Morgunblaðið - 24.10.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.10.2009, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2009 Gildi - lífeyrissjóður Sætúni 1 105 Reykjavík Sími 515 4700 www.gildi.is gildi@gildi.is Sjóðfélagafundur Kynningarfundur fyrir sjóðfélaga Gildis-lífeyrissjóðs verður haldinn á Grand Hótel mánudaginn 26. október 2009 kl. 17.30. Dagskrá fundarins: 1. Eftirlit með starfsemi lífeyrissjóða. 2. Staða sjóðsins. 3. Samskipta- og siðareglur. 4. Atvinna og enduruppbygging. 5. Umræður og fyrirspurnir. Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta. lífeyrissjóður Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs. RÍKISSTJÓRNIN ákvað á fundi sínum í gærmorgun að skipa nefnd til að endurskoða í heild sinni lög um Stjórnarráð Íslands og gera tillögur um lagabreyt- ingar. Gert er ráð fyrir að m.a. verði litið til lagareglna sem um þetta gilda á Norðurlöndunum og víðar eftir atvikum. Núgildandi lög um Stjórnarráð Íslands eru að stofni til frá árinu 1969. Þótt lögin hafi tekið nokkr- um breytingum frá þeim tíma er það mat forsætisráðuneytisins, með hliðsjón af fenginni reynslu af framkvæmd laganna, að rétt sé og tímabært að ráðast í heildar- endurskoðun þeirra, samkvæmt tilkynningu frá forsætisráðuneyt- inu. Meðal þeirra atriða sem varða starfsemi Stjórnarráðsins og þarfnast sérstakrar skoðunar má nefna ákvæði um: Starfshætti ríkisstjórnar og fyrirkomulag rík- isstjórnarfunda og annarra ráð- herrafunda, m.a. hvaða mál skuli leggja fyrir ríkisstjórnarfundi og í hvaða formi það skuli gert. Innra skipulag ráðuneyta innan Stjórn- arráðsins og starfsheiti starfs- manna. Pólitíska aðstoðarmenn ráðherra, m.a. um stöðu pólitískra aðstoðarmanna innan ráðuneytis, ráðningu þeirra, starfslok og fjölda þeirra. Auglýsingaskyldu starfa hjá hinu opinbera og frávik frá þeirri skyldu, m.a. vegna tíma- bundinna aðstæðna. Heimildir til tilflutnings embættismanna og annarra starfsmanna innan Stjórnarráðsins, m.a. um máls- meðferð og formkröfur laganna og mögulega flutningsskyldu. Lög um Stjórnar- ráðið endurskoðuð FRÉTTASKÝRING Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is SAMKVÆMT frumvarpi til fjár- aukalaga er farið fram á að fjárveiting til Ríkisútvarpsins ohf. hækki um 630 milljónir króna vegna erfiðrar fjár- hagsstöðu stofnunarinnar. Áætlað er að innheimtar skatttekjur ríkissjóðs af útvarpsgjaldi, svonefndur nefskattur, verði 3.575 milljónir króna á þessu ári, eða 630 milljónum krónum meira en framlag ríkisins til RÚV í fjárlögum þessa árs. Fram kemur í frumvarpinu að RÚV hafi átt við mikinn rekstrarvanda að stríða sem að nokkrum hluta megi rekja til fjármagnskostnaðar af lífeyrissjóðsskuldbindingum. Um síðustu áramót var eigið fé RÚV neikvætt um rúmar 360 milljónir króna. Til samanburðar var eigið fé já- kvætt um nærri 900 milljónir króna við stofnun RÚV ohf. í apríl árið 2007. Miklar afskriftir Í frumvarpi til fjáraukalaga er gert ráð fyrir að breyta um 560 milljónum króna af skuldum hlutafélagsins við ríkið í hlutafé og með þeim aðgerðum er búist við að eigið fé verði jákvætt í lok þessa árs. Þessi skuld var sett inn í efnahags- reikning RÚV ohf. við stofnun. Voru eignirnar þá endurmetnar og færðar upp í 5,9 milljarða. Eigið fé var ákveð- ið 15% eða um 878 milljónir sem fyrr segir. Þá stóðu eftir skuldir upp á 4,9 milljarða, þar af 563 milljónir við rík- issjóð. Telja forráðamenn RÚV að eðlilegra hefði verið strax í upphafi að hafa eigið féð 563 milljónum kr. hærra, eða um 24%. