Morgunblaðið - 24.10.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.10.2009, Blaðsíða 16
16 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is TILLAGA félags- og trygginga- málanefndar Alþingis um breyt- ingu á lögum um tekjuskatt var aft- urkölluð á síðustu stundu í gær. Breytingin átti upphaflega að vera hluti af björgunarfrumvarpi Árna Páls Árnasonar félagsmálaráð- herra um almenna greiðslujöfnun og fleira sem varð að lögum í gær. Í tillögunni fólst að bönkum yrði heimilað að afskrifa lán fólks að hluta eða í heild, án þess að þær af- skriftir myndu leiða til skattskyldu, eftir núgildandi ákvæðum laga um tekjuskatt. Í tillögunni var þó tekið fram að ákvörðun um slíka niður- fellingu skyldi „taka mið“ af því hvort til væru eignir eða trygg- ingar upp í skuldina eða ekki, en það mat lagt í hendur viðkomandi banka eða kröfueiganda. Eins og gefur að skilja gæti það ferli orðið nokkuð viðkvæmt ef um væri að ræða núverandi eða fyrr- verandi starfsmann viðkomandi fjármálastofnunar og launþega- samband væri þeirra á milli. Skattfrelsi fyrir starfsmenn Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins hefur gætt þrýstings frá tilteknum fulltrúa gamla Kaup- þings, á það að skilyrði um skatt- leysi við niðurfellingu skulda verði gerð rýmri, en þau eru ströng eins og lögin um tekjuskatt eru í dag. Tilgangur þess ku vera sá að starfsmenn sem tóku mikla áhættu með lántöku, til dæmis kúlulánum til hlutabréfakaupa, fái ekki á sig skattskyldu við væntanlega nið- urfellingu skulda. Mun þessi fulltrúi hins fallna banka hafa starfað þar sem lögfræðilegur ráð- gjafi fyrir hrun en nú starfa á end- urskoðunarskrifstofu. Þingmenn vildu engan asa Þessi fyrirhugaða breyting á lög- um um tekjuskatt var sem fyrr segir afturkölluð og henni vísað til efnahags- og skattanefndar þings- ins til frekari meðferðar. Þing- mennirnir Þór Saari, Hreyfing- unni, og Pétur H. Blöndal, Sjálfstæðisflokki, gerðu athuga- semdir við að þessu flókna máli væri hraðað í gegnum þingið. Þór Saari velti því meira að segja upp í ræðustól Alþingis í gær hvort hin mikla samstaða sem tekist hefði í félags- og trygginga- málanefnd um málið stafaði af því að nefndarmenn sjálfir ættu von á stórfelldum niðurfellingum skulda í kjölfarið. Andaði þá köldu til hans úr þing- salnum og nefndarmenn hneyksl- uðust mjög. Þór bætti því þá við að best væri að taka af öll tvímæli um að þannig væri einmitt ekki í pott- inn búið, hann væri ekki að væna þingmenn um sérhagsmunagæslu. Þarf að stoppa betur í götin Í samtali við Morgunblaðið segir Pétur að aðgæta þurfi miklu nánar hvort í breytingunum séu gloppur sem hægt sé að misnota, til dæmis með því að færa hagnað úr fyr- irtækjum yfir í dótturfyrirtæki, eða öfugt, til að forðast skattskyldu vegna afskrifta. „Sú snilld sem menn hafa hannað hér á und- anförnum árum, í alls konar æv- intýrum, gefur manni tilefni til þess að skoða þetta miklu nánar,“ segir Pétur. Morgunblaðið/Golli Kippt út á síðustu stundu  Myndi óbreytt leiða til skattfrjálsra afskrifta á áhættusömum góðærislánum  Andstætt tilgangi frumvarps félagsmálaráðherra en tilkomið vegna þrýstings BÆJARSTJÓRI Vesturbyggðar hefur afhent samgönguráðherra und- irskriftir þar sem skorað er á hann að sjá til þess að fallið verði frá fyr- irætlun um fækkun ferða Breiða- fjarðaferjunnar Baldurs. Undir- skriftum var safnað síðustu vikur meðal íbúa og farþega Baldurs. Í skjalinu, sem Ragnar Jörundsson bæjarstjóri afhenti, kemur fram að Baldur sé oft á tíðum eina samgöngu- leið íbúanna sem og leið fyrir vöru- flutninga. Kristján L. Möller samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra tók við áskoruninni. Ráðherra segir að samningur við Sæferðir um styrki vegna siglinga Baldurs verði fram- lengdur en ekki í óbreyttri mynd. Verið sé að fara yfir öll mál varðandi ríkisstyrktar samgöngur og fleira hjá Vegagerðinni. Niðurstaða liggi ekki fyrir í þeim efnum en ljóst sé að Bald- ur muni sigla áfram yfir Breiðafjörð. Ferðum Baldurs fækki ekki Ráðherra: Samn- ingur framlengdur Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt þrjá karlmenn i skilorðsbundið fangelsi, tvo í mánaðar fangelsi og einn í fjögurra mánaða fangelsi fyrir þjófnaði, þar á meðal úr verslun við Geysi í byrjun október. Mennirnir voru einnig dæmdir til að greiða verslunum samtals 450 þúsund krón- ur í bætur. Mennirnir þrír voru dæmdir fyrir að stela vörum úr verslun Bónuss í Reykjanesbæ í september og fyrir að stela, jökkum, dúnúlpu og flíspeysum úr ferðamannaversluninni við Geysi, samtals að verðmæti 