Morgunblaðið - 24.10.2009, Blaðsíða 30
30 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2009
LYFJAEFTIRLIT
Íþrótta- og ólympíu-
sambands Íslands hef-
ur um árabil haft eft-
irlit með
lyfjamisnotkun í
íþróttum hér á landi.
Lyfjaeftirlit fer fram
árið um kring í ólíkum
íþróttagreinum í
keppni og á æfingum.
Unnið er eftir alþjóðlegum reglum
Alþjóðalyfjaeftirlitsins (WADA –
World Anti-Doping Agency). Árlega
er gefinn út bannlisti þar sem gefin
eru upp þau efni og aðferðir sem
bönnuð eru í íþróttum. Á listanum
eru meðal annars anabólískir sterar,
hormón og skyld efni, beta-2-virk
efni, þvagræsilyf og önnur efni sem
dylja lyfjamisnotkun. Bannaðar að-
ferðir eru aukning súrefnisburð-
argetu, fölsun sýna með efna- eða
eðlisfræðilegum aðferðum og mis-
notkun erfðaefnis. Auk þess eru örv-
andi efni, ávana- og fíkniefni, kanna-
bisefni og barksterar á listanum.
Nánari upplýsingar um lyfjaeft-
irlitsmálaflokkinn má finna á heima-
síðu lyfjaeftirlits ÍSÍ, www.lyfjaeft-
irlit.is.
Nú stendur yfir Vika 43, vímu-
varnavika 2009 þar sem umfjöll-
unarefnið er „kannabis – afleiðingar
og leiðir í forvörnum“. Verður því
vikið nánar að kannabisefnum og
lyfjaeftirliti meðal íþróttamanna.
Við árlega endurskoðun bannlista
WADA þurfa efni að uppfylla tvö af
þremur skilyrðum. Efnin eða að-
ferðin má ekki bæta eða geta bætt
árangur í íþróttum, þau mega ekki
skaða eða geta skaðað heilsu
íþróttamannsins og notkun efnisins
má ekki vera andstæð anda
íþróttanna. Þar fyrir utan geta efni
hafnað á listanum sem mögulega
geta falið notkun bannaðra efna og
bannaðra aðferða.
Kannabis og afkastageta
Notkun kannabisefna hefur í för
með sér ýmsar aukaverkanir sem
margar hverjar hafa neikvæð áhrif á
frammistöðu. Skammtímaaukaverk-
anir eru lakari samhæfing og lengri
viðbragðstími. Samhæfing verður
lakari og hámarksafkastageta
minni. Getur það haft í för með sér
aukna slysahættu í íþróttum þar
sem hraði og úthald skipta máli.
Kannabis hefur engin jákvæð
áhrif á líkamlega getu. Þvert á móti
getur notkun gert viðkomandi sljóan
og dregið úr einbeitingu og þrótti.
Neikvæð líkamleg áhrif geta varað í
allt að sólarhring eftir notkun.
Virkni og aukaverkanir
Kannabis getur róað þann sem
neytir þess, gert hann hláturmildan
og sljóan. Auk þess getur notkun
haft áhrif á tímaskyn og aðra skynj-
un. Margir finna fyrir ógleði, svima
og þurrki í munni. Hjartað slær örar
og augu verða rauð. Aukaverkanir
svo sem kvíði, hræðsla og ofskynj-
anir geta fylgt.
Neikvæð áhrif á skammtímaminni
geta varað í fleiri daga eftir notkun
og dregur úr getu til að leysa flókin
verkefni. Þeir sem ánetjast kanna-
bisreykingum geta átt erfitt með
einbeitingu og að læra nýja hluti.
Hættan á lungnasjúkdómum, svo
sem sýkingum og lungnakrabba-
meini, eykst.
Kannabisefni eru á bannlista
Notkun kannabisefna samræmist
ekki anda íþróttanna og er bönnuð í
öllum íþróttum, það getur auk þess
haft neikvæð áhrif á heilsu íþrótta-
manna. Því er kannabis á bannlista.
Hægt er að greina efnin í fleiri vikur
eftir inntöku þeirra og getur lyfja-
próf ljóstrað upp um notkun slíkra
efna löngu eftir inntöku. Fall á lyfja-
prófi getur haft í för með sér keppn-
is- og æfingabann.
Lyfjaeftirlit í íþróttum
og kannabis
Eftir Skúla Skúla-
son og Áslaugu
Sigurjónsdóttur
»Neikvæð líkamleg
áhrif geta varað í allt
að sólarhring eftir notk-
un.
Áslaug Sigurjónsdóttir
Skúli er formaður lyfjaráðs ÍSÍ og
Áslaug lyfjaeftirlitsnefndar ÍSÍ.
