Morgunblaðið - 24.10.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.10.2009, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2009 – meira fyrir áskrifendur JÓLAGJAFIR FRÁ FYRIRTÆKJUM Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16.00 mánudaginn 9. nóvember. Nánari upplýsingar veitir Sigríður Hvönn í síma 569 1134 / 692 1010, sigridurh@mbl.is Glæsilegur blaðauki um allt sem snýr að jólagjöfum frá fyrirtækjum til starfs- fólks og viðskiptavina fylgir Viðskiptablaði Morgunblaðsins 12. nóvember. Þetta er handbókin í ár fyrir stjórnendur sem eiga eftir að ákveða hvað fyrirtækið ætlar að gefa samstarfsaðilum, viðskipta- vinum og eigin starfsfólki í jólagjöf. Tómasarmessa í Breiðholtskirkju Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa Fyrirbæn og fjölbreytt tónlist Sunnudaginn 25. okt. kl. 20 Í NOKKURN tíma hefur íslenska þjóðin þurft að þola það sem vel má nefna efnahags- legar árásir, hótanir og tilraunir til niðurlæg- ingar frá þjóðum sem í gegnum tíðina hafa tal- ist til vinaþjóða. Oftar en ekki hafa stríð og styrjaldir brotist út þegar framferði ná- grannaþjóða verður með slíkum hætti að ein þjóð reynir að kúga aðra, fer með hótanir eða gerir tilraunir til niðurlægingar. Í raun er hægt að koma með rök fyrir því að framferði vestrænna þjóða í garð annars fullvalda ríkis, innan Evrópu, hafi ekki verið með slíku móti frá því Frakkar kúguðu og niðurlægðu Þjóðverja, eftir fyrri heimstyrjöldina, með Versalasamn- ingunum 28. júní 1919. Stuttu seinna braust út ný styrjöld í Evrópu og er það nánast óumdeilt að stór þáttur í þeirri atburðarrás var sökum þess að þýskum almenningi var gert að taka á sig ósanngjarnar byrðar fyrir at- burði sem sá hinn sami almenningur hafði ekki vald á að stýra og bar ekki ábyrgð á. Á slíkum tímum, þegar einstaka þjóðir eða ríkjasambönd sýna kúg- unartilburði, er nauðsynlegt að stjórnir þeirra sem eru mótfallnar slíkum tilburðum standi fast á rétt- indum sínum, jafnvel þótt það sé erf- itt. Það hefur nefnilega sýnt sig í gegnum tíðina að þeir þjóðhöfðingjar sem stunda hótanir, kúganir og til- raunir til niðurlægingar hætta ekki fyrr en hart mætir hörðu. Það er í raun alveg stórfurðulegt að eftir kúgunartilburði fyrrum ný- lenduþjóða, sem í lengri tíma blóð- mjólkuðu heilu heimsálfurnar, í garð Íslendinga sé það uppgjafartalsmáti sem einkennir málflutning einstakra íslenskra ráðamanna og sérstaklega undarlegt í ljósi þess að íslenska þjóðin þarf nauðsynlega á samein- ingu að halda. Hitt er svo annað mál að það virðist sem sumir ráðamenn þjóðarinnar telji uppgjöf skásta kostinn í stöðunni. Þessi óútskýrði uppgjaf- artalsmáti er óásætt- anlegur og í raun, vegna alvarleika málsins, verður að stöðva með öllum tiltækum ráðum. Íslenskir ráðamenn eru kjörnir til að vinna fyrir hagsmuni Íslands en ekki til þess að ganga erinda erlendra sjóða eða ríkja og verða að hafa kjark í sér til að fara einu réttu leiðina í Icesave deilunni, þar að segja, að standa vörð um hags- muni og mannréttindi hins íslenska almennings að greiða ekki skuldir einkafyrirtækja. Komið hefur fram í fjölmiðlum að ráðamenn þjóðarinnar geti ekki tekið ákvarðanir án þess að fá samþykki Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eða ráða- manna staðsetta á meginlandi Evr- ópu þrátt fyrir að slík stjórnsýsla stangist á við landslög. Góðar hugmyndir um hvernig styrkja má gjaldeyri þjóðarinnar án óhóflegra lána eru slegnar út af borð- inu sem og flestar hugmyndir um sneggri efnahagsbata. Virðist sem ákveðinn farvegur sé í sköpun sem miðli að algjörri eyðileggingu á sjálf- stæði þjóðarinnar. Forsætisráðherra þjóðarinnar neitar að samþykkja neitt annað en risalán sem nota á til að borga upp innistæðureikninga í Hollandi og Bretlandi, þetta gerir forsætisráð- herrann til þess að tryggja annað ri- salán sem á að nota til að kaupa upp krónubréf og þar með hjálpa erlend- um fjárfestum að hagnast á kostnað íslensku þjóðarinnar. Þessi gjörningur er lítið annað en vítavert landráð og Íslendingar verða að gera