Morgunblaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 38
38 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2009 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Bækur Kaupi bækur Kaupi bækur og bókasöfn. Upplýsingar í síma 898 9475, Þorvaldur. Dýrahald Hundagallerí auglýsir kíktu á heimasíðu okkar: www.dalsmynni.is Sími 566 8417, bjóðum visa og euro raðgreiðslur. Heilsa Frelsi frá streitu og kvíða hugarfarsbreyting til betra lífs með EFT og sjálfsdáleiðslu. Viðar Aðalsteinsson dáleiðslufræðingur, sérfræðingur í EFT, sími 694 5494, Frelsi frá streitu og kvíða Hugarfarsbreyting til betra lífs með EFT og sjálfsdáleiðslu. Viðar Aðalsteinsson dáleiðslufræðingur, sérfræðingur í EFT, sími 694 5494, vidar@theta.is, www.theta.is Hljóðfæri Dúndurtilboð!!!! Kassagítarar: 1/4 stærð kr 10.900. pakkinn með poka, strengjasett og stilliflautu. 4/4 stærð 15.900.- Rafmagnsgítar- pakkar frá kr. 39.900. Þjóðlaga- gítarpakkar frá 19.900.- Hljómborð frá kr. 8.900.- Trommusett kr. 79.900.- með öllu. Gítarinn, Stórhöfða 27, sími 552 2125. www.gitarinn.is Sumarhús Sumarhús - orlofshús Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratuga reynsla. Höfum til sýnis á staðnum fullbúin hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Óska eftir Lítil prentvél eða fjölritari óskast Ljósritunarvél kemur til greina. Upplýsingar í síma 897-7798. KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum gull til að smíða úr. Spörum gjaldeyri. Heiðarleg viðskipti. Aðeins í verslun okkar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL ! Ég, Magnús Steinþórsson gull- smíðameistari, kaupi gull, gull- peninga og gullskartgripi af fólki og veiti ég góð ráð. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns. Upplýsingar á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13. Verið velkomin. Þjónusta Hanna og smíða stiga Fást á ýmsum byggingarstigum. Sérlausnir í þrengslum. 25 ára reynsla. Uppl. í síma 894 0431. Byggingar Fasteignaskoðun- og ráðgjöf Skoðum eignir t.d. v/ kaupa, sölu eða leigu. Veitum ráðgjöf v/ t.d. viðgerða, nýsmíði og breytinga. Fasteignask.- og ráðgj. S.821- 0631 e.kl:16. / 13-19 um helgar. Bílaþjónusta Fellihýsi Til sölu Aliner fellihýsi frá ellingsen árgerð 2008, vel með farið, verð 2,2 millj, frí geymsla í vetur. uppl. í síma 694-9440. Húsviðhald Skipti um rennur og bárujárn á þökum, einnig smávægilegar múrviðgerðir og ýmislegt fl. Þjónum landsbyggðinni einnig. Upplýsingar í síma 659-3598. ✝ Kjartan Ólafssonbóndi fæddist á Skriðnesenni, Bitru í Strandasýslu 1. nóv- ember 1917. Hann lést á Sjúkrahúsinu Selfossi 3. október 2009. Foreldrar hans voru Ólafur Ind- riðason frá Hvoli í Saurbæ, f. 9.11. 1862, d. 7.7. 1946, og kona hans, Guðrún Lýðs- dóttir frá Skriðnes- enni, f. 3.12. 1876, d. 6.11. 1972. Þau eignuðust níu börn, tveir drengir létust í æsku. Systkini hans sem lifðu voru: Anna Jak- obína, f. 1903, d. 1998, Margrét, f. 1905, d. 1994, Eggert, f. 1907, d. 1985, Efemía, f. 1909, d. 1981, Anna María, f. 1911, d. 1999, Ingiríður El- ísabet, f. 1912, d. 2004. Fljótlega upp úr 1920 fluttu for- Ketilshússins. Árið 1950 snýr hann aftur til Hvammsdals og hefur bú- skap með Halldóru Jóhannesdóttur, f. 7.8. 1934, d. 8.9. 2000. Halldóra var frá Hvammsdalskoti sem er næsti bær við Hvammsdal, dóttir hjónanna Jóhannesar Sturlaugs- sonar, f. 7.4. 1898, d. 11.6. 1976, og Ingibjargar Jakobsdóttur, f. 12.5. 1897, d.12.5. 1982. Bróðir Halldóru var Sturlaugur, f. 15.3. 1938, d. 13.1. 2009. Börn Kjartans og Hall- dóru eru Guðrún, f. 1952, sambýlis- maður Jón Pálsson. Höskuldur, f. 1958, Guðbrandur f. 1964, maki Þórhildur Jóna Einarsdóttir. Árið 1964 flytur fjölskyldan á Akranes þar sem Kjartan vinnur hjá Röras- teypunni og við að steypa göturnar á Akranesi til 1965. Þá flytur fjöl- skyldan að Laxárnesi í Kjós og býr þar til ársins 1978. Þann 28.4. 