Morgunblaðið - 24.10.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.10.2009, Blaðsíða 20
20 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2009 T Ý R BRAGI ÞÓRSMÖRK Hlýir og góðir með gott grip. Mjög hlý og vatnsfráhrindandi.Vindhelt og vatnsfráhrindandi. vettlingar barna dúnvesti úlpa Verð: 64.800 kr.Verð: 19.800 kr.Verð: 3.200 kr. Einnig fáanleg í rauðu & svörtu Einnig fáanlegirí svörtu Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is EIN stærstu samtök útgerðarmanna á Spáni, Samvinnufélag útgerðarmanna í Vigo (ARVI), álíta að mikilvægasta verkefnið í endurskoðun sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu Evrópusam- bandsins sé að afnema ákvæði um heildar- veiðimagn (TAC) og kvóta, segir í breska blaðinu Fishing News. Joe Borg, fiskveiðistjóri fram- kvæmdastjórnar ESB, virðist nú styðja hug- myndir um að stokka kerfið upp og taka upp sókn- armark með framseljanlegum veiðiréttindum. Borg sagði nýlega í ræðu á fundi með sjávarútvegsnefnd Evrópuþingsins að með slíkum breytingum yrði skipstjórum gert kleift að landa öllum afla sem þeir ná og þannig hægt að draga mjög úr brottkasti. Tals- maður ARVI, Hugo Gonzalez, segir að hugmyndir samtak- anna valdi miklum ótta hjá sumum aðilum í greininni, einkum í Frakklandi. „Þeir hafa meiri áhyggjur af þessu en aðrir af því að þeir hafa meira að missa en allir hinir,“ segir Gonzalez. Útgerðarmenn í Vigo vilja nýtt kerfi með framseljanlegum réttindum Hann segir að nýtt kerfi eigi að byggjast á traustum undirstöðum: sóknarstýringu, tækni- legum viðmiðum (möskvastærð, fiskstærð og tímatakmörkum á veiðisvæðum), reglum og eftir- liti og loks markaðslögmálum. Mikilvægt sé fyrir Spánverja að komið sé á framseljanlegum veiði- réttindum, hvert sem kerfið sé að öðru leyti. Frakkar nýti t.d. ekki sína veiðikvóta nógu vel og leyfa ætti mönnum að afhenda öðrum nýting- arréttinn. Fishing News segir ennfremur að útgerð- armenn í Vigo hvetji til þess að farið verði í saum- ana á reglunni um hlutfallslegan stöðugleika en þá er átt við að veiðireynsla á því svæði sem um er fjallað sé grundavallarviðmiðun þegar úthlutað er kvóta. Spánverjar fullyrði að ekki sé um lagalega bindandi reglu að ræða heldur skyndiákvörðun sem tekin hafi verið fyrir 26 árum „og ekki lengur í gildi“. Blaðið segir að skoðanir á þessum hugmyndum séu skiptar meðal útgerðarmanna í sambandinu. Borg íhugar sóknarmark í ESB Spánverjar segja veiði- reynsluregluna þegar út- hlutað er kvótum úrelta Joe Borg Breytingar voru gerðar á CFP, sameiginlegri sjávarútvegs- stefnu ESB, árið 2002 og var markmiðið að tryggja skyn- samlega nýtingu veiðistofna. En ljóst er að rányrkja er stunduð á miðum sam- bandsríkjanna og veiðigetan er allt of mikil miðað við afla- magnið sem fiskifræðingar álíta að sé fyrir hendi. Endur- skoðun á stefnunni hófst í fyrra og áætlunin að taka mið af öðrum veiðikerfum. Umdeild stefna SÍÐASTA hindr- unin í vegi Lissa- bon-sáttmálans virðist úr vegi eftir að Vaclav Klaus, forseti Tékklands, féllst á málamiðlunar- tillögu Svía, sem ætlað er að koma til móts við þá kröfu hans að staðfesting sáttmál- ans muni ekki gera Súdeta- Þjóðverjum kleift að krefjast bóta frá tékkneska ríkinu. Klaus hefur reyndar ekki form- lega staðfest að hann fallist á tillög- una en