Morgunblaðið - 24.10.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.10.2009, Blaðsíða 28
28 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2009 ÞAR stóð ég og horfði til suðurs yfir Hálslón til Vatnajök- uls, og dáðist að sam- spili jökulvatnsins í lóninu og hrjóstrugs grýtts vatnsbakkans sem nú í október- byrjun voru í óðaönn að klæðast hvítum kufli vetrarins. Ég hafði komið of seint, hið stutta sumar hálendisins var að baki og fuglar víðáttunnar flognir til héraðs og fjarða til haustbeitar áður en flogið var suð- ur um höfin. Skyldi þetta vera útsýnið sem gæsir og álftir höfðu yfir Hálslón hið forna, fyrir þúsundum ára, áð- ur en maðurinn kom og nam land- ið og áður en Jökulsá á Dal hafði rutt náttúrulegri stíflu við Kára- hnjúka úr vegi og grafið hin miklu Hafrahvammagljúfur? Þetta var þriðja ferð mín að Kárahnjúkum eftir að virkj- unarframkvæmdir hófust, nú var þeim framkvæmdum lokið og frá- gangi að mestu. Þar sem vinnu- búðir höfðu staðið, nánast heilu þorpin, síðast þegar ég kom á svæðið var nú grýtt eyðimörk eins og sú sem ekið var yfir eftir að ekið var upp úr dalnum inn á heið- ina í átt til Kárahnjúka. Eftir nokkur ár sést enginn munur þar á, þegar veðrun hefur lokið við að slétta úr síðustu skófluförum þeirra sem byggðu stífluna. Ég rifjaði upp í huganum fyrstu ferð mína á þessar slóðir árið eftir að framkvæmdir hófust; hinar tröllslegu framkvæmdir í gljúfrinu við hnjúkinn, uppsprengdir gljúfraveggir, allt á öðrum end- anum í stærstu virkjunarfram- kvæmd Íslandssögunnar, hvílík átök og glíma manna og lands. Mér varð þá nóg um og skildi vel áhyggjur verndunarsinna á þeim tímapunkti, hvort við værum kom- in langt fram úr okkur sjálfum í umbyltingu náttúrunnar til hags- bóta fyrir okkur íbúa þessa lands. Þá hafði ég horft frá sama stað suður til jökulsins og séð fyrir mér vatnsfyllingu milli sýnilegra hálsa til austurs og vesturs, hafsjó víðáttumikinn og ógnvænlegan. En hvað nú? Hálslón er frá virkjuninni séð aðeins látlaust heiðavatn, langt og mjótt, sem fellur ótrúlega vel inn í landslagið, eins og það hafi alltaf verið þarna, með sandey, áður sandfell, sem er vatnaprýði hin mesta. Þegar horft er til norðurs frá Hálslóni að stífl- ustæðinu blasir stíflan við sem brú yfir lónið, nánast látlaus og hlé- dræg, og var ekki nauðsynlegt að byggja brú við Kárahnjúk? Hvort sem væri fyrir ferðamenn á svæð- inu, og jafnvel hreindýrin, sem nú geta fært sig milli austur- og vesturheið- arinnar án þess að leggja líf sitt að veði við að synda jökulsána í hvert sinn. Í raun þarf að ganga smáspöl niður með gljúfrinu til að virða fyrir sér stífluvegginn sjálfan, hlaðinn grjótvegg, svo listilega gerðan að undrum sætir og er glæsilegur vitn- isburður handlagni þeirra sem að því verki stóðu. Ekki þarf að ganga langt niður með gljúfrinu til að stíflan hverfi sjónum og gljúfr- ið er sem fyrr stórkostlegt í hrika- legri fegurð sinni. Aðeins kolmó- rautt jökulfljótið er horfið, lífshættulegur farartálmi fyrr á tímum, en nú glæsileg laxveiðiá sem í framtíðinni mun styrkja lífs- afkomu býlanna í dalnum. Erum við virkilega búin að eyði- leggja hálendið með þessari fram- kvæmd; „Ísland örum skorið“ og afkomendur okkar muni bera okk- ur illa söguna langt inn í framtíð- ina? Ég