Morgunblaðið - 24.10.2009, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.10.2009, Blaðsíða 37
Minningar 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2009 Elsku Bjarni minn. Þá er komið að kveðjustund. Ég trúi því varla að þú sért farinn frá okkur. Sorgin og söknuðurinn er mikill og fjölmargar minningar streyma um hugann og þær mun ég varðveita í hjarta mínu. Það eru komin þrettán ár síðan ég hitti þig fyrst og sjaldan eða aldrei hafði ég hitt jafn hressan og skemmtilegan mann. Þú áttir það til að nota skemmtileg orð eins og „tútta“ þeg- ar þú varst að tala um bæjarskvís- urnar í Stykkishólmi. Mér er einnig ferskt í minni þegar þú vissir að ég væri orðin ólétt að Önnu Þóru. Elsku Bjarni minn þú varst með frábæran karakter, alltaf með bros á vör og tókst alltaf vel á móti okk- ur þegar við komum vestur í heim- sókn. Það var alltaf svo gott að koma til ykkar Önnu, sitja og spjalla og orðið „hva“ og skemmti- legur hlátur bergmálar í höfði mér. Þessara yndislegu stunda mun ég sakna. Við Hannes munum halda uppi minningu þinni og segja krökkunum hetjusögur af langafa. En elsku Bjarni minn, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur Hannes í gegnum árin. Ég kveð að sinni með söknuð í hjarta. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Elsku Anna og Jóhanna megi Guð vera með ykkur. Lára Dóra. Elsku langafi, við söknum þín mjög mikið. Alltaf þegar við komum í Hólminn komum við í heimsókn til ykkar ömmu og fengum malt, app- elsín og brúntertu. Það verður skrítið að sjá þig ekki næst þegar við komum í Hólminn. En nú ertu kominn til Guðs og búinn að losna við súrefnið úr nefinu. Við munum aldrei gleyma þér. Anna Þóra og Ellert Lár. Kæri vinur og nágranni til margra áratuga, hann Bjarni Svein, er kvaddur hinstu kveðju í dag frá Stykkishólmskirkju. Mig langar með örfáum orðum að minnast hans og kveðja. Þrátt fyrir að Bjarni stundaði sjó- mennsku frá barnsaldri, í áratugi, þá þekkti hvert mannsbarn í Hólm- inum þennan glaðlynda og hlátur- milda mann. Það var heldur ekki leiðinlegt fyrir sjómennina að hafa Bjarna á vigtinni, það var sko engin lognmolla í kringum hann. Vinátta milli heimilanna við Silf- urgötu var mikil. Anna, Bjarni og Jóhanna dóttir þeirra í Hlíð og for- eldrar mínir og við krakkarnir á Hlíðarenda. Girðing og skurður skildu á milli húsanna, en þannig varð það að vera, smábúskapur var stundaður á Hlíðarenda og Bjarni, pabbi og afi voru með nokkrar kind- ur saman, búbót fyrir heimilin sem kom sér vel á þeim tímum. Vináttan var fölskvalaus, að skreppa á milli húsa var daglegt brauð, til að spjalla og fá sér kaffisopa. Það var ekkert nema gleði í kringum Bjarna. Lífið hafði þó ekki farið mjúkum höndum um hann framan af, um það munu aðrir en ég fjalla, en hans góða kona, hún Anna og létt lund Bjarna gerði lífið aftur bjart og gott. Saman áttu þau yfir 60 ára sambúð í gleði, en líka í sorg. En saman stóðu þau eins og einn maður á hverju sem gekk. Það vildi nú frekar gleymast í dagsins önn, að Bjarni var orðinn harðfullorðinn maður, 95 ár er hár aldur og þótt veikindi settu svip sinn á Bjarna allra seinustu árin, þá hvarflaði það ekki að nokkrum manni að setja samasemmerki milli aldurs og Bjarna. Hann bar sig vel, var léttur