Morgunblaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 30
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2009 UNGLINGSÁRIN eru tími mikilla breytinga, bæði líkamlega og andlega sem og félagslega. Þetta er sá tími í lífi einstaklinga þar sem þörfin fyrir stuðning er hvað mest og mikilvægt að hlúa að hverjum og einum. Sjálfsmyndin er í mótun og er oft viðkvæm á þessum tíma. Ákvarðanir og gjörðir unglingsáranna geta haft mikil áhrif á framtíðarheilsu sem og heilsu á líðandi stundu. Ýmis áhættuhegðun er þekkt meðal unglinga sem stofnar heilsu þeirra í hættu og má þar nefna t.d. óá- byrgt kynlíf, áfengis- og aðra vímuefnaneyslu, lélegt mataræði og litla hreyfingu. Í 15. grein reglugerðar um starfsemi heilsugæslustöðva er fjallað um framkvæmd skóla- heilsugæslu innan grunnskólanna. Á þeim grundvelli hefur verið mörkuð skýr stefna og markmið fyrir starfsemi skólahjúkrunar og störf skólahjúkrunarfræðinga sem miða að því að efla heilsu grunn- skólabarna. Þannig sinna skóla- hjúkrunarfræðingar í grunn- skólum fræðslu, stuðningi og forvörnum sem miða að því að stemma stigum við áhættuhegðun og efla heilsu. Rannsóknir sýna að unglingar stunda þó áfram áhættuhegðun á framhaldsskólaaldri og lögum samkvæmt eiga unglingar 18 ára og yngri rétt á að njóta heilsu- gæslu í nærumhverfi sínu. Í reglu- gerð um starfsemi heilsugæslu- stöðva er þó enga grein að finna um framkvæmd heilsugæslu í framhaldsskólum og ekki er skóla- hjúkrunarfræðingur starfandi inn- an veggja flestra framhaldsskóla landsins. Einungis fimm fram- haldsskólar á höfuðborgarsvæðinu framfylgja þessum lögum. Höf- undar vita til þess að einhver hluti framhaldsskóla á landsbyggðinni framfylgir þessum lögum en höf- undar hafa ekki haft tækifæri til að kanna til hlítar hversu margir það eru. Í 16. grein reglugerðar um starfsemi heilsugæslustöðva er þó fjallað um heilsuvernd og for- varnir. Þar segir að heilsugæslu- stöðvar skuli annast heilsuvernd unglinga með unglingamóttökum en slíkum móttökum sem starf- ræktar voru á höfuðborgarsvæð- inu hefur nú öllum verið lokað. Að framansögðu er því ljóst að heilbrigðisstarfsfólk er ekki að sinna markvisst né samhæft heilsuvernd og forvörnum til handa unglingum 16-18 ára á Ís- landi. Í viðtölum sem greinarhöfundar tóku við alla starfandi skólahjúkr- unarfræðinga á höfuðborgarsvæð- inu fyrir BS-rannsókn sína í hjúkrunarfræði kom m.a. fram að hjúkrunarfræðingar hafa víðtæka þekkingu á þáttum er lúta að heilsuvernd og heilsueflingu ung- menna á framhaldsskólaaldri. Þeir töldu að draga mætti úr og jafnvel koma í veg fyrir margvísleg lík- amleg, andleg og félagsleg vanda- mál sem framhaldsskólanemar glíma við með markvissu starfi skólahjúkrunarfræðinga innan framhaldsskóla. Erlendar rann- sóknir staðfesta þetta. Hjúkr- unarfræðingarnir bentu þó á að þeim væri afar þröngur stakkur skorinn í störfum sínum vegna skorts á fjármagni og takmörkuðu starfshlutfalli. Eitt af markmiðum heilsustefnu heilbrigðisráðuneytisins sem gefin var út í nóvember 2008 er að stuðla að heilbrigðum lífsháttum meðal ungmenna á framhalds- skólaaldri. Hér eiga hugtökin heilsuvernd og forvarnir ekki ein- ungis við um áfengis- og vímu- efnaforvarnir heldur alhliða heilsueflingu þar sem markmiðin eru að stuðla að auknu heilbrigði og bættum lífsgæðum íslenskra ungmenna á framhaldsskólaaldri. Meðal aðgerða sem ætlaðar eru til þess að framfylgja þessum mark- miðum er að hvetja og aðstoða framhaldsskóla við að útfæra heilsustefnu í skólanámsskrá sinni þar sem hugað er að andlegri, lík- amlegri og félagslegri líðan nem- enda með áherslu á heilsueflingu og forvarnir. Betur má þó ef duga skal svo markmið heilsustefnunnar náist. Nú er metaðsókn í framhaldsskóla landsins og til að stuðla að heil- brigði ungmenna sem þangað sækja er mikilvægt að heilbrigð- isráðuneytið, menntamálaráðu- neytið, heilsugæslan, Samband ís- lenskra framhaldsskólanema og framhaldsskólarnir vinni saman að innleiða skólaheilsugæslu í fram- haldsskóla. Þannig þarf að efla tengsl milli heilsugæslu og fram- haldsskólanna og marka sam- ræmda stefnu og markmið fyrir starfsemi skólahjúkrunar innan framhaldsskóla í líkingu við það sem er við lýði í grunnskólum landsins. Ef skólahjúkrunarfræð- ingar væru starfandi innan allra framhaldsskóla væri stigið