Morgunblaðið - 24.10.2009, Blaðsíða 50
50 Velvakandi
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2009
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
LÍSA ÆTTI AÐ
KOMA BRÁÐLEGA
Æ, NEI! ÚRIÐ
MITT ER STOPP!
NÚNA KEMUR
LÍSA ALDREI!
ÞESSI
MAÐUR ÆTTI
EKKI AÐ
FJÖLGA SÉR
ÞAU SÁU
ÞAÐ! ÞAU
SÁU ÞAÐ!
FÓLK SÁ TEPPIÐ
MITT SVÍFA YFIR
KYRRAHAFINU!
AUMINGJA TEPPIÐ MITT!
ÞAÐ ER HRÆTT VIÐ VATN!
ÞAÐ KANN EKKI AÐ SYNDA!
ÞAÐ KANN EKKI
EINU SINNI
AÐ VAÐA!
MAMMA, VINKONUR MÍNAR SEM ERU
GIFTAR ERU ALLTAF AÐ TALA UM AÐ
VERA MEÐ AFGANGA Í MATINN
Í HVAÐA
BÚÐ ER HÆGT
AÐ KAUPA
AFGANGA?
ÞESS VEGNA ER
ÉG MEÐ EINA
SPURNINGU...
HLÝÐNIS-
SKÓLI
LEGGSTU!
SESTU!
KYRR!
ÞETTA ER
EINN AF ÞESSUM
SKÓLUM SEM
ERU BARA MEÐ
VERKLEGA TÍMA
ÞAÐ ER EINS
GOTT AÐ ÞEIR EIGI
ÞENNAN PRENTARA
Á MORGUN
SAMA
SEGI
ÉG
HVAÐ?
ÆTLAR ÞÚ AÐ
EYÐA NÓTTINNI Á
VEGAHÓTELI SVO ÞÚ
GETIR FENGIÐ ÓDÝRAN
PRENTARA?!? ÞÚ
ERT KLIKKAÐUR!
ADDA, ÉG ER Á VEGAHÓTELI Í RÓSA-
GERÐI. RAFTÆKJABÚÐIN VAR LOKUÐ OG ÉG
ÆTLA AÐ BÍÐA ÞANGAÐ TIL HÚN OPNAR
Á MEÐAN...ÉG KEM HEIM UM
LEIÐ OG LEIKRITIÐ
ER BÚIÐ
GANGI
ÞÉR VEL,
ELSKAN
AUMINGJA PETER. ÞAÐ ER
ERFITT FYRIR KÓNGULÓAR-
MANNINN AÐ VERA VEIKUR VULTURE
LÆTUR TIL
SKARA SKRÍÐA
ÞAÐ Á EFTIR AÐ
VERA MIKIÐ AÐ
GERA HJÁ MÉR
Í KVÖLD
HOBBES, ÉG GET
EKKI SOFIÐ. ÉG
ER BÚINN AÐ
VERA AÐ HUGSA
UM
HVAÐ?
HVAÐ EF ÞAÐ ER EKKERT
LÍF EFTIR DAUÐANN? ÞAÐ
MYNDI ÞÝÐA AÐ ÞETTA LÍF
ER ALLT SEM VIÐ FÁUM
OG ÞAÐ ÞÝÐIR LÍKA AÐ Á
MEÐAN ÉG SIT HÉRNA Í
RÚMINU MÍNU ÞÁ ER SÁ
LITLI TÍMI SEM ÉG HEF Á
ÞESSUM HNETTI AÐ RENNA
ÚT HÆGT OG RÓLEGA
ELSKAN, VAKNAÐU!
ÉG HELD AÐ ÞAÐ
SÉ KVEIKT Á
SJÓNVARPINU
Undanfarna daga hefur sólsetrið í höfuðborginni boðið upp á mikið lit-
skrúð. Þessa dagana er sólin lágt á lofti og eins og sjá má á myndinni getur
himinninn orðið ægifagur á að líta við slíkar aðstæður.
Sólroðin ský
Kærleikurinn
KÆRLEIKURINN er
sterkasta aflið! Nú er
svo komið að fólk má
ekki fá þann prest sem
það vill til að jarðsyngja
sína nánustu vegna yf-
irgangs svokallaðra
kirkjuhöfðingja. Óskar
Hafsteinn Óskarsson,
sóknarprestur á Sel-
fossi, þorði ekki annað
en að fá leyfi biskups til
þess að séra Gunnar
Björnsson mætti jarð-
syngja gamlan vin sinn.
Þannig sameinuðust
biskup og prestur í
kærleikanum um að neita ekkjunni
um að velja sér þann prest sem hún
óskaði eftir að fá til þessarar þjón-
ustu. Ef til vill hefur prestinn í kær-
leika sínum munað um gjaldið fyrir
þjónustu sína. Það færi betur að
biskup og sóknarnefnd Selfosssafn-
aðar hefðu þá reisn að segja af sér.