á fæti, var minnugur og skýr fram á síðustu stundu. Það er missir og söknuður fyrir samferða- fólk hans á Dvalarheimilinu nú þeg- ar hann gengur ekki lengur um gangana, í sinni venjubundnu heilsugöngu, haldandi uppi léttu spjalli með glaðlegum hlátri. Aðrir sem sakna, skála með virðingu í ko- níaki fyrir Bjarna. Kæri Bjarni, þú sanni Hólmari, við þökkum þér samfylgdina, fyrir glaðlyndi þitt og vináttu alla tíð sem var gulls ígildi. Nú er langferð þinni lokið. Guð, sem taldi ekki tímabært á sínum tíma að taka á móti þér, boðar nú blíðalogn. Því siglir þú nú fleyi þínu heilu í hans höfn. Far þú í friði, blessuð sé minning þín. Elsku Anna, Jóhanna, Ellert, Birna og fjölskyldur, Guð styrki ykkur í sorg og söknuði, við vottum ykkur dýpstu samúð. Sesselja Pálsdóttir og fjölskylda. Hann Bjarni Sveinbjörnsson heillaði fólki með sínu glaðværa fasi og einstaklega líflegri framgöngu. Og hrjúfa röddin hans laðaði fólk að og það lagði við hlustir þegar hann tók til máls. Það var mikill fengur fyrir starf- semi Stykkishólmshafnar að sá mikli sómamaður Bjarni Svein- björnsson var ráðinn sem hafnar- vörður þegar hann lét af störfum sem sjómaður eftir farsælan feril til sjós í ára tugi, allt frá unglings aldri. Þar kom til starfa hjá Stykk- ishólmsbæ maður sem þekkti þarfir sjómanna og útvegsmanna af eigin raun. Hann vissi hversu mikilvægt það er að starfsmenn hafnanna vaki yfir öllu er varðar öryggi sjófarenda og þeirra skipa sem leita skjóls og þjónustu í höfnum. Í Stykkishólmi, eins og í hverri sjávarbyggð, er höfnin og hafnarhúsið miðpunktur atvinnulífs og mannlífs hvern dag. Þangað leita menn til að fá fréttir. Þar safnast menn oft saman þegar mikið er um að vera, hvort sem það er til þess að fá nýjustu fréttir af aflabrögðum, taka á móti eyjabænd- um og grásleppusjómönnum, fylgj- ast með skipakomum og ferðum ferjunnar Baldurs, eða að fylgjast með ferðamannastraumnum um borð í skemmtiferðaskipin sem sigla um sundin þar sem ferðamenn fá tækifæri til þess að skoða og mynda fuglinn í bjargi og sigla um straumrastirnar og njóta töfra eyjanna. Í þessu umhverfi lifði og hrærðist Bjarni Svein. Við Bjarni áttum samleið sem starfsmenn Stykkishólmsbæjar um árabil, en Bjarni hóf störf sem hafn- arvörður árið 1976. Það duldist engum sem fylgdist með Bjarna að þar fór mikill dugn- aðarforkur sem hafði allan hugann við þau verk sem honum voru falin, hvort sem það var til sjós eða lands. Þessa nutu vinnuveitendur hans og ekki síður þeir sem hann þjónaði við höfnina. Ríkur þáttur í fari Bjarna var einstök snyrtimennska. Stykkis- hólmshöfn bar þess glögglega merki. Var Bjarni óragur við að minna stjórnendur bæjarins á nauð- syn þess að byggja vel upp hafn- armannvirkin. Hann lagði ríka áherslu á að bryggjurnar væru sem nýskúraðar og málningin væri glansandi á öllum pollum og innsigl- ingaljósin loguðu skært á siglinga- leiðum inn að hafnarsvæðinu milli eyjanna og skerjanna óteljandi á Breiðafirðinum. Það var skemmtilegt að koma í hafnarhúsið þegar þeir félagar Bjarni hafnarvörður og Sigurður Sörensson lóðs voru að störfum. Þar ríkti ekki lognmolla og þar var kveðið sterkt að orði. Og sjómenn- irnir sögðu stundum að Bjarni þyrfti ekki talstöðina, það heyrðist í honum út á fjörðinn. Og