allt í sínu valdi til að stöðva þetta fyrrnefnda þjóðníð. Sagan hefur sýnt að þegar íslensku þjóðinni er ögrað er hún hvað sam- einuðust og þegar þjóðin stendur saman tekst henni að sigra heilu heimsveldin. Gleymum ekki að það var íslenska þjóðin sem árið 1973 gerði Henry Kissinger, þáverandi ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna furðu lostinn, fyrir hreint út sagt ótrúlegan baráttuvilja. Seinna meir skrifaði Kissinger: „Hér höfðum við 200.000 manna eyþjóð sem hótaði að fara í stríð við fimmtíu milljón manna heimsveldi, út af þorski. … Íslensku ráðherrarnir héldu fast við stefnu sem fyrr á öldum hefði verið dauða- dómi líkust. Mér varð hugsað til þeirra orða Bismarcks [fyrsta kansl- ara Þýskalands á nítjándu öld] að vald hinna veiku ykist við óskamm- feilni þeirra en þeir sterku veiktust vegna eigin fjötra.“ Þó má ekki gleyma að þrátt fyrir hinn ótrúlega baráttuvilja meirihluta þjóðarinnar voru einstaka ráðamenn og einstaklingar sem vildu uppgjöf og unnu þar með, í fávisku sinni, gegn eigin þjóð en sem betur fer var slíkur málflutningur miskunnarlaust stöðv- aður af vel hugsandi mönnum. Gömlu gildin um þjóðlega samein- ingu gegn erlendum yfirráðum þurfa að fá aukin forgang. Hver einn og einasti vel hugsandi Íslendingur þarf að grípa til þess ráðs að stöðva það uppgjafartal sem hefur einkennt suma ráðamenn þjóðarinnar sem og, þó sífellt fámennari hóp, einstaklinga í hirð þeirra. Með markvissum og beittum mál- flutningi, hollustu við sjálfstæðið og mikilli elju getur þjóðin komið í veg fyrir þetta samfélagslega hryðjuverk sem mun, ef í gegn fer, valda stórri lífskjaraskerðingu landsmanna til lengri tíma. Undir erlendu valdi Eftir Viðar H. Guðjohnsen »Hver einn og einasti vel hugsandi Íslend- ingur þarf að grípa til þess ráðs að stöðva það uppgjafartal sem hefur einkennt suma ráða- menn þjóðarinnar... Viðar H. Guðjohnsen Höfundur er meistarnemi við Lyfja- fræðideild Háskóla Íslands og stofn- andi samtakanna Frjálst Ísland. ERT þú ein(n) af þeim sem hafa velt fyr- ir sér hvað al-Qaida, G8-hópurinn eða NATO sé? Hvers vegna mannrán á olíu- verkamönnum í Níger- íu séu tíð eða af hverju oft sé vísað til átak- anna í Kongó sem bæði fyrstu heimsstyrjaldar Afríku og Gleymda stríðsins. Félag Sameinuðu þjóðanna á Ís- landi hefur opnað fræðsluvefinn Glo- balis sem er ætlað að svara þessum spurningum og ógrynni annarra. Globalis er stærsti gagnagrunnur sem til er á íslensku með tölfræði Sameinuðu þjóðanna. Gagnagrunn- inn er að finna á slóðinni www.glo- balis.is. Globalis er í sífelldri upp- færslu, enda um að ræða lifandi upplýsingar og sífellt bætist nýtt efni við vefinn. Á vefnum eru meðal annars upplýsingasíður um öll aðild- arríki SÞ og staðreyndir um virk átök í heiminum. Nú eru liðin 64 ár frá stofnun Sameinuðu þjóðanna. Í dag eru að- ildarríki þeirra 192 talsins, þeirra á meðal Ísland. Sameinuðu þjóðirnar vinna á öllum stigum samfélagsins, allt frá því að stuðla að bættum heimsviðskiptum og hindra ofveiði, til þess að hafa eftirlit með hreinsun jarðsprengna og efla lýðræði og mannréttindi. Ári eftir stofnun Sameinuðu þjóð- anna var Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi stofnað. Félagið hefur það að markmiði að vinna almenning á Íslandi til fylgis og stuðnings við samtök Sameinuðu þjóðanna. Félag- ið stendur fyrir ýmsum uppákomum ár hvert. Meðal árlegra viðburða er kynning á Þróunarskýrslu Samein- uðu þjóðanna sem kynnt var fyrr í þessum mánuði. Félag Sameinuðu þjóðanna á Ís- landi býður þig velkomin(n) á www.globalis.is til að fræðast nánar um heim hinna Sameinuðu þjóða. Fræðsluvefur Sameinuðu þjóðanna opnaður Eftir Ólaf Örn Haraldsson og Guðrúnu Helgu Jóhannsdóttur » Globalis er stærsti gagnagrunnur sem til er á íslensku með töl- fræði Sameinuðu þjóð- anna. Ólafur Örn Haraldsson Ólafur Örn er formaður Félags Sam- einuðu þjóðanna á Íslandi. Guðrún Helga er framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi Guðrún Helga Jóhannsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.