Morgunblaðið - 24.10.2009, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.10.2009, Blaðsíða 29
Umræðan 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2009 VIKA 43 – vímu- varnarvikan beinir nú sjónum að kannabis- neyslu. Foreldrar fá þau skilaboð frá sér- fræðingum í vímu- vörnum að hægt sé að tala um kannabis sem vímuefni unga fólks- ins og mikilvægt sé að leggjast í forvarnir til að bjarga komandi kynslóðum. Við foreldrar megum ekki sofna á verðinum og mikilvægt er að for- eldrar þekki þau einkenni sem koma fram hjá unglingum sem eru að byrja að neyta ólöglegra kann- abisefna. Unga fólkið þarf á stuðn- ingi okkar að halda svo þau hefji ekki neysluna og mikilvægt er að grípa fljótt inn í ef börn eru að leiðast út í neyslu. Sérstaklega þarf að beina sjónum að 16 til 18 ára ung- lingum í framhalds- skólum. Niðurstöður rannsókna sem hafa verið gerðar hér á landi á líðan og hög- um ungmenna sýna fram á að eftirlit for- eldra, stuðningur þeirra, magn tíma sem varið er með börnunum og tengsl foreldra við aðra for- eldra og vini ung- mennanna draga úr líkum á vímu- efnaneyslu og auka líkur á góðum námsárangri. Samstarf foreldra í framhaldsskólum hefur tekið á sig nýja mynd síðan ný menntastefna leit dagsins ljós og menntalög tóku gildi í júní 2008. Þar er gert ráð fyrir foreldraráðum í fram- haldsskólum og þar starfa nú sér- stakir forvarnarfulltrúar. Sam- starfið þarf öðru fremur að einkennast af gagnkvæmri upplýs- ingamiðlun og er það því fagn- aðarefni að foreldrar fái send vef- rit eins og Verzlunarskólinn hefur gert undanfarið. Verzlunarskólinn sýnir með þeim hætti frumkvæði og leggur áherslu á gott upplýs- ingastreymi til foreldra og for- ráðamanna nemenda sinna. Slíkt framtak er til fyrirmyndar fyrir alla framhaldsskóla landsins. Það er einmitt á fyrstu árum í fram- haldsskóla sem hætta er á að for- eldrar gefi eftir eða missi tökin á börnum sínum, sérstaklega þegar horft er til niðurstaðna kannana sem gerðar hafa verið á neyslu- venjum 16 til 18 ára unglinga hvað varðar áfengisdrykkju og neyslu kannabisefna. Með virkri og mark- vissri þátttöku foreldra í fram- haldsskólastarfinu felast sókn- arfæri fyrir foreldra til að hafa áhrif á almenna stefnumótun í skólamálum, þar á meðal forvarnarmálum. Hlutverk foreldraráða í fram- haldsskólum er meðal annars að styðja við skólastarfið, huga að hagsmunamálum nemenda og efla samstarf foreldra og forráða- manna ólögráða nemenda í sam- starfi við skólann. Með samstarf- inu er hægt að halda uppi öflugu og góðu forvarnarstarfi og hvetja foreldra til að sýna samstöðu og halda ekki eftirlitslaus samkvæmi, leyfa ekki áfengi fyrir viðburði á vegum skólans í heimahúsi og samkvæmum fyrir skólaböll, svo dæmi séu tekin. Æskan leggur grunninn að framtíð hvers einstaklings. Þá mótast mikilvægar forsendur lífs- sýnar, þroska og heilbrigði síðar á ævinni. Líkt og máltækið segir; lengi býr að fyrstu gerð. Ungt fólk er veikara fyrir neyslu vímu- efna en fullorðnir og rannsóknir sýna að því seinna sem ungt fólk hefur neyslu áfengis og tóbaks því minni líkur eru á að það leiðist út í neyslu vímuefna, hætti í skóla eða lendi í öðrum erfiðleikum. Við vitum að börn og ungmenni eru berskjölduð fyrir áróðri um neyslu áfengis og annarra vímuefna. Með öflugu foreldrasamstarfi, sam- starfi við skólayfirvöld, nemenda- félög, fræðslu, upplýsingastarfi og hvatningu til heilbrigðra lífshátta er hægt að sporna gegn vímuefna- neyslu ungmenna. Foreldrar eru auðlind í skólastarfi og með því að taka þátt í því verndum við það dýrmætasta sem við eigum, börnin okkar. Samstarf foreldra, nemenda og skólayfirvalda skilar árangri Eftir Sjöfn Þórðardóttur » ...