Skúli Skúlason
EITTHVAÐ skort-
ir á framtíðarsýn
stjórnvalda hér á
landi þar sem at-
vinnuleysið eykst og
eykst. Engar lausnir
eru sjáanlegar á
þeim ósköpum og er
ég hugsi yfir andleysi
nýsköpunar í at-
vinnulífinu. Af hverju
er til dæmis ekki far-
ið að framleiða einnota bleiur,
dömubindi og jafnvel leðurskó. Nú
er verðið á þessum vörum orðið
skelfilegt. Hvar eru hugmyndir
um að flytja inn hrávöru til að
fullvinna fyrir innanlandsmarkað?
Hollendingar eru til dæmis
stærstu demantaframleiðendur í
heimi, ekki eru demantanámurnar
þar. Erum við ekki í góðu við-
skiptasambandi við Kínverja sem
hægt væri að virkja betur? Hvað
þurfum við frá Evrópu? EES gaf
okkur jú tækifæri inn á einn at-
vinnumarkað og frjálst vöruflæði.
En hvað gagnast það okkur í dag?
Jú, lyfjaútflutningur, fiskur og
leiga á flugvélum.
En skiptir þetta sköpum fyrir
okkur sem þjóð? Við þurfum að
finna okkur nýja markaði. Ég tel
að við Íslendingar eigum að vera
snöggir að því að verða sjálfbær-
ari með okkar þarfir. Við erum
það í raun með matvælaframleiðsl-
una að mestu og með orkuna.
Ekki þurfum við að kynda húsin
okkar með olíu, kolum eða gasi.
Ég hef þá trú að eftir örfá ár
losum við okkur við alla innflutta
þörf á orkugjöfum í formi elds-
neytis. Kreppan mun hjálpa okkur
við það, samanber
hvernig við hófum
notkun heita vatnsins
á krepputímum hér á
árum áður. Ég heyrði
því fleygt að heita
vatnið skaffaði okkur
um 60% af orkunotk-
un okkar. Við Íslend-
ingar erum harð-
duglegir en það
vantar sparkið til að
koma okkur í gang.
Þetta gengur ekki
lengur þessi kyrrstaða og þetta
magnleysi, nú verða ráðamenn all-
ir sem einn að bretta upp ermar
og gefa í fyrir alþýðuna. Þó svo að
það þurfi að klára Icesave-dæmið,
þá erum við almenningurinn hérna
úti, sem er vanur að vera á skófl-
unni, að reyna að vinka ykkur til
að fá athygli, það þarf að huga að
atvinnumálum og vandamálunum
hér innanlands. Við getum ekki
látið atvinnuleysið verða að þjóð-
arböli. Það þýðir ekki endalaust
að velta sér upp úr því að eiga
ekki vini í öðrum þjóðum. Við
verðum að standa sjálf í lappirnar
og gera okkur grein fyrir því. Við
verðum að hugsa vel um okkar
fjöregg sem er landið okkar Ís-
land.
Auglýst eftir lausnum
Eftir Þóreyju A.
Matthíasdóttur
Þórey A. Matthíasdóttir
»Ég tel að við Íslend-
ingar eigum að vera
snöggir að því að verða
sjálfbærari með okkar
þarfir.
Höfundur er formaður lands-
sambands framsóknarkvenna.
– meira fyrir áskrifendur
Sunnudagsmogginn
er nú borinn út með
laugardagsblaðinu
Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift
eða í síma 569 1122
Sunnudagsmogginn er blað með nýju sniði sem héðan í
frá verður borið út með laugardagsblaði Morgunblaðsins.
Lesbókin tilheyrir nú sunnudagsmogganum og fastir liðir
sem tilheyrðu sunnudagsblaðinu eins og smáauglýsingar,
raðauglýsingar, dánartilkynningar og fylgiblaðið með
atvinnuauglýsingum flytjast yfir í laugardagsblaðið.
Emilíana
Torrini
m
Sunnudags
Mogginn
Fréttaskýringar Pistlar Viðtöl Lesbók Krossgátur
Með einlægnina að vopni
leggur hún Evrópu að fótum sér.
Efasemdir fara vaxandi um að í Kaupmannahöfn
náist raunverulegur árangur í loftslagsmálum.
Flosi Ólafsson
Stendur á áttræðu og ræðir um illmennsku,
sveitina, skáldskapinn og ástina.
25. október 2009
Loftslagsklúður?
Lesbók
Margrét Örnólfsdóttir
„Galdurinn er að leyfa efninu að koma manni
á óvart, jafnvel draga mann á asnaeyrum.“