1978 kaupa þau jörðina Stúfholt í Holtum Rangárvallasýslu. Þangað flytur fjölskyldan og þar býr síðan Kjart- an til æviloka. Útför Kjartans fer fram frá Hagakirkju í Holtum í dag, 17. októ- ber 2009, og hefst athöfnin kl 14. eldrar Kjartans að Ytri-Fagradal á Skarðsströnd. Árið 1928 fer Anna Jak- obína systir hans og hennar fjölskylda að búa í Litla-Holti í Saurbæ og um tíma búa foreldrar þeirra og systkini hjá þeim. Árið 1935 flytur öll fjölskyldan að Melum á Skarðsströnd. Á Melum hóf Kjartan búskap með for- eldrum sínum. Árið 1943 kaupir hann síðan jörðina Hvammsdal í Saurbæjarhreppi í Dalasýslu að hluta og hefur síðan eignast hana að fullu þremur árum seinna. Fyrstu árin í Hvammsdal búa foreldrar Kjartans þar með honum. Árin 1948-1950 leigir Kjart- an jörðina og flytur til Akureyrar þar sem hann vinnur við byggingu Við kveðjum föður okkar og tengdaföður í dag. Í fáum orðum langar okkur til að minnast hans. Þegar Kjartan kom í heiminn tók Magnús Pétursson læknir á móti honum. Lítið lífsmark var með sveininum og tók þá læknirinn það til bragðs að dýfa anganum í ískalt vatn og kom þá í ljós kröft- ugt lífsmark sem einkennt hefur pabba allar götur síðan. Ekki veitti af því veðráttan tók ekki blíðlega á móti honum. Frostaveturinn mikla 1918 fraus mjólkin í pelanum hans sem þá var geymdur undir kodda móðurinnar. Pabbi fermdist að Skarði á Skarðsströnd. Þar var hann heima- gangur hjá frændfólki sínu og vin- um og þar kynntist hann miklu tónlistarfólki eins og Boga Magn- úsen hljóðfærasmið sem þá var orðinn aldraður maður. Þarna hef- ur áhugi hans á harmonikku örugglega vaknað. Pabbi er síðan tvítugur þegar hann fær gamla tvöfalda harmónikku, „óttalegan garm“ eins og hann sagði. Hann bætti síðan um betur þegar hann eignaðist forláta harmónikku af gerðinni Granesso AS Hagström, sem var meðal annars þanin þegar pabbi spilaði ungur að árum fyrir dansi bæði í Dölum og vestur á Barðaströnd. Harmonikkufélag Rangæinga gerði pabba að heið- ursfélaga 30. maí 2008 og þótti honum mjög vænt um það. Pabbi þurfti ekki að fara langt til að ná í konuefnið sitt, því mamma bjó á næsta bæ, Hvamms- dalskoti. Þar heima í koti ólst mamma upp með Sturlaugi bróður sínum og Dóru frænku sem þau litu á sem uppeldissystur sína. Allt frá upphafsárum búskapar pabba og mömmu í Hvammsdal var um- hyggja pabba fyrir mömmu mikil. Þetta endurspeglaðist vel í við- brögðum hans þegar mamma veiktist af MND-sjúkdómnum. Þá byggði pabbi nýtt hús heima í Stúfholti sem var sniðið að hennar þörfum og þar annaðist hann mömmu til hennar síðasta dags. Vinnusemi var eitt af aðals- merkjum pabba, enda féll honum aldrei verk úr hendi. Eljan var óbilandi sem sést ágætlega á því að sumarið 2008 þegar pabbi var komin á tíræðisaldurinn var hann enn að vinna á vélunum við hey- skap. Þá gat hann ennþá verið heilu dagana að hjálpa Höskuldi út á verkstæði. Í fjósverkunum lét pabbi sitt ekki eftir liggja og miðj- an september síðast liðinn var hann enn að störfum í fjósinu. Eitt af því sem pabba var mjög umhug- að um var það að skulda engum neitt, allt var staðgreitt. Pabbi naut sín í vinnu sinni en einnig þegar aðrar stundir gáfust. Gott dæmi um það er þegar fé- lagar pabba, Leifi og Lárus, komu í Stúfholt árlega um páska og spiluðu fjörug lög fram á kvöld. Pabbi var alltaf til staðar fyrir fjöl- skyldu sína og fyrir það erum við þakklát. Hvíl í friði, blessuð sé minning þín. F.h. barna og tengdabarna, Guðbrandur Kjartansson. Kjartan Ólafsson, eða Daddi var eina föðurímynd mín um ævina. Ég var sjö ára gömul