því seinna sem ungt fólk hefur neyslu áfengis og tóbaks því minni líkur eru á að það leiðist út í neyslu vímuefna, hætti í skóla eða lendi í öðrum erf- iðleikum. Sjöfn Þórðardóttir Höfundur er formaður Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra. Sverrir Kristinsson, framkvæmdastjóri, lögg. fasteignasali Guðmundur Sigurjónsson, lögfræðingur, lögg. fasteignasali Þorleifur St. Guðmundsson, lögg. fasteignasali Kjartan Hallgeirsson, lögg. fasteignasali Geir Sigurðsson, lögg. fasteignasali Hilmar Þór Hafsteinsson, lögg. leigumiðlari, lögg. fasteignasali Magnús Geir Pálsson, sölumaður Þórarinn M. Friðgeirsson, lögg. fasteignasali Jóhanna Valdimarsdóttir, gjaldkeri Elín Þorleifsdóttir, ritari Reykjavík Frá 1957 Elsta starfandi fasteignasala landsins S : 5 8 8 9 0 9 0 • S í ð u m ú l a 2 1 • 1 0 8 R e y k j a v í k w w w. e i g n a m i d l u n . i s LANGALÍNA – GLÆSILEG ÚTSÝNISÍBÚÐ Glæsileg fullbúin 129,5 fm 3ja herbergja íbúð við sjávarsíðuna ásamt stæði í bílageymslu. Mikið af innfeldri halogenlýsingu er í loftum. Allar innréttingar eru úr eikarspón. Gólfefni eru eikarparket og flísar á baðherbergi og þvottahúsi. Fallegt sjávarútsýni. V. 38,9 m. 5114 SIGTÚN – GLÆSILEGT SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI Glæsilegt 480 fm skrifstofuhúsnæði auk mikillar og glæsilegrar sameignar. Húsið stendur á mjög góðum og rólegum stað en örstutt frá aðalumferðaræðum. Góð bílastæði og gott að- gengi. Húsnæðið er innréttað á vandaðan hátt og glæsilegt. Það skiptist þannig: stór mót- taka, 12 skrifstofur, mjög stórt fundarherbergi, skjalgeymsla, ljósritunarherbergi, eldhús og snyrtingar. Allar nánari upplýsingar veita Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali eða Magn- ús Geir Pálsson sölumaður. 4525 REYKJAVÍKURVEGUR 29 - UPPGERÐ ÍBÚÐ Góð 66,6 fm 3ja herbergja íbúð í Reykjavík. Íbúðin er öll hin glæsilegasta með mikilli lofthæð. Mikið endurnýjuð íbúð á góðum stað í hjarta Reykjavíkur. V. 19,9 m. 4965 FROSTAFOLD 62 – FALLEG ÍBÚÐ Falleg, björt og vel skipulögð 100,4 fm 3ja - 4ra herbergja ENDAÍBÚÐ á efri hæð með glugga á þrjá vegu í fjórbýlishúsi innst í botnlanga. Sérinngangur. Íbúðinni fylgir steypt bíl- skúrsplata. V. 22,8 m. 5047 OPIÐ HÚS Á MÁNUDAG FRÁ KL. 17:30 - 18:30 Bankastræti – vönduð íbúð Um er að ræða 120 fm íbúð sem sem er búið að skipta upp í tvær einingar. Íbúðin er ca 80 fm og við hlið hennar er vinnustofa sem mætti breyta í íbúð.