víst var það að hann vildi að skilaboðin bærust til sjómannanna og ekki þótti hon- um verra að geta flutt fregnir um gott fiskirí hjá Kiddó á Þórsnesinu. Hann hafði alla tíð verið í skiprúmi með miklum fiskimönnum og var eftirsóttur sem skipverji. Hann lá hvergi á liði sínu hvort sem hann var til sjós eða lands. Það var gott að eiga Bjarna að vini og þau Anna kona hans voru samhent og trú hvar sem þau lögðu hönd að. Um leið og ég minnist Bjarna með virð- ingu og þökk sendum við Hallgerð- ur fjölskyldu Bjarna samúðarkveðj- ur. Sturla Böðvarsson. ✝ Astrid SkarpåsHannesson fædd- ist í Våle í Vestfold í Noregi 2. maí 1911. Hún andaðist á vist- heimilinu Seljahlíð föstudaginn 9. októ- ber sl. Foreldrar Ast- rid voru hjónin Knut Skarpaas, f. 1871, og Gunhild Skarpaas, fædd Svensdotter Vik- anlien, f. 1867. Systk- ini Astrid voru Knut, f. 1891, lést barnungur, Birgit 1893, Ingibjørg, f. 19.10. 1895, Knut, f. 1898, Svein, f. 1900, Torstein, f. 1902, Ingrid, f. 1905, og Torleiv, f. 1915. Þau eru öll látin. Olaf, f. 1908, er einn eftirlif- andi úr systkinahópnum og býr í Noregi, 101 árs að aldri. Eiginmaður Astrid var sr. Jóhann Hannesson kristniboði og guðfræði- prófessor, f. 1910, d. 1976. Börn Ast- rid eru: 1) Gunhild Hannesson, f. 1942, gift Sigurvin Ólafssyni, f. 1942. Börn þeirra eru a) Astrid Linda Sig- urvinsdóttir Sunde, f. 1968, gift Jan Peter Sunde, f. 1966. Börn þeirra eru Eva Sofie Sunde, f. 1999, Magn- us Sunde, f. 31.7. 2002, Margrete Sunde, f. 2002, og Sonja Sunde, f. kennslu i blindraskóla og leiðbeindi kvennahópum um hreinlæti og heilsufræði. Í Sin Hva störfuðu hjón- in í tvö ár við kristniboð auk þess sem Astrid vann við holdsveikraspít- ala. Árið 1946 og 1947 tóku hjónin sér leyfi, en héldu svo á ný til Kína. Vegna stríðsins við Japani urðu þau að flýja til Chungking þar sem kristniboðsstarfið fólst í að kenna innfæddum og koma á fót presta- skóla. Árið 1952 fluttust þau til Hong Kong. Astrid nam kínversku og náði góðum tökum á þessu fram- andi máli. Árin 1953-1959 dvöldu hjónin á Þingvöllum, þar sem Jóhann var þjóðgarðsvörður og síðar einnig prestur. Astrid þurfti nú að takast á við fjölmörg ný hlutverk, en meðal daglegra verka voru veðurmæl- ingar, vinna við póst- og símaþjón- ustu og ýmis landbúnaðarstörf. Við messur var hún organisti og for- söngvari. Hún hafði vald á mörg tungumálum sem oft kom sér vel. Árið 1959 flutti fjölskyldan til Reykjavíkur þar sem Jóhann tók við stöðu prófessors við guðfræðideild Háskóla Íslands. Astrid vann við hjúkrun og var í mörg ár virk i Kristniboðsfélaginu og KFUK. Frá 1961-1975 var hún forstöðukona við Hrafnistu. Síðustu níu ár ævinnar bjó hún á vistheimilinu á Seljahlíð. Útför Astrid fór fram frá Foss- vogskapellu 19. október, í kyrrþey. 2004. b) Jóhann Finn- ur Sigurvinsson Ólafs- son, f. 1969. 