Morgunblaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 1 7. O K T Ó B E R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 282. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «BJARNI HARÐARSON ER EKKI FULLKOMIN KONA EN GÓÐ MÓÐIR «JÓHANNES Röð af bráðfyndn- um uppákomum Holtagörðum • Opið í dag frá kl. 10-18:30 Frábær opnunartilboð! Interbed hjónarúm 160x200 cm Aðeins kr. 149.000,- - býður þér góða nótt Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is FME hefur sent mál er varðar alls- herjarmarkaðsmisnotkun Kaupþings til embættis sérstaks saksóknara, samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins. Grunur leikur á að bankinn hafi kerfisbundið reynt að hafa áhrif á eig- in hlutabréfaverð og skapað stöðuga eftirspurn eftir bréfunum og þannig sent röng og villandi skilaboð til markaðarins um raunvirði hlutabréf- anna. Þetta var gert með þeim hætti að bankinn, sem á hverjum tíma- punkti mátti aðeins eiga mest 5% í sjálfum sér, keypti bréf inn á veltubók og seldi þau síðan áfram til valinna viðskiptavina gegn lánum. Með þess- um hætti gat bankinn verið virkur á markaði með eigin hlutabréf. Rannsókn FME náði nokkur ár aftur í tímann. Ábyrgð vegna ákvarð- ana sem tengdust rekstri Kaupþings liggur m.a. hjá forstjóra bankans, Hreiðari Má Sigurðssyni, og Sigurði Einarssyni stjórnarformanni. Mörg smærri mál, sem rannsökuð hafa verið af Fjármálaeftirlitinu og sum hver áður verið send áfram til embættis sérstaks saksóknara, tengj- ast þessari allsherjarmarkaðsmis- notkun. Meint allsherjarmisnotkun Kaupþings til saksóknara » Fjármálaeftirlitið hefur lokið sinni rannsókn og sent málið til sérstaks saksóknara. Hann ákveður hvort ástæða sé til að gefa út ákæru. » Markaðsmisnotkun getur varðað allt að sex ára fangelsi skv. lögum um verðbréfaviðskipti.  Grunur um falsaða | 18 Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson stýrðu Kaupþingi. ÞAÐ verður mikill buslugangur í Laugardalslauginni næstu dagana. Evr- ópumeistaramót fatlaðra í sundi hefst þar í fyrramálið og er sett í kvöld, en mótið stendur yfir í heila viku. Þrettán Íslendingar eru á meðal ríflega 400 keppenda á mótinu, sem er langstærsta verkefni sem Íþróttasamband fatl- aðra hefur tekist á hendur, en með keppendunum er fjöldi fylgdarfólks. Ís- lensku keppendurnir æfðu af kappi í Laugardalnum í gær. Keppni hefst klukkan níu í fyrramálið með undanrásum en síðan er keppt til úrslita í fyrstu greinum klukkan fimm. EVRÓPUMÓTIÐ HEFST Í LAUGARDALSLAUG Morgunblaðið/Heiddi  ÁRNI Páll Árnason félags- og trygginga- málaráðherra lagði gær fram á Alþingi frum- varp til laga um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrir- tækja vegna banka- og gjaldeyris- hrunsins. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að Íbúðalánasjóði verði heimilt, að fengnu samþykki ráðherra, „að setja á fót opinbert hlutafélag sem hafi að markmiði fjármögnun og endurfjármögnun íbúðalána fyrir fjármálafyrirtæki og Íbúðamála- sjóð. Íbúðamálasjóði er heimilt að leggja hinu nýja félagi til fé og eignir“. Í athugasemdum kemur fram að með þessari breytingu sé lagður grunnur að húsbankakerfi að danskri fyrirmynd. Grunnur að húsbankakerfi að danskri fyrirmynd  FYRSTU skref til afnáms gjaldeyrishaft- anna verða stig- in fyrir 1. nóv- ember, að sögn Gylfa Magn- ússonar efna- hags- og við- skiptaráðherra í samtali við Morgunblaðið. Fyrsta skrefið felst í því opna fyrir inn- streymi fjármagns. Þannig hafa þeir sem hafa í hyggju að fjár- festa hér á landi eða flytja hing- að fjármuni tryggingu fyrir því að geta flutt peningana út aftur þegar þeim hentar – þannig að höftin gilda ekki um þá fjármuni sem koma til landsins eftir að umræddar breytingar taka gildi. »2 Gjaldeyrishöftum aflétt fyrir lok líðandi mánaðar  KRÖFUHAFAR Atorku group munu eignast félagið að fullu ef nauðasamningar verða samþykktir. Allt hlutafé í Atorku verður fært niður skv. heimildum Morgunblaðs- ins. Stjórn Atorku hefur boðað til hluthafafundar nk. miðvikudag, þar sem drög að nauðasamningi verða kynnt hluthöfum. »19 Kröfuhafar Atorku gætu eignast félagið að fullu Jón Kalman Stefánsson heyrði árið 1995 útvarpsþátt um ríka konu. Hann heillaðist af sögunni og hefur nú sent frá sér aðra skáldsöguna í þríleik sem spratt út frá þættinum. LESBÓK Fórum svo fljótt inn í nútímann Níunda nóvember næstkomandi eru tuttugu ár síðan Berlínarmúr- inn féll. Ágúst Þór Árnason rekur atburðina vikurnar þar á undan og nóvemberdaginn afdrifaríka. Og nú gerðust hlutirnir hratt Hann gjörþekkir alþýðusöngva þjóðar sinnar og úr þeim arfi spretta jólalögin sem Bob Dylan spreytir sig á á nýrri plötu sinni. Ágóðinn rennur til hungraðra. Jólagjöf Bobs Dylans til heimsins bbbm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.