Íbúðin skiptist í stóra stofu (auðveld væri að stúka herbergi af stofu) samliggjandi eld- hús, svefnherbergi og baðherbergi. V. 28,5 m. 5109 Bergstaðastræti – upprunaleg Þriggja herbergja íbúð sem bíður upp á mikla mögu- leika. Íbúðin þarfnast endurnýjunar (þ.e. er upprunaleg). Íbúðin skiptist þannig: stofa, tvö svefnherbergi, eldhús, baðherbergi, baðher- bergi, snyrting og forstofa. Í kjallara fylgir sameignar þvottahús og geymsla. V. 14,9 m. 5122 OPIÐ HÚS MALTAKUR 9 – ÖRFÁAR ÍBÚÐIR ÓSELDAR! Stórglæsilegar og vel hannaðar 3ja herb. íbúðir á frábærum stað á Arnarneshæðinni. Í íbúð- unum eru stór og björt rými. Svefnherbergi eru með innbyggðum fataherbergjum og mörg með sér baðherbergjum. Sannkallaðar hjónasvítur. Góð herbergi og rúmgóðar stofur með sambyggðu eldhúsi á móti suðri. 4672 OPIÐ HÚS Á MÁNUDAG FRÁ KL. 17:30 - 18:30 OPIÐ HÚS ÁRAKUR 4 – GARÐABÆR Einstaklega glæsileg fullbúiÐ 5 herbergja 232 fm raðhús í þessu nýja hverfi. Húsin skiptast í anddyri, bílskúr, 2 baðh., 2 stofur, eldhús, 3 svefnh., þvottah. og geymslu. Mögulegt að hafa allt að 5 svefnherbergi. Einnig er möguleiki á að fá húsin styttra á veg komin, þ.e. tilb. til innréttinga. V. 51,6 m. 7824 OPIÐ HÚS Á MÁNUDAG FRÁ KL. 17:30 - 18:30 OPIÐ HÚS Kaplaskjólsvegur – mikið endurn. 2ja herb. Falleg mikið endurnýjuð 2ja her- bergja íbúð á 3.hæð í mjög góðu húsi við Kaplaskjólsveg. Nýlegt eldhús, baðherbergi og fl. Suðvestur svalir með mjög góðu útsýni bæði á Keili og eins út yfir Seltjarnarnesið. Parket, flísal. baðherb. m. tengi f. þvottavél. Mögul. að yfirtaka hátt lán. V. 17,4 m. 5124 Vesturhús – neðri hæð Mjög vel skipu- lögð vel staðsett 2ja herbergja íbúð á 1. hæð í tvíbýli í lokuðum botnlanga efst í Grafarvog- inum. Íbúðin er 59,9 fm. Sérinngangur, park- et, endurnýjað baðherbergi. Sérgarður. Laus mjög fljótlega. V. 16,9 millj. 5129 Sandakur – gott verð Sérlega vel skipu- lagt og fallegt raðhús á skjólsælum stað á miðri Arnarneshæðinni. Tvílyft húsið er glæsi- legt ásýndum þar sem það er ýmist klætt áli eða harðviði. Húsið snýr á móti suð- suð- vestri þannig að það nýtur sólar allan daginn. Húsið er selt og afhent tilbúið til innréttingar. V. 41,0 - 43,0 m. 8071 Stigahlíð – Glæsilegt uppgert einbýl- ishús. Til leigu 434,7 fm einbýlishús. Húsið er á þremur hæðum og er nánast allt endur- nýjað. Lóðin er frágengin með timburverönd út frá eldhúsi. Gólfefni eru parket, flísar og marmari. Mikið hefur verið lagt í innréttingar og tæki og er húsið einkar glæsilegt að inn- an. Laust frá áramótum. Leiguverð kr. 400.000,- 5111 Vatnsholt 10 – Efri sérhæð Hæðin skiptist þannig: 2 rúmg. stofur með fallegum arin, sjónvarpsherbergi, stór skrifstofa með setustofu. Fjögur svefnherbergi (skv teikn- ingu), ný innréttað eldhús, baðherbergi, snyrting, þvottahús og geymsla inn af því. Rúm forstofa og sérhannað fatahengi í for- stofu. Íbúðin er öll lögð með gegnheilu park- eti. Stórar svalir. Eign í algerum sérflokki. 4053 Laugarnesvegur til leigu með auka- herbergi. Góð 3ja herb. íbúð á 1. hæð. Íbúðinni tilheyrir auk þess herbergi í kjallara með möguleika á útleigu, herberginu fylgir aðgengi að snyrtingu með sturtu. Rúmgóð stofa með suðursvölum. Parket og flísar á gólfum. Nýlega standsett baðherbergi. Upp- gert eldhús. V. 22,9 m. 7590 Norðurhella – nýtt hús Nýtt hús á góð- um stað. Húsið sem er einingahús skiptist í fjórar iðnaðar-, verslunar- eða skrifstofuein- ingar sem eru mjög bjartar og stendur húsið mjög vel. Húsið er á tveimur hæðum og af- hendist í núverandi ástandi. V. 50,0 m. 5093
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.