held varla, ég trúi að bæði þeir sem að stíflugerðinni komu og þeir sem hallmæltu fram- kvæmdinni séu jafnmiklir Íslend- ingar í hjarta sínu og elski land sitt af heilum hug. Öfgar í þessu máli eins og öðrum hafa aldrei reynst vitrænt innlegg í almenna umræðu. Mín spá má vera sú að um miðja þessa öld verði almenn- ingur sáttur við þessa framkvæmd og telji vel hafa tekist til, fyrir ut- an þann hagnað sem þjóðarbúið hefur þá haft af framkvæmdinni og þeim tækifærum í ferða- mennsku sem fylgdu með í kaup- bæti. Mér varð hugsað til annarrar stíflu og uppistöðulóns í minni heimabyggð, Reykjavík, en það er stíflan í Elliðaánum og Elliða- og Helluvatn, sem eru uppistöðulón fyrir rafstöðina. Ætli einhver vilji fjarlægja þá stíflu í dag þó svo rafstöðin hafi lokið hlutverki sínu og létt verk og löðurmannlegt að fjarlægja stífluna og endurheimta þar með fyrri landgæði? Allavega ekki ég, og myndi skrifa upp á bænarskjal til vernd- unar virkjanaframkvæmdum í Ell- iðaánum. Kárahnjúkavirkjun – böl eða blessun? Eftir Björn Jóhannsson Björn Jóhannsson »Hálslón er frá virkj- uninni séð aðeins látlaust heiðavatn, langt og mjótt, sem fellur ótrúlega vel inn í lands- lagið, eins og það hafi alltaf verið þarna … Höfundur er tæknifræðingur. FYRIR skemmstu var þess minnst, að lokið er fram- kvæmdum við Kára- hnjúkavirkjun. Verk- lokahóf í Fljótsdalsstöð. Miklu var til tjaldað að fegra þessa fram- kvæmd í augum al- mennings, sem verið hefur umdeildari en nokkur önnur einstök mannvirkja- gerð á Íslandi og haft í för með sér meiri og óafturkræfari umhverfis- spjöll en dæmi eru um hér á landi, sem ná yfir landsvæðið allt frá jökli til sjávar. Að sjálfsögðu var ekki minnst einu orði á umhverfisspjöll Kára- hnjúkavirkjunar og álvers á Reyð- arfirði á hátíðinni í Fljótsdalsstöð. Það passaði ekki inn í glansmyndina. Þar var ekki sýnd hin hlið Kára- hnjúkavirkjunar, sem einkennist af náttúruspjöllum, að búið er að um- breyta lit og lífsskilyrðum hins fagra Lagarfljóts til frambúðar. Næsta víst er, að engin önnur þjóð en Ís- lendingar hefði farið þannig að ráði sínu gagnvart einni helstu náttúru- perlu í landi sínu. Ekki var þess getið, að tugir fag- urra fossa í Jökulsá í Fljótsdal og Kelduá verða hér eftir aðeins svipur hjá sjón, eftir að ánum hefur verið umturnað vegna virkjunarinnar. Ekki heldur minnst á stóraukna hættu á leirfoki úr botni Hálslóns, er það verður í lægstu stöðu, eða af aurum Jökulsár á Dal, og gróður- skemmdir við Lagarfljót allt til ósa vegna hækkandi vatnsborðs. Allt eru þetta smá- munir að mati Lands- virkjunarmanna, sem best er að hafa sem fæst orð um, enda hægt að bæta flest með peningum. Hér við bætist, að áhrif virkj- unar og álvers á Reyð- arfirði á búsetu og fólksfjölgun á Austur- landi hafa orðið mun minni en ráð var fyrir gert. Fólksfjölgun sú, sem menn væntu á Austfjörðum við bygg- ingu álvers, hefur látið á sér standa. Sáralítil fjölgun hefur orðið á Héraði vegna framkvæmdanna, og á Egils- stöðum standa hundruð íbúða auð og óseld nú við verklok. Auðheyrt er, að Héraðsbúar hafa orðið fyrir vonbrigðum með stór- iðjuframkvæmdirnar, sem að ýmsu leyti hafa breytt samfélagsstrúkt- úrnum til hins verra. Kárahnjúkavirkjun hefur ekki reynst farsæl framkvæmd, hvorki