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ríkissjóður þarf að koma Ríkisútvarpinu til aðstoðar. Við afgreiðslu fjáraukalaga á síðasta ári var afskrifuð um 123 milljóna króna skuld RÚV við ríkissjóð, sem hafði myndast á fyrstu mánuðum ársins 2007 áður en stofnuninni var breytt í hlutafélag í eigu ríkisins. Á tveimur árum, 2006-2007, námu afskriftir á skuldum RÚV alls um 750 milljónum króna. Niðurstaða síðasta rekstrarárs félagsins, sem er frá september til ágústloka hvert ár, liggur ekki fyrir en verður kynnt á næstu dögum. RÚV hefur orðið að grípa til mikils niður- skurðar í rekstrinum í ár og nemur hann um 700 milljónum króna eða um 16% af framlögum til stofnunarinnar. Í lok rekstrartímabilsins 2007 til 2008 námu skuldir RÚV 5,6 millj- örðum króna. Stærstur hluti af því var vegna lífeyrissjóðsskuldbindinga, sem eru í formi skuldabréfs upp á 3,2 millj- arða króna. Auk þess greiðir RÚV árlega um 50-60 milljónir króna til að viðhalda stöðu lífeyrisskuldbinding- anna sem gerðar voru upp með skuldabréfinu. Þarsíðasta rekstrarár nam tap Ríkisútvarpsins um 740 milljónum króna en frá stofnun ohf. í apríl 2007 til ágústloka það ár nam tapið rúmum 100 milljónum króna. Ef farið er aftur til ársins 2002 nemur tap Ríkis- útvarpsins alls um 2,2 milljörðum króna, á verðlagi hvers árs, en í þá tölu vantar útkomu nýliðins rekstrarárs. Sem fyrr segir má vænta tilkynningar fljótlega um afkomu síðasta rekstr- arárs en haft var eftir Páli Magnús- syni útvarpsstjóra í Viðskiptablaðinu í vikunni að náðst hefði verulegur ár- angur í rekstrinum, útlit væri fyrir hagnað á seinni hluta ársins. Breyting á 560 milljóna króna skuld RÚV ohf. í hlutafé er m.a. háð því skilyrði að þjón- ustusamningur við ríkið yrði endurskoðaður með það að markmiði að skerpa á skil- greiningu og hlutverki al- mannaþjónustuútvarps, eins og það var orðað. Einnig átti að gera breyt- ingar á fjárreiðu- og eftirlits- ákvæðum samningsins. Var stjórn RÚV ohf. gert að endur- skoða áætlanir um rekstur fé- lagsins og gera ráðstafanir með það að markmiði að ná jafnvægi í rekstrinum á ár- unum 2009-2010. Þá var ætl- unin að endurskoða launa- uppbyggingu innan Ríkisútvarpsins. Endurskoðun þjónustusamn- ingsins er enn í gangi, sam- kvæmt upplýsingum blaðsins, en hún lá niðri um tíma í sum- ar. Verður ekki hægt að ljúka við gerð samningsins fyrr en ljóst er hverjar þjónustutekjur RÚV verða. Þjónustusamningur í endurskoðun Með tilkomu nefskattsins lagðist innheimta afnotagjalda niður. Er nú innheimt útvarpsgjald þrisvar sinnum á ári hjá einstaklingum. Af þessum sökum hefur Fjársýsla ríkisins óskað eftir aukaframlagi upp á 8,7 milljónir króna, vegna aukins innheimtukostnaðar og kostn- aðarsamari framkvæmdar. Í fjárlagafrumvarpinu kemur fram að markmiðið með breytingu á innheimtunni hafi verið að skapa fjár- hagslegt hagræði fyrir einstaklinga með því að dreifa greiðslum yfir árið. Eitthvert hagræði ætti að vera af þessu fyrir ríkið en kostnaður vegna afnotadeildar RÚV rekstrarárið 2007-2008 var 114 millj- ónir króna. Hefur sú deild sem kunnugt er verið lögð niður og ekki er lengur grennslast fyrir um hve mörg viðtæki eru á heimilum landsmanna. Níu milljónir í innheimtu nefskatts Reynt að vinda ofan af sam- felldu tapi hjá Ríkisútvarpinu  Ríkið hefur afskrifað um 750 milljónir króna frá ohf-væðingunni á Ríkisútvarpinu  Tap RÚV nemur á þriðja milljarð frá 2002  560 milljóna skuld verður breytt í hlutafé á þessu ári Morgunblaðið/Árni Sæberg Afkoma RÚV 2002–2008 RÚV ohf.Tap í milljónum króna + 0 – 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2007 ‘07-’08 ‘08-’09 jan-mars apr-ágúst sept-ág. sept-ág. ?188,2 313,7 49,7 196 420,2 216,5 108,2 739,5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.