mik- ilvægt skref í áttina að heilsu- vernd og forvörnum er stuðla að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu ungmenna er stunda nám í framhaldsskólum landsins. Eiga hjúkrunarfræðingar erindi við framhaldsskólanemendur? Eftir Þóreyju Rósu Ein- arsdóttur, Sonju Maggýju Magnúsdóttur og Helgu Sif Friðjónsdóttur » Þannig þarf að efla tengsl milli heilsu- gæslu og framhalds- skólanna og marka sam- ræmda stefnu og markmið fyrir starfsemi skólahjúkrunar innan framhaldsskóla... Þórey Rósa Einarsdóttir Þórey Rósa og Sonja Maggý eru hjúkrunarfræðingar. Helga Sif er lektor við hjúkrunarfræðideild Há- skóla Íslands Sonja Maggý Magnúsdóttir Helga Sif Friðjónsdóttir HVERNIG má það vera að ég, einstaklingur sem hef örorkubætur frá lífeyrissjóðum og að hluta frá Tryggingastofnun fæ nú skertar bætur um nær 20% frá lífeyris- sjóðnum sem þar að auki hafði skert tekjur mínar um 10% fyrr á árinu vegna stöðu sjóðsins? Skýr- ing lífeyrissjóðsins er sú að bæt- urnar mínar séu komnar yfir viðmiðunarlaun þegar orkutap varð fyrir tveimur árum. Ekkert hef ég gert síðustu ár sem gæti hafa breytt tekjum mín- um. Ég spyr því. Hver lét bæt- urnar mínar fara yfir þessi viðmið- unarlaun? Ekki ég. Hver setur reglurnar sem unnið er eftir? Ekki ég. Hver getur svarað mér nákvæm- lega um það hvað hefur breyst á síðustu tveim árum og verður til þess að bætur mínar eru nú skert- ar um rúmar 11.000 krónur á mán- uði? Bætur sem úrskurðaðar voru 1. apríl 2007 og voru þá 36.331 krónur á mánuði fara niður í 35.656 krónur núna í nóvember. Bætur þessar voru komnar í 47.502 krónur nú fyrir skerðingu sjóðsins. Allt eru þetta útreikningar lífeyrissjóðsins og væntanlega eftir þeirra reglum. Ég hef ekkert getað haft um þetta að segja og verð að þiggja það sem mér er rétt, því að ekki virðist vera neinn aðili sem hægt er að snúa sér til með óánægju nema sjóðurinn sjálfur. Mér virðist sem lífeyrissjóðurinn setji reglurnar greiði eftir þeim og sinni kvörtununum og sjái einn um allan úrskurð í svona málum. Alla vega getur hann ekki bent mér á neinn annan óháðan úrskurðar- aðila. Engin samvinna virðist vera milli Tryggingastofnunar og lífeyr- issjóða og segja mér þessir aðilar að upplýsingar séu teknar upp úr skattskrá ríkisskattstjóra. Það vill einmitt þannig til að nú í ágúst lækka bætur mínar líka frá Trygg- ingastofnun og það vegna of hárra tekna og nýrra reglna.þessi lækk- un er um 4.829 krónur á mánuði. Mjög margir eru að endurgreiða Tryggingastofnun of greiddar bæt- ur frá síðasta ári og er ég þar á meðal. Engir af þessum útreikn- ingum eru frá mér komnir en það skal vera ég sem skal sitja í súp- unni og sætta mig þegjandi og hljóðalaust við hvernig þetta kerfi vinnur. Ég vil skora á allt það fólk sem kerfið er að hringla með að senda lífeyrissjóðnum bréf eða fyr- irspurnir og biðja um skrifleg svör um hvernig á öllu þessu hringli stendur og síðan þarf að krefjast breytinga svo að ekki sé hægt að bjóða fólki uppá að bætur þess hækki eða lækki eftir óskiljanlegu kerfi. Stöðugleiki er oft nefndur. Í bótagreiðslum þarf að vera stöð- ugleiki þar sem bætur eru mjög lágar miðað við það sem þarf til framfærslu. Rétt skattkort á rétt- um stað og með greiðslur frá fjór- um aðilum sem sífellt eru að breyta tekjum manns. Það er ekki mjög auðvelt að koma því þannig að það nýtist vel því miður. Heildaryfirsýn á kjörum öryrkja virðist engin eða mjög svo tak- mörkuð en hún er nauðsynleg. DAGRÚN SIGURÐARDÓTTIR, húsmóðir og öryrki. Skerðing örorkubóta Frá Dagrúnu Sigurðardóttur – meira fyrir áskrifendur Jólahlaðborð Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Meðal efnis verður : Jólahlaðborð á veitingahúsum. Hvað er annað í boði en jólahlaðborð. Jólahlaðborð heima skemmtilegar uppskriftir. Fallega skreytt jólahlaðborð. Tónleikar og aðrar uppákomur. Ásamt mörgu öðru spennandi efni. Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16.00 mánudaginn 26. október. Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105, kata@mbl.is Morgunblaðið gefur út glæsi- legt sérblað um jólahlaðborð 30. október. Fjöldinn allur af veitingahúsum bjóða upp á jólahlaðborð og sérrétti á aðventunni og mikið í boði fyrir þá sem vilja gera sér glaðan dag á þessum skemmtilega tíma ársins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.