Morgunblaðið - 24.10.2009, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.10.2009, Blaðsíða 33
Umræðan 33BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2009 EIRÍKUR Tóm- asson skýrir í Spegl- inum á RÚV frá af- stöðu Breta og Hollendinga í Icesave- deilunni. Hann segir að Bretar og Hollend- ingar hafi byggt kröfu sína á því að hið ís- lenska tryggingakerfi hafi alls ekki reynst fullnægjandi þegar bankarnir hrundu hér á landi og þar af leið- andi sé íslenska ríkið ábyrgt fyrir að hafa ekki fullnægt skuldbind- ingu sinni samkvæmt þessum til- skipunum. Það liggur fyrir að Íslendingar uppfylltu skilyrði tilskipunar ESB um að setja á stofn trygging- arkerfi til þess að veita innistæðu- eigendum í bönkum og öðrum inn- lánsstofnunum vernd ef svo færi að þessar stofnanir lentu í greiðsluþroti. Samkvæmt lögum um trygging- arsjóðinn skyldi heildareign inn- stæðudeildar sjóðsins að lágmarki nema 1% af meðaltali tryggðra innstæðna í viðskiptabönkum og sparisjóðum á næstliðnu ári. Krafa Breta og Hollendinga byggist því á því að ekki voru fyrirliggjandi fjár- munir í tryggingasjóðnum umfram það sem lögbundið er. Ef það er krafa þeirra að nægilega miklir fjármunir skyldu liggja fyrir í sjóðnum til þess að bæta öllum innistæðueigendum tap sitt við kerfishrun þá þýðir það að bank- arnir hefðu þurft að leggja nánast allar innistæður beint í tryggingasjóðinn. Það er ekki fræðilega mögulegt að reka inn- lánskerfi í banka á þeim forsendum nema að taka greiðslu frá innlánseigendum, t.d. í formi neikvæðra vaxta, fyrir að geyma fjármuni þeirra af 100% öryggi enda endurspegla jákvæðir vextir áhættu. Það hefur ekki heldur komið fram hvað Bretar og Hollendingar telja „fullnægjandi“ í þessu sam- hengi. Það segir t.d. ekkert um það í ESB-tilskipuninni hvað teljist fullnægjandi og það eitt gerir for- sendur kröfu Breta og Hollendinga veikar. Íslensku lögin um trygg- ingasjóð hafa verið talin fullnægja ESB-tilskipuninni og farið var að þeim lögum. Þá kemur það skýrt fram í til- skipuninni að óheimilt er að veita tryggingasjóðnum ríkisábyrgð en það er einmitt það sem Bretar og Hollendingar eru að krefjast, þ.e. að Íslendingar brjóti umrædda til- skipun. Þetta ákvæði hljómar svo: The system must not consist of a guarantee granted to a credit in- stitution by a Member State itself or by any of its local or regional authorities. Krafa Breta og Hollendinga þýðir að renna muni að lágmarki 600 milljarðar úr íslensku efna- hagskerfi í breskan og hollenskan ríkissjóð á komandi árum en það mun frysta íslenskt atvinnulíf og hafa ruðningsáhrif sem mun gera búsetu erfiða á Íslandi. Ríkisábyrgð á Icesave-samning- inn felur í sér skuldbindingu fyrir íslenska efnahagskerfið upp á allt að 1.200.000.000.000 miðað við að hluti eignasafns gamla Landsbank- ans sé endurheimtur úr Nýja Landsbankanum eins og nú liggur fyrir. Ef eignasafn Landsbankans liggur að öðru leyti á Íslandi getur þessi skuldbinding Icesave- samningsins orðið enn meiri en ekki hefur verið upplýst um það. Vissulega skipta þessir fjár- munir gríðarlegu máli en það skiptir ekki minna máli að atferli aðila í þessu máli brjóta lögmál um góða siðmenningu og rétt almenn- ings til þess að farið sé að lögum og reglu sem verndar hag þeirra og lífsskilyrði. Í því tilliti má halda því fram að það sé skylda Íslend- inga í samfélagi þjóða að spyrna við í þessu máli og leita sann- gjarnrar málsmeðferðar. Það getur aldrei talist að upp- gjör hafi farið fram á Íslandi eftir bankahrunið ef þjóðin verður kúg- uð til þess að beygja sig undir þennan yfirgang í því skyni að firra aðila óþægindum sem ESB, Bretar eða Hollendingar geta hugsanlega valdið. Það skiptir líka máli að verja siðmenninguna Eftir Jakobínu Ingunni Ólafsdóttur »Hafa Bretar og Hol- lendingar verið að krefjast hins ómögulega af Íslendingum? Jakobína Ólafsdóttir Höfundur er