Varðandi séra Önnu Sigríði Páls-
dóttur í sjónvarpinu 19. október síð-
astliðinn, – hefði það haft eitthvert
gildi ef hún hefði ratað veg sannleik-
ans? „Og hann tók þau í fang sér,
lagði hendur yfir þau og blessaði
þau.“ Trúlega hefur Kristur þurft að
snerta börnin við þessar athafnir. Sú
stétt manna sem kallar sig presta
segist taka Krist sér til fyrirmyndar
og gengur sjálfsagt eftir atvikum og
einstaklingum. Félagsskapur þess-
ara manna bannar að prestar snerti
skjólstæðinga sína þótt ég viti dæmi
þess að það hafi þegar gerst, jafnvel
þeir sem skrifa í Morgunblaðið 22.
október sl. Þar sparka þeir í liggj-
andi félaga að því er virðist af hreinu
þýlyndi. Því spyr ég: Hvaða tilgangi
þjónar það að vera skráður í þjóð-
kirkjuna og til hvers er ríkið að moka
í hana?
Sunna Guðmundsdóttir.
Aðgerðaáætlun fyrir Ísland?
KAREN Elísabet Halldórsdóttir,
BA í sálfræði og MS í mannauðs-
stjórnun, skrifar grein í Morg-
unblaðið nýlega (2. október sl.) er
nefnist Aðgerðaáætlun fyrir Ísland.
Þar er ekki að finna neina umtals-
verða sálfræði eða mannauðsstjórn-
unarfræði, að því er ég með mitt BA í
mannfræði fæ séð. Heldur virðist þar
skautað á þeim vonbrigðum sem
óflokksbundinn Vinstri grænn upp-
lifir nú um stundir með árangur rík-
isstjórnarinnar.
Ein tillaga hennar er að gera ætti
Ögmund Jónasson að forsætisráð-
herra, af því hann sé svo góður og
traustvekjandi. Önnur tillaga er að
Jóhanna Sigurðardóttir víki úr því
embætti af því hún sé ekki starfinu
vaxin. Hvort tveggja er mjög skilj-
anleg gagnrýni fyrir kjósendum í
dag. En jafnvel hún viðurkennir að
verið geti að lausnina sé ekki að finna
í góðum stjórnmálaforingjum, heldur
séu flokkastjórnmálin og jafnvel
stjórnmálin sjálf til trafala við úr-
lausn þeirrar klípu sem við erum í, í
brotsjónum milli ESB og AGS. Hún
hvetur því til nýrra leiða, svo sem að
leita lána annars staðar.
En ég spyr, þótt sjálfstæðismaður
sé: Er það ekki einmitt ný leið að
leita til Evrópusam-
bandsaðildar og til Al-
þljóðagjaldeyrissjóðs-
ins? Og getur ekki
einmitt verið að við
séum ekki að bregðast
nógu sýnilega við öllum
ráðgjöfunum sem við
höfum kallað til, vegna
þess að við erum að
reyna að finna leið sem
hentar Íslandi sér-
staklega? Ég held að
svarið við næstu fram-
tíð sé að finna í fortíð-
inni. Ef sókn okkar á
lýðveldistímanum hef-
ur ekki öll verið byggð
á sandi munum við
finna að gagnlegt sé að finna ein-
hvern milliveg í frekari nálgun okkar
við Evrópusambandið. Og sömuleiðis
í lántökunum okkar frá
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Einnig
munum við finna milliveginn í skatta-
hækkunum og í skuldajöfnun heim-
ilanna. Það er sárt að þurfa að skera
niður, af því það lendir á endanum á
skertri framtíð skólafólks öðrum
fremur, en fortíðin sýnir að lífskjör
geta gengið í sveiflum án þess að
nauðsynlegt sé að flýja alfarið land.
Karen virðist þó vera hóflega yfir-
veguð miðað við að hún telji að úr-
lausnirnar séu bara að tefjast um tvö
eða þrjú ár. Verið getur að þegar við
verðum öll komin í ólgusjó kreppu-
botnsins munum við ekki lengur geta
talað með því jafnaðargeði sem við
Karen þó höfum nú. Þegar við verð-
um orðin leiksoppar í leikriti fárán-
leikans munum við að miklum líkind-
um tapa yfirsýn stjórnandans, og
ekki geta metið gagnsemi píslar-
vættis okkar að verðleikum, í hinni
nauðsynlegu sögulegu framþróun
sem er nú kannski að fara að ríða yf-
ir.
Tryggvi V. Líndal,
þjóðfélagsfræðingur og skáld.
Týndur köttur
MJÓSLEGIN svört og hvít læða
með langt og mjótt skott og græna ól
týndist þriðjudaginn 20. okótber sl.
frá Digranesheiði 4, Kópavogi. Hún
er eyrnamerkt og mjálmar mjög
mikið. Þeir sem hafa séð til hennar
eða vita um afdrif hennar eru vin-
samlega beðnir að hafa samband í
síma 690-6956 eða 554-7004. Fund-
arlaun.
Týna.
Barnagleraugu fundust
BARNAGLERAUGU með tít-
angjörð fundust á göngustígnum
milli Seljahverfis og Kópavogs sl.
miðvikudag. Upplýsingar gefur Dóra
í síma 896-6797.
Kvenarmbandsúr týndist
Kvenarmbandsúr með svartri ól og
semelíusteinum í kringum skífuna
týndist í World Class í Laugum
fimmtudaginn 15. október síðastlið-
inn. Finnandi vinsamlega hafi sam-
band við Evu Oliversdóttur í síma
893-1639.
Ást er...
... að gefa honum ársmiða
á völlinn í afmælisgjöf.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is