Morgunblaðið - 24.10.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.10.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2009 af öllum einstökum þvottavélum, þurrkurum og uppþvottavélum HÁSKÓLINN á Akureyri mun á næstu vorönn bjóða upp á námskeið um kynbundið ofbeldi. Námskeiðið er öllum opið og er metið til 10 ECTS-eininga ef nemendur skila verkefnum. Námið hentar þeim sem starfa við heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu, skólakerfi, lög- gæslu og dómskerfi. Kennt verður á Akureyri og í fjarnámi á Ísafirði, Selfossi, Egilsstöðum og Hafn- arfirði. Í tengslum við námskeiðið verður ráðstefna um kynbundið ofbeldi í Háskólanum á Akureyri hinn 16. apríl nk. undir heitinu „Þögul þjáning: Kynbundið ofbeldi og ill meðferð“. Námskeið um kynbundið ofbeldi STJÓRN Læknafélags Íslands lýsir yfir þungum áhyggjum af þeim niðurskurði til heilbrigðismála sem boðaður hefur verið í fjárlagafrum- varpi næsta árs, en niðurskurð- urinn er af þeirri stærðargráðu að skerðing á þjónustu við sjúklinga er óhjákvæmileg, segir í ályktun. Fyrirhugaður niðurskurður mun bitna á heilsufari fjölda einstakl- inga og hafa neikvæð áhrif á fram- lag þeirra til þjóðarbúsins. Stjórn Læknafélagsins skorar á Alþingi og ríkisstjórn Íslands að standa vörð um heilbrigðisþjónustuna. Slíkt hafi aldrei verið mikilvægara en nú þegar afleiðingar efnahagshruns leggjast með ofurþunga á lands- menn. Að standa vörð um heilbrigðiskerfið LAGT var hald á nokkur dekk á felgum í Árbæ í fyrradag. Dekkin höfðu verið auglýst til sölu á netinu en talið er að þeim hafi verið stolið. Maður á þrítugsaldri var yfirheyrð- ur í tengslum við rannsóknina en hann sagðist hafa fundið dekkin nýlega í öðru hverfi og slegið eign sinni á þau. Réttmætur eigandi dekkjanna getur vitjað þeirra hjá lögreglunni. Lögreglan vill einnig vekja athygli á ábyrgð þeirra sem kaupa þýfi, en við því liggja sektir eða fangelsi allt að tveimur árum. Sé brotið stórfellt getur refsing orðið allt að fjórum árum. Þýfi fannst Í TILEFNI af Breiðholtsdögum stendur Félagsstarfið í Breiðholti fyrir almenningshlaupi í dag til styrktar Grensásdeild. Lagt verður af stað frá Breiðholtslaug kl. 13:00. Hlaupaleiðirnar eru vel merktar og eru þær 1,8 km og 4 km en þó er mest um vert að hlaupa eða ganga eftir eigin getu. Skráningargjald er 1.000 kr. og renna áheit óskipt til Grensásdeildar. Nemendur íþrótta- fræðisviðs Háskólans í Reykjavík hafa yfirumsjón með framkvæmd hlaupsins og íþróttafélögin Leiknir og ÍR sjá um brautavörslu. Eftir hlaupið verður svo boðið upp á hressingu í Félagsstarfinu í Gerðu- bergi. Almenningshlaup STUTT Er enn möguleiki á álveri Alcoa á Bakka við Húsavík? Forsvarsmenn Alcoa og Norður- þings hafa opinberlega frá því greint að enn sé mikill áhugi, af hálfu beggja, á því að reisa álver á Bakka við Húsavík. Möguleikinn á því að það rísi er því enn fyrir hendi. Alcoa mun áfram vinna að undirbúningi þess að álverið rísi. Þar á meðal eru þættir er tengjast umhverfismati og frekari hag- kvæmniathugun á því að reisa ál- verið. Ekki er útilokað að Norður- þing og Alcoa setji samstarf sín á milli í