427.500 krónum. Allir hafa mennirnir hlotið dóma áður hér á landi. Sá sem þyngsta dóminn hlaut rauf skilorð eldri dóms sem hann hlaut fyrir fíkniefnabrot. Tekið var hins vegar tillit til þess, að mennirnir játuðu vafningalaust brot sitt. Dæmdir fyrir þjófnaði AÐSTOÐARSKÓLASTJÓRAR á átta leikskólum Reykjavíkurborgar, sem ekki eru jafnframt deild- arstjórar, munu taka við störfum deildarstjóra fyrir árslok 2010. Ing- unn Gísladóttir, starfsmannastjóri leikskólasviðs Reykjavíkur, sagði þetta eiga við um nokkra tveggja og þriggja deilda leikskóla. Borgin rekur 78 leikskóla og um helmingur þeirra er 2-3 deilda. Nú eru aðstoðar- skólastjórar um helmings minni leik- skóla jafnframt deildarstjórar. Alls starfa yfir 1.800 manns við leikskóla borgarinnar. Ingunn sagði að með þessari breyt- ingu væri verið að hagræða hjá leik- skólasviði og gera stjórnun einfaldari og skilvirkari. Starfsmannafjöldi yrði óbreyttur en stjórnunarstöðum mundi lítillega fækka. Hún sagði að reynt yrði að finna sem „mýksta lend- ingu“ í hverju tilviki. Ingunn taldi það vera algengt hjá öðrum sveitarfélögum að aðstoð- arskólastjórar 2-3 deilda leikskóla væru jafnframt deildarstjórar. Hún sagði að aðstoðarskólastjórarnir mundu eftir sem áður sinna stjórn- unarskyldum sínum. Björg Bjarnadóttir, formaður Fé- lags leikskólakennara, sagði að und- anfarin ár hefði félagið lagt áherslu á að auka vægi stjórnunar í leikskólum. Það hefði m.a. verið gert með því að losa aðstoðarskólastjóra úr störfum deildarstjóra. Björg sagði að aðstoðarskólastjór- ar hefðu ekki eingöngu sinnt stjórnun heldur t.d. einnig sérkennslu og af- leysingum. Hún sagði deildarstjóra sem láta af því starfi og er boðið starf leikskólakennara í staðinn verða fyrir kjaraskerðingu. Hún gæti numið 25- 30 þúsund krónum á mánuði. Björg sagði töluvert marga hafa haft sam- band við félagið vegna þessara breyt- inga. gudni@mbl.is Hagrætt verð- ur í leikskólum Aðstoðarskólastjórar líka deildarstjórar Morgunblaðið/Ómar Leikskóli Víða þarf að hagræða. YFIRLÝSTUR tilgangur frumvarps félagsmálaráðherra er sá að að- stoða heimilin og fyrirtækin í landinu við að ráða við afleiðingar bankahruns og gjaldeyriskreppu. Ekki að ráðast gegn skuldavanda þeirra sem tóku of mikla áhættu í fjármálabraski á uppgangstím- unum. Það skýtur því skökku við að hvergi hafi í breytingartillögu fé- lags- og tryggingamálanefndar verið talað um hámarksupphæðir lána sem megi afskrifa án þess að skattskylda myndist á móti. Embættismaður sem rætt var við í gær telur, að ef þetta hefði orðið að lögum, þá hefði verið hægt að afskrifa lán allra þeirra sem tóku sér kúlulán til hlutabréfakaupa í góðærinu, án þess að það leiddi til tekju- skattskyldu á móti. Félags- og tryggingamálanefnd hafi fengið til sín hugmyndir um lagabreytingar sem ekki hafi verið byggðar á nógu hlutlausum grunni. Tilgangurinn var sá að hjálpa heimilum Stjórn sjóðsins velur höfund úr hópi um- sækjenda sem býðst eins árs samningur við Borgarleikhúsið. Laun, sem eru greidd mán- aðarlega, taka mið af starfslaunum listamanna. Skáld skal þegar hafa sýnt árangur við skáld- skap en reynsla af leikritun er ekki skilyrði. Skáldið fær aðstöðu í leikhúsinu, vinnur þar á samningstímanum og verður hluti af starfs- liði Borgarleikhússins og mun njóta aðstoðar, leiðsagnar og stuðnings leikhússtjóra og leik- listarráðunauta. Stefnt er að því að velja skáld sem er líklegt til að njóta góðs af aðstöðu sinni hjá leikhúsinu. Unnið skal að ritun leikverks á tímabilinu með uppsetningu í huga, auk þess sem skáldið kynnir sér leikhúsformið. Stefnt er að því að leikverk, eitt eða fleiri, sem unnin eru á sam- ningstíma, verði sviðsett í Borgarleikhúsinu. Þetta er þó ekki skilyrði. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðar- mál og öll gögn endursend umsækjendum að loknu vali. Umsóknir skulu stílaðar á Borgarleikhúsið / Leikritunarsjóður Leikfélags Reykjavíkur Listabraut 3, 103 Reykjavík fyrir 20. nóvember 2008. Leikritunarsjóður LR: Fyrsta leikskáld leikritunarsjóðsins, Auður Jóns- dóttir, var ráðin í upphafi þessa árs. Meðal markmiða sjóðsins er að efla nýsköpun og fjölbreytni í íslenskri leikritun, auka vægi leikritunar í samfélaginu og stuðla að því að hún njóti virðingar í samfélagi lista. Markmiðið er að kynna hæfileikarík skáld eiginleikum og töframætti leikhússins og hvetja þau til að skrifa fyrir leiksviðið. Leikritunarsjóður Leikfélags Reykjavíkur auglýsir eftir umsóknum um starf leikskálds Borgarleikhússins árið 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.