þegar ég kom fyrst til sumardvalar hjá honum, Dóru og börnunum þeirra, Gunnu, Höskuldi og Guðbrandi að Lax- árnesi í Kjós. Dóra sagði mér seinna að ég hefði verið ansi þung á brún fyrst þegar ég kom. Eftir að hafa setið inn í herbergi dágóða stund án þess að tala við neinn tók ég á rás á eftir Gunnu, dóttur þeirra þegar hún stóð upp til að fara út og sinna verkum. Hún þurfti síðan að sætta sig við að vera með mig sem skuggann sinn næstu sumur á eftir. Dadda hins vegar valdi ég til að sitja í fanginu á, hvenær sem færi gafst. Það var stundum hlegið að því síðar að ég var ekkert að hlífa honum við því að hlamma mér nið- ur í fangið á honum eftir að ég var orðin nokkrum árum eldri og mun þyngri. Sumrin í Laxárnesi urðu sjö og tvö sumur dvaldi ég hjá fjöl- skyldunni í Stúfholti þegar þau fluttu þangað. Þessi níu sumur voru allra besti tíminn sem ég hef átt um ævina og er ég þessari góðu fjölskyldu innilega þakklát. Daddi var alveg einstakt ljúf- menni og skipti aldrei skapi. Ég man eftir einu skipti sem hann reiddist mér. Þá var ég eitthvað að fikta með rauða vélarmálningu og það helltist úr dósinni yfir lopa- peysu sem hann átt. Hann varð al- veg öskureiður og mér varð svo mikið um að ég tók til fótanna, hljóp niður túnið og faldi mig í skurði. Þegar ég loksins hafði svo kjark til að fara heim aftur, kom Daddi brosandi á móti mér og spurði hvort ég hefði verið að elta fugl. Meira var ekki rætt um þetta. Synir mínir tveir, Gauti og Þor- steinn, fengu seinna að njóta sam- veru með þessari góðu fjölskyldu nokkur sumur og fundu strax hversu mikil hlýja, einlægni og væntumþykja var í fari þeirra allra. Daddi og Dóra voru einstök hjón og áttu mjög einlægt og náið sam- band. Það var því stórt skarð í lífi Dadda þegar Dóra féll frá. Mér er mjög minnisstætt þegar Daddi dró fram harmonikkuna sína af og til og spilaði. Skemmtilegast fannst mér þegar hann spilaði lagið Ljósbrá og Dóra söng textann. Þau voru svo innilega samstiga í þess- um flutningi og átti þetta lag greinilega stóran sess í hjörtum þeirra beggja. Ljósbrá, þá var sífellt sumar, og sól í hjarta, þú komst til mín. Ennþá fyllist sál mín sælu er sit ég þögull og minnist þín. Þinn ástarbikar þú barst mér fullan í botn ég drakk hann sem gullið vín. Ljósbrá, meðan blómin anga, með bljúgu hjarta ég minnist þín. (Eiríkur Bjarnason/Ágúst Böðv- arsson.) Ég kveð Dadda og er glöð að vita að hann og Dóra séu nú saman aftur. Gunnu, Höskuldi og Guðbrandi sendi ég mínar innilegustu sam- úðarkveðjur, þau systkinin hafa af mikilli óeigingirni, hjartagæsku og væntumþykju hugsað vel um for- eldra sína þar til yfir lauk. Guðrún Sigríður Vilhjálms- dóttir (Gunna litla). Kjartan Ólafsson AÐ SKRIFA MINNINGARGREIN Sami skilafrestur er á greinum vegna útfara í kyrrþey. Minningargreinar sem berast blaðinu innan tilskilins frests verða birtar í blaðinu. Leitast verður við að birta þær á útfarardegi eða sem næst þeim degi.Hvemargar greinar birtast í blaðinu á útfarardegi viðkomandi, ræðst af stærð blaðsins hverju sinni. Minningargreinar, sem berast eftir tilskilinn frest eða útfarardag, verða eingöngu birtar á vefnum á www.mbl.is/minningar. Tilvísun á vefslóðina verður í greinum eða æviágripi sem birtast í blaðinu. Netgreinarnar eru öllum opnar. Þeim, sem vilja fá birta minningargreinar í Morgunblaðinu, er bent á að skilafrestur til birtingar í blaðinu er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, þ.e.: Birtingardagur Skilatími Mánudagsblað Hádegi föstudag Þriðjudagsblað Hádegi föstudag Miðvikudagsblað Hádegi mánudag Fimmtudagsblað Hádegi þriðjudag Föstudagsblað Hádegi miðvikudag Laugardagsblað Hádegi fimmtudag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.