formlegan farveg. S&S FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is VILJAYFIRLÝSING stjórnvalda, Norðurþings, Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar um orkuöflun, sem undirrituð var sl. fimmtudag, mark- ar tímamót að því leyti að tímasett áætlun um að skrifa undir samninga við orkukaupanda er nú skjalfest. Í viljayfirlýsingunni segir orðrétt: „Með viljayfirlýsingu þessari er stefnt að því að skapa þær aðstæður að þann 1. október 2010 verði allri nauðsynlegri forvinnu lokið þannig að unnt verði að ganga til samninga við stóran orkukaupanda / orku- kaupendur um uppbyggingu orku- freks iðnaðar í Þingeyjarsýslum.“ Vonir standa því til þess, ekki síst Þingeyjarsýslu, að nú „eigi eitthvað að fara gerast“ eins og einn viðmæl- enda Morgunblaðsins orðaði það. Norðurþing kostað miklu til Norðurþing, ekki síst í gegnum Orkuveitu Húsavíkur, hefur kostað miklu til vegna undirbúnings fyrir fyrirhugað álver á Bakka. Vilja- yfirlýsing stjórnvalda, Alcoa og Norðurþings var þar grundvöllur fyrir undirbúningnum. Frá því árið 2006 hefur verið unnið að fyrirhug- uðu álveri Alcoa á Bakka við Húsa- vík. Mikilvægasti þáttur þeirrar vinnu hefur verið rannsóknir og bor- anir á háhitasvæðunum við Þeista- reyki. Eignarhaldsfélagið Þeista- reykir hefur rétt til orkurannsókna á Þeistareykjasvæðinu og hafa þeg- ar verið boraðar sex holur á svæð- inu. Þær hafa allar gefið góða raun og er talið a.m.k. 140 megavött af raforku séu virkjanleg á svæðinu. Þrjár borholur til viðbótar verða boraðar næsta sumar, skv. vilja- yfirlýsingunni sem skrifað var undir á fimmtudag. Ljóst er því að mikil virkjanleg orka er á svæðinu. Eigendur Þeistareykja ehf. eru Norðurorka, Landsvirkjun og Norð- urþing með 32 prósenta hlut hver og Þingeyjarsveit með 4 prósenta hlut. Viðræður hafa staðið yfir að und- anförnu um mögulega sölu á hlut Norðurorku í félaginu og hefur Landsvirkjun helst komið til greina í þeim efnum. Kostnaður vegna þessara verkefna hefur verið nokk- ur. Gengisfall krónunnar hefur haft sitt að segja fyrir Þeistareyki og er ljóst að félagið þarf á endur- fjármögnun að halda auk end- urskipulagningar. Viljayfirlýsingin snýst meðal ann- ars um að stofna sérstakt félag um orkurannsóknir til að ljúka rann- sóknum á háhitasvæðunum. Gert er ráð fyrir að hluthafar félagsins verði lífeyrissjóðir, aðrir fagfjárfestar, Landsvirkjun, iðnfyrirtæki og mögulega sveitarfélögin á svæðinu, þ.e. þau sem eiga aðild að vilja- yfirlýsingunni. Gert er ráð fyrir að hlutabréf í félaginu geti gengið kaupum og sölum. Viljayfirlýsingin er ekki skilyrt við einn iðnað um- fram annan. Morgunblaðið/Hafþór Skrifað undir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra skrifar undir viljayfirlýsinguna ásamt sveitarstjórum. Viljayfirlýsing um að nú eigi eitthvað að gerast Stjórnvöld og sveitarfélög í Þing- eyjarsýslu stefna að því að klára rannsóknir á Þeistareykjum á næsta ári. Að því loknu ættu hjól- in að fara snúast og atvinnu- uppbygging að hefjast. Viljayfirlýsing um orkunýtingu í Þingeyjarsýslu eykur vonir um uppbyggingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.