2) Hannes Jóhannsson, f. 1949, kvæntur Kristínu Ein- arsdóttur, f. 1953. Börn þeirra eru a) Jó- hann, f. 1976, unnusta Rósa Sævarsdóttir, f. 1977. Börn þeirra eru Þórunn Perla, f. 2001, og Hannes Hugi, f. 2007. b) Ásta, f. 1982, sambýlismaður Karl Gustaf Christian Andreas Lemark, f. 1980. Þau eiga Karin Kristínu, f. 2008. Astrid nam hjúkrun við Diakon- hjemmet í Ósló. Að hjúkrunarnámi loknu gekk hún í kristniboðsskóla. Hún giftist Jóhanni 1938 sem hafði þá bæði lokið námi í guðfræði og numið við kristniboðsskólann i Staf- angri. Árið 1939 fóru hjónin til Kína og hófu kristniboðsstörf við erfiðar aðstæður þar sem styrjöld var skoll- in á. Vinna við skurðstofu og kennsla hjúkrunarnema við kristni- boðsspítalann í Tao Hva Lun í Hún- an-fylki var meðal þess sem Astrid tók sér fyrir hendur auk þess sem hún annaðist söng- og hljóðfæra- Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást, að hugir í gegnum dauðann sjást. – Vér hverfum og höldum víðar, en hittumst þó aftur – síðar. (Jóhannes úr Kötlum.) Ég man eftir því þegar ég kynntist Astrid, uppáhaldsfrænkunni í tengda- fjölskyldunni, hvað mér þótti gaman að spjalla við hana. Hún var þá ekkja komin á efri ár sem bjó ein og gerði allt sjálf þótt hún væri bæði slæm fyr- ir hjarta og notaði staf því hnéð hafði gefið sig. Þegar við komum í heim- sókn var hún alltaf fjarskalega glöð og meðan hún bar fram kaffi og kökur forvitnaðist hún um alla heima og geima. Á slíkum stundum þótti mér einkum spennandi að heyra ævin- týralegar sögurnar sem hún sagði okkur af sér og Jóhanni þegar þau voru ungir trúboðar í Kína með tvö lítil börn. Hún sagði frá á svo skemmtilegan hátt að maður gleymdi bæði stað og stund – og sá allt ljóslif- andi fyrir sér. Það kom mér einnig skemmtilega á óvart hvað hún var með opnar og hreinskiptar skoðanir á mönnum og málefnum, svo ég var ekkert feimin við hana og fannst ég vera partur af fjölskyldunni. Nokkrum árum seinna þegar maðurinn minn fór í guðfræði þá urðu oft fjörugar umræður um málefni sem snéru að kirkjunni og Háskólanum. Hún hafði mikla innsýn og þekkingu á þeim málum, gaf mörg góð ráð og sagði að í Guðfræðideild HÍ yrðu mörg ljón í veginum og reyndist það rétt. Hún átti það til að slá á þráðinn á kvöldin til að heyra hvernig gengi eða ræða heimsmálin sem voru í brennidepli hverju sinni, eða það sem henni þótti að betur mætti fara, bæði skynsöm og úrræða- góð. Hún reyndist okkur líka eins og klettur í hafinu, bæði örugg og traust, þegar við misstum fjögur börn á fimm árum en þá fengu tvö þeirra að hvíla hjá Jóhanni, sem gaf mér þá undar- legu tilfinningu að börnin væru ekki ein og kannski örlítið nær Guði en ella af því Jóhann var prestur. Núna er þessi litli blettur í Fossvogskirkju- garði enn heilagri en áður í mínum huga og ég er fullviss um að Astrid og Jóhann muni vernda litlu ástkæru börnin okkar um alla eilífð. Megi mátturinn vera með þessari góðu konu á þeirri vegferð sem nú er hafin, ég veit það verður tekið vel á móti henni við Gullna hliðið. Hellen Linda Drake. Astrid, kær og gömul vinkona mín, er látin. Ég hef alltaf borið mikla virð- ingu fyrir þessari gáfuðu og skemmti- legu konu. Á sinum yngri árum lærði hún hjúkrun og var svo í mörg ár við kristniboðsstörf í Kína með manni sínum Jóhanni Hannessyni kristni- boða. Ég kynntist henni þegar ég, 17 ára gömul, fór að vinna á Hrafnistu. Hún var þá forstöðukona þar. Það var gott að vinna undir hennar stjórn og var hún mér mjög góð. Eftir að dóttir hennar Gunhild fór að vinna þar um veturinn, stakk Astrid upp að ég færi með Gunhild til Noregs í sumarfríinu að heimsækja ættingja þeirra. Það var mjög eftirminnileg ferð og skemmtileg. Þar