fyrir Austurland né þjóðfélagið í heild. Staðreynd er, eins og sýnt hef- ur verið fram á, að stóðriðjufram- kvæmdirnar á Austurlandi síðustu sex ár eiga drjúgan þátt í þeirri þenslu, sem leiddi m.a. til efnahags- hrunsins fyrir ári. Skiljanlega reynir Landsvirkjun að gera sem minnst með þá staðreynd og kostnaðinn af virkjuninni, sem sagður er hafa orð- ið 133 milljarðar, sem er auðvitað smápeningar í augum manna þar á bæ. En hverjir skyldu nú greiða her- kostnaðinn fyrir rest? Skiljanlega verður Landsvirkjun að sýna glansmynd af Kárahnjúka- virkjun, nú þegar henni er lokið. Annað hvort væri nú. Það er hennar hlutverk. En hin hliðin er smám saman að koma í ljós. Það verður engin glans- mynd, sem hægt er að fela. Virkj- unin mun standa sem minnismerki um skammsýni og græðgi, sem er reiðubúin að fórna öllu, jafnvel dýr- mætum náttúruperlum, fyrir ímynd- aðan gróða. Erum við ekki búin að fá nóg af slíku? Samt heldur stóriðjukórinn áfram að kyrja sinn söng sem aldrei fyrr um fleiri álver og virkjanir. Menn virðast ekkert hafa lært og engu gleymt. Vonandi snýr sú ríkisstjórn, sem nú hefur tekið við völdum, af þeirri óheillabraut. Öllum má vera ljóst, að stóriðja og álver leysa ekki efnahagsvanda þjóðarinnar, en þau skapa margs konar vanda, spilla um- hverfi og menga. Stóriðja er ekki sjálfbær atvinnugrein, til þess er fórnarkostnaðurinn of mikill. Með Guðs hjálp getum við lifað allt af í þessu landi, til þess höfum við alla burði, allt nema að spilla landinu, sjálfum höfuðstólnum. Ger- um við það, þá eigum við enga fram- tíð. Ekki fleiri álver á Íslandi, af þeim er komið meira en nóg. Snúum okk- ur að arðbærari verkefnum. Hin hliðin á Kára- hnjúkavirkjun Eftir Ólaf Hall- grímsson » Að sjálfsögðu var ekki minnst einu orði á umhverf- isspjöll Kárahnjúka- virkjunar og álvers á Reyðarfirði á hátíðinni í Fljótsdalsstöð. Ólafur Þ. Hallgrímsson Höfundur er prestur á Mælifelli. BÆNAHALD, sálmasöngur, dreifing trúarrita, samþætting skólakóra við kirkju- starf, heimsóknir presta, samskráning í skólagæslu og trúar- legt starf, kirkjuferðir, setning skóla í kirkjum og skólum lokað til að sinna fermingarstarfi. Ef einhver heldur að verið sé að lýsa skólastarfi og trúboði undir ísl- ömsku trúræði þá er það rangt. Þetta eru atriði úr kvörtunum for- eldra við fulltrúa Siðmenntar yfir skólastarfi á Íslandi á 21. öldinni. Á hverju hausti hafa foreldrar sam- band við Siðmennt og kvarta undan því að skólar sem reknir eru fyrir al- mannafé virði ekki lífsskoðanir þeirra. Þegar aðventa gengur síðan í garð hefst næsta holskefla hringinga óánægðra foreldra. Mörgum skóla- stjórnendum virðist um megn að virða þau mannréttindi foreldra að ala börn sín upp í þeirri lífsskoðun sem þeir kjósa sjálfir. Þetta á sér stað þrátt fyrir að dómur Mannrétt- indadómstóls Evrópu í Strassborg árið 2007, í máli nokkurra norskra foreldra gegn norskum mennta- yfirvöldum, kveði skýrt á um að brotið var gegn eftirfarandi ákvæði úr Mannréttindasáttmála Evrópu með ofangreindu háttalagi: „Réttur til menntunar (Samnings- viðauki 1, gr. 2) Engum manni skal synjað um rétt til menntunar. Hið opinbera skal í öllum ráðstöfunum sínum, er miða að menntun og fræðslu, virða rétt foreldra til þess að tryggja það að slík menntun og fræðsla sé í samræmi við trúar- og lífsskoð- anir þeirra.