyldan öll sjá nú á eftir klett-
inum í tilverunni.
Að lokum vil ég kveðja Þórönnu
með erindi úr ljóði eftir Harald Zóp-
haníasson,
Bið ég með bljúgum hug
– bæninni lyfti á flug:
ófarin árastig
alfaðir leiði þig.
Endaðri ævitöf
út fyrir dauða og gröf
áfram til ljóssins lands
lýsi þér blessun hans.
Anna Þ. Ingólfsdóttir.
Í fáeinum orðum langar okkur nú
að kveðja Þórönnu og þakka fyrir
allar góðu samverustundirnar á liðn-
um árum. Þá langar okkur að þakka
einstaka hlýju, velvild og vináttu í
okkar garð.
Þóranna var alltaf einstök við
okkur strákana, sýndi okkur gjaf-
mildi og tryggð og lét sér annt um
velferð okkar.
Allt það góða metum við nú mik-
ils.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
Ættingjum og vinum sendum við
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Arnar og Jón Arnar.
„Við burtför þína er sorgin sár, af
söknuði hjörtun blæða.“
Það gerast oft atburðir í lífi
manns sem eru óskiljanlegir og oft á
tíðum ósanngjarnir að okkar dómi,
það er eins og að vera lostin þungu
höggi, þannig var mér innanbrjósts
þegar kaldur veruleikinn blasti við,
hún Þóranna kemur ekki heim aftur,
hún er dáin, þessi lífsglaða, káta og
kraftmikla kona, allt í einu er henni
kippt í burtu af illvígum sjúkdómi.
Þóranna var sterkur og ákveðinn
persónuleiki, það sópaði af henni og
hvar sem hún fór var eftir henni tek-
ið, hún var hreinskiptin og hikaði
ekki við að láta skoðanir sínar í ljósi,
hún var líka hlý og hjálpsöm þó hún
léti ekki mikið á því bera en það
vissum við vinir hennar. Það mátti
með sanni segja að hún var vinur
vina sinna. Vinátta okkar spannar
marga áratugi, margt höfum við
brallað saman bæði í leik og starfi
og oft var glatt á hjalla og margs að
minnast og margs að sakna. Hver
býður nú í pönnukökur og tekur um
axlir og kyssir á báðar kinnar? Okk-
ur hjónum hefur verið það ómet-
anlegt að eiga þau að vinum Þór-
önnu og Alla og fyrir þá vináttu
viljum við af alhug þakka.
Þóranna byrjaði snemma að vinna
og var virk í atvinnulífi staðarins,
slysavarnamál voru henni einstak-
lega hugleikin og var hún formaður
Slysavarnadeildar kvenna á Dalvík
um árabil. Einnig sat hún í stjórn
Slysavarnafélags Íslands og sinnti
hún þessum störfum af miklum
dugnaði og ósérhlífni eins og öllu
sem hún tók að sér. Það var aldrei
nein lognmolla í kringum hana. Hún
starfaði einnig fyrir félag aldraðra
og var formaður þess félags um
tíma. Þó Þóranna kæmi víða við var
fjölskyldan henni mikilvægust af
öllu og um hana snerist öll hennar
Þóranna Hansen
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800