ráðið er af svörum skrif- stofu hans að hann fallist á hana. Reinfeldt viss um samþykki Svíar fara með forsæti í Evrópu- sambandinu til áramóta. Er Fred- rik Reinfeldt, forsætisráðherra Sví- þjóðar, þess fullviss að Tékkar muni staðfesta sáttmálann eftir að tillagan hefur verið felld að honum. Áður en Klaus undirritar sátt- málann þarf stjórnskipunarréttur Tékklands að staðfesta að hann brjóti ekki í bága við stjórnar- skrána en fastlega er búist við því að hann afgreiði málið á þriðjudag. Tékkneskir þingmenn á bandi Klaus skutu sáttmálanum til rétt- arins en áðurnefnd krafa hans snýst um að Súdeta-Þjóðverjar geti ekki farið fram á skaðabætur fyrir að hafa verið hraktir af landi sínu eftir síðari heimsstyrjöldina. Klaus fellst á millileið Hindrun úr vegi Lissabon-sáttmálans Vaclav Klaus MÁLTÆKIÐ segir að enginn veggur sé svo hár að asni klyfjaður gulli komist ekki yfir hann. Hvort þessi jap- anski gullörn kæmist yfir þennan margumtalaða vegg fylgir ekki sögunni. Hitt er skýrt að hann er glæsilegur og augnaráðið til þess fallið að hræða mýs og smádýr. Verð á gulli er nú í upphæðum, yfir 1.000 dalir únsan. GULLNUM VÆNGJUM ÞÖNDUM Reuters ÞAÐ er ekki hægt að segja að Bandaríkjamað- urinn Dalton Chiscolm leggi fram hógværa kröfu vegna slæmrar þjón- ustu í einu úti- búa Bank of Am- erica. Skaðabæturn- ar sem Chiscolm fer fram á eru 1.784 milljarðar billjóna dala, eða 1.784.000.000.000.000.000.000.000 dal- ir. Segja má að Chiscolm fari fram á allan auð heimsins eins og hann legg- ur sig en til samanburðar er heims- framleiðslan áætluð um 61 billjón dala, eða 61.000.000.000.000 dala. Það er margfalt minna fé. Fjallað er um málið á vef breska útvarpsins, BBC, en þar segir að töl- ur með 24 núllum séu kallaðar Yotta (eins og kíló á við þrjú núll, saman- borið 1.000 grömm). Geislun sólar sé á við örbylgjuofn í þessu margfeldi. Vill allan auð heims Hér þyrfti marga 20 dollara seðla. RANNSÓKNARNEFND á vegum Hvíta hússins, sem sett var á lagg- irnar í maí, hefur komist að þeirri niðurstöðu að Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) eigi frekar að stefna að því að fara í mannaða geimferð til eins af tunglum Mars en til tunglsins, eins og stefnt hafði ver- ið að því að gera innan fimmtán ára. Norman Augustine, formaður nefndarinnar, telur þannig skynsam- legra að lenda á einu tungla Mars eða á yfirborði halastjörnu en á tunglinu. Báðir valkostir taki minni tíma í undirbúningi en lending á tunglinu. Fjallað er um málið á vef breska dagblaðsins The Daily Telegraph en þar segir að nefndin komist að þeirri niðurstöðu að frá og með 2014 þurfi NASA á 367 milljarða króna auka- fjárveitingu að halda árlega ef hún eigi að hafa bolmagn til að senda geimfara út fyrir sporbaug jarðar. Nefndin fjallaði um geimferjur NASA og Alþjóðlegu geimstöðina og er niðurstaðan sú að ekki sé hægt að leggja ferjunum fyrir 1. október á næsta ári, eins og stefnt var að. Verkefni við geimstöðina kalli á framlengingu fram til ársins 2011. Þá er vikið að geimstöðinni, sem átti að taka úr umferð 2015. Hún skuli vera í notkun vel fram á næsta áratug enda bíði hennar fjöldinn all- ur af verkefnum. Tunglið tekið af dagskrá Tölvumynd Ares I eldflaugin mun koma við sögu í verkefnunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.