“ Hvað gengur skóla- stjórnendum til? Ég hef þá bjargföstu skoð- un að þeir séu heiðvirt fólk og vilji vel. Hugs- anlega telja sumir þeirra að með því að heimila t.d. presti að messa yfir börnum sé einfaldlega verið að gera þeim gott. Hugs- anlega telja einhverir þeirra að verið sé að uppfylla skyld- ur aðalnámskrár leik- og grunn- skóla. Mögulega telur einhver þeirra að það sé í lagi að stunda trúboð í skólum. Trúboð ekki réttlætanlegt Óháð því hvaða ástæður liggja þar að baki er verið að brjóta á mann- réttindum foreldra. Það er ekkert sem réttlætir trúboð. Ekki einu sinni röksemdin að vel flestir Íslend- ingar séu skráðir í kristna söfnuði. Ekki er heldur nóg að vitna til kristi- legs uppbyggingastarfs sem auð- veldlega er hægt að lesa úr efni aðal- námskrár. Mannréttindi eru óháð því hver er í meirihluta eða minni- hluta og það fer enginn í grafgötur um það að börn eiga rétt á menntun án þess að verða fyrir trúboði eða iðkun trúar í skólum. En hvað um þá foreldra sem vilja trúarlegt uppeldi barna sinna? Á ekki skólinn að sjá fyrir því? Svarið er nei. Hvorki leik- né grunnskólar hafa það hlutverk. Kirkjudeildir eru með öflugt barna- starf í eigin húsnæði með sínu fólki. Þangað geta foreldrar sótt með börn sín ef þeir telja þess þurfa. Veraldlegir skólar eru fyrir börn foreldra sem hafa mismunandi lífs- skoðanir. Hún getur verið kristin, íslömsk eða veraldleg. Foreldar eiga að geta gengið að því vísu, og treyst skólum fyrir, að ekki sé stundað trú- boð í skólunum. Þeir eiga ekki að þurfa að líða hugarvíl vegna ágrein- ings við skólastjórnendur um upp- eldi barna sinna. Foreldrar eiga ekki að þurfa að upplýsa skólastjórn- endur um lífsskoðun sína, eins og nú gerist oft, þegar þeir bera fram kvartanir vegna þess að skólinn er að vinna gegn lífsskoðunum þeirra. Opinberir skólar eiga að vera frí- svæði sem tekur tillit til allra lífs- skoðana, gerir ekki greinarmun þar á og ívilnar engri umfram aðrar. Sið- mennt hefur farið kurteislega fram á það í mörg ár að breyting verði á, en fáir skólar hafa breytt starfi sínu til batnaðar í þessum efnum. Skóla- stjórnendur virðast því þurfa skýr tilmæli frá menntayfirvöldum um að ekki sé heimilt að stunda trúboð. Ég skora því á skólastjórnendur og menntayfirvöld, hvort sem er í sveit- arfélögum eða í ráðuneyti, að taka í eitt skipti fyrir öll á þessu máli og stöðva trúboð í skólum. Opinberir skólar eru fyrir alla. Hvað gengur skólastjórnendum til? Eftir Bjarna Jónsson »Mannréttindi eru óháð því hver er í meirihluta eða minni- hluta og það fer enginn í grafgötur um það að börn eiga rétt á mennt- un án þess að verða fyr- ir trúboði eða iðkun trú- ar í skólum. Bjarni Jónsson Höfundur er varaformaður Siðmenntar. Glæsilegt 206 fm steinsteypt einbýlishús á einni hæð. Vandaður frágangur. Frábær staðsetning. Ásett verð 69,5 millj. OPIÐ HÚS Á MORGUN MILLI KL. 16:00-18:00 JÖKLALIND 4, KÓPAVOGUR Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040 kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali gsm 896 4013 Dan V. S. Wiium Ólafur Guðmundsson hdl., lögg. fasteignasali. s. 896 4013 sölustjóri s. 896 4090 jöreign ehf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.