stjórnsýslufræðingur. STERN lávarður heitir breskur yf- irstéttarmaður, vel- lærður hagfræðingur og nú um stundir pró- fessor við London School of Economics, nafnkunna kennslu- og rannsóknarstofnun í hagfræði. Lávarður þessi er enginn venju- legur Jón í Hvammi. Hann hefur víða komið við. Að svo komnu er hann frægastur fyrir að hafa verið formaður vísindanefndar sem samdi skýrslu um yfirvofandi breytingar á loftslagi í heiminum og áhrifum þeirra á nánasta umhverfi manna, heimsbyggð alla og lífríkið eins og það leggur sig. Skýrsla þessi kom út á prenti árið 2006. Þetta yfirgripsmikla rit er enginn englasöngur um bjarta framtíð mannkyns og lífið á jörðinni. Öðru nær! Það mætti miklu fremur kall- ast dómsdagsspá. Í skýrslunni er hrakin sú skoðun sumra, að lofts- lagsbreytingar nú eigi sér gam- alkunnar og náttúrlegar orsakir. Skýrsluhöfundar fullyrða að meg- inástæða loftslagsbreytinga nú á tímum verði rakin til mannlegra at- hafna og lifnaðarhátta, náttúrlegar ástæður séu hverfandi í þeim sam- anburði. Þessi boðskapur í nafni bresks yfirstéttarmanns, sem gerir sig sekan um róttækni, fer mjög fyr- ir brjóstið á þeim sem trúa á óend- anleik hagvaxtar. En Lord Stern lætur sig ekki! Hann fordæmir þrjósku pólitískra tréhesta. Í fyrirlestri sem hann hélt nýlega í Háskóla alþýðunnar í höfuðborg Kínaveldis lét hann sér það um munn fara að þjóðir heims, umfram allt stórþjóðirnar, „risahagkerfin“, kæmust ekki hjá því að gerbreyta framleiðslu- starfsemi sinni, sem væri mengunarvaldur síns nánasta umhverfis og ylli loftslagsbreyt- ingum í heimi öllum með því að tæma eit- urgös út í andrúms- loftið, einkum koltví- sýring. Þessi róttæki lávarður segir að út- blástur eiturgasanna fari langt fram úr því sem spáð var fyrir nokkrum árum. Síðan bætir hann gráu ofan á svart og ýjar að því, að „hagvöxtur“ endist ekki til lengdar, þvert á móti muni hagvaxtarþrot neyða mannkynið til að breyta lifn- aðarháttum sínum og atvinnu- starfsemi. – Svo mörg eru þau orð Sterns lávarðar! Undirritaður verður að játa það á sig, að hann er hallur undir „dóms- dagsspá“ Sterns lávarðar, þó með fyrirvörum, sem lávarðurinn setur sjálfur. Hvur veit nema mannkynið sjái að sér og sé viðbjargandi! Leit að nýjum orkulindum kann að bera árangur. Það gleður mig, gamlan og gróinn þjóðkirkjumann, að biskup og prest- ar beina í auknum mæli predikun sinni og greinaskrifum að ógn lofts- lagsbreytinganna, að umhverf- ismálum. Sérstaklega vil ég þakka sr. Þórhalli Heimissyni ágæta hug- vekju í Morgunblaðinu 9. október sl. og minnist einnig þess sem ég heyrði sr. Halldór Reynisson hafa á orði um þetta efni, þótt lengra sé umliðið. Kristinn maður hefur þá skyldu að ganga vel um náttúru og nátt- úruverðmæti, enda er heimurinn sköpunarverk Guðs samkvæmt arf- sögn og kenningu kristninnar. Nátt- úran er því heilög Guðsgjöf. Nýting- arréttur hennar er takmarkaður. Ég trúi því að dómsdagsspáin rætist ekki, svo lengi sem mannkynið held- ur sáttmálann við Guð að uppfylla jörðina án arðráns. Hin skáldlega líking um Móður Jörð er engin hjátrú. – Mannkynið á allt undir frjósemi jarðar. Markens Gröde! Af Stern lávarði, eiturgösum og íslenskri þjóðkirkju Eftir Ingvar Gíslason »Undirritaður verður að játa það á sig, að hann er hallur undir „dómsdagsspá“ Sterns lávarðar, þó með fyr- irvörum... Ingvar Gíslason Höfundur er fyrrv. alþm. og ráðherra. ÝMSAR athuganir á breytingum í gróðurfari lands hófust á vegum Atvinnudeildar Háskólans (síðar Rannsóknastofnunar landbúnaðar- ins) á árunum 1950-51. Var í fyrstu hafist handa við að kanna uppgræðslu á söndum, með því að sá ýmsum grastegundum við Múlakot í Fljótshlíð og síðar í Geitasand á Rangárvöllum. Í kjölfar þeirra athugana hóf Sandgræðslan (síðar Land- græðslan) átak sitt við að græða upp örfoka svæði. Fyrsta skrefið í uppgræðslu- starfi áhugamanna var stigið árið 1965, þegar hópur