hitti ég systkini og systkinabörn Astrid, sem var gaman að hitta. Sama haust byrjuðum við Gunhild svo saman í Hjúkrunarskólanum og höfum haldið vinskap síðan. Ég var alltaf velkomin á heimili þeirra hjóna, Astrids og Jóhanns. Astrid studdi okkur með ráðum og dáðum þegar við vorum í skólanum og sagði okkur skemmtilegar sögur frá því að hún var að læra hjúkrun. Hún leyfði okk- ur meira að segja að æfa okkur að gefa sprautur með því að gefa henni vítamínssprautur. Minnisstæð er heimsókn til Noregs fyrir tæplega 20 árum. Þá var Astrid líka í heimsókn þar. Við áttum ljúfar stundir saman í sumarbústað hjá onk- el Olav, bróður Astrid, og tant Ingrid, systir hennar, var líka. Það var svo gaman að sjá hvað systkinin skemmtu sér vel saman og sögðu brandara og hlógu mikið. Þau voru miklir húmor- istar. Það var alltaf gaman að heimsækja Astrid, ræða málin og þiggja hjá henni sælgæti úr gamalli sælgætisdós sem pabbi hennar átti. Hún fylgdist vel með heimsmálunum m.a. gegnum erlendar fréttarásir í sjónvarpinu og hafði mjög ákveðnar skoðanir á öllu. Ég þakka löng og góð kynni og votta fjölskyldunni samúð. Guðbjörg D. Sigmundsdóttir. Við andlát Astridar Hannessonar er öldungurinn í hópi kristniboðanna nú horfinn frá okkur. Kristniboð var henni hjartans mál allt frá barnæsku og í fylling tímans, árið 1939, fóru þau Jóhann á vegum Kristniboðssam- bandsins til Kína. Aðstæður voru afar erfiðar enda skall stríðið á stuttu síð- ar. Örðuglega gekk að koma fjármun- um austureftir, Kína var stríðshrjáð land þar sem ræningjar og uppreisn- armenn fóru sínu fram á sama tíma og Japanir reyndu að leggja landið undir sig. Astrid og Jóhann störfuðu við boð- un fagnaðarerindisins, skólahald og rekstur líknarstofnana í héraðinu Húnan. Astrid var mjög fjölhæf. Hún veitti forstöðu holdsveikraspítala og hélt biblíulestra fyrir konur. Eftir flutning þaðan sagði hún prestsnem- um til í söng og tónfræði. Frá árinu 1946 störfuðu þau hjónin að mestu í Hong Kong en Astrid kom heim til Ís- lands árið 1952 og Jóhann árið 1953. Með þessum orðum vil ég þakka fyrir þjónustu Astridar við Guð og náungann, einkum í Kína. Þau Jó- hann voru þar góðir fulltrúar kristni- boðsins. Starf þeirra bar ríkulegan ávöxt við afar ótryggar aðstæður. En Astrid átti þá sannfæringu að Guð hefði allt í máttugri hendi sinni. Það þakkaði hún því að vinir starfsins hér heima og í Noregi mynduðu bænam- úr kringum þau. Fyrr á árinu fékk hún heimsókn og fékk að heyra og tala kínversku á ný eftir langt hlé. Það var henni mikils virði enda ljómaði hún öll og gladdist yfir fréttum frá Kína. Drottinn blessi minninguna um trúfastan þjón sem nú hefur fengið hvíldina. Ragnar Gunnarsson. Astrid Hannesson Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að útför hefur farið fram, eftir tiltekinn skila- frests eða ef útförin hefur verið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefnum, www.mbl.is/minningar. Æviágrip með þeim greinum verður birt í blaðinu og vísað í greinar á vefnum. Lengd | Minningargreinar sem birt- ast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengdarmörk eru á greinum sem birtast á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hve- nær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.