félaga úr Lionsklúbbnum Baldri hóf að varðveita Svartártorfur á Kjal- arsvæðinu í 430 m hæð og tóku þeir að græða upp skikann, sem afmarkast af Svartá, Hvítárvatni og Hvítá. Áður höfðu þessir félagar reynt að glæða áhuga almennings fyrir gróðurvernd með því að selja áburð og fræ í fötum á bens- ínstöðvum, svonefndar land- græðslufötur. Með þessu var leit- ast við að hvetja ferðamenn, sem voru á leið um landið, til þess að hlúa að og vernda gróður t.d. við áningartaði. Var vegfarendum þarna gefinn kostur á að fá áburð og fræ í hentugum umbúðum til upp- græðslu. En þessi sala var einnig gerð í áróðursskyni, til þess að vekja áhuga fólks á uppgræðslu- málum. Ágóðanum af fötusölunni var síðan varið til kaupa á áburði og fræi, sem notað var við rækt- unina uppi við Svartártorfur. Á gróðurverndarráðstefnu, sem haldin var í Norræna hsinu 1969 báru Baldursmenn upp tillögu um stofnun landssmtaka um gróð- urvernd og landgræðslu. Frum- kvæði að þessari ráðstefnu átti meðal annars Jónas Jónsson, sem síðar (1980) varð bnaðarmála- stjóri. Ég var fundarstjóri ráð- stefnunnar, en að hálfu okkar Baldursmanna las Pétur Sigurðs- son alþingismaður upp tillögu- skjalið, sem þarna var samþykkt af öllum. Var stofnfundur samtaka um gróðurvernd síðan haldinn í lok október sama ár að Hótel Sögu, og voru þá samtökin stofn- uð. Stakk ég þá upp á því, að Hákon Guðmundsson yrði kjörinn fyrsti formaður félagsins, og var það samþykkt. Þá voru þar einnig kvaddir til svæðastjórar honum til fulltingis. En einn okkar félaga, Karl Eiríks- son, var einmitt frumkvöðull hér á landi í áburðardreifingu úr flug- vél. Samtökunum var gefið nafnið Landvernd. Þessi samtök voru fyrst og fremst stofnuð til þess að örva áhuga og skilning almennings á landgræðslustarfi, svo sem heft- ingu gróður- og jarðvegseyðingar og uppgræðslu örfoka lands. Þessi vakning varð til þess, að landsmenn gátu almennt tekið þátt í því að spyrna fótum við þeirri gróðureyðingu, sem stöðugt á sér stað. STURLA FRIÐRIKSSON Lions-félagi Landssamtök um gróðurvernd Frá Sturlu Friðrikssyni Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið í Galleríi Fold virka daga 10–18, laugardaga 11–16, sunnudaga 14–16 Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu Abba „Hvítur söngur” Yfirstandandi sýningar: Nína Sæmundsson „Hafmeyjan“ Lilja Kristjánsdóttir & Ingunn Jónsdóttir „Hús:Heimili” Þér er boðið á sýningu Næsta uppboð verður í nóvember. Erum að taka á móti verkum. Opnun í dag kl. 15 Allir velkomnir VIÐ lestur gamalla Mogga frá því ég var í sumarfríi kom ég að at- hyglisverðri grein eftir Hans Guttorm Þormar. Hans vill að rík- isstjórnin fái lífeyrissjóðina til að lána andvirði Icesave-skuldbind- inganna og leggja inn á geymslu- reikning. Bretum og Hollend- ingum skal svo tilkynnt, að við nennum ekki lengur að standa í þessu þrasi. Ekki sé um neitt annað að ræða en að dómstólar skeri úr um hvað okkur beri að greiða. Peningarnir séu fyrir hendi verði niðurstaðan sú að okkur beri að greiða. Síðan skal AGS tilkynnt að Icesave sé í eðlilegum farvegi og ekki eftir neinu að bíða. Þetta er einföld og góð lausn. Lífeyrissjóðirnir fá háa ávöxtun og öruggar greiðslur með rík- isábyrgð. Vextirnir verða eftir í landinu og fara ekki til Englands á sama tíma og stýrivextir Eng- landsbanka eru 1%. Sjái AGS ekki að sér er réttast að senda þá til síns heima og fá lán annars stað- ar, t.d. frá Kína. Jóhanna sagði í viðtali á RÚV mánudaginn 5. október sl. að hér áður, þegar hún kom á þing, hefði verið auðvelt að ná fram þing- mannafrumvörpum. Það hefði síð- ar orðið illmögulegt fyrir stjórn- arandstöðuna og þótti henni það miður. Ég skora nú á hugsandi þingmenn að láta reyna á þing- mannafrumvarp um þessa lausn. SIGURÐUR ODDSSON, verkfræðingur. Látum ekki í minni pokann Frá Sigurði Oddssyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.